Skuld - 28.07.1877, Page 2
28. ár, nr. 6.-7-] ,
SKULD.
[7. júlí 1877.
vorri, þar sem vér þó veröum ab búa undirþeim
og værum vitlausir menn ef vér vildum lieldr
liafa lagaleysið og stjórnleysib, sem áðr var. Bf
aö þeir mildu málskapsgarpar, sem senda prótest
á prótest ofan móti stöðulögum og stjórnarskrá,
hefðu þá haft til hug og þrek að sýna, að þeim
væri alvara, og neitað að vinna eið að lögum þess-
um, er þeir áttu að taka sæti á alþingi, — hefðu
þeir þannig þorað að stíga fetið fult út, og haft
ósérplægni nóga í sér til að verða af sínum 6 Kr.
um daginn og sýnt þannig að málróf þeirra var
meira en munnþytur einn, þá hefðum vér að vísu
skilið þá, ogþáhefðu allir skilið, hvað þerr fóru.
En þetta stemdi ekki með þeirra kokkabók. En
fyrst fulltrúar þjóðarinnar hafa nú unnið eið að
lögum þessum, til hvers eru þá sumir þeirra að
reyna enn að villa sjónir alþýðu með því að tala
um valdboðin lög, innbyrla fáfróðum almúga að
stjórnarskráin sé niðingsverk konungs vors á oss?
Hvað gott á að leiða af þvíliku?-------Nei, hvernig
sem stjórnarskrá vor hefði verið til komin, það, að
fulltrúar vorir vinna eið að henni, það er full við-
taka af vorri hendi; og þetta samþykki var þó
sannlega ekki valdboðið. |>að var enginn, sem
stæði með neitt Damokles-sverð yfir hálsi þing-
manna eða á annan hátt þröngvaði þeim til að
játa skránni, og því er það ódrengskapr og sið-
ferðisleg vesalmenska að vera að nöldra á eftir.
En auk þessa er það mesta óðs manns æði,
að vilja eigi fúslega taka tveim höndum við stjórn-
arskrá, sem í mörgum verulegum atriðum er veru-
leg frelsisgjöf. f>að má skoða hana með tvennu
móti: annaðhvort í samanburði við það réttar-
ástand, sem hjá oSs var á undan henni, eða þá
i samanburði við þann rétt, er vér teljum oss hafa
til frelsis og sjálfsforræðis.
Ef vér berum réttarástand vort, eins og það
er orðið með stjórnarskránni, saman við það réttar-
(lausa) ástand, sem alt var hér í áðr, þá er stjórnar-
skráin hreint og beint framfarastig i öllu, stóru
sem smáu; því ef vér athugum það, „að síðan in
forna þjóðstjórn lagðist niðr, hefir ísland eiginlega
enga stjórn haft, sem svo megi heita,“*) heldr
alt gengið í óstjórn og lagaleysi allar þessar
aldir síðan, þá „er auðsætt, að við íslendingar höf-
um hingað til ei átt úr háum sessi að detta um
landsrétt og landsróttindi. “**)-------Nokkuð öðru
máli verðr að sæta ef stjórnarskr. er borin saman
við þann rétt til frelsis, er vér höfum íslend-
ingar. En einnig þessi réttr er tvenns konar;
nl. sá réttr, er byggist á sögu vorri og sáttmál-
um og lögum, og má kalla hann inn sögulega
rétt vorn; en hitt er inn náttúrlegi réttr vor.
|>að er inn sögulegi réttr, sem allar kröfur vorar
til þessa dags hafa mátt kallast að vera eingöngu
bygðar á; það er sá réttr, sem Ný Félagsrit og
Andvari og allir fylgismenn Jóns Sigurðssonar og
*) Gísli Brynj.: „Hin nýju stjórnarlög.“ Formál., bls IY.
**) Sama staðar.
— 53 —
hans kenninga sífelt prédika. Og það er einmitt
Jón Sigurðsson, sem vér getum sagt að hafi svo
sem fundið þennan rétt, þvi hann hefir fyrstr
lagt áherzluna á hann, óþreytanlega prédikað hann
og bárizt fyrir honum örugglega. Hann gerði
það að aðalstarfa lifs sins, áð kenna löndum sín-
um að þekkja þennan rétt og fá þá til að fylgja
sér í þvi að berjast fyrir honum. þ>óað Danir hafi
nú aldrei viljað láta fyllilega á sig ganga sannleik-
ann í kenningum Jóns, þá voru þeir þó svo kreddu-
gefnir (doctrinair) menn (eins og samtíðin var
kreddanna tið), að aðferð þessi hefir óneitanlega
vakið eftirtekt þeirra og enda aðdáun; en íslend-
ingar lifa svo mjög í fortíð sinni og fornum sög-
um, að ekkert lögmál náttúrunnar fær neitt á
hjarta þeirra og tilfinning til lika við fornan skinn-
bólca-rétt. Engin kenning var því betr fallin til
að hrífa söguþjóðina með sér, en sú, er á sögu-
legum rökum var bygð. •— jpetta var það Saló-
mons-innsigli, er lokið gat upp sljófum skilningi
og daufum áhuga þeirra.*
*) III.
Á kjafta-stólnum.
[Ritstjórinn, sem heldr er orðinn sár af að sitja svo lengi áStein-
bít, getr cigi stilt sig um að gjöra eigi hér útúrdúr til hvíldar,
og setjast á kjafta-stólinn.]
í þessu er innifalinn stórleikr og ágœti Jóns Sigurðssonar,
óneitanlega ins mesta manns sinnar tíðar í stjórnmálum vorum,
að hann var skilgetinn óskasonr sinnar tíðar og síns lands og
hitti því með kenning sinni ina þjóðlegustu og innilegustu strengi
í bijósti landa sinna og samtíðar; og hann kunni að spila á þá
strengi og beitti því líka. pað má segja um alla rnikla menn, að
þeir 8é spegill sinnar tíðar; þessvegnaeru og miklir mennjafnast
meira eða minna einhliða í skoðunum, og er það þeirra ófullkom-
leiki og þeirra styrkr um leið. pað er þeirra ófullkomleiki af því, að
sannleikrinn getr oft liðið við það, að menn Bjá of mjög á eina
hlið málanna; en það er og styrkr mikilla framkvæmdarmanna,
að þeir hafa aldrei augun af þeirri hlið, er þeir hafa fest sjónar
á, og beita því öllu aíli sínu á einum stað. Sá, sem er meira
heimspekilega lagaðr, og sífelt leitar að nýjum og nýjum hliðum
sannleikans í allar áttir, verðr að vísu síðr einhliða, en slíkr
maðr er og betr fallinn til skoðunar en framkvæmda, því
hann deilir afli sínu á of marga staði til þess, að hann geti
lagt alefli sitt á neitt eitt sérstaklega. Menn með þessu síðar-
nefnda gáfnalagi eru vísindamenn og spekingar; hinir fyrri eru
framkvæmdamenn. Dæmi þessa gott eru þeir Luther og Melanch-
ton. — Vér höfum engan Melanehton átt í vorri pólitík, svo Jón
Sigurðsson hefir orðið að vera oss hvorttveggja, en þó er hann
eiginlega og helzt okkar pólitiski Luther. — pað þarf varla að
taka það fram, að þetta sé eigi sagt hvorki til lofs og því síðrtil
lasts. paö er líking sem vér brúkum hér, af því oss finst þar við
skýraat það, sem vér vildum ljóst gjöra.
Stefna Jóns og framkvæmd í kláðamálinu, er ekki annað
en eðlileg afleiðing gáfna hans og skapferlis; því hann er maðr
æði-kreddufastr (doetrinair). paö er svo eðlilegt, að manni eins
og honum, þegar hann þykist vita að vísindaleg vissa sé fyrir að
kláðinn sé læknanlegr, verði það, að lækna kláðann strax ápapp-
írnum; þ. e. að segja: hann lítr eigi á ástandið og ástæðurnar hér
og er sveitaháttum máske heldr ókunnugr, og vill svo liafa sitt
fram, án þess að taka tillit til örðugleika, sem rísa af landshátt*
um, fordómum og ódugnaði, — það er því illa gjört að fella jmng-
an stcin á hann fyrir það, sem liggr svo að segja í eðlisfari lians.
Vér erum gagnstæðrar skoðunar við liann í því máli, og getum
þó eigi annað en virt hann einmitt að meira fyrir framkomu
hans í kláðamálinu að mörgu leyti; þvi það sýndi, að honum var
um það eitt að gjöra, er hann áleit rétt, en eigi um að sníkja
sér alþýðuhylli
[Ritstjórinn veit að það keinr jafnan mærð á hann í kjaftastóln-
um; en hann vonar menn virði það á betra veg, því það erávalt
merkilegt í sjálfu sér, að virða fyrir sér mikla menn og skýra
fyrir sér háttu þeirra Og eðlisfar, kosti þeirra og ófullkomleika-
Og þcssi maðr heyrir svo mikið sögunni til nú þegar, þót-t hau
— 54 —