Skuld - 17.11.1877, Page 3

Skuld - 17.11.1877, Page 3
I. ár, nr. 14.] SKULD. [17. nóvbr. 1877. |)ar fara eftir efnum hverseins. En eignarréttr fyrir húsum vorum og landi er sagt ab ekki muni fást fyrren búið er að borga skuldina. |>að sjá allir, ab skuld hvers eins verðr afar-há, en meining manna er að hirða ekki um það, heldr setja sig sem bezt í stand. J>ví meira sem menn geta byrjaö með, |)vi fljótari hyggjast þeir verða að hafa sig upp. Auðugir menn hafa tekið eins til láns eins og fátækir. § 11. Káðlegging til landa minna um flutning hingað að svo stöddu. Allir þeir menn, sem hafa fjölskyldu og ekki eru vissir um áð geta spilað alveg upp á eigin efni, vildi ég helzt óska að ekki kæmu fyrst um sinn. Orsakir til þessa cru margar, og þó þrjár helztar. EjTst er það, að eng- in vissa*) er um, að stjórnin láni þeim, og verðr þeim þá alt að því skapi dýrara og ervið- ara. — In önnur orsök er sú, að Kyrrahafsbrautin er ekki komin enn algjörð hingað vestr, og þurfa menn þvi fyrir það (eins og við) að flækjast suðr í Bandaríki, ó- umræðilega mikinn krók, sem leiðir af sér mikinn kostnað og marga örðugleika, sömuleiðis meiri barnadauða, þvi skipsvistin á Efra- vatni (Lake Superior) er verri en á köfunum, eða svo varð það ^okkr. — þriðja orsök er sú, að við getum engan mann stutt, ekkert með fjárútlátum, og lítið með ráðum, því við erum sjalfir „grænir“ enn í öflu. f>að er því ósk mín og bón til allra minna vina og vanda- manna, að þeir fresti komu sinni liingað, þangað til ég, ef ég lifi, skrifa þeim só óhætt að koma; og ef þeir þora að fara að ráð- um mínum í þessu, þá legg ég líka drengskap minn við, að þeim skal vera óhætt að koma, þegar ég skrifa að þeim sé það, — Aftr er öðru máli að gegna um ríka inenn, sem ekki horfa í skildinginn. *) Og eftir Jiví, sem vér höfum séð í skýrslu frá stjórninni í Canada, getum vér bætt við, að J>að muni rarla mega gjöra sér neina von um slíkan styrk að sinni. Ritstj. „Skuldar.“ — 140 — § 12. Lítil leiðbeining handa þeim, er fara vilja næsta sumar. [pessari grein sleppum vér, Jiví sumpart er J)að, að sumarið er liðið, og sumpart er slik leiðbeining eigi aðra varðandi, en Jiá, er fara, en síðr lesendr vora alment, enda geta Jicir, er vestr vilja fara, fengið slíka leiðbein- ing hjá umboðsmönnum Anchor-línunnar. far á móti viljum vér taka upp næstu grein, af því hún miðar til að sýna réttlæti nafngreind- um manni, sem ósvífnir áreitnis-seggir (eins og t. d. Skafti Jósefsson, ritstj. ,,Norðlings“) hafa gjört sér far um að sverta að saklausu í almennings-augum.] §13. Um Sigtrygg Jónasson. Um Sigtrygg er mér ofr- hægt að tala; hann hefir reynzt okkr svo mætr maðr, að varla er unnt betr. Hann hefir nefnil. verið lífið og sálin í öflum okkar fyrirtækjum og framkvæmdum og vill oss ið bezta í hvívetna, enda sé ég glögt, að ef hans misti við um fyrstu 2—3 árin, þá væri ástæða til að bera kvíöboga fyrir framförum okkar.*) — Hann er glaðlyndr, skemtinn og gestrisinn mjög, góðlyndr, hygginn og prúðr; liann er einbeittr, harðr, og segir sinni eitt, hver sem í höggi á. Mér, sem var þó í fyrstunni ekkert um hann, fellr hann nú svo vel í geð eftir þennan stutta viðkynningartíma, að mér liefir eigi við annan faflið betr um jafnstuttan tíma. § 14. og 15. Um vegalengd og um ferðina hingað. [pessum greinum sleppum vérsamkvæmt althugasemd vorri við 12. gr.] § 16. Um það, hversu menn una sér. það, sem ég veit framast til um nýlendumenn, munu þeir f 1 e st- ir kunna heldr vel við sig, þó ekki allir, sumt kvennfólk og ein- stöku karlmaðr una sér ekki rétt- vel; aftr eru sumir, sem aldrei þykjast hafa unað hag sínum eins vel og nú; þar á meðal er ég sjálfr; mig langar ekki hót heim aftr, og ég sakna einskis. § 17. Um bólusótt. Síðan í haust hefir geysað hér in voðalega bólusótt; ekki *) potta virðist nokkuð ofsagt, því vist mun völ fleiri góðra og nýtra drengja til for- sjár vestra þar, að minsta kosti nú, síðan séra Jón Bjarnason og Haldór Briem eru komnir í nýlenduna. Rits tj. — 141 — veit ég kvaö marga hún er búin að drepa, en á annað hundrað mun það hafa verið, er talið var. Bóluefni var sótt austr í JSTew York, en kom þaðan bráðónýtt. Meining sumra er, að dugandi bóluefni sé eigi til í allri Ame- ríku, og það er mín.*) — Ég vildi að allir, sem hugsa upp á hingað- ferð, nú og síðar, léti bólusetja sig,**) Núna munu vera um 1200 íslendinga hér í nýlendunni. Hrossaeign ýmsra þjóða. Til ritstj. „Skuldar“! Hrossa-tal í Norðrálfu ogNorðr- Ameríku (Bandaríkjunum). í Rússlandi eru . . 16,160,000 hrossa - Bandar. N.-Amer. 9,504,200 — Á þjóðverjalandi. . 3,352,200 — - Bretlandi inu mikla 2,790,800 — - Frakklandi .... 2,742,700 — í Austrríki og Úng. 3,569,400 — [þar af í Úngarn 2,179,800 _—| í Ítalíu............ 657,500 — - Noregi og Svípjóð 655,400 — Á Spáni ....... 382,000 — í Danmörku .... 216,500 — - Belgíu............ 282,100 — Á Hollandi......... 260,000 — í Sweiss... 100,900 — Á Grikklandi . . . 98,900 — í Portúgal........... 79,700 — Á íslandi (1871) . . 29,600 — Til þess að geta séð, hvort þetta er í raun- inni mikil hestaeign eða ekki, þá verðr að bera tölu hrossanna saman við íbúa tölu lands- ins, og er það vanalega gjört með því að segja: svo eða svo marga hesta hefir landið áhveija 1000 íbúa, og þá hefir: ísland............ 442.8 liesta á 1000 manna. Norðr-Amerika . . 244.1 „ „ „ Rússland .... 227.0 „ „ „ Danmörk . . . , 175.5 ., „ „ [Ungarn............146.9 „ ., „] Svíþjóð............114.8 „ „ „ Svíþjóð og Noregr . 106.8 „ „ „ Austrríki og Ungarn 99.5 „ „ „ Bretland ið mikla . 86.1 „ „ „ Holland.............69.3 „ „ „ Grikldand .... 67.5 „ „ „ Belgía..............53.7 „ „ „ Sweíss..............37.8 ,, „ „ Italia..............24.4 „ . „ „ Spánn ...... 22.7 „ „ „ Portúgal............18.2 „ ,, „ pýzkaland .... 11.6 „ „ „ það má álíta pað nokkurnveginn víst, að mikill hrossafjöldi er vottr um *) pctta er nú hégómi samt; ef alt bóluefni í Ameríku væri ónytt, hvernig ættti þá bólusetning að verja Ameríkumenn sjúk- dóminum, eins og þó vitanlega á sérstað? R itstj. **) |>ar sem sú varð raunin á, að mikill fjöldi þeirra, er vestr fóru héðan, voru óbólu- settir, þá er slíkt vítaverð vanræksla presta vorra og annara bólusetjara. Ritstj. — 142 —

x

Skuld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.