Skuld - 10.09.1878, Blaðsíða 1

Skuld - 10.09.1878, Blaðsíða 1
S k u I d. II. árgangr. Eskil'Irðí, Jriðjudag, 10. septcmber 1878 Nr. 24. (44). 277 278 279 Prestamálið. Eftir Indriða Einarsson cand. poiit. [Niðrl.] IV. Og þegar þetta eru afleiðingarn- ar af gömlu aðferðinni, þá sýnist ekld vert að halda henni áfram. En þó munu sumir vilja svo. Eftir síðustu atburðum á íslandi, ég hcf einkum í huga útkomu laganna frá 5. Janúar 1874, þá gæti margr ætlað, að heldr mundi þörf á færri en fleiri lútersk- um prestum, því ef nokkur notaði trúarhragðafrelsi það, sem þar er gefið, þá væri það, til þess að komast und- an krónu lúthersku trúarinnar okkar, enn ekki til að komast undir hana. Víst er svo, að kyrkju íslands er heit- ið stuðningi þar, en ég sé hvergi að öllum prestum sé heitið t. d. föstum launum. Kyrkjan er nægilega studd af landssjóði nú þegar, þegar bæði byskup og prestaskóla docentar fá laun sín þaðan, og prestsekkjur og prests- efni fá þaðan nokkurn styrk. Ef bæta skyldi laun presta og kreija þau inn fyrir þá, þá væri það ekki lítil útgift. Nú heimta prestar tekjur sínar fyrir ekkert. Ef lands- sjóðr ætti að gjöra það, mundi inn- heimtan kosta allt að 20,000 Kr. um árið. |>að er dýrt að heimta inn fé á íslandi öll íjarlægð er þar svo löng, þar eru engir vegir; engar póstgöng- ur innansýslu; og ef það ætti að gjör- ast bréflega, væri eins fyrir mann, sem býr í Skagafirði, að krefja mann suðr í Reykjavík og mann norðr i Fljótum. Og að láta prestana borga þessar 20,000 Kr. árlega, væri að setja þá verr en þeir eru nú settir. Ef nú ætti að bæta kjör þeirra að auk og setja þá á fóst laun, eða bæta upp brauðin fyrir neðan 1000 Kr. — því flestir sýnast á eitt sáttir um það, að minni laun ætti prestar ekki að hafa —- þá mundi til þess þurfa hérumbil 50,000 Kr. um árið, ef ekki 60,000 Kr. þegar ætti að setja prestsekkjur á eptirlaun, og uppgjafa- presta að auk. Og það yrði það sama fyrir ísland, séð frá fjárhagssjónar- miði, sem að taka til láns 2,000,000 króna og þurfa svo að gjalda 4 proc. rentu af þeim til eilífðar. — lJó prest- um væri borgað þetta úr landssjóði, þá kæmi það frá íbúum landsins allt að einu fyrir því. Skoðað frá almennu sjónarmiði — eins og gert er í öllum fjárhags- efnum — þá er fljótt yfir að fara. Vjer gefum renturnar af 2 miljónum, en hvað fæst fyrir þær? Yrði nú gjört nokkuð meira ef þær væru gefn- ar prestunum, en nú er meðan þær eru ógefnar? Nei. |>að yrðu skírð jafnmörg börn eftir sem áðr, fermd- ir jafnmargir unglingar, gjörðar sömu vísitazíur og ekki fleiri. Haldnar hér um bil 150 ræður á hverjum sunnudegi um alt ísland eins og áðr var. Og að guðsþjónustugjörðin yrði ekki betri þó prestrinn fengi meiri laun, það á- lít ég sé eins ljóst, eins og að það er víst, að séra Jón minn Jónsson batnar ekkert í stólnum, þó hann hafi nýlega fengið tekjumeira brauð. Frá þessu sjónarmiði er það því hérumbil sama fyrir okkr, að hækka laun prest- anna á áðr greindan hátt, og að landssjóðrinn tæki til láns 2 millj- ónir Kr., gyldi 4°/0 rentu af þeim um aldur og æfi, en fleygði þcim sjálfum í sjóinn. J»að versta væri samt máske in politíska afleiðing af breytingunni. Hún yrði að líkindum sú, að bandið milli prestsins og sóknarbarnanna losn- aði smátt og smátt; þeir hættu með tímanum að álita sig prest sóknar- innar, en álitu sig prest landsins. Prestrfengi laun úr landssjóði og yrði því um leið minna háðr sóknarbörn- um sínum, en meira liáðr landsstjórn. Hagr presta yrði líkari hinna em- bœttismannanna, og þeir bættust að líkindum neðan við þann flokk og fylgdu þeim að öllum málum. J>að væri í rauninni mjög óviðkunnanlegt og ó- viðrkvæmilegt ef böndin á milli safn- aðarins og prestsins losnuðu. Trú- arbrögðin eru svo viðkvæm fyrir þann, sem þau hefir, að hann getr ekki í þeim málum snúið sér til ann- ars, en vinar eða bróður, og það yrði prestrinn miklu síðr fyrir hann þá en nú. |>að væri því synd í gegn söfn- uðunum að setja presta á föst laun; og til að taka mér orð eins mikils mans í munu: Jþað væri meira en synd, því það væri pólitísk vanhyggni. V. Á þeunan hátt gæfum vér út árl. 50—80000 Kr. meir en nú er gjört, og afleiðingin yrði allt önnur, en sú, sem vér mundum óslca. Mér sýnist því sá vegrinn sé lítt fær og að allir aðrir væru betri en hann. Mér finst samt sem áðr að tölu- verða nauðsyn bcri til að bæta hags- muni presta, og það getr að minni hyggju að eins orðið á tvo vegu; annar vegrinn er, að fækka þeirn eða brauðunum, og hinn er, að fá kyrkj- ur og presta alt í safnaðanna vald, og láta presta sjálfa semja við söfn- uðina, hve mörgum kyrkjum þeir eigi að þjóna, og hvað þeir eigi að fá fyrir það. Til þess að taka brauðasamein- inguna fyrst, þá kom fyrir alþingi síð- asta sumar uppástunga um, að sam- eina þau svo, að eftir yrðu 135 presta- köll af 170 eða 171, og þegar þessi uppástunga er kornin frá prestum, þá get ég ekki séð annað, en að 135 prest- ar kæmust vel yfir að þjóna sömu kyrkjum, og nú eiga að þjóna 171; ef brauðum væri fækkað á þennan hátt þá yrðu 107 prestar, sem ættu að þjóna 2 kyrkjum, og að eins 28, sem ættu að þjónu 3 kyrkjum undir eins. Og að þetta væri engin ofætlun, finst auð- séð af því, að bæði í Noregi og jafn- vel á Færeyjnm eru þess dæmi, að prestar þjóni 7 kyrkjum undir eins. Prestarnir okkar hafa heldr ekkert sérlegt að gjöra, sýnist mér. Og þessi brauða fækkun einsaman gæti bætt 50 brauð frá þriðjungi til helmings og þaðan af meira, og það sem mest or í varið, án þess að landsmcnn borguðu einum eyri meira en þeir hafa áðr gjört. Eg hefi fyrir mér sögusögn prest- anna sjálfra i því, að þeir gætu vel unnið meira en þeir gjöra, og ef prest- ar vilja fá meiri lauu, sem er líklegt, væri þá nokkuð á móti því, að þeir ynni til þess, með þvi að taka sér meiri starfa á hendr. Og frá sjónarmiði alþýðu get ég heldr ekkert séð þessu til fyrirstöðu, því að vilji alþýðu getr ekki verið það, að svo margir af prestum þurfi að kvarta um fátækt, eymd og lítil laun. Og frá hennar hálfu má það vera miklu léttara að hækka laun þeirra á þennan hátt, en ef það ætti að gjör- ast með því, að fá lagðan á einn skatt- inn enn. VI. |>ó þetta fyrirkomulag sé gott og álitlegt til bráðabyrgða, þá er það þó engan veginn álit mitt að það ætti að vera til langframa svo. Sá, sem þetta skrifar, ætlar ekki að það sé það bezta fyrirkomulag fyrir söfnuðina. að prest- inum sé troðið upp á þá hvort sem þeir vilja eða ekki. Eg hefi drepið á það áðr, að sambandið milli prestsins og safnaðarins ætti að vera vinsam- legt og innilcgt. En bezta meðalið

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.