Skuld - 10.09.1878, Blaðsíða 3

Skuld - 10.09.1878, Blaðsíða 3
II. ár, nr. 24.J SKTJLB. l10/9 1878. 283 ~ I dóm sinn (og þýrfti það, eftir þvi, sem liér hagar til, að njóta styrks af almanna-fé). En meðan það er ekki, er það einskonar nauðsynja- . böl (malum necessarium), að blöðin ljái rúm einstöku merkilegri rannsókn. — En með því slikt á að falla í hendr alþýðu, ríðr á, að rannsóknin séeigi gefin út fyrir kenning. Sigurðr prófastr Gunnarsson á Hallormsstað hefir af og til í ár verið í „lsafold“ að vanda um við oss „hók- málamenn pessara tíma“ fyrir van- kunnáttu vora og vanhirðu á móðr- máli voru. Vel er pað gert af prófastinum, að fræða pá, sem miðr vita, en hann-, og má pó vera að bæði ég og fleiri ritum stundum verr, en vér vitum, að pví, er til málsins kemr, og her par ýmist til. En slíkt ið sama mun og henda inn heiðraða höf., að hann veit betr en hann ritar — stundum. Ég vil nú sleppa pví alveg, að minnast á pað, er hann les fyrir séra Styrbirni á Nesi, pótt par væri sumt eigi sem réttast innan um annað, er satt var — enda hefi ég eigi pá grein fyrir mér nú og nenni eigi að leita að henni. Eitt vil ég að eins minnast á úr henni, og pað er undirskriftin: „Böð- -varr“. í lienni á auðsjáanlega að vera orðaleikr; pað á að vera nafnið Böðvarr, og vill höf. láta pað merkja pann, sem er stríð-var, óstríð- gjarn |böð= styrjöld, strlðj. En petta mun vera gjörsamlegr misskiln- ingr. Endingin -ar(r) i Böðv-arr mun vera samskonar nafnmyndunar-ending, eins og i Agnarr, Hjálmar(r) o. s. frv., en „v“-ið heyrir rótinni til i „böð“ (=orrusta), og kemr fram bæði í eign- arfalli: „böðv-ar“, og öðrum föllum peim, er hefja endinguna á hljóðstaf (t. d. óvanalegu [óreglulegu?] págu- falli eintölu: „böðvi“ i Sæm. Eddu), eins í sagnorðinu „at böðvask“ (í Hamðismálum). Bótin ætti pví að vera „boðv“ eðr „baðu“, eins og rótin í „ör“ (eignarfall ,,örv-ar“) er „orv“ eða „aru“. Eg get hugsað mér, að „boð(v-)“ væri eitthvað skylt enska orðinu „to both-er“ (að áreita); einhver óspektarinerking er í hvorutveggju orðinu, og „Böðvarr11 mun hafa nokkurn veginn gagnstæða pýðingu við pað, er séra S. G. liefir ætl- að að leggja í pað i „ísafold". í 18. nr. „ísaf.“ ritar séra S. G. enn um málfræðislcgt efni: um orðin „kirkja“ og „kristni“. (Ég rita nú „kyrkja", pví orðið lcemr af grísku: „kyriaké“; og pó J>jóðverjar riti „Kir- che“ og Danir „Kirke“, og fornrit vor riti víðast „kirkja“, pá sé ég ekki ástœðuna til að breyta y í i; Svíar rita kyrka og Lappar kváðu segja kyrko; að visu cr í Engil- saxnesku circe [og circ, sbr. kirk á skozku], en Englar rita aftr cliurch og Norðmenn kyrkja). 284 Séra S. G. álítr, að orðið kyrkja, pegar pað á að tákna annað en guðs hús, pýði sama sem „kristni“, og sé pá „útlenzka, tekin upp úr pýzku og dönsku í íslenzkuna nú á pessari öld — helzt á næstliðnum 30 til 40 árum — sjaldan fyrr“. — J>etta ætla ég að hvorttveggja sé gjörsamlega rangt. Kristni veit ég eigi til að hafi utan tvær merkingar; infyrri og eig- inlega merkinger: kristin trú (re- ligio christiana); par af kemr að kristna, kristnihald, kristni- brot, kristniboði, o. s. frv.; hin merkingin er: játendr kristinnar trúar i heild = kristileg kyrkja (ecclesia christiana); par af kemr t. d. „kristnistýrir“ p. e. páfinn (í fornu máli). Kyrkja hefir vist aldrei verið haft af neinum, pað ég til veit, í inni fyrri eðr eiginlegu merking orðsins kristni, p. e. sama sem kristin trú; pessi merking á sér víst hvergi stað nema í imyndun og hugarburði séra S. G.; eðr getr hann citerað pað í rit- um „bókmálamanna pessara tíma“? Sé mín ætlun rétt, pá fellr par með um koll sú tilraun til fyndni, seni séra S. G. hefir reynt að spinna út úr pess- ari pýðing og ímyndaðri innleiðslu orðs- ins að kyrkja = að kristna. Að minni ætlan hefir kyrkj a tvær aðalmerkingar: fyrst eina eigin- lega merking, p. e. guðshús (tem- plum), hús til guðspjónustu; — pví- næst afleidda eðr fígúrlega merking, sem aftr hefir ýmsar greinir: l.kyrkj- an (kat’ exoken) o: kristileg kyrkja — allir játendr kristinnar trúar = kristni, (ecclesia christiana); 2. trú- flokkr (a denomination); t. d. refor- meraða, lútherska, róm-kapólska, pres- byterianska, byskuplcga kyrkjan, me- podista, baptista, kongregationalista, kvekara, mormóna kyrkjan, nýkyrkjan (Swedenborgs) og óteljandi aðrar fleiri; 3. klerklýðr, — kyrkjan mótsett 1 eik- mönnum. Yið pessar merkingar er pað að athuga, að in síðasta er líklega enn latíðust voru máli, og ef til vill eigi pörf í málinu, en til er hún í pvi. — Yið næstsíðustu merkinguna (kyrkja — trúflokkr) má athuga, að hún virðist eigi nauðsynlega bundin við kristin trúarbrögð. Hvað er t. d. á mótipví að tala um gyðingakyrkjuna (pótt guðs- hús gyðinga séu kölluð synagógur), pvi pað er pó kyrkjufélag. Svo er um fleira. Að orðið kyrkja í afleiddri merk- ingu (o: ecclesia) sé komið inn í mál vort úr dönsku og pýzku nú á pessari öld, helzt á næstl. 30 til 40 árum — pað tekr engu tali. Og pótt séra S. G. segist ekki muna að hann hafi séð orðið í annari merkingu, en um guðs- liús, í nokkurri bók eldri on síðustu 285 aldamót, pá pori ég að segja, að petta er ekki annað en meinloka, pví hann er svo fróðr klerlcr, að ég er viss um, að hann hefir einhvern tíma litið í „k y r kj u - ordinanzíuna“ gömlu. Enda hefir orðið nú að minsta kosti 500 ára hefð í bókmáli voru. í Guðmnndar- drápu bróður Árna (Munkapverár ábóta 1371—1379) er 30. erindi pannig: „Kyrkjan poldi hneyksl af höldum harðla sterk ok réttur klerka, burgeisar pvíat mundi1) ok margar mjök spentu pá hennar rentur; lærða dœmdu leikmenn fyrða lastauðigir und meiðsl ok dauða; sárt hrygði slíkt signat hjarta sæls Guðmundar um langar stundir“. Og pað má víst rekja orðið í bók- máli voru niðr um allar pær 5 aldir, sem liðnar eru síðan petta var kveð- ið. — Líklegt pykir mér, að fræðin, er séra S. G. segist liafa lært, hafi verið slcrifuð og all forn, en eigi prent- uð, ef par hefir staðið ,,kristni“ fyrir kyrkja; pví að vísu pekki ég eigi Ponta, ef hann skyldi hafa lært á hann, en hitt er víst, að orðið „kyrkja“ á pessum stað var komið inn í kredd- una (trúarjátninguna) löngu fyrir alda- mót, pví ég man eftir pví með fylstu vissu, að pað stendr svo í Credo í fleiri en einni útgáfu af Grallaranum, sem ég átti pegar ég var í Keykjavík. íbysk- upasögunum er „kristni“ og „kyrkja“ haft jöfnum höndum t. d.: „Á pví sama sumri skrifar hann til erkibyskups, hvert válk ok vandræði, forsmán ok fyrirlitning hann ok heilög kristni polir án afláts .... biðr par með, pat mjúkt er liann kann, at herra erkibyskupinn leggi kyrkjunni nokk- ura huggun, at liún mætti firrast ú- vina vald ok fá um síðir pann frið ok frelsi,“. o. s. frv. (Bp. s. II., 114.) Meira að segja, í Páls-sögu, sem rituð er rétt eftir aldamótin 1200, og senx er á gullfallegasta máli, eins og pær systr hennar, Hungrvaka og |>or- lákssaga, stendr: „fjóra daga kendi hann sjálfr kenningar á hverjum xij mánuðum: jóladaginn fyrsta ok mið- vikudaginn fyrstan í föstu, skírdagok kyrkju-dag“ (Bp. s. I. 140.) Yíst eigi mun sá dagr nafn taka af neinni torf-kyrkju né timbr-kyrkju eðr stein- kyrkju, heldr af inni ósýnilegu „kyrkju“ (kristninni). Og bendir petta til, að orðið megi í pessari merking rekja fram til 1200, en pað er pá hátt á 7. öld siðan pað innleiddist í málið. J>ví miðr liefi ég nú enga orða- bók íslenzka og engar homilíu-útgáf- ur, pví ég varð að farga öllu bóka- safni minu fyrir nokkrum árum; en mig minnir fastlega að' orðið sé al- títt í homilíum. J>eir sem bókanna eiga kost, geta víst hœglega rakið til- veru orðsins í gegn um allar vorar 1 Ij muudi o: gjafir.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.