Skuld - 14.02.1879, Qupperneq 2

Skuld - 14.02.1879, Qupperneq 2
III. ár, nr. 4.] SKTJLD. [l4/2 1879. 40 kent, en „ómögulegt er að hneykslan- ir komi ekki“, og verðr slíku varla með öllu útrýmt með meðuluni utan að, pótt nokkuð mætti fækka hneykslun- ar-hellunum; enda hygg ég að mök landsmanna hafi farið heldr minkandi pessi síðustu ár, par sem flestir hetri menn Jeirra sveita, hvar þetta mest átti sér stað, eru farnir að sjá að peir verða sjálfir að taka sér fram um pað að styðja að pví, að pessi óhæfalegg- ist af, sjá, að inn slæmi orðrómr liggr á allri sveitinni og öllum íbúum henn- ar og að hér geldr inn saklausi inna seku hjá peim, sem ekki pekkja til. |>ess hefir verið getið að hætt sé við, að sjúkdómar fiytjist inn í landið með pessum duggum svona eftirlits- lausum, og að nauðsynlegt væri að hafa skikkaða menn til að heimta af hverju skipi heilbrigðisvottorð; ekki er fyrir pað að synja að svo illa getr farið, en ekki hygg ég pað einhlítt pótt hvert skip sýndi heilbrigðisvott- orð í lagi; kom ekki bóla upp í skipi, sem kom beina leið frá Xaupmanna- höfn til Reylcjavíkr um árið og hafði heilbrigðisvottorð í lagi? ég vil geta pess að hreppstjórum er og hefir um undanfarin ár verið uppálagt að fara strax út 1 hverja duggu sem kemr og spyrja hvort nokkur veikindi sé um- borð og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að hreppstjórar peir sem mest hafa fengizt við pessi skip síðan ég kom hingað til sýslunnar geti vel að pessu leyti gjört sig skiljanlega fyrir flestum útlendum íiskurum; póttpetta sé hvergi nærri einhlítt pá hygg ég að meiri trygging sé ekki hægt að fá eins og nú á stendr, og getr Z. séð að sú fyrirskipun hefir verið um nokkur ár, sem hann vill á lcoma;1) — pað er 1) Z. vill reyndar að þessi umboðsmaðr heimti heilbrigðisvottorðið, en það er ekki auð- fenginn um firði maðr sem skilur frakknesku eða ensku svo, að hann geti gerið viss um ___________________41___________________ líka auðvitað viðrhlutameira fyrir skip- in ef veikindi koma með peim, og skip- verjar áðr eru búnir að neita pví að veikindi séu umborð. J>að hefir verið klifað á pví, að „varðskip“ Dana gjöri að pessu leyti ekkert gagn undir islandi, en mér er ekki kunnugt að Island leggi neitt til kostnaðarins við petta skip, ekki veit ég heldr til að danska herskipið sé hér við strandirnar til pess að passa upp á útlenda fiskara; eftir pví, sem mér er frekast kunnugt, er skipið gjört út til að mæla sumstaðar strendr og firðí, ransaka straumana kring um landið, æfa hermenn o. pessh., en að eins meðfram og eftir pví, sem kring- umstæðurnar leyfa, til að hafa tillit með fiskiveiðum útlendra, enda hefir Fylla í minni tið tekið 2 duggur sem voru á fiski of nærri, og kom með pær hingað inn og borgaði annar skipstjór- inn góðviljuglega sekt, en hinn var dæmdr til sektar, og hefi ég góðavon um að sú sekt fáist; báðar pessar dugg- ur voru enskar, og er vonandi að petta verði pó til pess að enska stjórnin fremr finni ástæðu til að hafa eitt- hvert tillit með fiskurum sínum liér. |>að mun pannig vera ljóst að kringumstæður við fiskiveiðar útlendra við ísland eru slæmar og mikið undir hepni komið að ekki rísi af peim ein- hver vandræði; en hversu má nú ráða bót á pessu? J>að hefir verið stungið upp á að útvega „fyrir pað fé, sem er kostað til Fyllu“, „nokkrar" fall- byssur, en ég er hræddr um að pessi uppástunga verði ekki nema „falleg uppástunga á snjóhvítum pappír;“ pað purfa fleiri en „nokkrar“ fallbyss- ur, pví víða koma duggur inn, víðar en hér á Austrlandi, og mörg eru nesin, sem líka mundi langa í fall- að það, sem lionum er „stungið út“, sé heil- brigðisvottorð en ekki eitthvert annað gott prent. 42 byssur; en pótt nú fengist fallbyssur á hvert nes, pá parf nokkurn umbún- ing um pær, pví ekki væri gott að láta pær standa eins og „illa gjörðan hlut“ á nesinu, pað yrði að búa svo um pær og kalda vörð við pær allar, að dúggarar ekki gætu einhverja poku- nótt komið og rekið tappa í gatið, p. e „fornaglet“ pær eða eyðilagt, eðatek- ið pær herfangi og svo saluterað með peim fyrir „yfirkanóneraranum“ pegar hann kæmi út á nes og ætlaði að fara að hlaða og senda peim sendingu, sem parna væri í polcunni. Að koma upp svo miklu lögreglu- liði sem pyrfti til að vera ávalt til taks par sem duggur pessar ber að landi, er ég hræddr um að geti ekki komið til mála. (Niðrl.) Árið 1877 færði „Skuld“ oss all- langa ritgjörð um bindindi, er nefnist „Herhvöt gegn pjóðfjanda“. J>ótti mörgum ritgjörð sú vera all-áköf, en einmitt pess vegna hygg ég hana hafa vakið marga til að hugsa nokk- uð um bindindismálið; pví pá er hún hafði komið fyrir sjónir allra lands- manna, fóru smátt og smátt að koma bindindis-ritgjörðir í hinum blöðunum. Samt vantar mikið á að almennr á- hugi á bindindis-málinu sé Yaknaðr enn, jafnvel pó pað sýnist liggja bert fyrir öllum, hvílíkt velferðarmál bindindisfélagið er. Almennr áhugi á máli pessu mun naumast vakna, meðan heldri mennirnir sýna ekki meiri rögg en peir hafa gjört, og slíta Bakkus frá hjarta sínu, pótt nokkuð kunni að blæða. Er ekki leitt að vita pað, að svo margir em- bættisinonn og heldri menn landsins skuli vera drykkjumenn (o: drekka frá sér vitið)? Slíkt er liörmulegt, afpví 23 honum (Sldldingsfjaðra) var í liag gjörð, en ánafna hon- um að eins lítilræði eitt eftir sinn dag. — Hann (vitnið) skoraði pví næst hátíðlega á inn ákærða, að láta í ljósi, hvort pað, sem hann hefði nú frá skýrt, væri eða væri ekki í einu og öllu sannleikanum samkvæmt. Og pað fékk öll- um, sem við voru, eigi lítillar undrunar, að herra Skild- ingsfjaðri kannaðist hiklaust við, að petta væri alt dagsanna. Yfirvöldin álitu pað nú slcyldu sína að senda tvo lög- reglupjóna til að rannsaka herbergi pað í lmsi ins myrta manns, sem hr. Skildingsfjaðri hafði í búið. J>eir komu aftr úr leitinni eftir svipstundu með rauðleitan, stállásaðan leðrkambpung, sem var alpekt eign herra Skotverðs sál- uga, sem hann hafði borið á sér í mörg ár; en hann var tómr, og kom pað fyrir ekki, að yfirvaldið spurði fangann, hvað hann hefði gjört við peningana og hvar peir væru niðr komnir. Hann kvaðst ekkert vita um neitt af pessu. Lögreglupjónarnir fundu líka á botninum í rúmi hr. Skildingsfjaðra skyrtu og hálsklút, hvorttveggja með íangamarki hans á og hvorttveggja hræðilega blóðugt. 24 Bétt um pessar mundir heyrðist að hestr ins myrta manns væri dáinn í hesthúsinu af áverkanum, sem hann hafði fengið, og staklc hr. Gæðadrengr upp á pvi, að post mortem skoðun (likskoðun) skyldi gjör á hrossinu, til pess, ef unt væri, að finna kúluna. J>etta varpví gjört; og pað var eins og alt styddi nú hvað annað, til að sanna sekt fangans, pví eftir talsvert nákvæma leit í sárinu, hepnaðist pað hr. Gæðadreng að finna allstóra kúlu og draga liana út. Hún var, sem sagt, óvanalegn stór, og pegar reynt var, sást, að hún passaði einmitt í hlaupið á byssu hr. Skildingsíjaðra, en var langt of stór í allar aðrar byssur í borginni eða nágrenninu. En pað, sem af tók allan efa, var, að um pvera kúluna hálfa gekk rák eða rönd rétt í kross við rönd pá, sem samfellur kúlu- mótsins höfðu myndað, og pegar að var gætt, sást að rák pessi svaraði nákvæmlega til rispu, sem af hending var í kúlumóti pví, som inn ákærði maðr sjálfr játaði að væri sitt. — jpegar pessi kúla var fundin, neitaði rannsóknar- réttrinn að halda lengr fram vitnaleiðslu í málinu, en seldi fangann pegar fram til dómarans — og neitaði fast-

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.