Skuld - 31.03.1879, Blaðsíða 3

Skuld - 31.03.1879, Blaðsíða 3
III. ár, nr. 9. j S K II L D. f31/3 1879. 109 |>að væri æskilegt, að þeir, er vit hafa á, vildu sem fyrst rita um petta mál, pví ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og pað er vissulega pess vert, að pví sé gaumr gefinn, pví fari vinnu- fólkseklan í vöxt hér á eftir, eins og hingað til, lítr ekki vel út með bú- skap vorn íslendinga, og embættis- menn vorir hafa pá varla lengi um feitt að sleikja, enda munu peir, pegar öllu er 4 botninn hvolft, eiga ekki hvað minstan pátt í peim vandræðum, sem af pessu kunna að hljótast. Hitað í janúar 1879. fingeyingr. Um lestrarfélög. í öðrum árg. „Skuldar“, nr. 32., 282. dálki, stendr ritgjörð eftir herra ritstjóra „Skuldar11 1, par sem hann er að sýna fram á, liversu skaðlegt pað væri, ef ósk A. Breiðdælings um lestrar- félög fengi framgang, og hversu eyði- leggjandi pað væri fyrir bókmentir vorar að lestrarfélög kæmust á fót. |>areð ég ekki get verið inum lieiðraða ritstjóra samdóma í öllu, sem hann segir í áminnstri ritgjörð, vil ég fara um petta fám orðum. Hann segir meðal annars: „pá liggr í augum uppi, að pegar lestrar- félög eru stofnuð, sem halda eitt expl. af bókinni, sem er látið ganga um hreppinn eins og sveitarnaut ....“ Yæri nú potta tilfellið, að ein- ungis eitt exemplar væri keypt, mundi, ég verða herra ritstjóranum að mestu samdóma, en ég hygg petta eigi sér hvergi stað, nema máslte hjá pessum fyrirmyndar-félögum(!) par eystra — í Beyðarfirði og Norðfirði — og pykir mér ekki undarlegt pó lir. ritstjórinn leggi ekki mikið upp úr slíkum félög- um1), pví pað liggr í augum uppi, að heill hrepjir getr ekki haft nein veru- leg not af einu exemplari, að ég ekki tali um ef hrepprinn er stór og félags- menn margir, pví sé bókin stór, mun henni ekki endast árið til að ferðast á milli peirra, t. d. alpingistíðindin —• ég efa ekki að öll lestrarfélög lialdi pau2) — sem vera munu um 180 arkir, 1) í þessu mun höf. skjátla, því að því mun vera miðr, að flestöll lestrarfélög hér álandi munu að eins lialda eitt expl. afblöð- um og bókum; félagiö í Breiðdal mun vera lirein undantekning, og er það heiðarleg undantekning. — pað er fjarri oss að hafa nefnt eðr álitið félögin hér fyrirmyndar-félög_ Vér álítum Breiðdtelinga-fólagið miklu fremr fyrir my nd. R itstj. 2) f>ar skjátlar inum heiðr. höfundi. pau ætlum vér só óvíða í lestrarfélögum, og svo torfengin þar að auki hér í sýslu, að vandi mun á að fá þau. Hrepparnir fá hér engin expl. (sem oss minnir þó þeir eigi að j fá ókeypis), og alþingisinenn vor Suðr-Múla- sýslumanna hirða, oss vitanlega, eig'i uin, að annast að þau sé fáanleg í kjördsemi þeirra. 110 og væru nú lesnar 4 arkir til jafnað- ar á dag, pá væru pau öll lesin á 45 dögum, og eftir pví færu pau um 8—9 bæiáárinu; hvað eru pau eftir pessu lengi að ferðast í kring allan Reyðar- fjörð eða Norðfjörð, og pá hreppa, sem eins eru stórir? Eg er hræddr um, pau verði annaðhvort algjörlega eyði- lögð, eða nær pví, og eins polinmæði peirra, sem eiga að lesa pau, er pau hafa ent slíka pílagrímsgöngu. Eins hygg ég tilfellið yrði með íleiri bækr pó minni væru; pað er líka alveg víst, að peir munu margir, sem ekki hafa gagn af, að lesa sumar bækr einu sinni eða tvisvar, t. d. Landafræðina eða Dýrafræði Gröndals eða Steina- og Jarðfræði hans, og margar fleiri bækr, lieldr yrðu menn að fá að liafa pær tímum saman; en hvernig skeðr pað, pegar ekki er koypt nema eitt exemplar? J>að er pví meining mín, að hverju lestrarfélagi til jafnaðar nægi ekki minna en 3 exemplör af bókum og 6 af dagblöðum, og eftir pví verðr reikningr minn allr annar en hr. rit- stjórans; en svo peir, sem lesakynnu línur pessar, sjái, að ég byggi ekki reikning minn í lausu lofti, vil ég geta pess, að hér í Breiðdal var stofnað lestrarfélag í vor, og pó pað sé ekki nema vel missiris gamalt hefir pað við tekið, að kaupa ekki minna en 3 expl. af öllum peim bókum, er nokkuð pykir út í varið, og 7 expl. af hverju dag- blaði, sem pað á annað borð lcaupir, og pá pví vex fiskr um hrygg liefir pað í hyggju að kaupa enn nú fleiri expl. af bókum og blöðum, svo félagið geti náð tilgangi sínum, og félags- menn ekki purfi að togast á um eitt expl, eins og mér skilst á orðum hr. ritstjórans að Iteyðlirðingar gjöri. — „Á öllu íslandi munu vera um 170 hreppar, og væri lestrarfélag í hverj- um, pá væru pað 170 lestrarfélög“ segir hr. ritstjórinn; já, látum nú svo vera, og eins og áðr var sagt, keypti hvert 3 expl. af bókum, og yrðu pað 510 expl., og par búast má við, að margir embættismenn og margir fleiri ekki gengju í pessi félög, mun óhætt að gjöra pað 600 expl. eða má ske miklu meira;* 1) petta er nú að sönnu eklci mikið, en pó miklum mun skárra en 200; og af liverju blaði 6 expl., sem gjörir 1020, og er pað sjálfsagt meira en nokkur blaðamaðr getr selt Að iningta kosti hefir ritstj. þessa blaðs orðið að leita út úr sýslunni til að geta fengið þau keypt. Ritstj. 1) pá erum vér hræddir um að bækr yrðu býsna dýrar, ef eigi mætti vænta nema 510 vissra kaupenda, einkum þegar aðgætt er, að hér á landi mun mega telja alt að 25 af hndr. af fyrir óskilum, og útsendinga- kostnaðr og sölulaun gleypa svo lcann ske 6. til 5. part þess, sem eftir er. 111 hérálandi,1) já, meira en nú selst af „Skuld“ og liefir hún pó álitlega kaup- enda-tölu, eftir sem hr. ritstjórinn segir sjálfr. Af pessu vona ég megi sjá að lestrarfélög eiga enga pökk skilið fyrir pað, að kaupa ekki blöðin, pví pað er blaðamönnunum óhagr en ekki hagr, pví ef lestrarfélögin keyptu pau, mundu peir ekki einasta hafa hag af pvi, að meira seldist að jafnaði af blöðunum, heldr einnig að pá fengju peir borg- unina á vissum tíma og með áreiðan- legum skilum, í stað pess, að peir nú fá sumt seint, en sumt máske aldrei. Og hvað bækr snertir, er ég viss um að enginn parf að hika við að gefa pær út, pó lestrarfélög kæmust á fót, miklu fremr get ég ímyndað mér, að útsala peirra pá aukist, pví pess verðr að gæta, að lestrarfél. kaupa flestar bækr, sem út koma, og félagsmönnum gefst pví kostr á að lesa og sjá, hvernig bókin eðr bækrnar eru, og par af flýtr að pá peir hafa séð og lesið bókina, og peim fellr hún í geð, pá vilja peir endilega sjálfir eiga bókina; ég hefi heyrt menn segja: „pessa bók nægir mér ekki að fá endr og sinnum, ég vil fá hana lceypta ef ég gæti nokkur- staðar fengið hana“. J>að er líka al- veg víst, að pað hamlar ekki lítið útsölu bóka, að fátæklingar og fleiri lcynoka sér við að kaupa pær bækr, sem peir ekki vita hvernig eru, og má ske ekki einu sinni vita, að bókin er til, pví par sem engin lestrarfélög eru, munu pað fáir, sem geta séð pað af blöðunum, par pau eru einungis keypt af fáum í liverjum hreppi;2) en með lestrarfélögunum hverfr petta, pá eiga fleiri kost á að lesa blöðin, og um leið sjá hvaða bækr út koma, og par að auki sjá og lesa bækrnar sjálfar; félögin ættu líka að útvega pær bækr, sem menn vildu kaupaáparti; ég get pví ekki betr séð, en lestrarfél. mundu fremr örva en deyfa bókaútgáfur og bókasölur. — Öll lestrarfélög ættu að vera stofnuð í öðrum tilgangi en peim, 1) petta er rangt; tvö blöð hér á landi hafa náð vel hálfu þrettánda hundraði kaup- enda, þegar bezt lét; en nú mun varla neitt blað hafa mikið yfir 1000; en vafalaust geta blöð fengið hér 1500 til 2000 kaupendr; ef „Isafold11 og „Skuld“ fer eigi aftr um in næstu 5—6 ár, þá þykir oss líklegt að þau muni geta náð hærri kaupendatölu, en höf. gizkar á. Ritstj- 2) En þetta er gallinn; hjá frjálsri þjóð þarf blað að vera á liverju heimili. Ég hefi aldrei komið á svo fátækt heimili í Ameríku, að eigi hafi þar verið haldin blöð; og örfá þau, að eigi hafi verið þar ein 3—4 auk 3—5 viku og mánaðarrita. Ameriku- maðrinn vill heldr svelta, en vera blaðlaus. par er varla sá kúskr eða griðka (nema þá frá Norðrálfu komið), sem eigiles blöð. Krakk- arnir innan fermingar halda sin blöð (barna- blöð). Ritstj.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.