Skuld - 31.03.1879, Blaðsíða 4

Skuld - 31.03.1879, Blaðsíða 4
[II. ár, nr. 9.] SIÍULD. [31/3 1879. H2 að komast yfir eitt eða tvö exemplör; pau ættu að vera stofnuð í pví augna- miði, að vekja menn til stærri félags- skapar og samdráttar í andlegum og líkamlegum efnum; pau ættu að kenna oss að sjá, hversu skamt vér erum á veg komnir í öllum framförum, hversu fjarska mikið vér getum hætt pá at- vinnuvegi, sem vér höfum, einkum bú- skapinn og jarðræktina; pau ættulíka að kenna oss að pekkja stjórnar-ástand vort, og að hugsa betr um pað fram- vegis en hingað til; og loks ættu pau og munu kenna oss, að pau sjálf séu oss ónóg til uppfræðingar, ogpyrftum pví að ummynda pau, í aðra mentunar- stoínun, pað er með öðrum orðum: gjöra úr peim skóla, — barna- eða alpýðu-skóla —, sem vér purfum svo lífsnauðsynlega við. Ef petta áðrsagða gæti fengið framgang, getr maðr sagt að lestrarfélög bæru góða og bless- unarríka ávexti, og pau væru stofnuð í réttu augnamiði. Eg get pví ekki af pessu framan sagða verið inum heiðraða ritstjóra „Skuldar“ samdóma í pví, að lestrar- félög purfi að vera háskaleg fyrir bók- mentir vorar, pað er að segja, séu pau rétt og skynsamlega stofnuð; kæmist ég ápá skoðun, mundiég vilja leggja alla alúð við að eyðileggja pau. — Margt meira mætti hér til færa, en ég læt hér staðar nema að sinni, og bið alla athuga vel, hvort lestrarfélög séu til íls eða góðs, pví séu pau til íls, skulum vér allir leggjast á eitt til að afmá pau, en séu pau til góðs, pá koma peim á fót. Breiðdal, 23. janúar 1879. 1. 2. Ath.: Yér’erum höf.eiginlega samdóma og hann oss; það, sem á milli ber, er það, að hann hugsar sér að öll félög séu eins og Breið- dælinga-félagið. Svo ættu þau að vera; en því miðr eru þau það eigi enn. Vér töluðum aðeins um lestrarfél. eins og þau alment gjörast, og fordæmdum þau. — Yonandi er, að bæði hugvekja vor og þetta svar höf., sem bæði miða að inu sama, hafi einhvers- staðar áhrif og falli ekki hvervetna í ófrjó- saman jarðveg. Bi tstj. „Den enda stunden“. Eftir Runeberg. H ann kom einsamall, einsömul var ég, lagði leið sína leið minni hjá; hann vildi dvelja, en dvaldi ekki; augun töluðu, hann talaði ekkert — augun ókunnu, augun fljótpektu. 113 Einn dagur líður, ár um líða, ein endurminning aðra vekur. Strax varð að eilífð stundin skammvinna, stundin bitrasta, bezta lífs-stundin. Páll Ólafsson. Patríótískar hugleiðingar um Brennivíns-tollinn. Gamanvísur úr bréfi til ritstióra „Skuldar11 frá bróður hans.*) Úr kaupstað pegar komið er, kútinn minn ég tek og segi: Landið græðir mest á mér, mest drekk ég á nótt og degi. Fótspor mín er fáum hent að feta; pað er mesti vandi. Ó, að gæti’ eg öllum kent eins að drekka hér á landi. Vínið, sem menn sypu pá, svara mundi ótal krónum og tollur, sem par yrði á, ekkert fáum millíónum. J>á yrði mitt feðra-frón farsælast af öllum löndum og pá gengju gufu-ljón grenjandi með landsins ströndum. Til að flytja flœðar-bál, flýttu pau sér yfir pollinn, Rínar-eld og risa-mál, til Iteykjavikur — alt í tollinn. Hentug mundi Hrafna-gjá að hafa fyrir landsins kassa; Arnljótur minn pyrfti pá par að vera’ og hann að passa. Mikið pakka mætti pá mér, að fylla landsins kassa; en langt um meiri lofstír fá Ljótur mundi, hann að passa. *) pess skal getið, að það er mér, en eigi bróður mínum, að kenna (eða þakka), að þessar vísur hans birtast á prenti; þær voru eigi til þess ætlaðar af honum, heldr að eins til gamans okkar á milli. — Hins vegar þyk- ist ég þó enga afsökun þurfa að gjöra fyrir efni þeirra eða aðvara menn um að hneyksl- ast eigi á gamninu; má ég í því efni láta mér nægja að vísa til „Norðanfara11, sem hefir nú kunngjört allri þjóð þann háleita sannleika, sem inn djúpristi ritstjóri hans nú eftir 70 ára höfuðóra og heilabrot hefir uppgötvað af skarp- skygni sinni, þann nefnilega: að gaman á ekki að takast fyrir alvöru! Jón ólafsson. 114 Yfirvöldin yrðu pá ekki rík úr landsins kassa: pað fær enginn gull úr gjá, sem gamli Ljótur á að passa. Ergo: drekka eins og flón og yfirvöldin reka’ af höndum! J>á verður mitt feðra-frón farsælast ,af öllum löndum. Borð á kútnum orðið er; ergo hefir bœzt við tollinn! Yale, frater! vitið pver, vínið stígur nú í kollinn! Páll Ólafsson. FBÉTTIB. 20. p. m. gekk í suðvestan pýðu veðr; hélt við sunnanátt stöðugt og fremr pýðviðri til 26. p. m.; pá austr- aði sig veðr og p. 28., 29. og 30. var enn snjókoma, sem jafnvel hafði austr- að sig pann 29.—30. í dag norðan með frosti. — [Aðsent]. — Um leið og vér hér með skorum á hr. sýslunefndarmann H. Ó. Briem, að taka kosningu til alþingis í vor, leyfum vér oss að benda kjósendum á, að hann við síðustu kosningu mun hafa fengið flest at- kvæði af innansýslumönnum næst Einari Gísla- syni, sem nú hefir sagt af sér, og er því lík- legt að margir enn vilji gefa honuin atkvæði sín. í Suðr-Múlasýslu, í marz 1879. Nokkrir kjósendr. Auglýsingar. — Auglýsing a-verð (hvert letr sem er): heill dálkr kostar 5 Kr.\ hver 1 þuml. af lengd dálks: 50 Aw. Minst auglýsing: 85Aw. út kemr í apríl á minn kostnað: DÆGRASTYTTIKG, skemtandi og fræðandi neðanmálsgreinir úr „Skuld“. I. Kostar heft 50 Au. Innihald: Edgar A. Poe: „|>ú ert sá seki“ (saga). — Vorir fyrstu foreldrar (fræði-ritgjörð). — Patríó- tískar hugleiðingar um brennivíns-toll- inn (kvæði) eftir Pál Ólafsson. — „Den enda stunden“ (kvæði) eftir Runeberg. J>ýðing eftir Pál Ólafs- son. — Barnakennarinn. Eftir Bjorn- stjerne Bjornsson (saga). Jón Ólafsson. IT Mér væri þökk á ef þeir, sem hafa auglýsingar, einkum þakkarávörp, erfi- ljóð og þessleiðis dót, sem þeir vilja fá prent- að, vildu koma því til mín sem fyrst, því ég vil helzt safna slíku saman í viðauka- blöð. Útgef. „Skuldar“. Eigandi og ritstjóri: JÓn Ólafsson. Prentsmiðja „Skuldar11. Th. Clementzen.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.