Skuld - 07.04.1880, Blaðsíða 3
IV., 103.]
S K U L D.
l7U 1880.
_____ _________31
lýtr; ég sá líka að ég hafði nægan
tíma til að ferðast um inn fyrirsetta
hluta af (Norðrm.)sýslunni, þó ég færi
norðr á slættinum, pví um pann tima
vissi ég ekki til að nokkur austan
Smjörvatnsheiðar ætlaði að vinna að
jarðabótum, að minsta kosti hafði eng-
inn beðið mig að vera við pær.
Frá 7. til 17. september ferðaðist
ég um Vopnafjörð, einkum Hofsárdal
og nokkra bæi í Vestrárdal. IHofs-
árdal kom ég á íiestalla bæi og sagði
fyrir um túnrækt, meðferð á áburði og
vatnsveitinga, sem ég á nokkrum bæj-
um mældi halla á, par sem tvísýnt
var, livort verkið væri vinnandi eðr
ekki. Að túnrækt hefir meira verið
gjört í Vopnafirði en noklcurstaðar
hér fyrir austan; 1 kring um flest
tún hafa verið hlaðnar girðingar, sem
lýsa bæði framkvæmd og dugnaði, jafn-
vel pó pær hafi ekki alstaðar vejið
sem traustast gjörðar; einnig hafa
menn á peim tímum, sem jarðabóta-
félag Vopnfirðinga stóð í blóma, gjört
sér mikið far um að færa út tún sín,
svo nú eru á mörgum bæjum alt að
priðjungi stærri tún, en par voru fyrir
20 til 30 árum; pví að tilgangr fé-
lagsins var einkum sá, að vinna að
túnrækt og garðyrkju, enda sjást nú
gömul garðstæði á mörgum bæjum,
sem á fyrstu árum peirra gáfu tals-
verða uppskeru, en nú eru orðin ónýt.
J>etta eru vissulega fagrar menjar eftir
framkvæmd og félagsskap, en pví miðr
eru pær nú farnar að hrörna. Tún-
garðarnir eru ekki orðnir gripheldir
nema á stöku bæjum, pví sjaldan hefir
verið bætt upp á pá aptur par sem
peir hafa bilað. Teigar peir, er plægðir
liafa verið upp og sléttaðir kring um
túnin, eru óvíða orðnir svo grasgefnir
að vinnandi sé til að eyða áburði á
pá. Maturtagarðarnir eru orðnir ó-
, hæfir til ræktunar, en hver er orsökin
til als pessa? ætli fólkið yfir höfuð
sé orðið ónýtara eða áhugaminna en
pað var fyrir rúmum 20 árum ? |>essu
pori ég algjört að neita; margir sömu
mennirnir, sem pá voru í broddi lífs-
ins, og unnu með kappi að pví sem
peir álitu að mætti verða til heilla og
framfara, lifa enn, með óbreyttu sálar-
fjöri, pótt ellin sé nú farin að beygja
líkamann; en aðalorsökin er sú, að
peir hafa ekki séð inn eftirvænta á-
vinning verka sinna; en hvers vegna?
J>essu vil ég í fáum orðum reyna
að svara. — Túngarðarnir munu
óvíða hafa verið brúkaðir til að gjöra
pað gagn, er peir hefðu átt að gjöra
og getað gjört; pví viðast hvar munu
öll hlið hafa staðið opin nema ein-
Ungis tímann frá pví túuin fóru að
spretta á vorin, pangað til búið var
að slá pau, og hefir pví kostnaðrinn
i'ið hleðsluna ekki verið til annars, en
spara vökumann fáar vikur ár hvert,
i staðinn fyrir að pað einuugis mætti
__________________32
álítast sem aukahagræði. — Aðaltil-
gangr með túngarðahleðslu ætti að
vera sá, að varna gripum (einkum
aestum) að bíta túnin, alt árið um
kring, en pó allra helzt á haustin,
pegar menn pó venjulega eru kæringar-
minstir með að verja pau. J>að mun
naumast vera auðvelt að reikna til
peninga skaða pann, sem menn gjöra
sér með pvi, að láta fénað og stór-
gripi naga hvert háarstrá, sem upp úr
túnunum kemr, eftir að búið er að slá
pau og liirða, og ekki einasta stráin,
heldr líka grassvörðinn með, svo oft
er svart flagið eftir á stórum blettum.
Nú vitum vér að haustið er sá tími,
sem allar margra ára grastegundir
hafa til undirbúnings undir ið næst-
komandi sumar, með pví að pá mynd-
ast augu pess og spírur, sem á vorin
verða að blöðum og leggjum. |>að er
pví mjög auðskilið, að pví berari sem
pessir ungu og óproskuðu hlutar plönt-
unnar liggja fyrir frostum og veðra-
brigðum, pví kraftaminni hljóti peir
að verða ef peir ekki algjörlega deyja
út. |>að er mjög líklegt, að pegar
hestar ganga mikið á túnunum, bæði
á haustin og framan af vetrinum, og
sverfa upp grasrótina, að peir líka
skaddi pessar nýjurætr, sem einkum
liggja mjög grunnt við rótina.
J>að var minnst á hér aðframan,
að teigar peir, er 'plægðir hafa verið
ujjp úr óræktaðri jörðu og gjöra hefir
átt að túnum, væru enn mjög svo í
órækt, jafnvel pó talsverðum áburði
hafi verið varið til peirra árlega, nú
yfir 20 ár. Aðal-orsökin til pessa er
einkum sú, að of lítill gaumr hefir
verið gefinn að pví, hvort jarðvegrinn,
sem rækta átti, væri í færum um að
geta framleitt grastegundir pær, er
menn ætluðust til að fá, nem með pví
meiri tilkostnaði af áburði, sem pó ó-
viða er svo í aflögum að mikið megi
missast frá inum eldri túnum, ef pau
eiga ekki að missa ofmikið við pað.
Yíðast hvar eru pessir túnpartar rækt-
aðir upp úr óræktar móum, með svo
lélegum jarðvegi, að á peim hefir al-
drei vaxið annað en lyng og inar
nægjusömustu grastegundir. Móar
pessir munu óvíða liafa dýpri jarðveg
en 2—3 puml., en par undir kemr
rauðr járnleir, með lögum af finum
sandi, sem er pví nær óhæfr til rækt-
unar, nema með fjarska miklum á-
burði af efnum peim, er auka og bæta
jarðveginn; auk pessa eru móarnir
víðast hvar mjög pýfðir, og hefir pví
eklci verið auðvelt að plægja pá eins
grunt og nauðsynlegt væri til pess,
að in litla skán. sem á peira er af
gróðrmold, geti orðið að notum, heldr
hefir orðið að róta öllu upp, svo pað
skásta hefir lent undir, en mest aur
og sandr ofan á.
Sá eini vegr til að koma pessum
lélegu túnpörtum í rækt er, að bera
33
á pá vel moldblandaðan áburð, bæði
mykju og úr safnhaugum, líka væri
salernisáburðr sjálfsagt mjög góðr til
skiptis við ið fyrr talda; einnig ættu
menn að reyna að breiða bletti pessa
á haustin, par sem ekki er svo mik-
ill hallandi að hætt sé við, að á-
burðrinn renni burt á klökum á vetr-
na; bezt væri að breiða svo snemma
að taðið gæti rignt áðr en jörðin frýs
á haustin, eða strax og slætti er lokið.
Norskr búfræðingr gamall og reyndr
sagði mér, að hann hefði ráðlagt bænd-
um efst í fjallbygðum í Noregi, að
breiða tún sín strax á sumurin hér
um bil 14 dögum eptir að pau væru
slegin, og hefði pað pótt reynast vel;
sama sagðist hann ímynda sér að
mundi eiga vel við á íslandi.
Áðr en ég skilst algjört við petta
efni, vil ég leyfa mér að láta í ljósi
pað álit mitt, að menn ættu að vera
mjög varkárir í að stækka mikið tún
sín, úr pví sem pau nú eru; pví til
hvers er stærðin, ef afrakstrinn er
ekki meiri, nema til erfiðisauka. |>eg-
ar búið er að koma peirri rækt i tún-
i» sem unt er, (og sé p á nægr á-
burðr fyrir hendi), er í fyrsta tími til
að færa pau út, pví betra er að láta
sér nægja lítið og gott enaukakostn-
að til einskis.
Bg hefi áðr lauslega minzt á
garðræktina, bæði í Vopnafirði og aust-
an Smjörvatnsheiðar, og skal nú fara
um pað nokkrum fleiri orðum. Yíð-
ast hvar, par sem ég hefi komið og
garðrækt boristí tal, hefi ég fengið ið
sama að heyra, nefnil.: Byrstu árin
sem sáð var í garðana óx mikið vel
í peim, en árlega hafði pað farið mink-
andi, og oftast endað með pví að ekki
var tekið upp úr peim síðasta haust-
ið; pá hafa menn álitið að nú væri
reynt til prauta og ekki til neins að
lialda áfram. Helztu orsakir sem ég
hef heyrt marga telja til pessa, er
einkum tíðarfarið, sem peir segja að
nú sé orðið miklu harðara, en pað var
á peim tímum, sem garðyrkjan lukk-
aðist bezt. En mun ekki petta fella
sig sjálft, með pví að sama raun hefir
orðið á in síðustu árin par, sem sáð hefir
verið í nýja garða, og garðstæði, sem
fengið hafa hvíld um nokkur ár, pví
í peim hefir ætíð vaxið mikið betr, en
görðum peim, sem yrktir höfðu verið
árlega, jafnvel pó ipeir lægju fast
saman og með sömu meðferð og pöss-
un. En liverjar eru pá orsakirnar?
munu margir spyrja. Fyrstu og helztu
tálmun garðyrkjunnar álítum vér pekk-
ingarslcort manna yfir höfuð á pörfum
urta peirra er ræktaðar hafa verið,
og lýsir pví ekkert betr en in gömlu
garðstæði, sem nú eru niðrlögð, og á
mörgum stöðum blásin upp í flög og
mela. Gfarðar pessir hafa viða (eink-
um í Vopnafirði) verið lagðir utantúns
í mela og móa, par sem lítill eða