Skuld - 10.04.1880, Blaðsíða 4

Skuld - 10.04.1880, Blaðsíða 4
IV., 105.] S K U L D. ['% 1880. 58 59 60 í g 1 a n d. Eskifirði, 9. apríl. — Lengra að fréttist ekkert. Veðrið hefir nú snúizt til einstakrar blíðu. I gær gekk hann til vestanáttar síðari part dags með miklum hita í vindin- um, pó sóllaust væri. Kl. hálf-níu í gærkvöld var snarpr vestanvindr með nærri 10 gr. hita. í morgun kl. 7V2 var 11 gr. hiti í forsælunni og síðan, er hann hvesti meir og snéri sér til suðrs, steig hitinn til 13 gr. R., og hefir pó eigi sól séð. — Afli virðist nýgenginn nokkur, par sem menn hafa fengið 150 til 200 á dag af nýgenginni ýsu (ogþorski?). — Von er daglega á saltskipi stóru (liðugar 100 lestir) til Tuliniusar verzl- unar með 2000 tn. af salti frá Eng- landi. Eigi vitum vér enn um verð á því annað en það, að hann kveðst skuli láta tunnuna fyrir 4 Kr. ef hún sé tekin við skipshlið meðan skipið liggr hér við hryggjuna. — „S o p h i e“ á að vera ferðbúin héðan til Englands á Mánudagsmorg- un. Með henni fara frönsku strand- mennirnir. — Verðlag hjá Tulinius kaup- manni hefir síðan skipið kom á engri útl. vöru hækkað, að því er vérvitum bezt, á sumu stendr verð við sama, sem það var í vetr, á fiestum hlutum hefir það lækkað og það að mun. Sumt hvað er sagt með lægra verði núen það hefir verið þar í mörg ár. |>að er annars undarlegt, að kaup- menn hér austanlands skuli allir eins og forðast að láta blað vort fá vitn- eskju um verðlag sitt. Annarsstaðar leitast kaupmenn við að gjöra verðlag vöru sinnar heyrum kunnugt og verja talsverðu fé til að auglýsa það; en hér pukrar hver sem betr getr með verð sitt í laumi. Allir verzlunar- stjórar á Seyðisfirði buðust eitt sinn opinberl. til að láta Skuld fá að vita verðlag hjá sér ef hún óskaði þess. Vér óskuðum þess, þeir lofuðu oss því — en hafa eigi efnt það til þessa dags. Hér á Eskifirði er inu sama að hoilsa—annar kaupmaðrin hér skoð- ar það sem persónulega móðgun af oss, ef vér skýrum lesendum vorum frá verð- lagi hér á almennustu vörutegundum, sem er þó mál, er að minsta kosti % allra kaupenda vorra varðar að vita. Vér viljum nota þetta tæki- færi til að skora á alla kaupmenn og verzlunarstjóra hér eystra, að láta oss ávalt fá að vita verðlag og verðbreyt- ingar á helztu vörutegundum hjá sér. Oss getr eigi annað skilizt, en að það sé sjálfra þeirra hagr, að slíks sé á- valt getið í blöðum og það helzt sem fyrst í hvert sinn. Borgarfirði austr, 24. rnarz 1880. Herra ritstjóri! Síðan ég skrifaði yðr seinast um tíðarfarið hér í sveit, hafa sömu blíðurnar haldizt, en fyrri partr Góu var óstiltr og stormasamr. Menn hafa haft allgóða heilsu í vetr og fáir dáið. Stúlka sálaðist á Góunni, þá hún fæddi tvíbura, Guð- rún að nafni, góð stúlka og efnileg, og gamall maðr dó í vetr af krabba- meini, er hann fékk í varirnar og munninn. Fénaðr hefir allgóða heilsu víðast hér í sveit, og gengr nú að mestu sjálfala. Á fundi, er flestir sveitarbændr áttu með sér á Góunni, tóku þeir sig saman um að kaupa ekkert vín eftirleiðis nema til húsmeð- ala, nema öl og brennivín, og álitu þessi samtök miklu frjálslegri en að ganga í bindindi, og ímynda sér, að þeim, sem verðr að kaupa vín til að drekka sjálfr eða veita öðrum, þrátt fyrir frjáls- legt loforð sitt, muni máske geta orð- ið það á, þótt þeir séu í bindindi; að minsta kosti kom mönnum samanum, að reyna þessa frjálslegu aðferð fyrst. ]pað var líka talað um, að þörf væri á, að minkuð væri kaup á kaffi og annari óhófs og munaðarvöru. J>á var enn fremr rætt um, að foreldrar og húsbændr hver á sínu heimili létu sér umhugað um, að fá ungmenni til að ganga í tóbaksbindindi, áðr en þeir vendust á nautn þess óþarfa. J>örf væri sem víðast á frjálslegum samtök- um í þessum og þvilíkum efnum, og ættu þau málefni sem oftast að sjást í blöðum vorum. A sama fundi var rætt um verzlun sveitarmanna og minnzt á jarðabætr. St. B. II EIMSKRINGL A. (Smágreinir eftir útl. blöðum og tímaritum). — Cfould forstjóri stjörnuturnsins í Cordova (í argentíska þjóðveldinu) fann ífebr. þ. á. nýja halastjörnu, sem gengr yfir suðr-himinhvolfið og stefnir í átt til sólarinnar. — Ný járnbrautafyrirtæki í Amc- ríku. Eins og vér gátum um í 101. nr. „Skuldar“, er nú úti verzlunar og fyrirtækja deyfðartímabilið, sem hófst 1873, og létti því fyrst í Bandaríkjun- um í Ameríku. Nú þegar fór að lifna fjör í fyrirtækjum, bryddi líka þegar á framhaldi af þeim mörgu járnbraut- arleggingum, sem voru áðr í gengi, en hætta varð við meðan á þessu tíma- bili stóð. Af öllum slíkum fyrirtækjum er ekkert, sem eins vekr eftirtekt vor Norðrálfumanna, eins og járnbrauta- leggingarnar yfir þvera Ameríku. Til þessa hefir að eins ein braut legið yfir álfuna þvera, nl. inar svo nefndu Union-Pacific og Central-Pacific braut- ir, sem eru framhald hvor af annari og liggja frá Omaha í Nebrasca til Ogdení Utah (Union Pacific), og svo þaðan aftr til San Francisco (Central Pacific). Frá Omaha og austr liggja ótal brautir. J>egar er þessi fyrsta braut var lögð (ið langmesta og djarfasta járn- brautarþrekvirki í heimi), komu þegar fram uppástungur um ýmsar aðrar þverbrautir, til að keppa við þessa, og það var engu öðru að kenna, en verzlunardeyfðar-tímabilinu, að þessi fyrirtæki, sem sum voru þegar byrjuð, hafa orðið að hvíla aðgjörðalaus í 6 ár. Fólk var orðið svo livekt á prett- um og fjárbrögðum, að það þorði eng- inn lengr að verja peningum sínum í hlutabréfa-fyrirtæki. Kú er óttinn af liðinn, og nú streyma peningarnir aftr ljúflega til þessara stórfyrirtækja. Kanadamenn eru teknir að enda loforð það, er þeir um mörg ár hafa gefið íbúum og nýlendumönnum vestr- landanna í eignum Breta, nl. að leggja járnbraut milli Quebeck Atlantshafs- megin og Yictoria Kyrrahafs-megin. Nokkru fyrir sunnan landamæri Kanada er verið að byggja Norðr- Pacific-brautina, sem þegar nær vestr að inum víðfræga Yellowstone Park. Bygging brautar þessarar stansaði fyrir nokkrum árum við það, að þeir, sem byggja vildu hana, fóru á höfuðið og urðu gjaldþrota (Jay Cooko & Co. að oss minnir). Síðan tók lilutafélag við fyrirtækinu af þrotabúinu, og pótt það félag ætti erfitt fyrst, þá hefir hagr þess batnað svo upp á síðkastið að nú þykir ekkert munu geta hamlað því, að brautin verði fullgjör innan 2 ára. J>essi braut liggr um líttbygð héruð, gegn um norðrhluta fylkjanna Dacota, Idaho og Montana og suðr- hlut Washington-fylkis. Hún hefst að austan frá Dulutli við Lake Supirior og á að enda í Puget Sound í Was- hington-fylkinu, sem er ein in bezta höfn á vestrströnd Ameríku, þar sem annars er eigi mikið um góðarhafnir. J>riðja fyrirtæki, sem nú er tekið að starfa að, er braut, sem á að ganga frá Ogden við Salt Lako í Utah (þar sem Union Pacific endar og Central Pacific byrjar) og vestr um Idaho sunnanvert til Portland, sem erhöfuð- borgin í Oregon. J>essi braut verðr lögð gegn um tómar óbygðir, þar til hún kemr yfir Cascade-fjöllin og niðr í Willamette-daliun, sem Portland liggr í. Lengst á veg komið er fjórða fyrirtækið, Suðr-Pacific-brautin frá Los Angelos í Suðr-Californíu til Texas nálægt Rio Grande; þangað á austr- endinn að ná, og er ætlað að þessi braut verði fullbúiu í sumar. — Ferd. de Lesseps hefir fengíð 2 ára lengingu á frestinum til að koma í gang hlutafélagi til að kosta skurðargröftinn yfir Panama-eiðið. — í gildi, sem landafræðifé- lagið í New York hélt honum í fehrúar, fór Lesseps þeim orðum um, að hann legði þar við alt það álit, er hann hefði aflað sér til þessa, --' lii „iii í tVinm + íAinrii Q A Ponomo.obní'Al'lflll og álit sitt íframtíðinni, að Panama-skurðrinn skyldi framgang fá. — þykir hann hafa hör svo mikið um mælt, að víst megi telja að fyrír- tækið nái vonum bráðar fram að gauga. Eigandiogritstjóri:JÓIl 0111 fSSO Prentsmiöja „Skuldar11. Th. C1 e m e n t z c - j

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.