Skuld - 24.07.1880, Blaðsíða 2

Skuld - 24.07.1880, Blaðsíða 2
IV, 117.] SKULD. [M/, 1880. 160 sjaldan eða jafnvel aldrei staö milli tveggja eða fleiri h u g s- andi sálna í heimi; því hver ein- staklingr hefir sérstakar einkunn- ir, sem gjöra hann öðrum aðgrein- anlegan. Yér getum t. d. eigi betr séð, en að séra Arnlj. lendi í þeim hafvillum, að hann hljóti land að taka við afnám allrar æðri kennslu í öllum heimi, éf hann vill halda fast við skoðun þá, sem hann fyrir nokkrum ár- um lét í ljósi í „Norðlingi“ um lagakennslu, og vill taka allar hugsanaréttar afleiðingar skoð- unar þeirrar út í æsar. — Yér fáum eigi betr séð, en að hann leggi ef til vill nógu mikið í sölurnar fyrir alþýðuhyllina á stundum. — En vér verðum og að játa, að vér fáum eigi betr séð, en að grundvallarskoðanir séra A. Ó. á stjórnlegum málum sé þær inar sömu, er vér trúum réttar vera. Og þá er ekki um hitt að tala, hver snillingr hann er að beita sér á þingi. Hann er sem stendr íslands glæsileg- asti þingmaðr, hvort sem litið er á lærdóm eða gáfur. Einar er sá maðr, er vér verðumumað játa, aðenginn annar þingmaðr hefir eins og hann tek- ið svo í flest mál á þingi, sem vér vildum gjört hafa í hans sæti. Engin maðr sameinar betr en hann stilling við skarpleika, hóf við hyggni. Og þótt Einar sé eigi skólagenginn, þá hefir hann þáfjölfræði-gnægð og alhliðament- un, að hann ber eigi að eins höf- uð og herðar yfir alla bændr, sem á þingi eru eða hafa verið síðan það var endrreist, heldr getr hann staðiðjafnfætis inum fær- ustu af „lærðu“ þingmönnunum. Tryggvi kaupstjóri er og einn, sem vér viljum eigi af þingi missa; hann hefir mikla og skarpa nátt- úrugreind og er inn frjálslynd- asti maðr í skoðunum, og sam- vizkusemi hans og góði vilji er svo alkunnugt, að það er að orö- taki gjört. Hann er afkastamaðr og framkvæmdamaðr inn mesti. Og þar sem enginn annar en hann heíir á þingi setið af verzl- unarstétt landsins, svo teljandi sé, þá má kalla að hann sé inn eini fulltrúi þeirrar fjölmennu stéttar, og hefir hann verið það með heiðri. Og það er auðséð, að það er mjög nauðsynlegt að verzlunarfróðr maðr sitji á þingi; og vér eigum vafalaust eigi völ á neinum öðrum af þeirri stétt, sem hefir jafnframt svo mikla aðra kosti til að bera. Jón Bigurðsson á Gautlönd- um er sjálfsagðr maðr á þing að 161 voru áliti. Hann hefir eigi skarp- leilca Einars eða Arnljóts né fjölfræði þeirra; en hann er vel gáfaðr maðr, hefir mikla æfingu sem þingmaðr og hefir sem forseti neðri deildar sýnt að hann hefir til að bera frábæran liprleik og „takt“; er það ætlun vor að hann hafi sem forseti leyst starf sitt af hendi með þeirri snild, að hann sem þingmaðr hafi gjört íslenzkri bóndastétt inn mesta sóma. Hann er einarðr maðr og frjálslyndr, skörungmenni og þó stiltr vel. Benedikt sýslumaðr Sveins- son er svo gamall og alkunnr þingmaðr, að hann er sjálfsagðr; allir þekkja frjálslyndi hans og vitsmuni, og ekki getr snjallari ræðumann á þingi, en hann er, þegar honum tekst upp. Séra Páll á Stafafelli er og maðr, sem fyrir engan mun ætti að missast af þingi: alkunnr vits- munamaðr, þjóðliollr, frjálslyndr, maðr ins nýja tíma og eigi háðr st éttar-fordómum. Björn Jónsson, ritstjóri ísa- foldar, vonum vér að sé sjálfsagðr aftr á þing. Hjálm Pótrsson vildum vér og eigi af þingi missa, því hann er frjálslyndr, greindr. gætinn og góðr maðr og nú vanr þing- mensku; en oss er ósýnt að hans jafni, því síðr annar betri komi í hans stað. f>á höfum vér nefnt nokkra ina lielztu úr neðri deild. Nokkrir eru enn eftir, sem vér hvorki nefndum um daginn („Skuld“ IV, 114.) né nú. Um suma þeirra álítum vér æskilegt, að þeir verði endrkosnir, í öllu falli, ef ekki bjóðast betri; og um suma álítum vér á sama standi, hvort þeir verða kosnir eða aðrir nýir, verði þeir nýju þá ekki lakari að mun. f>á kemr til efri deildar, og er þar fyrst sóra Benedikt Krist- jánsson, maðr, sem enginn vill af þingi missa, sem ann frjálslynd- uin þingmönnum. Sighvatr í Ey- vindarholti er og einn af okkar beztu bændum á þingi, og mund- um vér telja illa autt skarð fyrir skildi, ef hann sæti eigi á þingi aftr. f>á er 'Jón ritari. Hans mundum vér af þingi sakna, ef hann yrði eigi endrkosinn, þó að inir konungkjörnu herrar sumir mundu að líkindum lítt sakna hans. En eigi viljum vér óska rit- aranum í efri deildina aftr. Hann á þar ekki friðland og er þar ekki vært. f>ar eru nokkrir hat- ursmenn hans konungkjörnir, sem 162 setja sig út til að skeyta skapi sínu á honum; en ritarinn er þybbinn fyrir og ekki alskostar skapaðr til að þola þessar ofsóknir. f>ví annað en ertingar og ofsóknir verðr eigi nefnt annað eins' at- ferli ehfís og Magnúsar Stephen- sens, , (Alþ. t. 1879, n, 208) er hann stendr upp og vítir forseta fyrir það, að hann skuli ekki hafa veitt ritaranum ákúrur fyrir það, er hann (ritarinn) hefði „gert þinginu og konunginum þær ger- sakir“ að kalla lög, sem þingið hafði samþykt og konungr undir- skrifað, „ómynd“. En að inn skarpvitri assessor slcyldi ekki heimta ritarann settan undir á- kæru fyrir hátignar-afbrot („cri- men laesae majestatis“)! Erf>að ekki hlægilegt, að ætla að hefta svo málfrelsi manna á þingi, að þeir megi ekki nefna handaskömm i lögum svo vægu nafni sem ó- mynd. f>ótt ritarinn hefbi sagt „handaskömm“ eða „bölvuð „ó- mynd“ í staðinn fyrir einföld „6- mynd“, þá hefði hann haft fullan rétt til þess, og hefði konungs- ins persónu enginn vansi að því verið. Eða er það ekki viðrkent, að ýmis lög á öllum tímum verði oft að ómynd eöa vanskapnaði, og sé svo — því á þá að binda tungu þeirra, er nefna hlutinn sínu rétta nafni. Eða hví er ella oft lögum breytt á næsta þingi eftir að þau komu út ? Ef asses- sorinn álítr konunginn, sem vit- anlega ekki skilr eitt orð í lög- um þeiin, er hann undirskrifar, eins óskeikandi og katólskir menn páfann, þá væri víst glæpr að breyta nokkurn tima slíkum vísdómsorðum*) Jón er maðr svo frjálslyndr, sannarlega velviljaðr ættjörð sinni og jafnframt svo glöggr maðr að gáfum og svo vel að sér, að vér álítnm mikinn skaða, ef hans misti viö á þingi. Ahugi hans á uppfræðslu alþýðu ætti og að vera mönnum minnisfastr. Eigi fyllir hann lieldr þann floklc, er launa vill embættismönnum eftir þeirri reglu, að bera ósparast í þá, sem minst hafa að gera. f>á frýr og enginn honum einurðar, við livern sem um er að eiga. Yrði honuin nokkuð fundið til ámælis, þá mundi líklegast helzt verða *) Vér þekkjum engin íslenzk lög nema á í slenzku. Dönsk þýding, sein sumir þing- merm ekki skilja og sem þingið því eigi getr samþykt og samþykkir þá heldr eigi, er eigi liVg. Ráðgjafinn er jafnnær og konungrinn, og báðir eiga það þannig undir öðrum, ókon- unglegum persónum, hvort þeir fari nær eða fjær um efni laganna. En hvort sem væri, er konungrinn ábyrgðarlaus af óinynd þeirri, er vera kynni á lögum hans.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.