Skuld - 13.01.1882, Page 1
I
Árg., 32 nr., kostar 3 kr.;
borgist í sriinar - kauptíí til
Einarsprentarapórðarsonar.
Eftir að 3A árgangs eru út
komnir, gildir eigi uppsögn
á næsta árgsngi.
V, árg.
Reykjavík, föstudaginn 1B. janúar.
Afgreiðslustofa í prent-
smiðju Einars pórðarsonar.
Ritstjórnar-skrifstofa:
Aðalstræti Nr. 9, opin kl.
4—5 e.m. hvern virkan dag.
Nr. 141.
gggr Auk ins venjulíga skrifstofutíma síns (kl. 4—5)
er ritstjórann dtari hverju heima að hitta eftir
kl. 4 á pribjudöjum, fimtudögum og laugardög-
um.
Stormur.
Jeg elska pig, stoimur, semgeysar umgrund
og gleði-pyt vektr í blaðstyrkum lund,
en gráfeysknu k'istina bugar og brýtur
og bjarkirnar treýstir um leið og Jiú þýtur.
pú skefur burt fannir af foldu og hól
og feykir burt ikýjum frá ylbjartri sól,
og neistann upj blæstú og bálar upp ioga
og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.
pú þenur út seflin og byrðinginn ber
og birtandi, andtreinn um jörðina fer
og loftillri, dáðkusri lognmollu drcifir
og lífsanda hve vetna vekur og hreifir.
Og þegar pú sgrandi’ um foldina fer,
pá finn jeg að þrótturinn efiist í mjer.
Jeg elska þig, k.aftur, sem öldurnar reisir;
jeg elska þig, kraftur, sent þokuna leysir.
•Teg elska þig. elska þig, eilífa stríð!
pú ert ekki bmdinn við stað eða tíð,
þú alfrjálsi lcftfari! — Hamast þú hraður,
hugur minn fdgir þjer djarfur og glaður.
Hannes Hafsteinn.
I’il lesanilaima!
Þegar jeg í \)r, er leið, kvaddi kaupendur og
lesendur «Suldar», þá gat jeg þess, að jeg
vonaðist til aí skilnaður vor yrði að eins um
stundarsakir. petta rætist nú, enda fyrri en
jeg bjóst þá vií, með því -Skuld" byrjar nú 5.
árgang sinn.
Sú breytin; er nú orðin á högum «Skuld-
ar»,aðhún veriur 32 nr. um árið og á að kosta
3 k Eiginleg; var tilætlað að hún hefði byrj-
að i miðjum oltóber í haust, en þótt það fær-
ist fyrir og ekki byrjað fyrri en nú, er þó ráð-
ið að þessi árgaigur bennar verði allur út kom-
inn um lok oitóbermánaðar næst komandi.
Mun þess getið iftast á hverju númeri, livenær
næsta blað komi út.
Herra prenfcari Einar þórðarson prentar
nú blaðið á sinn kostnað, sendir það út og sel-
ur fyrir sinn reikning, en jeg bef alla ritstjórn
blaðsins á hendi og ábyrgð gagnvart prentfrels-
islögunum. «Sl;uld» mun því halda óbreyttri
stefnu eftirleiðis frá því, sem hún hefir haft
frá öndverðu, og vonar því að allir gamlir vinir
hennar baldi fornri trygð við hana, og hún von-
ar og að allir þeir af inni yngri kynslóð, sem
kannast við einhverja andlega frændsemi milli
sín og hennar, muni finna blóðið renna til skild-
unnar og finna sjer skylt að styðja útbreiðslu
hennar. Jeg vona einnig að allir þeir af sam-
þingismönnum mínum, sem jeg vildi mega telja
mig í pólitiskum vinskap við, hlynni að henni
og styðji hana, bæði með því að auka henni út-
breiðslu og svo með ritgjörðum.
Með þessum orðum felum við «Skuld»
okkur velvild fornra og nýrra vina, óskum
gleðilegs nýárs og þökkum fyrir gamia árið.
Jón Ólafsson.
Utflutnings-gjaldið.
eðal þeirra laga, er þingið samþykti í
sumar leið og sem konungur hefir þeg-
ar staðfest með undirskrift sinni, eru „lög
um útflutningsgjald af fiski og lýsi o. fl.“
Frumvarpið var lagt fyrir af stjórninni.
og vafalaust sprottið. rfí viðleitni á, að setja
einhverjar sanngjarnari og hagkvæmari á-
kyarðanir í stað spítalagjalds-laganna, ein-
hverra inna ósanngjörnustu og óvinsælustu
laga, er verið hafa hjer á landi í seinni
tíð gefin, eins og sjera pórarinn tók alveg
rjett fram á þingnu í sumar.
Lög þau, er breyttu inum fornu á-
kvæðum (frá öndverðri þessari öld) um
spítalahluti, voru fyrst tilsk. 10. ág. 1868,
og síðan tilsk. 12. febr. 1872. pað mun
flestum enn í minni, hvern óvildar-storm
tilsk. 10. ág. 1868 vakti, og tilsk. 12.
febr. 1872 var ekki stór móðurbetrungur.
Meðferð þessa máls á þingi, alt frá því
1847 að Jón heitinn Sigurðsson hreifði því
fyrst, ber þess ljósan vott, að landsmenn
liafa verið í miklum vandræðum með, að
leSöja gjald á sjávaraflann á nokkurnveginn
sanngjarnan hátt og þó um leið svo, að
eigi yrði megin gjaldstofnsins undan dregið.
Sumir (t. d. Dr. Grímur Thomsen) vildu
leggja víst gjald á bát hvern og víst á
hvcrt stærra far (skip), án tillits til, hvað
á það aflaðist, þeir hugs.ugðu eingöngu
um að koma álögunni fyrir á þann hátt,
að auðvelt væri að reikna hana út og inn
heimta fyrir umboðsmenn landssjóðs; en á
hitt litu þeir ekkert, hvort álagan yrði
sanngjörn í sjálfu sjer eða ekki. peim
var um að gjöra, að gjöra innheimtuna
auðveldari fyrir embættismenn og tekju-
greinina sem óhvikulasta fyrir landssjóð.
Rjettvísi álögunnar lá þeim aftur í ljettu
rúmi.
Aðrir litu mest á það, að finna sann-
gjarnari grundvöll fyrir álögunni, ogvildu
leggja á aflahæðina; en þeir báru ofmikið
traust til ráðvendni framteljenda, eins og
brátt sýndi sig. Önnurráð en þessi tvenn
virðast eigi að hafa komið í huga neinum
1
þingmanni um þetta leyti. Inn núver-
andi ritstj. „Skuldar“ ritaði grein um „spí-
talahlutina'- eður um rjettlátari og hagfeld-
ari álögu-aðferð í stað spítalagjaldsins, rjett
eftir að tilskip. 1868 kom út, og er sú
grein í „Baldri“ (I. árg. 1868, nr. 16—
17., bls. 66: „þrjár þarflegar hugvekjur,
eftir 1-s-n: II. Spítalahlutirnir“). Yar þar
sýnt fram á vandkvæðin á báðum þeim
aðferðum, er fram hafði verið fylgt á
þinginu, og bent á, að hagfeldasta aðferðin
til að ná gjaldi af sjávarafla, ekki ósann-
gjarnlega á lögðu og auðheimtu inn, án
þess undan yrði dregið að marki, væri að
leggja útflutningsgjald á fisk og lýsi.
Af því að þeim þingmönnum, sem
fjallað höfðu um málið á þingi. hafði eklri
sjálfum hugkvæmzt þetta, þá þótti það ó-
hæfa að fallast á þessa tillögu, er hún
kom fram í blaði, sem hafði orð á sjer
fyrir að hafa heldur unggæðislega rit-
stjórn, og einn inn helzti þiilgmaður ljet
svo lítið að skrifa grein í Norðanfara móti
þessari tillögu Baldurs. pótti honmn það,
,er Baldurs-greinin fór fram á, svo ein-
feldnislegt og vottur svo milrillar vanþekk-
ingar. reynsluleysis og unggæðingsskapar,
að tillagan væri ekki til annars hafandi
en að gjöra skop að, og fjekk höfundur
Baldursgreinarinnar driúga ofanígjöf fyrir
tillögu sina. Níu ármn síðar var höfundur
Baldursgreinarinnar ritstjóri Skuldar, og í
I. árg. hennar, 19.-20. nr„ 194.-95. dálki
þurfti hann enn að minnast spítalagjaldsins'
reyndar í öðru sambandi, en hann notaði
þó tækifærið til að minna á tiilögu sína í
Baldri, og sagði meðal annars: „höfum vjer
fyrir 9 árum sýnt fram á þann eina máta,
sem oss virðist sennilegt að leggja það
(o; gjaldið) á eftir. Vjer efium enn á
sarna máli« sem þá, því tíminn og reynslan
liafa aðeins staðfest hjá oss það álit, er
vjer þá höfðmn ámálinu.“ Vjer vitum nú •
eigi víst, hvort þessi ítrekun hefir rifjað
upp vora upprunalegu uppastungu fyrir
einhverjum eða ekki. En hitt or víst, að
landshöfðinginn hefir á undansíðasta þingi
lagt það til við stjórnina, að lagt yrði
fyrir þingið í ár frumvarp, er upp hefur
spítalagjaldið, en lagði í þess stað útflutn-
ingsgjald á fiski og lýsi. Hitt er og engu
síður víst, að sá sami þingmaður, sem
1868 reit móti uppástungu vorri um út-
flutningsgjaldið og gjörði mjög lítið úr
henni — sami þingmaður var nú í vor
eftir 13 ára uinhusgsun kominn að þeirri
niðurstöðu, að inn eini færi og hagkvæmi
vegur væri sá, að leggja útflutningsgjald
á í stað spítalagjalds, og talaði lnann vel
og snillilega fyrir kjósendum sínum um
þetta í vor, er leið, án þess þó að geí ■