Skuld - 13.01.1882, Qupperneq 3

Skuld - 13.01.1882, Qupperneq 3
3 ur ekki; um það er til þessa ekkert kunnugb. Höf. er kænn á útúrdúra. Hvað kemur spítala- gjaldið 1880 (o: af því, sem afiaöist 1879) við spítalagjaldinu 1881 (o: af því, sem aflaðist 1880? Ekki meira en kötturinn sjöstjörnunni. En þótt Bessastaða-Grímur sje ófróður um afl- ann 1880, þá vita [>að flestir aðrir en hann, að á þv ári fluttu Norðmenn út um 100,000 tn. síldsr frá Islandi (eftir opinberum skýrslum stjómarinnar í íoregi, prentuðum í mörgum nor&um blöðum). En þá getur og hver mað- ur ^eð, að áætlun mín- um gjaldið (25,000 kr.) er é góðum rökum bygð. þ>ar sem höf. ggir að 1880 hafi spítalagjald úr Jáðum Múlasýsum numið að eins 789 kr. 30 au., þá getur þetta ekki rjett verið, nema því að eins að sýsumennirnir þar hafi stórlega vairækt að innheiáta gjaldið. Úr Suður-Múla- sýlu einni mun þa1 ár hafa verið út flutt 1600 til 2(00 tunnur síldarif Eskifirði, og mundi spítala- gáld af því nemr 4—500 kr. (þetta var fyrsta á', sem þar var síld veidd). Af Seyðisfirði ’íoru 3 gufuskipsfamar ogmargir seglskipsfarmar juttir út það ár,eða með öðrum orðum mörg lúsund tunnur. Svo að þótt ekkert tillit væri íaffc til spítalagjads af neinu nema síld (og er oó gott aflaplássí Múlasýslum einnig að öðru- leyti), þá hlyti spítalagjald að eiga að vera margfalt meira ð þetta. Jeg verð þv að ætla að mjer sje óhætt að fullyrða, að annaðhvort sje hjer feykilegt mishermi (ósanifidi) hjá höf., eða þá að megin spítalagjalds í Ijúlasýslum hefir af einhverjum ástæðum ehki veið innheimt. Sje svo, er von- andi að landstjtrnin gjöri gangskör að því, að grafast eftir, bversu á þessu stendur, svo að landsjóður veri ekki prettaður um gjald það, er honum ský uslega ber. Jón Ólafsson. Heiinskringla. (Smáreinir frá öllum löndum). — Gambetta bfir fengið nýtt «organ» «Varis». — Nú er fari^aðtaka hjer upp rafmagns-Ijós, skrifar «DagsAv.» 3. okt., í ýmsum húsum, bæði einstakra manna húsum og opinberum ^yggÍHgum. þnnig er verið að leggja slík Ijós í »Landmandsknken«, sem á að uppljómast af 50 ljósum. — í byrjun október-mánaðar í haust var í Char (í Sch’eiz) haldinn mikill fundur af sósialistum. Mittu þar fundarmenn frá Schweiz, Pyzkalandi, Ungrn, Eússlandi, Pólen, Danmörku, Englandi, Belgí, Hollandi, Frakklandi, Norður- Ameríku og Brsilíu. — I apríl næskomandi ætlar Sjahinn af Per- síu að heimsæla Eússakeisara í Pjctursborg og, ef til vill, fleiri hirðir í Norðurálfu. — I 26 af Baidaríkjunum (þar eru als 38 ríki, auk 10 fylkja) .ru 390 konur, sem hafa at- vinnu sem Jækiar og hafa próf í þeirri fræði. Ilestar eru í Massachusetts, New York og Pennsylvaníu. Ameríkumein eru miklir ferðamenn, í sum- ar, er leið, hala minst 100 000 Ameríkumenn verið á ferðalagi í Norðurálfu. — 22. þ. m. (jan.) er afmælisdagur ins mikla skálds Byrons og verður þann dag afhjúpað líkneski hans í Missolunghi. Landsbókasafnið. fegar alþingi í sumar veitti fje til að setja fastan bókavörð við landsbókasafnið og veitti safninu ærið fje til árlegra bókakaupa, þá var það í því skyni gjört, að safnið yrði eigi lengur dauður fjársjóður, heldur gæti komið sem flest- um að sem beztum notum. Með því verður það öllu landinu að notum, að fræðimenn þeir, sem til ná, geti notað safnið, og á það að bera landinu aftur ávöxt i gegn um pá. Nú er það vitaskuld, að þeir sem safnið \æru líklegastir til að nota, svo sem kennendur inna ýmsu mentastofnana hjer, stúdentar á skólunum o. s. frv., hafa allir helzt tíma af- gangs sínum sjálfsögðu störfum síðari hlut dagsins. Yfir höfuð munu allir þeir, sem eitt- hvert fast starf hafa eða einhveiju eru bundnir, veia helzt störfum bundnir fyrir miðdegis- verðartíma. pað kom og til umtals í fjárlaga- nefndinni, að sjálfsagt væri að safninu yrði haldið opnu siðari hlut dags; það var og víst að þaö var afráðið, að nefndin ljeti þetta í Ijósi við landshöfðingja á prívat-viðtalsfundi, og minn- ir oss fastlega að það væri gjört. Vjer höfum nú síðan nýárið orðið þess á- skynja, að þessu er ekki þannig hagað. Safnið kvað eiga að vera opið fyrri hlut dags (engum ei auglýst neitt þar um, ekki svo mikið sem að biöðunum sje tilkynt þetta), en harðlæst síðara hlut dags. J>essi ákvörðun gjörir nálega öllum þeim, sem safnið vildu og þyrftu helzt að nota, því nær ómögulegt að nota það, og als ómögu- legt að nota það á þanu hátt, er söfn er hag- kvæmast að nota, það er með því að sitja á lestrarstofunum, t. d. fyrir þá, sem nota þurfa bjálparmeðul safnsins við ritstörf. Ijer leyfum oss að vekja athvgli stjórnar- nefndar safnsins og yfirstjórnar þess (stiftsyfir- valda og landshöfðingja) á þessu, og ímyndum vjer oss að ekkert geti verið í vegi fyrir að taka svo sanngjarna ósk til greina, sem þá, að hafa safnið heldur opið síðari hlut dags. Óinnlieimt spítalagjald. f>að koto fram í áskorunum til alþingis í sumar úr báðum Múlasýslum, að síld hefir veiðzt þar um mörg ár (11 — 12 áij, án þess að sýslumaðurinn (mestan tímann inn nafntogaði skörungur og vitsmunamaður hr. P. Böving) hirti um að heimta inn spítalagjald af henni. Alþingi skoraði nú í sumar á landsstjórnina að sjá svo um, að gjald þetta yrði inn heimt, og er vonandi að landsstjórninni gleymist það ekki. Að minnsta kosti ætti blöðunum að vera sjálf- lnigað að minna af og til á þetta mál, svo það falli eigi í gleijtnsku. Gleymskan er yfir höfuð kostbær hlutur í landsstjórnarefnum. Ný lög. 1. 4. Nóvbr. f. á. Fjáriög fyrir árin /SS2 og 18S3. 2. 4. Nóvbr. f. á. Fjáraukalög fyrir árin 1878 og 1879. 3. 4. Nóvbr. f. á. Fjáraukalög fvrir árin 1880 og 1881. 4. 4. Nóvbr. f. á. Lög um endurborgun á skuldum landssjóðs. («Allar leigur af skuld nokkurra hreppa í Snæfellsnessýslu ...sem óborgaðar voru 31. Desbr. 1879 ... 1477 kr. 44 Au. skulu gefnar upp, en skuldin sjálf 3551 kr. 68 Au. ásamt leigum frá 1 Jan. 1880 sje greidd að fullu með 6°/o árl. á næstk. 28 árum. — Sömul. skal sýslu- nefnd Borgarfjarðarsýslu endurgjalda eftir- stöðvar af kostnaði ... til útrýmingar fjár- kláðanum 955 kr. 19 Au. með 6% á ári í 28 ár»). 5. 4. Nóvbr. f. á. Lög um útflutningsgjald á fiski og lýsi o. ft. («l.gr. Af öllum fiski og lýsi, sem flyzt út í skipum, sem afgreiðast frá einhverri höfn á íslandi, eða frá eða í skipum, sem hafa um hönd síldarveiði í fjörðunum og við strendurnar, eða sem leggjast viðl akkeri innan þeirra takmarka á sjó, þar sem landhelgi er, til þess að fiska á bátum, skal greiða útflutningsgjald, hvort sem fiskurinn er verkaður í landi eða flutt,- ur út á skip óverkaður. laki flskiskip stöðvar við strendurnar eöa í fjörðunum, til þess að reka fiskiveið- ar þaðan, skal skipstjórnarmaður þegar í stað tilkynna það lögreglustjóranum þar á staðnum, og skal láta til geymslu hjá hon- um skipaskjölin, þangað til skipið fer það- an, hvort beldur til annara fiskistöðva lijer eða alveg burt frá landinu, eftir að veiði- skapuum er lokið á hverjum stað sem er. 2. gr. Útflutningsgjaldið skal greitt eins og hjer segir: 1. af hverjum 100 pd. af saltfiski eða hert- um fiski........................lOau. 2. af fiski, sem flyzt út hálfhertur, saltaður eða nýr, af hverjum 100 fiskum..........................20_____ 3. at bverjum 100 pd. af sundmaga 30 — 4. af bverri tunnu af hrognum . . 15 — 5. af síldartunnu (108 pottar) í hverj- um umbúðum sem bún flyzc . 25 — 6. af hverri tunnu lýsis .... 30 — 7. af laxi, hvort heldursöltuðum, reykt- um eða niðursoðnum, af hverjum 100 Pd........................30 - 8. af öllurn fiski niðursoðnum öðrum en laxi. af hverjum 100 pnd. . 10 — Af minni pörtum en helming af þeim vöruupphæðum, sem nefndar voru, skal ekitert gjald greitt, en af helmingnum og þar fram yfir skal. goldið eins og af fullri upphæð. Sr‘ Gjaldið skal borgað, áður en skip þaö, sem í blut á, er afgreitt frá þeirri höfn, sem það leggur af stað frá, hvort heldur til annara veiðistaða bjer eða fer burt frá landi, til sýslumanns eða bæjarfógeta í því lögsagnarumdæmi, er skipið leggur frá, ann- aðhvort í peningum eða ávísunum á verzl- unaihús í lvaupmannahöfn, er gjaldheimtu- maður tekur gilt. Sjerhver sá, sem sendir á stað með skipi fyrnefndan fiskiafla, er skyldur til að fá tjeðum embættismanni í hendur staðfest endurrit af farmskrám þeim eða öðrum hleðsluskjölum, sem skipinu fylgja. J>ar að auki er skipstjórnarmaður á hverju skipi,

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.