Skuld - 13.01.1882, Side 4
r
4
sem fiskur eða lýsi iiyzt út á, skyldur að
láta til skriflega upp á æru og samvizku
skýringar þær um farm skipsins, sem með
þarf til þess að reikna út gjaldið.
Gjaldið skal talið eptir skýrslum þessum.
4. gr. Hafi lögreglustjóri grun um, að
skýrsla til útflutningsgjalds sje röng, skal
hann rannsaka farm skipsins áður en það
verður afgreitt, eða með því að halda próf
yfir skipshöfninni eða öðrum, sem geta sagt
til um þetta, leitast við að útvega þær
skýringar, sem með þarf. Kostnaðinn, sem
af þessu flýtur, skal skipstjóri borga, efþað
sannast að skýrsla hans var röng, en ella
ið opinbera.
5. gr. Brot gegn lögum þessum varða
sektum frá 50—500 kr.. nema þyngri hegn-
ing liggi við eftir gildandi lögum; þar að
auki skal sá útflutningsmaður eða sá skip-
stjórnarmaður, sem verður uppvís að því,
að hafa sagt rangt til, greiða þrefalt út-
fiutningsgjald af öllum þeim gjaldskyldu
vörum, sem sagt var til um.
Sektirnar renna í landssjóð.
6. gr. Skip og farmur eru að veði fyrir
útfiutningsgjaidinu.
7. gr. Með máf út af brotum gegn lög-
um þessum skal farið samkvæmt þeim regl-
um, sem gilda um opinber lögreglumál.
8. gr. Fyrir innheimtu útflutningsgjalds-
ins skal gjöra árlegan reikning eftir regl-
um þeim, scm landshöfðingi setur.
Af útfiutningsgjaldinu samtöldu fær hlut-
aðeigandi gjaldheimtumaður 2 af hundraði.
9. gr. Tilsk. 12. febr. 1872 um spítala-
gjald af sjávarafla skal úr gildi numin,
þannig að spítalagjaldið eftir þeirri tilskip-
un verður heimt saman í síðasta skifti á
manntalsþingum í fardögum 1882 af þeim
afia, sem fengizt hefir til loka ágústmán-
aðar 1881.
Sömuleiðis er úr gildi nuiriið konungs-
brjef 26. maí 1824 um spitaiagjald af
fuglatekju.
10. gr. J>essi lög öðlast gildi 1. dag
janúarmán. 1882.
6. 4. Nóvbr. f. á. Liig um löggilding verzlun-
arstaðar á Hesteyri við Hesteyrarfjörð inn-
an ísafjarðarsýslu.
7. 4. Nóvbr. f. á. Liig um lögildingu verzl-
unarstaðar við Kolbeinsárós í Skagafirði.
(Niðurl. í næsta bl.).
— AÐ NOKÐAN hafa nýlega borizt frjettir,
Tíðin ágæt hvervetna. í Húnavatns og Skaga-
fjarðarsýslum ekki farið að gefa fullorðnu fje
fyrri en um jól.
— Mannalát frjettust þessi að norðan:
Sjera l’áll Tómasson á Hnappsstöðum f i
Nóvember. f. á.
Yngismær Laufey Bjarnardóttir Halldórs-
sonar prófasts í Laufási, milli tvítugs og þrítugs
að aldri, t 17. Nóber. f. á.
Frú Kristín C’laessen, húsfreyja Claessens
verslunarstjóra í Sauðárkróki, dóttir Eggerts
sýslumanns Briem, fædd 1849, ‘f 10. Desember
f. á. eftir nýafstaðinn barnsburð.
— AÐ SUNNAN. — pegar gefið hefir í vet-
ur á sjó, hefir hjer verið fiskur í flóanum fyrir
og núna seinustu dagana hafa menn hjer af
Inn-nesjum sótt mikinn fisk suður í Garðsjó.—
Veturinn hefir til þessa tíma hjer á suðurlandi
verið góður, þó er nú seinustu dagana úr sveit-
unum kvartað um hagleysur.
— VERZLUNIN var hjer árið sem leið í
betra horfi en undangengin ár, og má helzt
þakka það bæði Slimons-verzlun, er margra
þúsund króna virði hefir innflutt af peningum
inn í landið auk ýmsrar nauðsynjavöru, en eink-
um má nefna þar til ið skozka fjelag, sem
Eggert Gunnarsson er kaupstjóri fyrir, sem
flutt hefir inn matvöru fyrir mörg þúsund
krónur, svo að verzlun þessa fjelags hafði nú
við ársbyrjun matvöru fyrirliggjandi fyrir 14—
15 þúsund krónur, fyrir utan allan þann mat,
er hún áður var búin úti að láta; þess utan
hefir þessi verzlun inn fiutt inikið af fóður-
tegundum fyrir skepnur, bæði hey og hafra,
mais o. fl., er mörgum kom mjög vel í þessu
grasleysis ári.
A. u g 1 ý s i n g; a x*
eru teknar upp fj'rir 50 au. hver þumliingur
af Iengd dálks. Minsta auglýsing 25 au. — Út-
lendar auglýsingar 50°/o meira.
B æ k u r.
Fjörutíu tímar í dönsku, 1. hefti 60 lura,
ganga vel út, og eru allir ánægðir með þí, er
kaupa.
Landsyfirrjettar- og hæstarjettardómar yrir
árið 1879 eru nýprentaðir: þeir kosta nn-
heftir 55 aura.
Nýtt sönghefti (V. hefti) á nótum mð 3
og 4 röddum er nýprentað, kostar 1 kr.
þ>essar bækur fást bjá Einari Pórðarsmi.
— Fyrir nokkrum tíma hefur fundizt í gað-
inum hjá prentsmiðju E. fórðarsonar p>ki
merktur og í honum er nolduð af tóbaki; eg-
andi getur vitjað hans í prentsmiðjunni.
Hjá Carl Franz Simseiis verzlim íæst:
Alls konar leir- og postulínsílát og bollapör, frá 20 a. til 1 kr,
bæði alhvít, Im't ineo gyltum röndum, og mislit meö hlímstrum; em
fremur mikið af vaskaskálum, vatnskönnum, spítuhökkum, skálnm og disknm
mjólkur- og rjómakönnum, hvítum og mislitum af öllnm stæröum; siimuleiðis mjólk-
nrföt- og smjörkrukkur, jixrtapottar úr leir og postulíni, og fjórar
stærðir af körfuflöskum undir Iög.
Enn fremur alls konar manufkatur-vöru, aUs konar saoin- og
hrodergarn, alls konar tvinna, hnappa, saumnálar, prjóna, sjölogtrefla o.s.frv.
Enn frenmr ágætar nýsilfurs-matskeiðar á 1 kr. 50 a., sem jeg sjer-
staklega mæli fram með, ódýrari skeiðar og gafflar úr ýmsum málmum, vasa-,
horð- og svo nefndir fiskiknífar, sem liefir selzt helmingi meira af 1880 en
1879 og aptur helmingi meira 1881 en 1880 — ágætt til eldhúshrúks, epla-
skífu- og steikarapönnur af ýmsum stærðum, pottar, skaptker, katlar, kola-
skúffur, eldtangir, tappatogarar hæði fínir og ódýrir o. s. frv.
Athygli inna viröulegn iðnaðarmanna leiðist einkum að mínum góðu
hyrgðnm af málmvörum, t. a. m. stáli og járni af allri lögun og pykkt, hlý
og zink pað, er svo mjög liefur verið sótzt eftir; einnig alls konar nögl-
um (saum), skrúfum, lömum og skrám, handgripuin, skrúfudrögurum, pjölum,
sagarlilöðum, liömrum, öxum og nöfrum o. fl.
Framvegis leiðist athygli manna að, að verzlunin er hyrgð með alls
konar mjöl, grjón og aðra matvöru, kaffi, púðiir- og hvítasykur, svínafeiti,
heztu tegund af sveskjum, sírópi, steinolíu, kerti hæði stærri og smærri,
skæðaskinn og sjóskóleður samt alls konar færi, lit, hlákkukúlur (vadskehSaat),
tóhak, vindla og alla aðra nauðsynjavöru.
([(gf’ Með öllum þessmn og fleiri nýfengnum vörum leyf'i jeg mjer a5 mæla fram.
[trghjavíli 21. desembr. 1881.
Gr. Emil [Jribeliíio’eii.
F undarhoo. Á fundi peim, sem haldinn var 5. p. m. samkvœmt áshorun íSl.blaði
ísafoldar, til að rœða um stofnun síldarveiða-fjelags hjer á suðurlandi, var svo álevarðað að
halda nýjan fund aftur í sama slcyni. Fundur pessi er áhveðin að verða haliinn á borgara-
salnum hjer í Reykjavík niioviktldagilin 18. þ. m. kl. 5. e. m., og vil jeg biðja pá, sem
styðja vilja ið umrœdda fyrirtceki að sœkja fundinn.
Reykjavík 10. janúar. 1882. Eggert Gunnarsson.
— Næsta blab 31. þ. mán. __
Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Ó 1 a f s s o n, alþingismaður.______
Prentuð bjá Einari pórðarsyni á hans kostnað