Skuld - 08.02.1882, Síða 2

Skuld - 08.02.1882, Síða 2
10 James Eothscliild, sem rui er fyrir skömmu dáinn. Nafnkunnur frakkneskur málari Eu- géne Delacroix var einhverju sinni í hoði hjá Rothschild. Undir horðum starði mál- arinn stöðugt með mestu athygli á Roth- schild. Rothschild tók eftir ]iví og pótti jretta undarlegt, og ])á er borð vóru upp tekin, spyr hann málarann um, pví hann hafi horft svo mjög á sig. Delacroix svar- aði, kvaðst nú um nokkra mánuði liafa reikað um pvera og endilanga Parísar-borg til að leita að einhverjum peim manni, er hann gæti haft til fyrirmyndar til að mála eftir betlara-mynd, sem hann pyrfti á að halda á einu af málverkum sínum. Nú kvaðst hann sjá, að inn mikli auðmaður væri svo skapaður, að andlitið á honum væri alveg eins og hann hefði hugsað sjer betlara-andlit. „En pví er nú miður, herra barún“, — bætti málarinn við — „að pjer eruð ekki betlari, eða að minsta kosti svo fátækur maður, að jeg gæti keypt yður til að sitja fyrir mjer sem fyrirmynd". Rothschild svaraði og sagði, sem var, að aldrei hefði hann vanur verið að spara neitt til að efla inar fögru listir, og kvaðst pví viljugur til að standa sem fyrirmynd fyrir málaranum á verkstofu hans. Málarinn pág boðið, og pannig kom pað til, að andlitsmyndin er til af Roth- schild sem betlara. Betlarinn átti að sitja við tröppurnar í rómversku musteri. Delacroix hafði kast- að yfir öxl honum kápu (tunica), er stöðu hans hæfði sem betlara og fengið honum langan staf í hendur. Svo tók hann til að mála. Skömmu síðar kom inn ungur maður; hann var lærisveinn og vin- ur ins mikla málara. Hann leit á betlar- ann og óskaði meistara sínum til hamingju með að hann hefði á endanum fundið svo frábæriega heppilcga fyrirmynd til að mála eftir. Inn ungi maður pekti ekki Rothschild, en hugsaði að petta væri í raun og veru fátækur betlari, sem stóð parna með útrjetta höndina; og eitt sinn er Delacroix snjeri baki við peim, laumaði hann 20 fránka peningi í lófa betlarans. Rothschild leit pakklætis-augum til hans og stakk á sig gullpeningnum. En er inn ungi maður var farinn, spurði Rotlischild málarann hver hann væri. Hinn sagði honunum pað, að pað væri ungur, gáfaður og efnilegur málari, sem ekkí gæti rutt sjer til rúms sakir fjeskorts og yrði pví að lifa á að veita tilsögn í dráttlist. Roth- schild skrifaði lijá sjer nafn hans og bústað. Skömmu síðar fjekk inn ungi maður brjef, og stóð í pví, að velgjörðasemi bæri ávalt vexti; renturnar af gullpeningi peim, sem hann hefði gefið betlaranum hjerna á dögunum, væru nú lagðar upp hjá Rotli- schild barúni, og gæti hann vitjað pangað 10,000 franka. Herra ritstjóri! Með því að þjer hafið færzt undan að taka í heild sinni grein þá, sem jeg óskaði upptekna í "Skuld» til svars uppá <«Hálfyrði um kirkjuna í Reykjavík« o. s. frv. í síðasta tölublaði, af því að grein mín væri of löng, þá skal jeg biðja yður að taka af mjer þá stuttu grein, sem hjer fer á eftir. Hálfyrðið lýsir betur Jóni, höfundi sínum, en kitkjunni og kirkjusiðunum. Jón fárast um óþrifnað í kirkjunni, en orð hans eru gífuryrði, ýkjur og ósannindi: allir kunnugir menn vita að hreinlætinu í kirkjunni hefir aldrei verið, og er sízt nú, svo ábótavant, sem hann segir; til hreinsunar hefir árlega verið varið 40—48 dagsverkum. Til lýsingar á hátíðum og kvöld- söngum eru höfð freklega 140 stearinkerti, og fieirum verðnr ekki komið fyrir; af þessu muuu skynsamir menn geta nærri, hvað mikið hæft muni í umtali hans um dimmu. Að jeg láti ó- rólega, afkáralega og ósiðlega fyrir altari, sem hann og enska konan í fjelagi bera upp á mig, segi jeg að sjeu svo ósvífin ósannindi sem frek- ast megi verða, og vitna það undir söfnuð minn og alla, sem hafa verið við kirkju hjá mjer. Hrindingar meðhjálparanna við skrýðingu og svefn þeirra í kirkjunni er sömu tegundar; í þessum orðum er ekki heil brú, þar er hvert orð ósatt. Skakksettu sálmatölurnar í eitt eða 2 skipti eru að mestu leyti misskilningnr, en að öðru leyti sá hjegmómi, sem eiuna bezt sýnir, bversu dauðans fátæklegt er hjá Jóni af veru- legu útásetningarefni, og hversu hárfínn hann er að finna mýfiugur, en undir eins. þrátt fyrir eiulægan vilja sinn, mesti klaufi að gjöra úlf- alda úr þeim. Úr þeim göllum, sem verið kunna að haía á lireinlæti í kirkjunni, — en þessir gallar hafa aldrei ver.ið nema smámunir hjá frekjuyrðum Jóns — var búið að bæta mjög rækilega lungu áður en nolckur vissi að grein Jóns vœri til, nema hann sjálfur og ef til vill ritstjóri «Skuldar». Jóni hefir því gengið annað til með auglýsingu greinarinnar, en ær- egur áhugi á að lagfæra það, er miður færi; hvort hann hafi viljað fá prentsvertu á grein sína, til þess að hann gæti svert aðra með henui, um það munu greindir menn hæglega geta dæmt. petta svar læt jeg mjer hjer nægja, en vísa þeim, sem óska að fá ýtarlegri upplýsingar um þetta efni og glöggvari ástæður fyrir máli mínu, til ins fyr nefnda svars míns, sem mun koma út í 3. tölublaði «ísfoldar» ínnan skamms. Reykjavík 3. Febr. 1882. Hallgríraur Sveinsson. Niöursooin matvæli. (Eftir ,,Dagbladet“ í Cbristiania 18. okt. 1881). Stórkaupmaður Ernest Frolich hefir lengi að því unnið að afla löndum sínum góðs og ó- dýrs matar með því að fiyta inn niðursoðið kjöt. í gær hjelt hann miðdegisgildi mikið á veitingábúsi einu hjer í bænum, og voru þar að eins á borðum niðursoðin matvæli. í boðinu voru ýmsir inir helztu kaupmenn borgarinnar, nokkrir embættismenn, og fulltrúar af hendi dagblaðanna. Tilgangurinn var að sýna, á hve margan hátt má hagnýta og tilreiða niðursoðið kjöt. Boðsgestum fannst mikið til um alla rjettina, en einkanlega geðjaðist mönnum vel að kjötjafningi («Labskaus») af nýju nautaketi, sem var merkilega nýlegur og lystugur á bragðið......... ........Undir borðum hjelt herra Frolich ræðu þá, er hjer er ágrip af skráð á þessa leið: Herrar mínir! Árið 1878, er tollmál nokkurt var til með- ferðar á þingi, atvikaðist svo, að tollmála- stjórnardeildin bað mig um að rita skýrslu um mnflutning niðursoðinna matvæla í Englandi og hve rnikið og hvernig meðalstjettiu og verk- mannastjettin keyptu og neyttu af þeim! Jeg varð fúslega við tilmælunum, þót.t mál- ið reyndar stæði mjer ekki á neinu öðru, en hverjum öðrum húsföður, sem feginn vill afla heimili sínu góðra og ódýrra matvæla. Á næsta stórþingi var allur tollur af slík- um matvælum aftekinn, og talsvert tók að fiytjast inn í landið; en árið eftir var aftur lagður svo hár tollur á niðursoðið kjöt, að varla var unnt að flytja nokkuð framar inn af því. Síðan hefi jeg ferðazt til Ameríku og kynt mjer mál þetta betur, og hjelt jeg sjerstaklega spurnum fyrir því, hverjar niðursuðu-verksmiðj- ur hefðu orð á sjer fyrir að sjóða niður bezt kjöt við sem minstu veröi. Síðastliðinn vetur ritaði jeg nokkrar grein- ir í blöðin til að mæla með því, að tollur á niðursoðnum matyælum yrði afnuminn, og tal- aði jeg við ýmsa þingmenn. Jeg held stói'þingið hefði aftur í vetur, er Ieið, fallizt á að afnema allan toll á niðursoðn- um matvælum, ef eigi hefði svo slysalega vilj- að til, að “Morguublaðið» flutti greiu um þetta efni, sem vildi sýna fram á, að 10 au. já hverju kíló (2 pd.) væri svo lágur tollur, að hann hindraði eigi innflutning, en veitti þó ríkissjóði 4000 kr. tekjur í aðra hönd. Hvorugt hefir ræzt. Niðurfærslan á tollinum hefir að vísu vald- ið því, að meira hefir inu verið llutt af «Comed beef» (Utið saltað niðursoðið kjöt), og er það fremur ódýrt kjöt, til að hafa ofan á smurt brauð. En þetta er þýðingarminst af öllu. Tollurinn, sem nú er á, er um 25 °/o af verði almenns alinauta-kjöts. Tollurinn varnar því enn innflutningi að mun af niðursoðnu kjöti. í surnar, er leið, lcorn í norskum blöðum aðvörun um, að kaupa ekki niðursoðið kjöt frá Ameríku, þar eð Ameríkuruenn syðu niður kjöt af sjúkum skepnum og ljetu trikínorma-sjúkt svínsflesk i dósirnar í staðinn fyrir nautakjöt. Aðvörun þessi var tekin eftir dönskum blöðum, sem aftur höfðu tekið hana eftir þýzkum blöðum. Ýmsir kaupmenn bæði hjer og í Gautaborg og eins í Kaupmannahöfn hafa kvartað við mig um það, að síðan þessi þýzka aðvörun kom í blöðiu hafi fólk nær alveg hætt að kaupa hjá sjer niðursoðið kjöt. Út af þessu vil jeg geta þess, að í pýzka- landi eru þúsundir af sperðilsölum; en við það, að margar milíónir punda af niðursoðnu kjöti eru nú fluttar frá Ameríku bæði til pýzkalands og annara landa, bíður atvinnuvegur sperðilsal- an.na óbætanlegt tjón.

x

Skuld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.