Skuld - 24.02.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 24.02.1882, Blaðsíða 1
Árg., 32 nr., kostar 3 kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einars prentara pórðarsonar. Eftir að 3A árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. II L D 1882. Afgreiðslustofa í prent- Smiðju Einars pórðarsonar. Rit stjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Xr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. arg, Reykjavík, föstudaginn 24. febrúar. Nr. 144. Jolrn Stuart Mill.' Eftir Fox Bourne, Cairnes, Levy, Hunter, H. Fawcett Og M. G. Fawcett. ,lohn Stuart ilill fæddist 20. dag oaaímán. 1806. «f>að gleður mig», skrifaði George Grotc honum 1865, «að fá færi á að láta í ljósí álit mitt um rit yðar: «System of Logic» (hugsan- fræðina) og «Essay on Liberty» (þáttinn um frelsið); en þó gleður hitt mig enn meir, að fá, eða rjettara sagt, að geta notað tækifæri þetta, til að tala nokkuð ura föður yðar. Áljer hefir ávalt sárnað að svo andríkur gáfomaður og sannarlegt mikiimenni, sem hann var, skul' hafa leift sjer svo ónógar menjar í minning eftir- komendanna». • þ>etta var mjög náttúrleg hugs- un. En inn mikli og voldugi andi James Milh leifði sjer þó injög ijósar menjar í inum heim- spekilegu bókmentuin ættjarðar sinnar og þá eigi síður í uppeldi þess sonar, sem það átti fyrir að liggja að halda fram verki hans og verða áhrifamesti leiðtogi nj,s skóla í hugsan- anna og framkvæmdanna ríki, þess skóla, er að líkindum mun valda meiri byltingum í mann- legu íjelagi, en nokkur annar máttur hefir orkað síðan á dögum Erasmusar og Álarteíns Lúthers. Jamcs Mill var talsvert meira en blátt á fram lærisveinn þeirra Benthams heimspekings Og Rieardos þjóðmeganfræðings. Hann var sjálfur djúpskygn og frumsýnn («original») heimspek- ingur og voru rannsóknir hans fjölbreyttar; má það því merkilegra þykja, sem hann hafði aldr- ei annara tilsagnar notið, en mentað huga sinn og afiað sjer fróðleiks og þekkingar ein- göngu með eiginni ástundun. Hann var at efnalitlum foreldrum kominn, en aðalsmaðurinn Sir John Stuart styrkti bann til að geta hlýtt á fyrirlestra í guðfræði í Edinburgh; en hann sannfærðist skjótt um, að guðfræðin var eigi atvinnuvegur, er við hann átti. Fór hann því 1) Vjer vonum lesendum^ vorum þyki lær- dómsnkt að kynnast þeim manni, er mestur og beztur hefir lifað á þessari öld — þeim manni, er var skarpvitrari spekingur, en nokkur sá, er samtíða honum lifði eða síðan hefir uppi verið þeim manni, er svo var hreinn, að vjer ekki segjum heilagur í dagfari, að sagan hermir eng- an mann, er honum hafi fremri verið í því — þeim manni, er frá vöggunni til grafarinnar var ávalt postuli frelsisins 0g manmidarinnar, Og hefii, auk alls annars, ritað bók þá uum frelsið», sem vitringar samtíðar vorrar hafa kallað «guð- spjall 19. aldarinnaro. Gæti grein þessi leitt einhverja, einkum af vorum yngri efnismönn- um, til að kynna sjer eitthvað af ritum Mill’s, þá þætti oss hún bera góðan ávöxt. J. Ó. til Lundúna árið 1800, eða þar um bil, og reyndi hann að hafa ofan af fyrir sjer með því að ,rita fyrir blöð og tímarit. Honum Ijet þetta svo vel, að gáfur bans áunnu honum maiga vini, og mestur þeirra var inu viðfrægi Jeretny Bentliam. James Mill bjó í Pentonville, þá er sonur hans John Stuart fæddist. Bæöi fyrir því, að barnið sýndi brátt inar frábærustu gáfur, og svo einnig fyrir þá sök, að James Mill hafði ekki efni á, að veita honum aöra kenslu, er jafngóð væri, þá rjeð liann með sjer að annast sjálfur alt uppeldi og kenslu sonar síns. Bentham veitti barninu og uppeldi þess mikla athygli, og í brjefi, sem James Mill reit honum 1812, biður hann Bentham að taka barnið að sjer, ef hann sjálfur (Mill) skyldi andast áður en «veslings drengurinn» væri kominn á legg: «þá getum við ef til vill vænzt þess, að fá þann eftirmann, þar sem hann er, sem sam- boðinn verði báðum okkur». J>að var djaif- lega vonað; en sú von átti fyrir sjer að rætast aö fullu. Eu þá er þetta var í ljósi látið, var «veslings drengurinn» að eins sex ára gamall. Heimakenslan hætti þó, þá er John Stuart var 14 ára gamall, árið 1820. James Mill hatði ritað ina ágætu bók síua «History of India» (Indlandssögu). í þeirri bók hafði hann að vísu ámælt talsvert «Austindía-ljelaginu» («the East India Company»)‘, en bókin varð svo fræg og mikils metin, að forstjórar fjelags- ins buðu honum 1817 embætti í Indlandsstjórn- inni («the India House»). Hjer steig hann frá einu embætti til annars hærra og bærra, og efnahagur hans, sem áður hafði verið heldur bágborinn, batnaði nú mjög; en em- bættisstörf hans levfðu bonum minni tíma af- gangs en áður, svo að hann varð að hætta við að kenna sjálfur syni sínum 1820, og sendi hann þvi það ár til Frakklands til dvalar og náms um hálft annað ár. Hann dvaldi í marga mánuði í Parísarborg hjá inum nafn- kunna þjóðmeganfræöingi Jean Baptiste Say2. 1) Fjelag petta var stofnað um 1600 og rjettindi pess staöfest með skrá 31. desbr. 1600, síðar endurskipað 1708 og 1773. Fjckk einkaleyfi til verzlunar allrar á Indlandi, og hjelt pví til 1833. Forstjórar fjelagsins fengu og full valdstjórnar-ráð yfir landinu og lijelt fje- lagið peim til 1. nóvbr. 1852, að Bretastjórn tók sjálf landið undir stjórn sína og setti par varakonung til forráða. Meðan stjórn landsins var i fjelagsins hönd- um, var hún .kölluð „the India House“ (Indlands- stjórn). J. ó. 2) J. B. Say f. 1767, meðlimur akademísins 1814, f 16. nóvbr. 1832, var mjög nafnkendur vísindamaður Aðalrit hans er „Traité d’ économie politique“, 2 bd., 8. útg. 1876. Hann kom kenningum Adam Smiths fyrstur í gott skipulag (,.system“). Hann var afi Jean Baptiste Léon Say’s, pjóðmeganfræðings, er prisvar hefir verið fjármála-ráðgjafi Frakklands inn síðasta ára-tug. Hinn tímann af þá-veru sinni í Frakkiandi dvaldi hann mest með Sir Samuel Benthnm, bróður Jeremy Bentham’s. Snemma árs 1822 kom hann til Lundúna aftur og fjekk þá skömmu síðar embætti í Austindía-fjelaginu, í inni sömu stjórnardeild, sem faðir hans stýrði. I fjelagsins þjónustu var h í 35 ár, og sýndi hann þar svo mikinn dugnað, að hann hófst smám saman frá inu lægsta embætti til ins alira-hæsta. J>ótt hann kæmist nú þannig kornungur í embætti, þá hætti hann þó eigi fyrir það að nema. Snemma á morgnana, áður en hann fór á skrifstofuna, stundaöi hann undir handleiðslu föður síns dauð og lifandi tungumál og inar ýmislegu greinar heimspekinnar. Á sumar- kvöldin og á frídögum sínum gekk hann sjer til skemtunar, oft all-langan veg, og hjelt hann jafnan þeim vana síðar, svo að orð var á gjört. Var það þá aðalskemtun hans að lesa blóm og jurtir. Meðal annara fræðigreina hafði hann lagt fyrír sig grasfræði, og var sú fræði honum mikil yndis-uppspretta alla hans æfi. J>að fyrsta, sem eftir hann liggur á prenti, eru nokkrir þættir grasfræðilegs efnis, sem hann Ijet prenta í tímariti nokkru, og var liann þá enn fyrir innan tvítugt. í öðrum tímaritum finnast nær jafnsnemma menjar um ástundun hans í öðrum Iræðigreinum. Að hunn hafi eigi að eins tekið snemma til að lita, heldur og verið, að minnsta kosti í einni fræðigrein, svo prýðilega að sjer, að hann var óvenjulegt afbragð annara manna, það sjest bezt á því, að Jeremy Bent- bam fól honum, meðan hann var enn á unglings- aldri, að búa undir prentun annað eins verk eins og «IIationaIe of Judicial. Evidence» (meg- inreglur um sannanir i rjettarfari), 0g að rita skýringar og athugasemdir við það. Kit þetta kom ut 1827, og er þar í ið fyrsta ritverk John Stuart Mill’s, sem vakti almenna eftirtekt á sjer, enda ljet Bentham i Ijósi, að hann væri mjög ánægður með það, hversu ÁIill hafði leyst verk sitt af hendi. Áíeðan MíII vann að þessu vaudaverki, vamækti hann þó als ekki aðrar fræðigreinir. 1824 hafði hann orðið einn inn helzti meðlimur í «málfunda-fjelagi Lundúnaborgar», en það var «eitt ið merkilegasta fjelag ungra gáfu-manna, er komu saman til að temja sjer andlegar hólm- göngur». Að Mill varð einn helzti maður í tjelagi þessu og aíbragð annara, það átti hann ekki svo rojög að þakka neinni sjerlegri mælsku- gátu, heldur miklu fremur þekkingu sinni og fióöleik og því, hve skarplega hann hugsaði. 8álega samtíða haföi hann gjöizt meðlimur í cöiu fjelagi, er stofnað var til heimspekilegra afinga. Furdir þess fjelags voru haldnir snemma á moigr.ana, því fjelagsmenn voru allir bundr.ir skiilstcfu-slöilum á dagir.n. AukJchn Millsvciu {eii í Ijelagi þessu: Giote. K< tv.ck 13

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.