Skuld - 24.02.1882, Blaðsíða 3

Skuld - 24.02.1882, Blaðsíða 3
15 í sjálfu sjer rangt, að veita af landssjóði styrk útlendum mönnum til að ferðast um önnur lönd; en þó var auðheyrt á þinginu, jafnvel á ræðum Gríms Bessastaða-bónda (Alþ tíð. II, 217. bls. og víðar), að þingið liefði ekki haft á móti að samþykkja brúkun þessa fjár, þótt það væri óánægt með hana, ef nokkur minnsta skýrsla hefði legið fyrir frá Fejlberg um árangur ferðar lians eða nokkur merki þess, að ferðin hefði verið gjör í íslands þaríir. Nú er það líklegt að sú skýrsla, er Fejlberg heflr gefið um ferð sína og óprentuð var er síðasta þing bafði málið til meðferðar, verði komin út fyrir næsta þing, og er engin ástæða til að efa, að það þing muni þá veita upphæð- ina með aukafjárveiting. petta þurfti því engin ástæða að vera fyrir ráðgjafann til, að fá konung til að synja reikn- ingslögunum staðfestingar. J?ví það var full- Ijóst af umræðunum á þingi, að það var ekki tilgangur þingsins að gjöra ábyrgð gildandi á hendur ráðgjafa fyrir fjárbrúkun þessa, heldur hitt, að knýja ráðgjafann til, að koma fram með skil fyrir því, að ferðin hefði í raun og vern verið í íslands parfir. Hafi liún verið það, á ráðgjafanum að vera innan-handar að sýna það. En um það lá ekkert fyrir síðasta þingi. »ísafold» (IX, 2) virðist bera kvíðboga fyrir því, að «þeir, sem á alþingi í sumar hjeldu því fram, að þær breytingar væru gjörðar við nefnt frumvarp, sem nú háfa valdið því, að það náði eigi samþykki (o; staðfestingu) konungs» muni eiga örðugt með að <■ sj;í þó ráð til þess, að það verði landinu til hags og þinginu til virðingar að tillögur þeirra voru samþyktar». |>ingið hefir enga ástæðu til annars, en að halda fast fram því sama næst, sem á síðasta þiugi; stjórnin hefir enga ástæðu til að hafa á móti að koma fram með skírteini, er þá skorti, um ferð Fejlbergs. En það er auðsjáanlega hagur landsins, að þingið neyði stjórnina til að gjöra glöggva grein á ástæðmn til hverrar brúkunar, sem er, á landsfje. Vjer vonum því, að þetta ágreiningsatriði liverfi á næsta þingi ,1 þann hátt, sem bæði sje landinu til hags og þinginu til sóma. Og þetta hefði eins orðið, þótt lögin hefðu verið staðfest nú. Hitt virðist oss eng- inn sjerlegur sómi fyrir konung vorn nje stjórn hans, að synja reikningslögunum alveg ástæðu- laust um staðfesting. Og það mun ráðgjafa vor- um hentast, að bjóða ekki alþingi of mikið af slikum tillögum sem í þessu máli; annars er hætt við, að hann spilli því samkomulagi, sem hingað til hefir verið milli stjórnar og þings, og er hætt við, að þingið geti orðið honum þá ó- þægt í vöfum. (Niðurlag næst). Brjefkafli um heiðiirslanii. pegar jeg var seinast á - ferð um Borgarfjarðars-ýslu, datt mjer í lmg að fara um á svo nefndum Yatnsliömrum, par jeg hafði sjeð í Stjórnartíðindum pett- að ár, að Jóni bónda jtar liöfðu verið veitt lieiðurslaun úr Ivonungssjóði, 160 kr. Nú kom jeg á nefndan stað, og leist mjer j)á ekki á verðleikablikuna, er par dró upp fyrir mjer; hús öll lítilfiörleg, baðstofan bygð á þrepi, ekki yíir 5 álna breið, og virtist að vera 4. ál. frá gólfi til mænis, og lítil hola í vesturenda, sem bóndinn mun nefna „kjallara'1; lengdin á j)essu í- veruhúsi verður frá 10—12. álna. jjetta er j)ó bezta liúsið, sem jeg sá á bænum. Síjettur eru þar talsverðar að víðáttu, en engan veginn vel gjörðar. Skurð sá jeg jjar fyrir neðan túnið, sem vissi ofan að svo kölluðu Yatnshamra-vatni, jjar sem hafði áður verið góður vísir til æðarvarps’, jiegar Jón bóndi kom að jörð Jmssari, en er nú sagt eyðilagt. Mjer virtist skurður sá ekki utan nafnið eitt. Nú fór jeg að hugsa, hvernig á Jjví stæði, að pessi maður hefði fengið heiðurs- laun, par sem jeg hjelt að síík verk mundu ekki komast j)ar að, en gat með engu móti áttað mig á j)ví. Sama daginn hitti jeg tvo menn úr sama lirépp, og af jtvi jiessi gáta var ó- ráðin tyrir mjer, l'ór jeg að spyrja j)á. hverninn stæði á, að bóndi jtessi liefði feng- ið áminzt verðlaun, og sögðust jreir ekki vita annað um j>að. en j»að, sem hjer væri í mæli, að sýslumaður hefði sýnt óvanaleg- an dugnað i meðmælum með Jóni, og II. Kr. Friðriksson, með j)au í höndum, hafi framið jetta krafta-verk. j>etta mun nú ekki utan munnmæli, eins og mennirnir sögðu, en hvernig j)essu hefur verið komið í gang, skil jeg enn ekki. Enginn getur álasað landshöfðingja J)ó hann veitti eða úthlutaði J)essu fje, J)ví J)ar hefur hann farið eftir annara sögum, en slíkar ský’rs'lur og meðmæli eru lítils virði, og verða að lcoma af of lítilli sannleiksást, og sljóskygni fyrir framför jjóðarinnar, eður sjerstöku Jjeklungarleysi á verklegum störfum og J)að ætla jeg heldur sje, enda bryddir á J)ví, að sumir okkar svo köllnðu lærðu menn hafa ranga ímyndun um sjálfa sig, er þeir halda sig hafa alla verklega jekkingu. j>að væri óskandi, að skýrslur og meðmæli, sem koma fram með smámunasömum verðlaunabeið- endum, væru rjettar og góðar, svo að menn sannfærðust um, að verðlaun væru veitt að verðleikum. (Aðs.) Um lífsábyrgo. pað hefir lengi verið sagt um oss íslend- inga, og því er verr, að það er satt, að vjer sök- mn fjarlægðar vorrar frá öðrum. þjóðum vissum lítið um það, er fram færi hjá þeim. Vjer þekkjum þannig lítið til inna ýtnsu stofnana þeirra, er vjer gætum haft svo tnikil not af, ef vjer þekktum þær, anriað hvort meö því að taka þátt í þeirn, eða koma áþekkum stofnunum á fót hjá oss, sem auðvitað er, að betra væri, ef þess væri kostur. Vjer megum því vera þakklátir þeim mönnum, er fræða oss um þessar stofnanir. Inti nýji ritstjóri ísafoldar hefir nú í 1. blaði hennar þ. á. í ritgjörð nokkurri, er hefir þá yfirskrift: «Lífsábyrgð og Lífeyrir>•, 1) Hólmi lítill, en fallegur, með livönn alþakinn, ligg- ur i fyrnefndu vatni og ntunu hirðumenn segja, að ekki sje verðlaunavert að eyðilegga varpið í honum. sem nú er búið. viljað fræða lesendur sína á því, hvernig lífs- ábyrgðar-stofnunum yfir höfuð væri varið, og hvílík not menn gætu baft af þeim; en því verr og miður finnst mjer ritgjörð þessi mjög ljettvæg, annars skal jeg fúslega játa það, að jeg skil víða ekkerl í henni, en það er ekki til neins fyrir mig, að tala hjer meira um það. Höfundurinn segir, að gagn það, er þessar lífs— ábyrgðar-stofnanir gjöri, sje svo almentit viður- kennt, að þær hafi verið settar á fót víða um lönd að opinberri tilhlutun, og mun þetta með öllu rjett hermt, en hann álítur samt, að þess sje eigi að vænta, að lífsábyrgðarstofnun kom- ist á að sinni hjer á landi, og kemur það sjálf- se.gt til af því, að hann heldur, að þess muni verða nokkuð að bíða, að alþingismenn vorir verði svo hyggnir, að þeir sjái g’agn því likrar stofnunar, því það væri syud, að ætla höfund- inu-m það, að hann hugsi, að stjórnin eigi tmtndi samþykkja svo nytsamt lagaboð, ef það kæmi frá þínginit. En á meðan eugin lífs- ábyrgðarstofnun kemst á bjer á landi, ráðleggur hann oss, að nota hefzt dönsku lífsábyrgðar- og umönnunar(!!!)-stofnunina frá 1871, og ástæður hans hjer fyrir eru þessar; 1., að viðsldfti vor við hana mundu verða hcegri en við slíkar stofnanir í öðrurn ríkjum. En ef þessi ástæða væri sönn, þá ættum vjer heldur að hafa verzlunarskifti við Dani en menn í öðrum ríkjum, svo sem Englendinga, af því viðskifti vor við Dani væru hægri en við aðrar þjóðir; en jeg held, að nrenn sjeu nú farnir að sjá, að það rnuni vera all eins gott fyrir landsmenn, að hafa verzlunarviðskifti við Englendinga, sem Dani. 2., að trygging sv, er lífsábyrgðarstofnunin í Kaupmannahöfn hufi, sje aldeiHs óyggjandi, pví bœði eigi hún mikinn sjóð, og líka ábyrgist ríkissjóðurinn skuldbindingar hennar. En hvað varðar oss um það, hvort stofnun þessi á mik- inn sjóð eður ekki; það gefur henni fullkomlega næga tryggingu, að ríkissjóðurinn ábyrgist skuld- bindingar hennar; höfundurinn játar sjálfur, sem fyr er sagt, að lífsábvrgðarstofnanir hafi verið settar á fót víða um lönd að opinberri tilhlutun; munu nú ekki ríkissjóðir þessara lánda gefa alt; eins tryggjandi ábyrgð, sem rík- issjóður Dana? eða á hverju veit höfundurinn, að þeir eigi gjöra það? 3., að tillögin til dönsku lílsríbyrgðarstafn- unnrinnar sje.u svo lág, sem pdu gcta verið, mtð pví nð puu sjeu reiknuð svn út, eftir manndauða i Durimörku, að stofnunin hafi cngan hagnað. Jeg vil nú trúa því, að þctta sje satt, en þessi ástæða er einkisvirði, því höfundurinn segir strax á eftir, að snmar lífsábyrgðarstofnanir gefi mönnum betri kjör en in danska, því þær geti staðið sig viö það, þar sem annaðhvort rentan er hærri (t. d. í Am- eríku) en í Danmörku, eða þá manndauðinn minni. Yjer værum nú í sannleika miklir heimskingjar, ef vjer ekki vildum sitja við þaun eldinn, sem bezt brennur, og nota einhverja þá lífsábyrgðarstofnun, sem gæfi oss betri kjör en in danska ; en böfundurinn heldur að pað sje nœsta óvíst, að íslenzkir menn fengju aðgang að peim; það væri þó merkilegt; af hverju veit höfundurinn þetta? als engu; hann segir þetta

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.