Skuld - 19.04.1882, Blaðsíða 2
30
inn í her Austurríkismanna. Nú í haust fóru
Austurríkismenn þ<5 að færa sig upp á skaftið
og vildu skylda þjóðir þessar til landvarnar og
láta þá þjóna í her Austurríkis. |>essu undu
allir jafnilla, bæði kristnir og Tyrkja-trúar-menn,
enda andmæltu T.yrkir rjetti Austurríkismanna
til þvílíks tiltækis. Við þessa óánægju bættist
nú rígur sá og óvild, er jafnan lifir milli slaf-
neskra þjóða á aðra hlið og þýðverskra á hina.
Róa Rússar þar undir, því að þeir eru voldug-
ust þjóð slafnesk, og vilja þeir að allar slafnesk-
ar þjóðir slái sjer saman, sumpart gangi á
Rússa vald, en myndi sumpart sjálfstæð slaf-
nesk ríki, en Rússar hafi forustu fyrir sam-
bandi allra slafneskra ríkja. Er þar stutt af að
segja, að af þessum tildrðgum öllum varð upp-
reist í Bosníu, Herzegowina og Dalmatíu. Vildu
Austurríkisblöð og stjómin þar í landi leyna
því fyrst, að svo væri; kváðu vera stigamanna-
flokka nokkra, almenna illræðismenn og spill-
virkja, er gjörðu lítilsháttar óskunda af sjer,
sem títt er í þessum löndum; hefði þetta ekk-
ert að þýða og væri nokkrir hermenn sendir
af stað til að handsama þá og hirta. En svo
eru liðnar vikur og jafnvel mánuðir, að sífelt
aukast óeirðirnar, og hafa menn fyrir satt, að
Austurríkismenn hafi nú25til'30 þúsundir her-
liðs undir vopnum þar suður frá, en þó hefir
þeim enn eigi tekizt að bæla þessa uppreist.
Mörgum stendur stuggur af þessu, því eigi hafa
þeir neistar stærri verið með fyrsta, er stund-
um áður hafa blásizt upp í það bál, er logað
hefir um allan Balkanskaga, svo að fullnógur
vermir hefir þótt af verða víðar út um Norður-
álfu.
Frakkland. £að kom mörgum á fiatt,
hve skamma stund Gambetta var við völd sem
ráðherra, og gjörðu afturhaldsblöð hvervetna
um lönd mikið veður af því, að auðsætt væri á
þessu, að gengi Gambetta væri nú þrotið. þ>ó
hefir sú reynd eigi á orðið. J>ykjast nú marg-
ir skilja á eftir, að Gambetta hafi sjálfur með
vilja þreytt kapp við þingið um lista-kosning-
arnar svo mjög sem hann gjörði, til þess að fá
átyllu til að sleppa sem fyrst úr ráðherrasæti
því, er hann settist mjög nauðugur í og hafði
smeygt sjer hjá að setjast í svo lengi sem kost
ur var á. Meðan hann var forseti þingsins og
ráðaneytið skipað vinum hans, var hann sá maður,
er mestu rjeð í Frakklandi, og þótt af og til
yrði ráðgjafaskipti, þá kom hann jafnan að öðrum
af sínum vinum í staðinn og hafði því in sömu
ráð eftir sem áður, því ekkert það ráðaneyti
getur í sessi setið á Frakklandi, er hann snýst
á móti. Hann er eins og með þegjandi sam-
þykki allra álitinn sjálfsagður forseta-efni, þá er
Grevy fer frá völdum. fótti honum því, sem
var, að ráðherratign gæti engu við völd sín
aukið, en fremur orðið sjar hættuleg, ef þingið
snerist móti ráðaneytinu í einhverju einu mik-
ilsverðu máli, svo að hann yrði frá að fara.
Og því var mikið á hættu fyrir hann að slíta
áliti sínu sem ráðgjafi. fykjast nú flestir skilja
að hann hafi sætt færi að sleppa úr þessari vanda-
stöðu, áður en meir gránuðu leikar. Enda þykir
þess vart orðið, að hann muni nú þegar hafa
in sömu áhrif á þjóð sína sem áður, svo eru og
þeir ráögjafar, er eftir hann komu
og fylgismenn.
Frá Japan er þess að geta, aö Mikadóinn
hefir nú gjört þar mikla stjórnarbót. — £ess má
geta hjer, að í Japan hefir lengst verið óbundin
einvaldsstjórn; rjeðu lengst um tveir höfðingjar
fyrir ríkinu, annar var Mikaros eða Mikadó
uefndur og var æzti prestur og andlegur yfir-
höfðingi þjóðarinnar, hann stýrði og dómsvaldi
og var tignaður sem goð væri; hann sat í borg-
inni Miakó. Hiun nefndist Taikún og sat í
Jeddó (dsjeddó). Stýrði hann fjármálum og her-
málum. 1867 varð stjórnarbylting þar í landi;
var Taikúninn frá völdum settur, en allir höfð-
ingjar gengu undir vald Míkadósins, sem varð
einvaldur keisari í landinu. fessi Mikadó var
inn mesti framfaramaður og sneið alt að hátt-
um Norðurálfumanna. Englar og Rússar höfðu
lengi reynt að ná fótfestu í landinu, en tókst
eigi. En Bandaríkjamönnum (Norður-Ameríku)
tókst það, og má þeirra áhrifum þakka þá
framför, sem þar í landi er orðin. Nú eru
þar lagðar 14 danskar mílur af járnbrautum og
am 380 mílur af málþráðarlínum. 1872 var
skiþulagi komið á skólamál landsins; er land-
inu; skipt í 8 skólahjeröð með 1 háskóla og 32
meðalskólum; auk þessa eru 210 æðri skólar og
53,760 barnaskólar. Kennarar við ina æðri
skóla eru flestir Bandaríkjamenn og nokkrir
pjóðverjar og aðrir Norðurálfumenn. 1875 leiddi
Mikadóinn inn þingstjórn, löggjafarþing í 2 mál-
stofum; eu varð að taka þetta stjórnarfyrir-
komulag aftur af, með því að þjóðin var þá eigi
svo upp frædd, að hún væri því vaxin. Nú
hefir hann af nýju gefið stjórnarskrá, er gjörir
stjórnina þingbundna, en eigi nær stjórnarskrá
þessi gildi fyrri en 1890. Hefir Mikadóinn gef-
ið út auglýsing til þegna sinna, brýnt fyrir
þeim, að bíða þolinmóðir til 1890 og nota vel
tímann til að uppfræða sig og búa sig undir að
kunna að fara með frelsi sitt.
Frá Ameríku er þess helzt að geta, að
Kyrrahafs-járnbrautin syðri (Kansas-Pacific) er
nú fullgjör. — Byrjað er nú fyrir alvöru á
sjálfum síkis-greftinum gegn um Panamaeiðið
(uudirbúningsstörfin stóðu hátt á aunað ár),
og er talið að verkinu muni lokið verða
1892.
Auglýsing
um burðareyri fyrir póstsendiugar.
I. Iuuanlands.
A. Brjefsendingar:
1. Almenn brjef: fyrir allt að 3 kvinta þunga.....................lOaur.
fyrir 3—25 — — ....................... 20 —
25—50 — — ....................... 30 —
Fyrir ófrímerkt eða ónóglega frímerkt brjef greiðist tvöfaldur burðareyrir.
2. Brjefspjöld...........................................................
3. Krossbandssendingar skal ávallt borga uudir fyrir fram; þær mega vega
allt að 5 pd., og burðargjaldið er fyrir hver 10 kv. eða minna . . . . 3_
4. Meðmælingargjald á sendingunum í 1.—3. tölul., fyrir hverja seuding . 20 —
5. Undir peningabrjef eða verðbrjef er borgað eptir vigt eins og almenn
brjef (1. tölul.), og í ábyrgðargjald að auki eptir verðupphæð þeirri, er
utan á brjefinu stendur, fyrir hverjar 100 kr. eða minna . , 5__
B. Böggulsendingar:
1. með landspústunum mega eigi vega yfir 5 pd.; burðareyrir fyrir hvert
pund eða rainna......................................................
2. Með strandferða-póstskipunum mega bögglar vega allt að 10 pd. (ef eigi
þarf að senda þá neitt yfir land); burðareyrir fyrir hvert pd. eða minna er 10 —
Sje verð tilgreint á böggulsending, hvort holdur send er á sjó eða landi
greiðist í ábyrgðargjald fyrir hverjar 100 kr. eða minna.....5_____
II. Milli íslauds og Dainnerkur.
A. Brjefsendingar:
1. Almenn brjef: fyrir allt að 3 kvinta þunga...................16 —
— 3—25 — — ....................30 —
> — 25—50 — — ..................... 50 —
2. Brjefspjöld.........................................................
3. Krossbandssendingar : allt að 25 kv..........................16_____
25-50 — i...............................25 —
4. Meðmœlingargjald (fyrir hverja sending)......................16 —
5. Veningabrjef eptir vigt, sem að ofan (l.tölul.); þar að auki ábyrgðargjald
eptir tilgreindu verði, fyrir hverjar 200 kr. eða minna......25 —
Böggulsendingar mega vega allt að 10 pd. Burðareyrir greiðist með
25 a. aðalgjaldi fyrir hvern böggul og að auki fyrir hvert pund eða minna af
vigt böggulsins.........................................................
Ábyrgð eptir tilgreindri verðupphæð: fyrir hverjar 200 kr. eða minna ... 25 —
C. P ó s t á v í s u n 11 m getur pósthúsið í Reykjavík skipzt á við öll pósthús í
Danmörk; milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar mega póstávísanirnar ekki
hærri vera en 200 kr., og railli Reykjavíkur og annara staða í Danmörku
hans vinir