Skuld - 29.06.1882, Side 4

Skuld - 29.06.1882, Side 4
60 «hlunna» f. «hlauna». Bls. 127 1. 6: «fjörgín- ar» f. «Fjörgynjar». Bls. 138 1. 4: «fleinatír» f. «fleinatýr■. J>ctta er eigi annað en lítið sýnishorn af rjettrituninni; söniu orð í sömu merkingu eru víða skrifuð ólíkum stöfum, og ýmist eru skrifaðir grannir raddstafir eða breiðir á undan ng og nk. Meðal inna nýjari bóka þekki jeg enga jafnilia úr garði gerða að staf- setningu sem kvæðabók þessa. Sjálf eru kvæðin fyllilega þess verð, að þau komi fyrir alwebnings sjónir, og sum ágæt í sinni röð. Hjálmari mætti líkja við gimstein, er ávalt lá í sorpi. Mönnum þótti steinninn eigi fagur, og gáfu honum engan gaum; en er hann var brotinn sundur, sáu menn, að hann hafði verið in mesta gersemi. Svipað þessu má segja um marga afbragðsmenn vora; oft hefir þeim eigi verið veitt eftirtekt, og þeir hafa veslast upp í fjeleysi og menningarleysi. Óskandi væri, að útgefendur Hjálmars kvæða tæki nú rögg á sig og gæfi út framhald þeirra sem allra fyrst, og vonaudi er, að sá hluturinn verði betur af hendi leystur að inum ytra frá- gangi. jj>ótt höfundurinn væri alþýðumaður og alþýða kaupi einkum bokina, er það skylda út- gefandanna að sjá um aö útgáfan verði stór- lýtalaus, því að sízt munu þeir hugsa á sömu leið og pokapresturinn, er kvað «eigi vandskírð fátækra manna börn». Karlsson í Garðshorni. U m b r ú u n E 11 i o a á n n a. í fyrsta tölublaði þjóðólfs þ. árs er grein með yfirskrift «£liiðaárnar». Jeg skal nú ekki fara langt út í það, hvað vel ritstjórninni hefir tekizt að skipta um rjetti á borðum hjá lesendum sínum, en ekki er ólíklegt að Horn- strandabúum og fleirum hafi þótt nóg komið al hinni hlið Elliðaáamálanna. Grein þessi virðist að vera rituð án grund- aðrar nærgætni og þekkingar á málefninu, og kringumstæðum þess. Allar aðalástæður, sem eiga að vera hrífandi, eru fram settar iíkast þvf þegar barn fleygir roði á glæður. Ritstjóri segir, að fyrir nokkrum árum hafi gamall mað- ur frá Ártúni vaðið árnar, tekið sótt og dáið af'. Ekki veit hann nánar að tímasetja þetta; jeg skal fræða hann um að þetta var snemma í Maí 1866, eða þegar sýslunefndirnar voru tæplega ársgamlar. Góð er sú ástæðan. Á þeirri næstu stendur eins, hann veit ekki, hvort ungmennin voru 2eða 3, sem drukknuðu í Kópa- vogslæk, þekkir ekki heldur ár nje dag. Jeg skal fræða hann á því, að þetta skeði 1. Marz 1874 og að ungmennin voru 2, sem bana biðu. þúi var «£jóðólfur» svo merkilegur, að hann gat um slys. J>á veit hann ekki dag, en líklega ár, þegar stúlkan druknaði í Arnarneslæk. pað skeði n. 1. síðastl. þ>orláksmessu-kveld og var svo fáheyrt og hörmulegt slys, að vel hefði mátt geta þess á annan hátt, en snara því fram sem ákæru móti sýslunefndinni. — Hvað koma svo þessi slys málinu við ? Ekki ið minnsta, því að þau skeðu nær upptökum en ósi. En sýsluvegurinn liggur yfir báða lækina þar. sem sjór og vatn mætist. Ritstj. «|>jóðólfs» veit þó víst svo mikið, að það er ekki rjett að 1) Hefji pjóðólfur fært árstíðaskrá yfir þá, sem drukknað hefðu í Elliðaánum, það hefði verið áötæða. heimta af neinum einstökum eða neinu stjórn- arvaldi að gera það, sera þeir ekki hafa neina heimild til að gera. Sýslunefndir hafa enga heim- ild til að brúa ár eða læki fyrir einstök heimili nema á sýsluvegum sje, eða svo nærri þeim, að alment verði notað. En hvað áætlun fyrir kostnaði við brúar- gerðirnar snertir, þá er hann næsta óákveðinn, þar sem það veltur á 12—1600 kr. eða jaf'nvel 2000 kr., enda mun þessi áætlun ekki gerð af verkfróðum mönnum. 1 því efni hefur líka reynslan sýnt að áætlanir ná stundum skamt. Jeg er ritstj. samdóma um það, að menu geti vel sparað við sig spritt og fieira, t. a. m. kaup á ljelegum blöðum og bókum, sem fátt hafa nýtilegt að færa, en eru með framm upp- fyllt at' prentvillum og mishermi. [Niðurlag næst.J F r j e t t i r. — Hafísiun. Með norksa gufuskipinu «Hillo- vaag», sem kom hingað eítir miðjan dag 24. þ. m. frá Eskifirði (hafði f'arið þaðan að morgni 22. þ. m,) frjettist að alíslaust hefði orðið veriö eystra. Norska gufusk. «Adria», sem hjeðan fór austur, var komið fyrir fám dögum þá með heilu og höldnu á Seyðisfjörð. «Camoens» kom í dag (27. þ. m.) og kvað eigi komizt hafa nema aö Langanesi fyrir ísi (átti að tara norður um), þar var allt fullt f'yrir af ís. «Valdemar» korn 22. þ. m. hingað aftur að vestan; , haföi að eins komizt að Horni og legiö þar nokkra daga viö ísinn. — Eskii'irði 17. júuí: «Tfðindi eru fá góö hjeðan af austurlandi. Veörátta fjarska köld; skepnufellir nokkur, samt ekki mjög mikill hjer um pláz. Frakkar hafa gengið af skipi í ís, en íslendingar bjargað skipinu heilu og höidnu rnn á Jakobsvog við Búlandsues, og verður það selt nú þann 21. þ. m. — Danir, er ráönir voru með skipi Kohlers & Co., til að fylgja iuum nýju fyrirmælum stjórnaiinnar, gengu af skipi sínu í ís undan Gvöndarnesi (mifli Fá- skiúösfjarðar og Stöðvarfj.) og kornust á bát sínum lif lands. tíkipið var heilt og ekki ó- liklegt að þaö kunni að laudi aö bera suðui með. Enn geugu Danir af skipi utan við Vatt- arnestanga (milli Reyðarfj. og Fáskr.fj.) í ís; og er þaö skip rekiö upp á sker utan við And- ey (í Fáskrúðslirði); er þar líklega íit til bjarg- ar. Danir þessir ætluðu að sögn að stunda hjer síldarveiöi í sumar. — Róstskipin hata enn ekki komið hjer inn; þau sáust hjer úti fyrir Reyöarfirði fyrir skömmu; en eigi fengu þau þann dag að landi komist; en bœði (lugin fyrir og ef'tir mátti komast inn á lieyð- arjjörð. þ>aö er hart að skipin, sem hlotið hafa að sjá, hve íslítiö var oröið', skyldi ekki bíða svo mikið sem daglangt, því síður meira hjer fyrir utan, þar sem þau ekkert gagn gjöra þó meðhringsóli sínu tilReykjavíkur aftur þaðan sem þau kornu, meðan alt er fult fyrir Norðurlandi svo þau komast þangað eigi». — Möðruvallaskólinn. Ljótt er að heyra frjettir af þeim skóla nú. Filtar þykjast eiga þar við svo ilt að búa (svelti, pretti og sóðaskap af brytans hendi; sóðaskap, harðræði og hlut- 1) pað sást gjörla af skipunum. Hr. Tryggvi Gunn- arsson sagði oss, að ís hefði að eins legið á fjörðunum og væri auðsjáanlega að eins um fáa daga að gjöra, að pá lönaði út ísinn. Ritstj. drægni af skólastjóra hendi), að allir lœrisveinar hafa sagt sig úr skóla að afloknu prófi í vor. Allir, sem máls þessa minnast í brjefum til vor, kenna skólastjóra (og bryta) þetta. Er alþýða manna öll norður þar mjög œf við herra Jón Hjaltalín; telja það sýnast að hann gjöri út af við þessa stofnun, sem menn hafa svo miklar mætur á. Merkir menn skrifa oss, að «ekkert sje nú það mál norðan lands og austan, er veki annan eins áhuga og gremju.» Vjer höfum fengið ýtarlega skýrsln um þetta mál með skil- ríkjum, og munum vjer birta hana næst. — Vestmaimaeyjum, 24. júní: «Heilsa manna allgóð; þó gengur hjer talsvert kvef og kvefsótt, mest í börnum; mislingarnireru ókomnir hiugað enn; en komnir eru þeir um alla Rang- árvallasýslu, og má því búast við þeim þá og þegar, því að daglega eru ferðir þaðan hingað. Vöruverð á ísl. vöru er hjer þannig nú: salt- fiskur 65 kr.; harðfiskur 70 kr.; ull hvít 70 a.; mislit 50 au.; tólg 38 au.; lundafiður 80 au.; þorskalýsi hrátt 2 kr. 50 au. kúturinn; soðið þorskal. 1 kr. 60 au.; hákarlslifur 20 kr. 15 kút- ar; sundmagi 70 au; langa söltuð og hert 55 kr. Ctr. vara: rúgur 22 kr. 200 pd.; mjöl 24 kr. 200 pd. án sekks; bankabygg 30 kr. tunnan ; baunir 26 kr.; grjón 26—28 kr. 200 pd.; kaffi 55—50 au. í sekkjum; kandis 50—45 au. í kössum ; hvítsykur 45—40 au. í toppum ; rulla 2,20; rjól 1,50; brvín 0,90; ol'nkol 5 kr. skpd.; salt, 5,75 tunnan; hrátjara 32 kr. kjagginn.» t Fyrrum amtmaður Kristján Kristjánsson andaðist 13. f. m. 75 ára gamall («Fróði»). f Meðal þeirra, er látizt hafa hjer í bænum síðustu daga, viljum vjer sjerstaklega nafngreina Margrjeti Jörginsdóttnr, húsfreyju Einars prent- ara J>órðarsonar, 29 ára að aldri; hún var gáf- uð kona og vél að sjer, stjórnsöm húsfreyja, ástrík eiginkona og móðir. |>eim hjónum varð 2 barna auðið, sem bæði eru á lífi. Herra Einar pórðarson er nú í 3. sinni ekkjumaður; hafði áður í þessum inánuði mist sonsinn (eftir 1. hjónabatid). Margrjet húsfreyja andaðist aðfararnótt 25. þ. m. úr lungnabólgu (upp úr mislingum). — S. d. andaðist verzlunarmaður Hendrik Siemsen, nær bálf-fertugur að aldri. An^lýsingar Eitt af inum beztu og Areiðanlegustu verzlunarhúsum í Leith á Skotlandi leyfir sjor aS tilkynna íslending- um, að peir eru viljugir að seija bæði fisk, ull og lýsi cður aðrar íslenzkar vörur við pví hæsta verði, sem fæst á inum enzka markaði, fyrir venjuleg ómakslann (Commission). Andvirðið sendist aftur í peningum eður víxlbrjefum, sem borgast á Skotlandi eður í Kaupmanna- höfn eftir pví, som viðskiptamcnn óska, oður vörum, scm þeir geta tiltekið. Adressa: Messrs Oillespie & Cathcart, Bernard Street, Leith. Kaupmaður porlákur Ó. Johnson hefur viðskipti við pessa lsaupmenn, og gefur hverjum, sem óska, nákvæm- ari upplýsingar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: J ó n Ólafsson, alþingismaður. Prentuð hjá Einari pórðarsyni á hans kostnað. Næsta blað eftir 3 daga.

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.