Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 1
Arg., 32 nr., kostar 3kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einarsprentara pórðarsonar. Eftir að 3/4 árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. 1882. Afgreiðslustofa í prent- smiðju Einars pórðarsonar. Ritstjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. Reykjavík, Laugardaginn 22. júlí. Nr. 158. V. árg. 6 ó k m e n t i r. [,,Verðandi“. — Niðurlag]. [>á eigum vjer eftir þann höfundinn í «Verðandi», sem síðastur stendur á titilblaðinu 0g yngstur er "allra postulanna» — Hannes Hafstein. Vjer höfum aldrei með jafn-mikilli gleði getið um ritverl; íslenzks skálds, sem nú um það, sem Hannes á í «Verðandi». þ>að er engan veginn af þvr, að vjer viljum gjöra lítið úr vorum viðurkendu eldri skáldum eða af því oss detti í hug að taka Hannes fram yfir þá Langt frá því! Oss dettur enginn slíkur mann- jöfnuður eða samanburður í hug; og engum væri rangara til gjört með því en Hannesi, að bera hann, 19 ára gamlan, saman við fullþrosk- uð og viðurkend skáld. En þegar vjer göngum að nýrri bók, nýju skáldverki frá hendi inna þjóðkunnu skálda, þá vitum vjer fyrirfram, að vjer eigum von á einhverju, sem þeim er sam- boðið og vænta má af þeim. Hversu vel sem sem þeim tekst, þá kemur það eigi á óvörum. En þegar byrjandi skáld knýr oss til aðdáunar, þá verður gleðin yfir verki hans tvöföld, af því að hún er óvæntari — af því að maður gat eigi gjört eins miklar kröfur til hans. pað er þetta, sem gleður oss, að Hannes fer þegar í stað langt fram yfir allar þær vonir, sem mað- ur hefði mátt gjöra sjer um byrjanda, ekki sízt ■byrjanda á hans aldri. Vjer sýnum engum ó- rjettlæti í því, þótt vjer segjum, að aldrei hafi neinn höfundur hjá oss komið fram svo þrosk- aður sem hann á jafn-ungum aldri; enda munu teljandi vera þeir höfundar hjá oss, er hafa komið svo ungir fram fyrir almennings-augu; vjer munum að eins eftir einum, sem vjer af vissum ástæðum hirðum eigi að nefna; en hann varð að eins barn hjá Hannesi. J>að er kunnugt, að fiestöll ljóðskáld byrja á því, einkum á 17 til 20 ára aldrinum, að kveða um «ást», sem brást» og ríma saman «harm» við «barm» og «bál» við «tál»; þeir eru leiðir á lífinu, áður en þeir eru byrjaðir að lifa það fyrir alvöru — í stuttu máli: þeir jiafa lesið Heine og Byron, og eru ekki búnir að melta þá, en sýkjast á meðan, eins og menn gjöra af öllu meltingarleysi, og þessi barnasjúk- ur skáldanna er það, sem kallað hefur verið þeirra «weltschmerz*~ tímabil, fað munu fiest skáld kannast við þetta tímabil; þeir munu fiestir hafa fengið þennan barnasjúkdóm um lengri eða skemri tíroa. þ>að eru að eins ör- fáar sálir svo hraustbygðar, að þær sleppi al- veg við hann. Hannes Hafsteinn er einn af þessum fáu. Hans heilbrigða og sjálfstæða sál hefir í fjörugu hlaupi stokkið það dý, sem vjer hinir höfum orðið að vaða. Yfir þessu gleðjumst vjer, er vjer heilsum framkomu Hannesar sem skálds. það hefir tíðkazt, enda alt fram að síðustu tímum, að skáld vor undantekningarlítið hafa að ósekju þózt mega misbjóða kverjum bragar- hætti, sem þeir hafa viljað undir kveða, sumir inir skeytingarminni eða hagmælskusneyddari (t. d. Grímur Thomsen) hafa og misboðið öllum áherzlureglum orðanna og eigi sint um eða jafnvel eigi virzt að þekkja stuðla og höfuð- stafi. Vor beztu nú lifandi skáld hafa þó gefið þessu alt öðruvísi gaum, heldur en jafnvel in beztu af vorum eldri skáldum, en þó helzt in síðari árin, og flestum hefir hælt við að syndga móti rjettum formreglum helzt frarnan af æfinni. f>etta er mjög eðlilegt og afsakanlegt, því að það er fyrst söngleg mentun, er skerpir tilfinning- una fyrir áherzlu og bragarhætti rjettum. En þessi mentun er ung í landinu. Vjer minn- umst vart að hafa sjeð eins vandað form fyrr hjá byrjandi skáldi, sem hjá Hannesi, og vjer gleðjumst yfir því og leggjum honum innilega á hjarta, að lítilsvirða aldrei formið, spara aldrei neitt til að fága og hefla , því að hann er auð- sjáanlega fær um það. Svo smekklegt orðaval og fagurt, og svo heflað form, sem er hjá Hannesi, er ekki vant að finnast hjá byrjendum; það er vant að vera ávöxtur margra ára æfingar. það er nú varla efamál, að Hannes, svo ungur sem hann er, hefir æfc sig talsvert við ljóðagerð, ef til vill tamið sjer að þýða, sem er ágætur skóli til að temja sig við að fá málið í vald sitt. En alt um það: hamingjan hefir gefið honum óvenju mikið í vöggu-gjöf, sem margir aðrir hafa þurft að vinna sjer með árum og æfingu. Vjer von- um að eins að hann láti sjer aldrei gleymast, að hversu mjög sem skáldskapar-^á/an er með- fædd náttúru-gjöf, þá er skáldskapurinn þó á- valt einnig list, og að öll list heimtar erfiði, hve vel sem náttúran hefir búið iðkandann úr garði. Fyrsta kvæðið, sem bókin byrjar á, er «Stormur» (eftir Hannes), og þekkja lesendur vorir það frá «Skuld», því að hún byrjaði ár- gang þennan með því. [>að er auðsætt, að Hannes í kvæði þessu heilsar nýrri stefnu, in- um nýja tíðaranda — anda ins síðasta hluta 19. aldarinnar; hann er það, sem hann jartegn- ar með storminum. Og þannig er þetta kvæði eins konar einkunnarorð fyrir allri bókinni og bendir í sömu átt sem nafnið, að höfundarnir telja sig til ins nýja skóla. — [>ar næst kem- ur kafii, sem H. hefir þýtt úr inu víðfræga leikriti Henr. lbsens «Brandi». Er þýðing sú mæta-vel gjörð, að miklu leyti afbragð; er hún ljósastur vottur um, hve orðhagur þýðandinn er og hvert vald hann hefir yfir máli og formi. — J>á kemur kvæða-kafli eftir Hannes á 60. til 68. bls. Er þar fyrst «Skarphjeðinn í brennunni» — afbragðsfagurt kvæði. Afbragðs- heppilega er valið af skáldinu að láta 4 mið- vísu-orðin í hverju erindi hafa 3-atkvæðahend- ingar, en það er sú tegund ríms, er þjóðverjar kalla «gleitend» (eiginl. rennandi eða smjúg- andi). Sá, sem sjeð hefir húsbruna, getur varla lesið þetta svo, að fallandinn minni hann ekki ó- 69 sjálfrátt á, hvernig glóðtungurnar sleikja sig eftir viðunum; manni finst eins eins og hann heyri snarka í bálinu. [>að er list fyrir sig, en list, sem er ómissandi lýrisku skáldi í eigin- legasta skilningi að kunna, að finna hátt, er svarar til efnis, og fallanda og hljóm í orðun- um, er hefir tilsvarandi áhrif á eyrað, eins og innihald orðanna á sálina. pað getur verið hljóðlist (musik) í málinu, þótt það sje lesið en eigi sungið. |>etta er list, sem Drachmanu t. d. kann ágæta-vel (sjá t. d. kvæðaflokkinn «Musik og Texter» í «Ungdom i Digt og Sang»); en ekkert meistarastykki þekkjum vjer í því efni, er jafnist við «The bells» eftir Edg. Poe. Hannes hefir þessa gáfu. Hún lýsir sjer bæði í «Skarp- hjeðni» og eins í kvæðinu «Sjóferð», er stóð í síðasta blaði «Skuldar.» Svo vjer komum til Skarphjeðins aftur, getum vjer ekki bundizt þess, að benda á galla, er oss þykir á vera stuðlasetning í kvæðinu, þar sem höf. setur báða stuðlana í síðara vísuorðið (af þeim tveim, er saman skulu hafa stuðla), t. d. «Hæfirei Hjeðni Vopnlausum vera» eða «|>ú skalt, brandur, | Vopn mjer vera.» Slík stuðlasetning á sjer engan stað í fornyrðalagi. (í «ljúflingslagi», sem svo er nefnt, kemur þetta fyrir, t. d. hjá sjora Vígfúsi í Stöð; en það mun eiginl. vera afbökun úr fornyrðalagi fyrst, þannig að 2 vísu- orð eru að einu gjör. En stuðlasetning þessi er jafn-óeðlileg fyrir því). — [>á er prýðilega þýtt fallegt kvæði eftir Drachmann. — þ>á er kvæðið «Gleði», sem oss þykir mæta fallegt, og ekki erum vjer svo skarpskygn, að geta leitt það út úr þessu kvæði (og nokkrum öðrum), eins og einn óþektur ritdómari hefir nýlega gjört, að Hannes hafi enga tilfinningu. Oss er þetta kvæði vottur ins gagnstæða. Sama þykir þeim ritdómara birtast í síðasta erindi næsta kvæðis: »Nei, smáfríð er hún ekki.» Einmitt síðasta erindið er það, sem ljósast ber vott um, að það er stílað af tilfinningu — fremur en öll hin, lýsandi erindin. f>ann ritdómara, sem ekki finnur það, skortir vafalaust einhver nauðsyn- leg skilyrði (t. d. erótíska reynslu) til að skilja þessa tilfinning. — «Lýsing» er gott smákvæði. «Endurminningar» eins. «Trygðrof» er snoturt, en ekki sjerlega frumlegt. «Ekkillinn •> þykir mörgum Reykjavíkur-sálum of «gróft» fyrir sín «fínu» eyru. Oss þykir það ágætt. Vjer sjáum ekkilinn fyrir augum vorum, eins og vjer hefðum þekt hann alla æfi; það er svona drjúg-montinn orðhákur, snikkari eða lagtækur að minnsta kosti, sætkendur, og norðlenzkur «sláttur» á manninum. þessar tvær ferskeytl- ur mála oss glöggva «týpíska» mynd. — Áður en vjer skiljumst við þennan kvæðaflokk, skul- um vjer að eins láta í ljósi, að oss er söknuð- ur að því, að finna þar ekki upp tekið kvæðið • Fuglar í búri», sem stóð í «Skuld» í vetur

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.