Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 2
70 er leið. |>að var svo ljdmandi fallegt, að það á skilið að geymast á varanlegri stað, en í dálkum blaðs. Sú frelsisþrá, sem lýsti sjer í því, var fullur vottur þess, að H. skortir ekki tilfinningu. — |>á er loksins eftir flokkurinn «Norður fjöll», ferðakvæði eftir Hannes. Eitt af þeim: «Sprettur» hefir áðurstaðið í «Skuld». fessi kvæði eru öll svo fögur, og hvert hefir svo mikið til síns ágætis, að vjer gefumst upp við að lýsa þeim, eða taka eitt fram fremur öðru. Vjer getum að eins sagt við lesandann: Lestu þau! Lestu þau ö 11! f>egar þú ert bú- inn að því, þurfum vjer ekki að biðja þig, að lesa þau á ný. f>að munt þú sjálfkrafa gjöra aftur og aftur! Vjer óskum að skáldið hefði ráð á, að vera oft á ferð og ferðast víða! Aldrei höfum vjer fyrr sjeð mann áHann- esar aldri byrja eins efnilega sem hann. Veiti það hamingjan að framhaldið megi svara til byrjunarinnar! Að endingu eitt orð! Að vjer fögnum «Verðandi» svo vel, er ekki af því, að vjer met- um ekki fyllilega vor eldri og viðurkendu skáld. f>að er engan veginn á þeirra kostnað, að vjer hælum því nýja. En «Verðandi» er vottur nýrrar stefnu — vottur þess, að vor upprenn- andi skáld eru börn samtíðar vorrar á Norður- löndum. f>að er heldur eigi svo, að vjer tök- um þessa stefnu fram yfir ina eldri. En vjer verðum að auðugri, er vjer fáum hana líka í skáldskap vorum og bdkmentum. Vjer erum eins og blómsturelskarinn, sem gleðst yfir að fá nýja tegund blóma í garðinn sinn, ekki fyrir það, að hann endilega taki nýja blómið fram yfir þær tegundir, er hann á þar áður, heldur af því, að garðurinn prýkkar við, að auðgast af nýjum tegundum. Vjer missum ekki ið eldra, þótt það nýja bætist við. Og svo — það er kann ske veikleiki — svo unnum vjer alt af því, sem ungt er. j. 6. Möðruvallaskóliiin. [Niðurlag]. Pj lgiskjöl. I. Matarlisti: Morgunmatur: Á sunnudögum og laugardög- um: ósmurt, dekkað borð: brauð og smjör, kjöt eða slátur, ost- ur eða rullupilsa með, kaffii á eftir. — Á þriðjud. og fimtud. sama, nema harðfiskur enginn. — Á mánud., miðvikud. og föstudögum: grautur og mjólk. brauð og kjöt, rullupilsa og ostur með; kaffi. Miðdegisverður : Sunnud: sætsúpu, og steik eða karrí eða rapí á eptir, kartöfl- ur og þurt brauð með. — Mánud: baunir og kjöt. — f>riðjud.: mjólkurgrautnr, fisk- ur á eftir með kartöflum og smjöri; þurt brauð. — Miðvikd: kjötsúpa og kjöt. — Fimtud.: mjólkurgrautur; fiskur á eftir með kartöfium og smjöri; þurt brauð. - - Föstud.: sætsúpa, karrí eða annar kjötmatur, þurt brauð. — Laugard.: kjöt- súpa eða baunir, kjöt. — Alla daga kaffi á eftir. Kvöldverður: Smurt ofnbrauð með kjöti og osti eða rullupilsu. Te með. Sama alla vikudaga. Undir skrifaðir: M. B. Blöndal. Jónas Jónsson. Jón Guðmundsson. G. Guðmundson. Mattb. [brytinn]. Ólafsson. Björn Björnsson. [skólapiltar]. II. Matur allur sje hreinn og þokkalegur. Maður sje við hvert borð, sem sæki mat, þeg- ar hann vantar. f>ann mann leggi bryti til* Hver fái eins og hann þarf án eftirgangsmuna Ekki má bryti breyta neitt útaf matarlistanum án samþykkis pilta. [Undirskrifaðir þeir sömu, sem undir mat- arlistann, og bryti þar með]. III. Að matarsamningur sá, er vjer lærisveinar Mörðruvallaskóla gjörum við Jón bónda Guð- mundsson á Möðruvöllum 24. nóv. næstliðinn hafi oft og í mörgu verið rofinn af Jóni bónda Guðmundssyni, vottum vjer hjer með. f>enna framburð erum vjer reiðubúnir að staðfesta með eiði ef þörf gjörist. Möðruvöllum 14. maí 1882. Jón Hallgrímsson. Jón Blöndal. Guðmundur Ögmundsson. J. Jónsson. Jósef Jakobsson. IV. Lj^sing á mat, sem Jón bóndi Guðmunds- son á Möðruvöllum hefir útilátið »lærisveinum Möðruvallaskóla fyrri part vetrar 1881—82 eður fram til 22. janúar sama vetur. Til miðdagsverðar höfðum vjer oft fisk og var hann oft mjög úldinn og óþrifalegur og bar við að maðkur fannst í honum á borði; til viðbitis fiskinum höfðum vjer vonda sósu. Stundum höfðum vjer kjötsúpu og kjöt; Jíktist það meir kjöti af hordauðu fje en baust- skornu, enda seldi Jón bóndi flesta sauði sína, en keypti svo aftur rýrðarkindur í staðinn. Kihdur þessar voru fluttar dauðar heim til hans og var kjötið þannig oft illa verkað. Til viðbótar þessum aðkeyptu kindum slátraði hann heima rýrðarfje; kjötið var oft fram bor- ið hárugt, morkið og óhreint Og súpan, sern það var soðið í, mjög illa verkuð. Stundum höfðum vjer saltaða ísu úldna og brædda tólg práa með. Til kveldmatar höfðum vjer oft brauð soðið í floti; það var venjulega mjög vont á bragð og stundum jafnvel vond lykt al því! Til morgunverðar höfðum vjer brauð oft itla bakað og tnyglað, kjöt oft eins verkað og áður er ávikið, iisk magran og myglaðan og til viðbitis fiot, tólg og smjer, sem stundum var svo súrt uð naumast var etandi, stundum grœnfiekkótt af gráða oft óhreint og hárugt. Katfi hefir optast verið mjög vont, líkast því sem það væri að mestu leyti tilbúið úr exportkaffi. Brauð höfum vjer nokkrum sinnum fengið, sem steinolíubragð hefir verið að. * Neyzluvatnið hefir verið tekið úr læk, sem fellur niður túnið fyrir sunnan skólahúsið; sunn- anvert við lækinn; nokkra faðma frá honum á ofanverðum vellinum, stendur fjós og hesthús skólastjóra og þar fram undan mykjubaugur stór. í vetur lagði svell frá haugnum að læknnm, og þegar því hlákur komu og vatnsrensli, rann mykjulögurinn frá haugnum í lækinn; einnig var hestum vatnað í læknum og safnaðist þannig hrossatað við lækinn og á farvegi hans, sem síðan þiðnaði og lenti í lækinn. 1‘annig höfum vjer verið látnir eta og drekka upp- leystan saur í vatninu. Kvöld og morgna höfum vjer haft glasa- lausa steinolíulampa til að lýsa oss víð borðin og hefir því stundum verið hálfdimmt af ljósreyk. Að þetta framanskrifaða sje í alla staði satt og rjett, það vottum vjer undirskrifaðir. Möðruvöllum 14. maí 1882. Jón Hallgrímsson. Jón Jónsson. Jón Blöndal. Guðm. Ögmundsson. Jósef Jakobsson. — Vjer höfum álitið skyldu vora að synja ekki framanritaðri grein upptöku í blað vort. En vjer erum alveg ókunnugir málinu sjálfu, og getum því eigi um borið, hvað satt er eða hvort nokkuð er ofhermt í greininni. Á því verða þeir, sem undir vottorðunum standa, að bera ábyrgð. En það er kunnugt, að miklar sögur voru f'arnar að ganga út um land um ó- samlyndi pilta og skólastjóra á Möðruvöllum, og þegar svo var, gátum vjer eigi annað álitið, en að öllum málspörtum mætti í rauninni vera meiri þægð f, að þetta kæmi fram á prenti op- inberlega, svo að tækifæri gæfist á, að bera það aítur, sem osatt kynni að vera. Við skugga getur enginn barizt og þannigekki heldur hrak- ið sögur, sem fara í sendibrjefum og munn- mælum. Piltar hafa nú sagt sína sögu hjer; en skólastjóri hefir enn eigi skýrt frá rnálinu, og á meðan þekkir maður ekki nema aðra hlið þess. [>essu álítum vjer siðferðislega skyldu vora að vekja atbygli lesenda á, svo þeirfelli eigi ofhraðan dóm á málið. Vjer viljum geta þess, að vjer höfum heyrt, að skólastjóri hafi tekið pilt, sem aivarlega veiktist, til hjúkrunar i sín eigin herbergi, með því hann hafi talið húsrúm það, er sjúklingum er ætlað á skólanum, ófært til sjúkrahúss. Oss virðist að þessu hefði eius vel mátt á loft halda, af því pað er skólastjóra til sóma, eins og hinu, sem síður kynni að vera það. Hvað neyzluvatnið snertir, væri æskilegt að piltarnir hefðu upplýst það, hvort kennararnir bafi sjálfir átt við betra að búa en piltar. Hafi eigi svo verið, þá mun marga furða, efalt er ó- ýkt í vatnssögunni. En semsagt:vjer þekkjum ekki til sjálfir, en bendum að eins á þetta. En annað er það, sem vjer viljum vekja máls á út af þessu efni, því það er oss ljóst; og það er það, að það er mjög óhagkvæmt, hver ágreiningur sem upp kann að koma, að næsta yfirstjórn skólans skuli vera suður í Reykjavík. f>að er langt til landshöfðingja í hvert sinn, sem eitthvað kynni að þurfa að koma til kasta yfirstjórnar skólans, og hann getur heldur ekki með sínum bezta vilja verið svo kunnugur skólanum og ástandi hans, som æski- legt væri að yfirstjórn skólans væri. Oss virðist einsætt, að hentara mundi vera að skipa 3 menn í skólanefnd í Eyjafirði, og ætti amtmaður að sitja í henni, meðan það embættti er við lýði. þ>etta getur vel samþýðzt 3. gr. í lögum 4. nóv. f. á. um gagnfræðaskól- ann á Möðruvöllum. Nefndin hefði svo yfirstjórn

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.