Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 4

Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 4
72 þeim lögum var talsvert unnið til hagsbóta Irum en aðalgalli þeirra var það, að þau bættu að eins (að nokkru leyti) úr fyrir framtíðina, en bættu ekkert úr afleiðingum liðna tímans, t. d. stór skuldum, sem leiguliðar voru í komnir við land eigendur sakir ósanngjarnlega hárrar lands skuldar. Landlögin trygðu að vísu það, að nokkr Jeyti, að landsseti gæti átt við hæfilega land skuld að búa eftirleiðis, og búið ákveðin tíma á jörðinni (15 ár) ef hann stæði í skilum, og að landsdrottinn gæti ekki fært eftirgjaldið upp á þessum tíma, og eins að jarðeigandi skyldi bæta leiguliða jarðabætur, ef hann viki burt að 15 árum liðnum. £>etta var nú alt gott og blessað. En rjett meðan landsseti ei að gleðjast yfir þessu gullna framtíðarútliti sem landlögin heita honum, þá kemur ráðsmaðui landsdrottins með reikning fyrir 3 eða 4 ára landsskuld, sem hinn er í skuld um. «Geturðu borgað? Annars ber jeg þig út» segir ráðs- maður og bendir á alvopnaða lögregluþjóna sem hann hefir með sjer. £essi eldri land skuld hafði verið hóflauslega há; reikningurinn er stór. Bóndi á enga peninga. fað var ó- áran 1879—80 og hallæri í landinu; fólk dó úr hungri; jörðin fæddi ekki bændur, því síður að hún gæfi þeim afgang fyrir landsskuldum sem þess utan voru geypilegar. En kúlur og byssustingir þola enga mótsögn; lögregluþjónai þekkja enga meðaumkun; þeir hlýða. Svo er bóndi með hyski sínu borin út á víðavang Honum svellur heiít og hefnd í huga. Hanu mætir á förnum vegi einurn af fiokki inna «hvítu drengja» (vvhite boys) eða reimar-svein a» (ribbon men), sem sendur er út af ein- hverju leyniíjelaginu. Hann verður nýr fjelagi. |>að þurfti viðauka-lög við landlögin, og það eru in svo nefndu «eftirstöðva-lög» (the arrears bill). Aðalefni þessara laga er á þá leið, að ef t. d. landsseti 31. ág. f. á. skuld- aði landsdrottni þriggja ára landsskuld, þá skyldu þeir kvittir, er landseti borgaði eins árs landskuld;eins árs landskuld borgar landsjóður,en þriðjn árs landskuldar skallandsdrottinn missa til kall til fyiirekkert. J>ettamundi sumum kreddu föstum mönnum hjer þykja nærri gengið eignar- rjettinum. peir mundu hrópa á stjórnarskrá, að eignarrjetturinn væri «friðhelgur». En lesi menn ástæður stjórnarinnar, þá undrast víst flestir það mest, að hún skuli eigi íyrir löngu hafa komið fram með slík lög. J>ar er þess getið að dómstólar þeir, er skipaðir vóru eftir landlögunum, til að dæma um landskuldirnar, hafi lýst yfir því, að þær væri einatt helmingi hærri, en unt væri að standast við að greiða. — Landsdrottnar hafa ekki hugsað um líf landseta og fjölskyldif þeirra, þegar þeir hafa látið vopnað lögreglulið kasta þeim út úr kof- unum út á víðavang og hrekja þá af þeim bletti, er þeir gátu haft brauð sitt af. pegar þetta veslingsfólk hefir dáið af vosbúð, pest og hungri, — það hafði engan blett að rækta sjer til fæðis, enga atvinnu var að fá, og enginn efni til að komast úr landi — þá talaði engin um «morð». J>að var svo sem «löglegt» alt saman. En þegar þessir menn í örvænting sinni bindast í samlag um, að myrða böðla sína, þá er það morð og óhæfa. Vjer segjum 1) Um þetta alt vísum vjer til Englands þáttar í „Skírni“ þ. á., sem er sanngjarnlega og hleypidómlaust ritaður. Ritstj. alt þetta ekki til þess, að ætla að rjettlœtn íra heldur til að benda á, að það er eigi mann- vonzka fólksins ein, er leiðir til illræðanna þar í landi, heldur oft örvænting og ill meðferð sem oft á glæpsnafnið eins vel skilið, þótt lög- helguð sje, eins og launvígin. — Vjer höfum áður getið um, hversu ráðgjafinn írski var myrt ur nýlega, og með því að víga-fregnir berast daglega frá írlandi, þótti oss hlýða, að fara fám orðum um ástandið þar. Eftir morðið á ráðgjafanum neyddist stjórnin til að koma fram með frumvarp um ný kúgunarlög, til að bæla óspektirnar á Irlandi Er það mest að eigna mótstöðumönnum stjórn- arinnar, að hún neyðist til að koma fram með þau lög. Er einkum efni þeirra, að af taka friðhelgislögin (Habess corpus) og kviðdóma, veita vara-konungi rjett til að banna að menn sæki mannfundi, en leggja blöð öll, bæði útlend og innlend undir ritskoðun, þ. e. afnema prent- frelsið, fetta er til ætlað að gildi um 3 ár. pó þykir ekki örvænt að svo margir af inum frjálslyndari stjórnarsinnum muni veita írum í því máli, að sumt ið ó frjálslegasta nái ekki fram að ganga, einkum að þeir fái því afstýrt, að fundafrelsi, málfrelsi og prentfrelsi verði niðurbælt. Hvað hafa slík ótrelsislög gagnað í líússlandi, Austurríki eða Frakklandi? spyrja menn. J>að er eins og að setjast á öryggislokuna á gufuvjelinni, til þess að þagga ið óþægilega gutuhljóð. Aíleiðingin er að ketillinn springur, og sá, sem á lokuna sett- ist, tlýgur í loft upp. Ef menn vilja kæfa niðui rödd þjóðarinnar í ræðu og riti, þegar henuí er mikið niðri fyrir, þá má eiga það víst, að það, sem niðri fyrir er, brýtur sjer aðra farvegi. Og að þeir farvegir sje ekki hollari, um það bera leynifjelög og morðvíg vott í öllum þeim lönd- um, sem slíkt hafa viljað reyna. Egiptalaml. |>ar er alt tjá og tundri. Arabi «bey» hefir að því er virðist herinn í fylgi með sjer. Khedivinn er eins og önnur nátt- húfa. Hann hefir reynt, að ráðum eða boði Engla og Frakka, að víkja Arabi úr ráðherra- sæti, en Arabi neyddi hann til að fela sjer aftur tjórnina á hendi. Arabi er reyndar egipzkur ijálfsforræðismaður, vill eigi hlíta ráðum og yf- irdrottnum Evrópumanna. En þeir hafa þar mestu ráðið og haft Khedivann í vasa sínum. Fyrir skömmu (11. f. m.) brauzt út upphlaup nokkurt í Alexandríu, og drápu iunlendir menn nokkuð af Evrópu-fólki í borginni. J>ó varö þetta brátt sefað. En svo þykir Korðurálfumönnum, er í Egyptalandi búa, uggvænt urn friðinn, að allir, sem megu, flytjast til Norðurálfu, hvað sem tautar, og skiptir það mörgum tugum þús- unda fólks, er þegar er fiúiö, en daglega flýr æ lleira, eins ótt og skip vinnast til að flytja það. íájáltur þvkist Khedivinu «sitja sumarvistum» í Alexandríu, en reyndar er hann flúinn þangaö, af því að hann þorir eigi að vera í Cairó. Englar og Frakkar höfðu haldið herskipum nokkrum til Egiptalands í vor, til að ógna andsbúum, en Egiptar þóttust vel vita, að Englar og Frakkar þyrðu eigi að herja landið án samþykkis annara stórvelda, og gjörðu gabb eitt að flotanum. Nú hafa stórveldin til fundar gengið í Miklagarði til að ræða mál þetta. Ekki vildu Tyrkir eiga neitt við fund þann, þykjast einir yfirherrar Egiptalands, segjast sent hafa rangað Derwisj pasja, er þegar hafi sætt alt og 'riðað. En allir vita, að ekkert hefir skipazt í Egyptalandi við komu Denvisjs þangað. Síðast er fregnaðist, höfðu Englar og Frakkar verið komnir á fremsta hlunn með að gera landgang í Alexandríu, að sagt var; en hvort það er á eigið eindæmi, eða í umboði stórveldanna í Miklagarði, vitum vjer enn eigi. (£§=* Frjettir meiri (þar á meðal frá Noregi) í næsta blaði. — Inn setti lanlæknir hr. Jónas Jónassen hefir ritað ritgjörð «um sullaveikina, eftir reynslu íslenzkra lækna» og dispúterað um hana, og hefir háskólinn í Höfn veitt honum doktors- nafnbót fyrir. Andmælendur hans höfðu lokið miklu lofsorði á ritgjörðina. — Hr. Schierbeck læknir, sem vjer höfum áður um getið, hefir gengið undir próf í íslenzku, en stóðst eigi prófið. — í>ess hefir láðst að geta, að hjeraðslækn- irinn í Yestur-Skaftafellsýslu Jón Sigurður Olafsson er andaður. — 1 dag um hádegi kom «Arcturus» hingað; hann hafði komizt inn á Eyjafjörð að Hrísey, en varð þar aftur að snúa; fór svo vestur sunnan um land til ísafjarðar og vesturlands- hafna annara. J>á er »Arcturus» var ferðbúinn frá Skot- landi, náði þar skipinu hraðfregn frá K.höfn þess efnis, að stúdent Árni Finsen, sonur landshöfðingjans, hefði drukknað. Hann var fæddur 23. júní 1864, útskrifaður í fyrra vor hjer úr skólanum með bezta vitnisburði og að öllu inn mannvænlegasti. Aug:lýsingar K reiðanlegt verzlunarhús í Leith á Skotlandi leyfir sjer að tilkynna íslendingum, að þeir eru viljugir að selja bæði fisk, ull og lýsi cður aðrar íslenzkar vörur við því liæsta verði, sem f®st á inum enzka markaði, fyrir venjuleg ómakslaun (Commission). And- virðið sendist aftur í peningum eður vfxlbrjefum, sem borgast á Skotlandi eður í Kaupmannahöfn eftir fiví, sem viðskiptamenn óska, eður vörum, sem peir gota tiltekið. Adressa: Messrs Gillespie & Catlicart, Bernard Street, LeittL. Kaupmaður þorlákur Ó. Johnson hefur viðskipti við þessa kaupmenn, og gefur hverjum, sem óska, nákvæm- ari upplýsingar. Ennfremur geta menn fengið upplýsingar viðvíkj- andi þessu húsi hjá: Herra C. K. Hansen í K.hiífn og Herra Harry Levin sst. Clydesdale Bankanuin, Leith og London. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Úlafsson, alþingismaður. Prentuð hjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.