Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 3

Skuld - 22.07.1882, Blaðsíða 3
71 skólans á hendi, og lyti hún valdi landshöfð- ingja. fetta ætlu-iO vjer sje nauðsynlegt skil- yrði fyrir þrifum skólans og bezti vegurínn ti) að koma í veg fyrir slíkar deilur og sakargiftir milli pilta og skólastjóra, sem ávalt eru mjög óheppilegar og hljóta að drepa þrif skólans, ef slíku vindur fram. [að er á aðra hliðina ófært, að piltar standi varnarlausir fyrir hverju gjör- ræði og harðræði einþykks skólastjóra; en hitt er á hina hliðina eins skaðsamlegt, að ekkert vald sje til úrslita, er stutt geti skólastjóra og og gjört skjótan úrskurð, þá er lærisveinar eða aðrir hafa hann fyrir rangri sök. Hvorttveggja er jafn nauðsynlegt hverjum skólastjóra, að þola engan ástæðulausan mótþróa lærisveina (því að þá er úti um alla stjórn), og hitt, að beita eigi einþykknislegu harðræði, heldur gefa gaum þeim kröfum, sem við fulla sanngirni eiga að styðjast. J>aðer þetta vandrataða meðalhóf milliagaleysis og harðstjórnar, sem skólastjóri hver þarf að kunna að þræða. pað er svo vandhitt, að æskilegt er, að yfirstjórn hvers skóla, sem er, sje ekki alt of fjarri honum, eigi hún að verða að fullu liði. þ>ví viljum vjer fastlega leggja það til, að skóla- nefnd verði skipuð í Eyjafirði til yfirumsjónar skólanum. Getur landshöfðingi ekki gjört þetta í reglugjörð skólans «ða á annan hátt? — líitnefudarmenn alþingistíðindanna, herra Magnús yfirdómari Stephensen og Halldór yfir- kennari Friðriksson hafa krafizt, að vjer tækjum eftirfylgjandi vottorð frá forseta efri deildar al- þingis í <'Skuld» til «leiðrjettingar» á því, sem vjer höfum sagt í niðurlagi greinarinnar í 15G. nr. «Skuldar» með fyrirsögn: «Aðvörun til al- menningS", um «hroðvirkni á frágangi ritnefnd- armanna alþingistíðindanna í ár:» «Eftir tilmælum ritnefndarmanna alþingis- tíðindanna 1881 votta jeg sem forseti efri deild- ar alþingis það ár, að frumvarp það til laga um breyting á tilskipun um póstmál 26. febrúar 1872 og lögum 15. okóber 1875 um breyting á sömu tilskipun, sem prentað er í alþingis- tíðindunum 1881, 1. parti 270. bls., er orðrjett samhljóða því lagafrumvarpi, er sent var efri deild alþingis frá neðri deild sem samþykkt af síðarnefndri deild 27. júlí 1881. Jeg skal bæta því við, að þegar efri deildin varð þess vör, að eina málsgrein vantaði frainan við 3. grein frumvarpsins, eins og það kom prentað frá neðri deildinni, var málsgreininni umræðulaust bætt inn í frumvarpið ; en með því að frumvörpin eru prentuð í alþingistíðindin [sic!] jafnóðum og þau eru prentuð handa þinginu, gat ril- nefndarmönnum ekki verið kunnugt um þessa leiðrjetting á frumvarpinu þegar þeir Ijetu prenta það í alþingistíðindunum á þeim stað, sem að ofan er getið. lteykjavík, 6. júlí 1882. Bergur Thorberg». — Hafa ekki ritnefndarmennirnir tekið borg- un fyrir prófarkalestur á skjalaparti þingtíð- indanna og það fullháa borgun? Sje svo —■ fyrir hvað taka þeir þá borgun, ef þeir lesa als ekki prófaikir af þessum parti, en nota sömu letursetning, sem sett hefir verið áður á skjöl- unum? Og með því annar ritnefndarmaðurinn var þingmaður neðri deildar, þá mátti hann vita, hvernig frumvarpið var samþykt þar. Og með því hinu ritnefndarmaðurinu var þing- maður í efri deild, tók þátt í umræðum máls- ins og var með að samþykkja frumvarpið, og hefir því vitað, að prentvilla sú, er um ræðir, var leiðrjett þar, hvernig gat honum þá verið • ókunnugt um» í hverri mynd frumvarpið var samþykt? Auk þessa brra liigin það með sjer einsog þau eru prentuð í Alþ.tíð., að eitthvað sje skakt prentað, því að 2. grein er tvœr línur og hljóð- ar um böggulsendingar, en nefnir eigi kross- bandssendingar. 1 næstu líuu byrjar svo 3. gr. á að tala um *krossbandssendin;/ar þær, sem getið er um í 2. gr.» l>etta sjer hvei maður, sem ekki les hugsunarlaust, að er ein- hver vitleysa. Jeg sje ekki að ofannefnt vott- orð gjöri hreint fyrir dyrum inna heiðruðu rit- nefndarmanna. J. 6. — í «Skuld» V.árg, Nr. 154, bls. 55, standa þessi orð: — «að það (gufuskipafjelagið) skeyti jafnlítt þessari skuldbinding sinni um, að sækja póstinn, sást í september í fyrra á Patreksfirði, er skipið hljóp af stað aðvörunarlaust, skildi allan póstinn eftir í landi og vitjaði hans als ekki. fetta er þó fullkomlega að svíkjust um að uppfylla skuldbindingar sínar». Sannleikurinn er þessi: Eg kom meö Valdemar í það skifti, sem hjer ræðir um, á Patreksfjörð kl. 8 um kveldið, sendi póstinn í land, og eftir póstinum, sem með skipinu átti að fara. Pósturinn var þá ekki til taks, en póstafgréiðslumaðurinn var sjálfur um borð í «Valdemar» í samsæti hjá ritstjóra «Skuldar». Eg sendi í annað sinn í land kl. 12 — og þá fór ritstjóri «Skuldar» í land um leið — eftir póstinum, gerði um leið viðvart, að skipið færi kl. 4 um morguninn, en stýrimaðurinn, sem póstinn átti að sækja, fjekk engan póst, en þar á móti lofaði kona skipsafgreiðslumannsins, aö hann skyldi sjálfur koma með póstinn innan ki. 4. En — hvorki hann nje ritstjóri «8kuld- ar» komu aftur kl. 4‘/2, þegar jeg fór af stað. !>essa leiðrjetting krefst jeg að þjer, herra ritstjóri, takið í blað yðar. Reykjavík 1. júlí 1882. V. E. Kilil, Förer af S. S. «Valdemar». — Að herra Kihl hafi sent póstinn í land þegar er hann kom á Patreksfjörð, höfum vjer ekki neitað. En það er þó varla alvara herra Kihls, að kalia það að hann hafi sent eftir póst- inum, sem haun átti að taka við, þá um leið — meir en 8 tímum áður en hann ætlaði að fara á stað, og þar sem hann vissi að póstaf- greiðslumaðurinn var um borð að taka- móti vörum, er hann átti með skipinu (að hann hafi verið í boði hjá ritstj. Skuldar er blátt á fram hreinn og beinn átyllulaus uppspuni!). Hann kannast sjálfur við, að hann hati ekki vitjað póstsins í 4‘/2 tíma áður enn hanh fór. Hvort póstafgreiðslumaður hafi lofað að koma með hann um borð eða ekki, kemur oss ekki við. Hr. Kihl átti að láta sækja hann skömmu áður en hann færi. F r á ú 11 ö n d u ni. írland. Að alt hafi nú um langan aldur verið í hershöndum á írlandi, friður líf og eign- ir — það vita flestir lesendur vorir. En hvern- ig stendur á þessu? Er það að eins ólöghlýðni og glæplund íra, sem veldur þessu? Er þjóðin tómir fantar og bófar? Eða liggja nokkur þau rök til, að afsakað fái þá írana, eður að minsta kosti vakið þeim vorkunn? Samkvæmt fornum írskum lögum átti eng- inn einstakur maður þar í landi fasteign. Jörð- in var almenningseign. Sjerhver maður átti nokkurn þátt, hve lítill sem hann var, íeignar- rjettinum að jörð þeirri, er^hann yrkti. f>essum rjetti varð eigi með neinum samningum, gjöf eða kaupi riftað eða raskað. þ>jóðin lifði undir höfðingjum, er rjeðu fyrir stærri ættkvíslum (Clansystem). I>á er Englar unnu landið her- skildi, ráku þeir inainnlendu höfðingja frá völd- um og tóku land alt undir sig og gáfu það gæðingum stjórnarinnar; urðu þannig allir Irar landsetar þessara stóreignamanna, er nálega allir voru útlendir og samþýddust aldrei þjóðerni Ira, heldur sátu erlendis og eyddu þar tekjunum af inum írsku eignum, og færðu jafnan upp landskuldir, er færi gafst, og sugu þannig landið út mjög hörmulega. Landskuldirnar urðu oft svo geypilegar, að ekkert vit var í. Leigulið- arnir komust í örbyrgð, akuryrkju og rækt allri fór hnignandi, en þjóðin neyddist til að stofna ýmis samtök til að reyna Jað ljetta á sjer okinu með einhverju móti. Afl höfðu þeir eigi til móts við Engla í stríði; eini vegurinn voru launvíg. Auðvitað átti hver, sem með var, á hættu að verða hengdur, ef upp kæmist. En þeir munu ekki hafa álitið það kvalafyllra að devja í gálganum, en að deyja úr hungri og láta þannig seigpína úr sjer lífið. Leynifjelög þessi hafa oft myrt landeigendur, drepið ráðs- menu þá, er þeir halda á eignum sínum á Irlandi meðan þeir sjálfir sitja erlendis, ogáannan hátt leitazt við með ofríki að fásinnt kröfum sínurn um lægra afgjald o. s. frv., sem í rauninni hafa verið á sanngirni bygðar. Leynifjelög þessi hafa haft ýmis nöfn á ýmsum tímum. Enginn rjettsýnn maður getur annað en játað það, að iöguleysuverk þeirra og lnyðjuverk, morð og meingjörðir, eru vítaverð og andstyggileg; en enginn rjettsýnn maður getur heldur neitað því, að þessum margþjáða og þrælkaða, hungr- aða, fáfróða lýð er mikil vorkunn. £eir eru og kaþólskir allir, þar sem inir ensku landeig- endur eru mótmælenda-trúar. Inir kaþólsku klerkar hafa mikil áhrif á landslýðinn. Vjer sjáum að þrent ber hjerámilli: l.kúgun lands- drottna á leiguliðum og þar af leiðandi örbyrgð og volæði landslýðsins; 2. þjóðernismunur, er allir landeigendur að kalla eru útlendingar; 3. trúar-munur. J>egar þessi tundur koma öll saman, þá er ekki kyn þótt í kvikni. En auk þessara leynifjelaga er annað fjelag á írlandi, sem oft er slengt saman við þau af fáfróðum blaðamönnum, er ekki þekkja til. [>að er ið irska pjóðvinafjelag, sem kallar sig «land liga.» þetta fjelag stofnuðu þeir þingmennirnir Davitt og Parnell, og er tilgangur þess, að koma end- urbótum á fyrirkomulag fasteignarráða í land- inu, en beita til þess engum leynibrögðum nje glæparáðum, heldur berjast opinberlega og drengilega fyrir sínu máli. [>eir Parnel! og hans siunar hófu’snarpa sennu bæði á þingi og utan þings til að knýja stjórn- ina til að taka í taumana. Gladstone’s stjórn varð og til þess loks, að bera fram á þinginu land- lögin írsku, er fram gengu á þingi í fyrra. Með

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.