Skuld - 18.08.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 18.08.1882, Blaðsíða 2
78 þars endur-svíkjandi svikaleikar með svelli vökóttu bjartað leggja. Hann sjer það allt, unz við ölduhljöðið hann aftur vaknar, og rís af draumi — Hann sjer í ólgur.ni æskublóðið með æðigangi og töfraglaumi — — — — Hann tekur pappír og blýant bæði — á blaðið skrifar hann þetta kvæði. Hannes Hafsteinn. FáU eílt um frumvarp pao til landluínaoar-Iaga, er neðri deild al|>ingis samj>ykti meo 13 atkvæoum 1881. Mjer getur eigi betur sýnzt, en að frum- varpi þessu sje í mörgu mjög ábótavant, og tel jeg það sjerlega heppni fyrir landið, að það komst ekki í gegn á þinginu; eiga menn það einkum að þakka nefnd þeirri, er neðri deildin setti til að rannsaka stjónarfrumvarpið, því nefndin var svo seint búin með tillögur og breytingar sínar, að málið komst eigi upp í efri deildina sökum tímaleysis. Að fá góð landbúnaðarlög, væri mjög gott fyrir landið, en að fá slæm landbúnaðarlög, er væru óskipulega samin, víða óeðlileg í sjálfu sjer og ekki löguð eftir því, sem til hagar hjer á landi, væri mikil óheppni, og betra að fá engin land- búnaðarlög, en slík lög. Að því nú er áminzt lagafrumvarp snertir, þá er það 1., enganveginn tæmandi alt efnið; til að mynda, þar er ekki með einu orði minzt á ýmis höft, er lögð eru á atvinnu manna fyrir utan verzlunarstaðina, og sem verður að gjöra, en þvílíku ætti engan veginn að sleppa í almennum landbúnaðarlögum; of fáar á- kvarðanir gefnar um fjenað manna; lítið minzt á það, er fleiri eiga land í samein- ingu, og því nær ekkert minzt á jarðir þær, erminni eru en 5 hundruð, og nefndar eru smábj'li í frumvarpinu ; og svo er um mart fleira. 2., vantar alt eðlilegt aamanhengi i frumvarp- ið; að vísu geta menn sagt, að millum 8 fyrstu kapítulanna sje nokkurt samhengi, eða hafi átt að vera, ef dæma mætti eftir fyrirsögninni, er stendur fyrir framan hvern kapítula; en aftur stendur 9. og 10. kapítul- inn ekki í neinu samanhengi við hið und- angengna, og er eigi heldur ætlazt til þess eftir fyrirsögnunum til þeirra, eins og líka ýmsar greinir þeirra eigi standa í nokkru sambandi sín á millum, nema hvað þær hljóða um Iandbúnaðar málefni; þannig hljóðar 9. kapítulinn eftir fyrirsögninni: «um afrjettir, fjallskil, fjármörk, melrakka- veiðar og fleira» (sjálfsagt: fleira, er snertir landbúnaðarmálefni), og inn 10. »ýmis- legt um landbúnaðarmálefni»; þeir bljóða þannig hvor fyrir sig um ýmisleg landbún- aðar málefni, og hefði því átt að slengja þeim saman í einn kapítula, er haft hefði þá fyrirsögn: oýmislegto (o; hitt og þetta) • um landöúnaðar málefni, svo senr. afrjett- ir, fialhkil, fjármiirk, melrakkaveiðar og fleira*. — Kapítularnir eru 33 greinar til samans, eða meira en fjórði partur af frum- varpinu. Öll landbúnaðar raálefni til sam- ans hljóta þó eftir eðli sínu að vera ein samanhangandi heild, er verður að mega liða sundur í ýmsa flokka 3tærri og smærri. pað er nú auðsætt, að flokkaskipunin í frumvarpinu á landbúnaðar málefnunuro verður að vera ónóg, ef fjórða hluta þeirra verður eigi komið inn undir neinn flokk, og það er lika víst um það, að bæði er hún ó- nóg, og svo eru ýmsar ákvarðanir í þessum 9. £• og 10. kapítula, er að rjettu lagi eiga heima í fyrri kapítulunum. — það hefði þó í sannleika verið óviðkunanlegt að sjá það. ef fjórði hlutinn af hegningarlögunum nýju hefði haft þá fyrirsögn: »ýmislegt um saka- mál«, en ekki er hót fallegra að sjá í landbúnaðarlögum fjórða part þeirra hafa þá fyrirsögn; »ýmislegt um landbúnaðarmál- efni». 3. 1 2., 3. og 6. kapítulunum er mjög lítið haldið sjer við efnið, heldur hlaupið úr einu í annað. f>annig á 2. kapítulinn eftir fyrirsöginni að hljóða um almenn landrjett- indi, sem sje: rjettindi þau, sem eru fólgin í eignarrjettinum yfir tilteknum !and*parti eða leiða af honum ; en þar er þegar und- ir eins farið að tala um landamerki og því er haldið áfram í 4. 5. og 6. greinunum, í 8. greininni er talað um veiðiítök, að aðrir geti átt veiðiítök í landi manns, en þvílíkt ítak, eða skerðiug í eignari’jett- inum, sem gjörð hefir verið með frjáhum vilja eigandans, er þó enginn rjettur, er liggur í eignarrjettinum yfir Jandspartinum. eða sem verður leiddur út af honum. 9- gr. hljóðar um landamerki og samrjett eigenda til veiði á afrjett og fleira. — 3. kapítulinn bljóðar: »um sameiginleg rjett" indi jarða», en á líklega að vera um sam- rjetti jarða, eða um það, er tveim eða fleiri jörðum ber rjettur til sama blutar, svo sem til hvals, er kemur á merki jarðanna, og íleira þvíumlíkt, en þar er og talað um ýmis- legt, sem ekkert á skilt við þetta mál, svo sem að, ef maður vill veita á eða læk, ei sprettur upp í landi hans eða rennur uro það, úr farvegi sínum á engi sitt, þá gefi nágrannar hans þeir, er neðar búa með ánni eða læknum, undir vissum kringum- stæðum meinað honum það, o. s. frv. 6. kapítulinn hljóðar: «um brot á lands- rjettindum»; en það er þó auðsætt, að 38 greinin hljóðar umalt annað, því hún bannar manni, nema undir vissum kringumstæðum, að reka pening sinn til beitar last að landi annars manns, og eins byggja sei, beitarhús eða nokkur peningshús nær því, en í 200 faðma Ijarlægð; það er þó í sannleika auð- sætt, að þótt maður gjörði þetta, bryti maður ekki móti landsrjettindum nágrann- ans, heldur er þetta kvöð, er lögin leggja á land manns sökum nágrannans. — 1 39 greininni er sagt, að ekkert skuli segjast á því, þótt sá penirigur annara, er rekipn hefir verið á afrjett, gangi í landi manns frá vordögum til rjetta, og eigi heldur sauðfjenaður þann tíma vor og haust, sem vant er, að hann gangi sjálfala í heima- löndum; þetta er og kvöð, sem lögin leggja á land manna. Hjer átti að eins við að tala um það, hvað við lægi, ef ef sá peningur kæmi í land manns, er eigi má koma þangað með frjálsu. — 43. greinin hljóðar um alt annað, en brot á landrjettindum, og 44. greinin ákveður, hvað við skuli liggja, ef roaður ranglega setur inn pening annars mauns; en það er þó alt annað, að setja ranglega inn pening annars manns,. en að brjóta á móti þeim rjettindum, er hann hefir yfir einhverjum landskika. 4., er útskýring orða, þar sem hún kemur fyrir, nokkuð ngreinileg, þannig er í 1. greininni orðið «jörö•> útlistað með sjálfu sjer, og er þar því hringsól í útskýring- unni, sem aldrei á að vera; þar er sem sje sagt: »jaröir eru býli, er ákveðið land fylgir, en eigi skal þó land það vera minna en fimm hundruð, enda sje það eigi part- ur úr annari jörð»; ef maður eigi skilur orðið: jörð á fyrra staðnum, skilur maöur það eigi heldur á seinna staðnum, og verð- ur því einskis vísari fyrir þessa útskýringu um það, hvað orð þetta þýðir, eður hvað löggjafinri hefir viljað leggja í þaö. Enn fremur stendur í l.greininni: «Hjá- leigur eru hlutar úr jörðum», en ætti að standa: «Hjáleigur eru hlutar úr jörðum eða smábýlum •, því frumvarpið kallar eigi jarðir býli þau, er minna land fylgir en 5 hndr., heldur smábýli, en slíkum smá- býlum fyigja oft hjáleigur. — Útskýringin á orðinu hjáleiga er því of þröng. í 2. greininni er sagt : «almenningar eru lendur þær, sem engir einstakir menn, sveitir eða hjeruð eiga öðrum fremur til- kall til; allir landsmenn hafa jafnan rjett til þeirra». J>aö er nú rjett útskýring á orðinu: almenningur, að segja: »almenn- ingar eru lendur þær, er allir landsmenn hafa jafnan rjett til», en svo átti útskýring- in að vera búin ; hin setningin, að engir einstaskir menn, sveitir eða hjeruð eigi öðrum fremur tilkall til þeirra, og sem er neitandi, er setning eða hugsun sjer, sem leiðir beinlínis af útskýringunni, en er eng- inn partur af henni. 5. orðavalið er stundum nokkuð hirðulauslegt, svo sem þegar sagt er í 4. greininni: «nú skilur merki-á lönd manna», fyrir: nú skilur á lönd raanna; merki-á er sem sje sú á, er skilur lönd manna. Að segja: «nú skilur meiki-á lönd manna», er því ið sama sem segja: nú skilur lönd manna sú á, sem skilur lönd manna (!!)• í 6. grein á víst að standa: «netlög fylgja og eyjurn, hólmum og skerjum í sjó, svo sem meginlandi»,en ekki: «svosein á meginlandi» eins og stendur í greininni. það er og mjög ógreinilegt, þegar sagt er í 4. grein: «Brjóti áin (o : sem skilur lönd rnanna) af öðruhvoru landi, skulu landamerki haldast sem áður, og hver landeigandi eigi út í miðjan inn forna árfarveg». J>að geta nú verið roarg- ir fornir farvegir að eiuni á; frumvarpið hefði því átt að geta þess, við hvern af þeim það átti; það gjörir Jónsbókin og Kristjáns 5. lög, og segja, að það sje sá forni farvegur, er áin rann í, þegar hún rann rjett, það er að segja, bein eða sem beinust. Byrjunina á 109. greininni skil jeg ekki; hún hljóðar þannig; «Nú vill «maður leggja hjáleigu, landspart eða ítak «frá einni jörð, og skal þá jafnan leggja það undir aðra jörð»; jeg held, að það sje eitthvað rangt prentað.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.