Skuld - 18.08.1882, Blaðsíða 3

Skuld - 18.08.1882, Blaðsíða 3
79 6. Sumsfaðar er pað telsið vpp affur, er áð- ur er komið. fannig er 8. greinin öll satnan ekki nema endurtekning af því, sem sagt er í 3., 6. og 40. greininni og er því með öllu dþörf; hún hljóðar þannig: <'á landi og í vötnum skulu veiði ráða rjett landamerki hverrar jarðar» (en í 3. grein- inni stendur: «hverri jörðu fylgir land allt innan ahveðinna ummerlija, allar ár. lækir og viitn — allar veiðar fugla, tiska og dýra») »og í sjó á landeigandi alla veiði í netlögum jarðar sinnar» (í 6. greininni stendur: «netlög eru hluti lands í sjó», það er því eðlilegt, að landeigandi, sem eftir 3. greininni á alla veiði á jörð sinni, eigi veiði á þessum hluta hennar) «svo skulu og veiðiítök þau, er menn hafa fengið að lögum fyrir utan landeign sína. standa óröskuð með öllu» (í 30. greininni stendur: «ítök í annara manna lönd skulu haldast með þeim hætti, sem lög hafa verið •>). í 9. greininni stendur: «á almenning- um er veiði jafnheimil öllum landsmönn- um . . .» f>essi ákvörðun leiðir beinlínis af því, sem stendur í 2. greininni: «al- menningar eru lendur þær, er allir lands- menn hafa jafnan rjett til» og er því með öllu óþörf. — 22. greinin, er hljóðar þannig: *Nú eiga fleiri menn á saman, þá má hvei «þeirra veiða fyrir sínu landi út í miðjan "árfarveg, þegar á er sem minnst», er líka með öllu óþörf; því þegar á skilui lönd manna, þá á hver þeirra, sem land á að ánni eftir 4. greininni, út í miðjan ár- farveg, og eftir 3. greininni á hver allai veiðar á jörð sinni, og þetta er engin ný ákvörðun. 7. þ>egar í frumvarpinu er verið að skýra frá eða tiltaka rjettindi og skyldur manna sín á rnillum, stendur víða: «nema öðruvisi sje um snmið*, eða önnur slík orð við höfð, er sýna, að hlutaðeigendur eru eigi bundnir við ákvörðunina í frumvarpinu, heldur geti haft það öðruvísi, ef þeim semur svo. En þetta er með öllu óþarft, því þegar eitt- hvað eigi er boðið eða bannað af umönn- un fyrir almenningsheill, svo sem að leigu- liði eigi megi nota skóg sinn frekar en lög leyfa, eru menn látnir sjálf'áðir um það, hvernig þeir semja sín á millum, því eins og máltækið segir, þá *eru það lög, sem sjálfmn semur», og Jónsbókin segir: «að öll handsöluð mál skuli haldast, sem lög- bók eigi mælir á móti». fetta gæti þar aö auki vilt sjónir fyrir mönnum, og sumii hugsað, að þeir væru bundnir við frum- varpið, svo að allir samningar, er væru móti því, væru ógildir, nema þar sem mönnum með berum orðum væri leyft, að semja öðruvísi, en þar stendur. jþað eru ogfleiri setningar í frumvarpinu, sem eru með öltu ópurfar. |>annig er til að rnynda í 1. gr. með öllu óþarfi að geta þess, að hjáleigur megi gjöra að jörðum á þann hátt, er segir í 107. greininni; því mann varðar ekkei t um að vita þetta fyrri, en maður fer að lesa 107. greinina, þar geta menn sjáltir sjeð það. Eins er það hreinn og beinn óþarfi, að fara að segja manni í 7. greininni, að fiskhelginni fylgi þau rjettindi, sem segir í 16. og 17. grein- inni, því menn geta sagt sjer það sjálfir, er þeir lesa frumvarpið. 8. J>að er uokkuð óviðkunnanlegt, er sumstað- ar stendur í frumvarpinu, að maður megi nota eign sína eða gjöra það, er manni hefir aldrei verið meinað að gjöra í þeim lögum, er hjer hafa gengið á landi; /jen þegar þetta er gjört í frumvarpinu, er um leið gjörð takmörkun á þessum rjetti mans. þ>að er langt um eðlilegra, að tala að eins um takmörkunina, en hitt getur, ef til vill, vilt sjónir fyrir mönnum, svo þeir haldi að þeir ekkert megi gjöra, nema það sje leyft í lögunum; þannig er sagt í 47. grein- inni: «rjett er að sami maður búi á tveim «jörðum eða fleirum, hvort er hann á þær «sjálfur, eða loigir þær af öðrum, en við- «halda skal hann öllum nytsömum mann- «virkjum á útjörðunum» o. s. fr. En það sýnist eðlilegra, að þelta hefði verið orð- að þannig: «ef maður býr á tveim jörð- um eða fleirum, hvort er hann á þær sjálf- ur eða leigir þær af Öðrum, skal hann við- halda öllum nytsömum mannvirkjum á út- jörðunum». — Einsstenduri49.gr.: «Selja «má hver maður jörð sína öðrum á leigu • undir bú, sem vill, ef sá, er selt er, eigi »er utanhreppsmaður, sem nýtur sveitar- • styrks. Heimilt er að byggja slíkum ut- »anhreppsmanni jörð eða nokkurn hluta «hennar því að eins, að sveitarstjórn þess «hrepps, sem jörð er í, vilji eigi leigjajörð »til handa innanhreppsmanni» o. s. fr.; í staðinn fyrir að geta að eins um takmörk- unina í rjetti manns, að leigja öðrum jörð sína, og orða þá klausu þessa hjerumbil þannig: Eigi má maður selja jörð sína til leigu utanhreppsmanni, er nýtur sveitar- styrks, nema sveitarstjórn þess hrepps, sem jörð er í, vilji eigi leigja jörðina til handa, o. s. fr. Jeg hefi nú stuttlega reynt til að sýna að mjer finnast svo miklir gallar á skipu- lagi frumvarpsins, að jeg held, að það sje ókljúfanda verk, að laga það svo, að það verði lagt til grundvallar fyrir nýjum land- búnaðarlögum, og þess vegna álít jeg óþarfa, að fara út í ákvarðanir þess, að því, er efnið snertir, og sem jeg held, að margai sje eigi hóti betri, en lög þau, er vjer höf- um, heldur sumar talsvert lakari. X + y. U m í s 1 e n z k a t u n g u. [Niðurlag]. Önnur stefna í ritmáli er enn, sem mynd- azt hefir fyrir skömmu í Keykjavfk', og sýnist fara moira og meira í vöxt. Hún er sú, aö stytta orð með því að kippa úr samstöfum; til dæmis að taka, að segja ^bóksafn’, ^orðbók’, ttrú- brögð’, Jandfræði*, ^agnfræði’, ^stærðfræði’, tplantfræðil, sem þar að auk er alveg rangt (hví eigi eftir því bland- og rentreikningur?!eða «laun- bækur og launbætur-, f. «launahækur og launa- bætur?) Enn fremur ^embættmenn’, ^siöbót’ Jes- bók‘, ^skilvitý2 og margt fleira þessu líkt; það má 1) Er það nú víst, ab Keykjavík sje sek í þessari synd?! ltitstj. 2) þetta orð minnumst vjer eigi að hafa lieyrt fyrri; inn vandlætingasami höf. nrun þó eigi hafa myndað það sjálfur?' Kitstj. fara svo langt í þessu, að öllu málinu verði umrótað og umturnað, en — er það ráðlegt? er það rjett? og er það samkvæmt ísl. málseðli? — Vjer skulum fyrst athuga ið síðara; ef vjer flettum upp íslenzkum orðabókum og blöðum í reim dálítið, þá finnum vjer óðara ótal orð, sem saknrgipt, sakurferli, (en ekki sak- eingöngu), ristorliður, rimagarður, rausnr/rbú, rakkavíg, nautafjós, mannagrein, málafylgjumaður, lungna- sótf, jarðaraurar, handagervi, glæpamaður, ermakápa, barnafæri, arkarsmíð, aflamunur o. s, frv., o. s. frv.; þetta finst í inum elztu bók- um á íslenzku, og jafnhliða því einnig orð, sem sett eru saman af stofni orðs og öðru orði sem ending; jeg hygg því, að því verði eigi neitað, að hvorttveggja, ið fyrra, eigi síður en ið síð- ara, hafi til verið í ísl. frá ómunatíö, og þar af leiðir, að hvorttveggja er jafngott og gilt, jafn samkvæmt eðli málsins, hvort heldur tekinn er stofn orðs eða eignarfall þess, til þess að skeyta saman við önnur; jeg sje ekki, að nokkur fróð- ur maður geti neitað því, sem svo er sólunni skýrara; enn hvor aðferðin hafi verið og verði höfð við samsetningar, er komið undir fegurð og lipurleik; enn þar er hæsti dómur eyrað; ef því einhver nú á dögum vill smíða ný orð, þá verður hann að gjöra það, eins og honum finst bezt vera, og þar um er ekkert að tala, ef þau eru mynduð rjett; enn til hins hefir hann eng- anveginn leyfi, að breyta þeim orðum, sem hvert mannsbarn kveður að svo og svo, og kubba og flísa þau á ýmsan hátt; hjer í felst nú svarið upp á hitt, hvort það sje ráðlegt eða eigi. In nýju orð geta margvíslega valdið misskilningi, og sum skiljast enda alls eigi. J>etta er ein orsökin til þess, að það sje óráðlegt að fara þannig að, og hún er enda einhlít; plantfræði t. a. m. ætti þannig helzt að þýða «fræði um hvernig planta (það er gróðursetja) skuli». [>ar að auki er slíkt alveg óþarfi nú; sparnaður get- ur það svo sem enginn verið á prenti og pappír. í gamla daga hefði það getað verið sparnaður: en ekki vildi þó pórddour rúnameistari, eða hver sem það nú er, sem ritað hefir málskrúðs- fræðina í Snorraeddu, taka pað ráð til þess að «rit yrði skemmra og bókfell drjúgara», að stytta orð á þennan hátt; hann skildi nú betur mál sitt en svo, maðurinn sá. — Jeg vil þess vegna »kora á alla yngri menn og aðra, sem ætla að rita eitthvað á íslenzku, að þeir hafni þessum bábyljum, og verjist öllum sóttarum- leitunum í þessu efni, og þá, sem þegar eru orðnir lasnir, að leita sjer sem fyrst ráðs og lækninga, og sjái við því, að þessi sóttnæmi kvilli breiðist út frekar en orðið er. En það geta þeir gjört með því, að semja sig eftir hátt- um þeirra manna, sem jeg hefi nefnt hjer að framan, heinlínis og óbeinlínis (t. a. m. Svein- björn Egilson, Konráð Gislason, o. fl.) og skrifa eins og þeir, það er að segja, eins og menn hafa drukkið málið inn í sig með móðurmjólk- inni, og láti vera að afskræma það og afbaka, hvort heldur er með útlenzkuprjáli eða ummynd- un algildra íslenzkra orða. En jeg er eKki alveg búinn enn. — f>öð er enn einn óvandi, enn eitt skrýmslið til í máli voru, sem þyrfti að sjá sig sjálft í spegli til þess að hniga niður og devja, en það er málið, sem er á brjefum, skjölum og bókum embættismanna; það er enn þann dag í dag eins, eða lítið skárra, en það var á vorum dönskustu dögum eymdar og kvalræðis í

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.