Skuld - 18.08.1882, Blaðsíða 4

Skuld - 18.08.1882, Blaðsíða 4
öllu1; en hve lengi á að þola enn þá þesía ó- vætt? hvenær mun hún sjá þá sólu, að hana dagi uppi og verði steinn? Jeg sný máli mínu til allra ungra lögfræðinga, og skora á þá að taka þetta að sjer og smámsaman koma því svo fyrir, að þess sjáist aldrei framar merki of- anjarðar; það er aumt til þess að vita, að vje. skulum eiga eins fullkomið, skírt og fallegt mál, og svo að sjá það svívirt og vanvirt um svo margar aldir. Láti inir ungu lögfræðingar nú á sjá dug og þrek, og hræðist þeir eigi að sumir eldri menn gjöri gis að þeira fyrir viðleitni þeirra; jeg er líka sannfærður um, að þeir af þeim, sem skynsamir eru, og eigi heillaðir af neinum töfrakrafti handan um haf, munu fagna viðreisninni og styðja hana. Hjer væri það hæfilegt að sýna dæmi þessa máls og svo, hvað í stað hvers orðs ætti að koma, en það væri nóg efni í aðra ritgjörð, og það ólitla; en af því að því verður eigi við komið hjer, læt jeg mjer nægja í þetta sinn þau ummæli, sem jeg nú hefi haft, með því að líka flestir skilja, hvað hjer er átt við. Jeg ætla mjer svo eigi að fara fleirum orðum um þetta að sinni, en fela málið til at- hygli og umönnunar öllum sönnum fslending- um, og leggja ríkt á við þá, að bera undir hjartarótum sínum in gömlu gullfallegu orð, er standa fyrir framan grein þessa, «að, ef þeir vilja vera fullkomnir í fróðleik, þá nemi þeir allar tungur, enn — gleymi pó eigi sinni tungu«. Kitað í K.höfu þ. 29, d maímán. 1882. Finnnr Jónsson. * * * — Vjer erum alveg samdóma höf. um nauð- synina á því fyrir rilhöfundana að vanda mál sitt, og einkum að forðast útlendar og máli voru óeðlilegar setningaskipanir. pær eru mál- inu meira eitur, en einstök orð af útlendri rót, er upp kunnu verða tekin, svo sem «pólitík». Vjer eigum ekkert orð í málinu, er jafn hand- hægt sje sem <• pólitík*> og hver maður skilur það nú orðið. «Stjórnfræði» er alt annað, miklu þrengri hugmynd. «Póstur» er líka útlent orð, og mun þó naumast neinn fara fram á nú að útbyggja því. Mál vort hefir og á öllum tím- um (eins og öll önnur mál) tekið upp einstöku orð erlend. — Að því er til hins kemur, að fella úr eignarfallsending eða annan bandstaf í fyrri hlut samsettra orða, þá hefir enginn setl það fram sem algilda reglu, að taka ávalt ina styttri mynd. Sumir tíðka meir inar styttri myndir (t. d. Jón forkelsson, sjera Arnljótur o. fl.), sumir inar lengri. Höf. játar að hvoit- tveggja sje málrjett, og þá er það undir smekk komið, hve langt eða skamt menn fara í þess konar. Höf. vill fylgja þeirri reglu, að taka aldrei ina styttri mynd, þar sem in lengri er áður til í málinu. Algild regla ætlum vjer þó að þetta ætti eigi að vera. Sumstaðar fer svo auðsjáanlega betur á inni styftri mynd, að eigi er hikandi við að breyta til batnaðar. «Plant- fræði» sjáum vjer eigi betur en að sje rjett og óaðfinnanlegt orð, og eina orðið, ei vjer höfum sjeð nýtilegt á íslenzku til að tákna þá fræði- grein («botanik»); «grasafræði» er ótækt orð, því að grösin eru að eins flokkur plantna (öll grös eru plöntur, en allar plöntur eru ekki grös). 1) Gaman þætti oss að sjá liöf. bera saman t. d. málið á stjórnartíðindunum nú við t. d. 40—50 ára gamlar brjef'abækur á ritstofum embættismanna. Ritstj. Misskilningi þarf það oið heldur eigi að valda, því að orðið «planta» er íslenzkt orð eins og, «plantan» (í sömu merking sem *planta», en okki sama sem «gróðursetning» — sjá Stjórn); en sögnin «að planta» er ótíðkuð og óþörf í raáli voru. Enda gefur vaninn merkingunum festu með tímanum. Eftir þýðing orðanna væri varla gott að greina «geografia» frá «geologia» — en tízkan hefir fest merkingarnar. «Landfræði» þykii ossfegraorðen «landafræði», sbr. «landgæði», eigi «landagæði». Tizkan, að stytta orð, þar er vel fer á því, er ekki heldur alveg ný. Sumir þeir, er höf. eins og vjer, metur manna mest, hafa þegar gjört það fyrir löngu, t. d. Konráð Gíslason, er þýðir (í orðbók'sinni) «Zoolog» með «dýrfræðing- ur». — Ymsar aðrar styttingar er og oft fagurt og þarft að gjöra, t. d. «hæfileiki» fyrir «hæfiieg- leiki» o: að vera «hæf(ileg)ur»; það orð hefir höf. þessara lína ritað svo um rnörg ár, og nú eru ýmsir farnir að taka það upp. Ella ættu menn að rita «göfuglegleiki•> af «göfug(leg)ur»; oss virðist «göfugleikur» göfugra. — Y'fir höfuð virðist oss hr. F. J. fara nokkuð einstrengings- lega í þerinan hlut málsins. Má vera, að stöku bandstafslausar nýmyndanir sjeu eigi sem heppi- legastar, en þær eru þá ekki hættulegar, því að þær ílengjast þá varla í málinu. Menn eru svo tregir að taka upp nýgjörvinga, að jafnvel rjett og fögur orð eiga örðugt að ryðja röngum og ljótum orðum úr sæti; það er því varla hætt við að annað festist í malinu af þessum ný- gjörvingum en það, sem fegurðartilfinning þjóð- arinnar knýr hana eða laðar tii að taka upp. Ki ts t j. — Bókmenntaíjelagið hjelt ársfund (í Keykja- víkurdeildinui) 11. þ. m. Forseti (Magnús Steph- ensen), skrifari (Helgi Helgesen) og tje- hirðir (Árni Thorsteinsson) voru endur- kosnir sömu og áður. Til bókavarðar var kosinn Kristján bóksali porgrímsson. Einn úr ritstjórnarnefnd «tímaritsins» (Jón bókav. Árna- son) beiddist lausnar frá starfa sínum, og var i hans stað kosínn (það sem ef'tirer ársins)Jón alþm. Olafsson. 8ú uppástunga var samþykkt á fundi, að í ritstjórnarnefnd tjelagsins skyldu eftirleiðis (frá nýári 1883) vera fimm menn: forseti fjelagsins og fjórir menn aðrir kosnir ár- lega fyrir árgang í senn. pessir 4 hlutu kosn- íngu til næsta árs: Steingrírnur kennari Thor- steinson, Jón alþm. og ritstj. Úlufsson, Tált lögfræðingnr Melsteð og Eiríkur prestaskóla- kennari Iíriem. — Endur^koðunarmenn voru kosnir sömu sem áður (Jón háyfirdómari Pjet- ursson og Halldór kennari Guðmundsson). — Varaembættismenn voru allir endurkosnir. — Landshöfdingt ililmai' Finsen sigldi hjeð- an til Hafnar með póstskipinu 6. þ. m. ásamt ijölskyldu sinni. Hefir hann fengið orlof til að dvelja erlendis í vetur, er kemur; en mun vænt- anlegur hingað aftur í apríl eða maí næsta vor 1 fjarveru hans geguir Ilergur amtmaður Tltorbery störfum hans á lians ábyrgð, nema í ieim málum, er úrskurði amtmannsins í suður- og vesturumdæmunum eður stiftisyfirvaldanna er skotið til landshöfðingja, þá gegnir Jón há- yfirdómari Tjetursson þar landshöfðingjastörfum,! 1) „Orðbók1’ sbr. „orðgnótt"; „lesbók" sbr. “lesmál'1.1 með því að hr. Bergur Thorberg er amtraaður í nefndum umdæmum og annar liður stiftis- yfirvaldanna. — Með manni, sem að norðan kom um helgina, frjettist,að ís lægi nú fyrir norðurlandi hvervetna, nema hvað skipgengt væri inn á Húnaflóa vestanmegin. 1 skip komið á Borð- eyri. A u g; 1 ý s i n g a r Á s k o r u n. pareð jeg hefi ekki enn fengið nema 36 hugvekjur af þeim 90, sem jeg vildi fá, er út- sjeð ura, að hugvekjusafn þetta verði hjeðanaf prentað sumarlangt. En af því að mig langar til, lofi Guð, að láta því verða framgengt næst- komandi vetur, bið jeg þá, sem þegar hafa heitið mjer hugvekjum, að senda mjer þær svo fljótt sem verður, og með því mjer er það kunn- ugt, að margir andlegrar stjettar menn hjer á landi, sem jeg enn þá ekki hefi getað náð til eða skrifað um þetta mál, eru góðir og ritfærir ræðumenn, þá eru það vinsaraleg tilmæli mín, að sem flestir þeirra vilji styðja þetta fyrirtæki með því að senda mjer hugvekjur eftir sig, og mun jeg jafnskjótt og jeg fæ fulla tölu af hæfi- legum húslestrarhugvekjum, fara að semja um prentun þeirra hjer eða í Kaupmannahöfn. Höf- undur hverrar hugvekju mun verða nafngreind- ur, nema einhver þeirra biðjist undan því. Keykjavík, 15. dag ágústm. 1882. P. Pjetursson. pann 24. júnímánaðar næst liðinn týndist á leiðinni af Álftanesi inn í Hafnarfjörð nýleg ólarreipi með bornhögldum brennimerktum I. M. Við þau var bundið kaðalreipi nokkuð brúkað. Hver, sem finnur, er beðinn að koma þeim annaðhvort til verzlunarstjóra C. Zimsens í Hafnarfirði, eða til mín undirskrifaðs að Smjör- dölum í Flóa. I’orkell Jnnsson. rciðanlegt verzlunarhús i Leith á Skotlamli leyfir sjer að tilkynna íslendingum, að þeir eru viljugir að seija bæði fisk, ull og lýsi eður aðrar íslenzkar vörur við þvt liæsta verði, sem fæst á inum enzka markaði, fyrir vcnjuleg ómakslaun (Commission). And- virðið sendist aftur í peningum eður vlxlbrjefum, sem borgast á Skotlandi eður í Kaupmannahöfn eftir því, sem viðskiptamenn óska, eður vörum, scm þeir geta tiltekið. Ádressa: Messrs Gillespie & Catlicart, Beruard Street, Leith. Kaupmaður porlákur Ó. Johnson hefur viðskipti við icssa kaupmenn, og gefur hverjum, sem óska, nákvæm- ari upplýsingar. Ennfremur geta menn fengið upplýsingar viðvíkj- andi þessu liúsi hjá: Herra C. K. Hansen í K.höfn og Herra Harry Levin sst. Clydesdale Bankanum, Leith og Lontlon. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Jóu Ólafsson, alþingismaður. I Prentuð bjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.