Skuld - 26.09.1882, Page 1
Arg., 32 nr., kostar 3 kr.;
horgist f sumar - kauptíð til
Einars prentara Jsórðarsonar.
Eftir að V4 árgangs eru út
komnir, gildir eigi uppsögn
á næsta árgangi.
1882.
Afgreiðslustofa í prent-
smiðju Einars pórðarsonar.
Ritstjórnar-skrifstofa:
Aðalstræti Nr. 9, opin kl.
4—5 e.m. hvern virkan dag.
V. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 26. September.
Nr. 163.
t
Dr, Jóíi Hjaltalín.
Hvað er að ári? hvað er að vori ?
Hví er stríð fyrir surnar blíðu?
Hví rnunu Hengils höfuð þyngja
hungurský með kófi slungin?
Hví munu ísar ægi læsa,
eitri blandnir jörmungandar?
Hví mun falla feigur að velli
fjenaður ótt, en sjúkna dróttir?
Spyr jeg að norðan nísting harðan,
neyð að vestan sögð er mesta,
mistri roðinn röðull í austri,
Eangárland er vorpið sandi.
Hvað er að sunnan? Satt skal inna,
svarið þaðan tekur af skarið:
Heilladísir hníga þar allar,
Hjaltalín, yfir kumli þínu!
Er það kyn þótt megirðu muna,
móðurland, og skrifa með blóði
nafnið hans, er í öllum efnum
jók þitt gagn og fremdarbagnað?
Hnípir að von hver dís og drúpir,
dauðau kveður nú Frón í nauðum
hann, sem dýran bjelt og kæran
hvern þess stein sem gullið hreina.
Hví skal syngja dapurt og drúpa?
Dýrð Guðs skín yfir leiði þínu,
vinurinn bezti, garpurinn glæsti,
genginn á þing með dáðmæringum!
Prýðir höfuð og herðar breiðar
heilagan fiokk með yndis þokka;
lækni svásar líknardísir
leggja sveif yfir hvarmateiga.
Aðalsmann þar átti að sönnu
einn vort land á tíma seinni,
sá var frækn í flestum sóknum,
fríður og knár sem Gunnar og Kári,
lund og mál var öllum yndi,
yfirlit bjart, en frómlynt hjarta.
Fræðimál þín heimurinn heiðrar,
hróðmögur snjalli Sæmundar fróða!
Ungur gekkstu vígs á vengi
vopnum búinn styrkrar trúar,
reiður vóðst gegn raunum og dauða,
röskur í ferð með brugðnu sverði;
hrukku fyrir þjer, hetjan rakka,
heljar sveitir, sem landið kvelja;
áifum kenndirðu vit og vilja,
víkingur andans, fárra líki!
Landið þitt var alt þitt yndi,
enginn gekk þjer feti lengra
gegn um eðlis göng nje sagna
Garðarseyjar fjalla meyju.
Lífgras hvert þú lagðir á bjarta,
lind og hver og þaraskerin;
lyfjabúð og birgðir fæðu
brunnar voru þjer náttúrunnar.
Landið þitt var alt þitt yndi,
önd þín fló með vængjum þöndum
allan geim, í guðlegum draumi
glóði land og framtíð þjóða;
gull þjer skein í fornu fjalli,
fólginn auður í jörðu snauðri,
undramagn í ám og lindum,
eðalsteinar í foldarbeini.
Landið þitt var alt þitt yndi :
ungur og gamall hönd og tungu,
líf og fjör og langa gæfu
Jjeztu goldið móður foldu;
móðurfoldin mun og um aldir
minning þín með vegsemd krýna,
vinurinn bezti, garpurinn glæsti,
genginn úr þraut með Drottins englum.
inn, en engu að síður var hann settur upp á
framhlið húsins gagnvart dönsku ljónunum. pá
skoruðu þingmenn á stjórnina, að taka þorsk-
inn niður og setja valinn í staðinn. Finsen
landshöfðingja þótti mjög ískyggileg slík bylt-
ingaráð, og nú hefir stjórnin það af ráðið, að
jorskurinn skuli þar kyrr vera sem kominn er.
?að er mælt að stjórnin hafi í þessu máli fylgt
Meldahl etazráði, hefir etazráðið gjört drátt-
mynd þá af húsinu, sem það er síðan reist
eftir, og ræður hann mjög einbeittlega frá að
nema þorskinn brott. Stendur það fyrir hug-
skotssjónum hans listmentuðu sálar sem ámóta
skemdarverk eins og «að raka augnabrýnn af
manni». — íslendingar fá því framvegis að
halda hörmangaraskildinum1 á þessari einu
merkisbyggingu, sem þeir eiga; og getum vjer
lagt þeim það ráð, að skoða eigi þorsk sinn
framar sem þjóðmerki, heldur sem jartegnan
afturhaldsanda innar konungl. Nellemanns-
stjórnar; en andi sá er aftur að eins einn lið-
ur í inni almennu dönsku Estrúps-umönnun _
fyrir inu núverandi ástandi, og er auðvitað að
hún muni láta alt það, sem þorsk-ættar er,
ganga óskert í arf til barna vorra.
Sá er munur á sönnu og lýgi:
sannleiksbarn fær líf úr hjarni;
efinn dáð og anda svæfir;
aldrei þrífist spekin kalda.
Lifi þín trú á Guð og gæíu,
góði vin, og framtíð þjóða.
Sjálfur leiðstu heim (en helja
hrædd sig fól) sem kveðji sólin.
Dafnar aftur land og lifnar —
lífsins stríð á að manna lýði —
skrýðast mun, sem skáldin kveða,
skógi dalur og blómstrum nógum.
pó að hyljist, hvergi deyja
(hlægir það mig) góðu fræin
Heilladísir huggi það allar,
Hjaltalín, yfir kumli þínu !
Matth. Jochumsson.
Danskur afturhaldsandi og golþorskur,
(Eftir „Morgenbl“. 26. ágúst).
— Einn af «Aldinborgurum»* vorum fann
upp á því að gjöra höfuðlausan þorsk flattan að
íslands skjaldmerki. fslendingar hafa lengi
óskað að losast við þetta þjóðernismerki; hefir
þeim þótt liggja fremur óvirðuleg þýðing i
þessu merki, og er það ekki að raunarlausu.
peir kjósa heldur hvíta valinn íslenzka2. pá er
alþingishúsið var reist í fyrra, komu aftur og
aftur óskir fram um að vera lausir við þorsk-
1) „Aldinborgarar“ = konungar af Aldinborgarætt-
inni.
2) Fálco lslandicus.
89
Sj álfstæðis-sóm atilfinning pj óðarinnar.
4. og 5. d. júlímán. þ. á. voru margarþíisundir
manna saman komnar á Stiklastöðum, til að
heyra á Bjornstjerne Bjarnson. Hann hjelt
þar ræðu, og talaði «um sjálfstæðisins sóma-
tilfinning hjá inni norsku þjóð>. — f>ar eru í
mörg orð og margar hugsanir, er vera mætti
fleirum þjóðum hugvekja að heyra, og vjer Is-
lendingar getum haft gott af að heyra ofurlítið
bergmál af einu að öðru úr henni.
Fyrst mintist hann þess, að þá er orustan
stóð á Stiklastöðum, þá voru þeir tímar, að
konungsvaldið bar fram inar nýju tíðarstefnur;
nú væri öldin önnur; nú væri það «bændur ok
búalið’>, er ætti að svara kröfum nýs tíðaranda.
Og á slíkri tíð er Noregur kallaður til að ganga
í broddi fylkingar. «Undir inu sorglega sam-
bandi voru við Danmörku hvarf oss alt stór-
menni; við urðum allir að almúga. En þetta
ið sama olli því, að á endurreisnar-stundinni
stóðum við fremstir í flokki og bezt viðbúnir,
er guðspjall frelsisins og jafnaðarins um alda-
mótin andaði sigurblæ yfir Norðurálfuna. Norska
þjóðin hefir lengi verið fastheldin við konung-
valdið, «en nú á síðkastið höfum vjergengið úr
skugga um, að œttjörð og konungur eru sitt
livað«. «Með bændunum kemur eðlilega sá
skoðunarháttur fram, sem skapazt hefir af þeim
hörðu kjörum, er þeir eiga við að búa. Hann
kann að þykja kaldur og óskáldlegur; en hann
hefir lífsþekkingarinnar afl. peir sj&ígegn um
glisið og vanahefðina; þeir spyrja, hvað rjett
sje, og hvað við hæfi sje; þeir spyrjalíka, hvað
1) Hörmangarar í Höfn hafa venjulega ísl. porsk i
búðargluggum slnum.