Skuld - 26.09.1882, Síða 3
91
friðarins; in sönnu tildrög liggja dýpra, og eru
reyndar in sömu í Egiptalandi sem í Rússlandi.
Síðan á dögum Mehemeds Ali (forföður Tew-
fiks, sem nú er khediv) í byrjun þessarar ald-
ar hefir það verið siður, að senda árlega nokkra
unga menn til Parísar til náms. £>egar þeir
koma aftur til Egiptalands, eru margir þeirra
einatt orðnir sjálfbyrgingar í trúarefnum, og
allir eru þeir grunaðir um að vera það. En
til að koma af sjer gruninum, koma þeir oft
fram sem trúarofsamenn. Stjórnin egipzka
setur þá venjulega í embætti, og oft í meira
lagi af handa hófi. Maður, sem er doktor í
lögfræði, er ef til vill gjörður að liðsforingja;
annar, sem hefir gengið á hernaðarskóla, er
skipaður í heilbrigðisráðið, og svo fram eftir
götunum. t*essi störf eru þeim fengin oft á
móti vild þeirra, og vekur þessi aðferð oft
megna óánægju meðal meðal þeirra. En aginn
er strangur í Egiptalandi, og með tímanum
verða þeir oft annað hvort af hræsni eða vana
þægir þegnar aftur, og það því fremur, sem
þeim gleymist oftast aftur á endanum sú litla
mentun, er þeir höfðu fengið. En oft situr þó
eftir einhver óánægjubroddur í sál þeirra undir
niðri. Á stjórnarárum Ismails passja voru skól-
ar stofnaðir í Kairo, Alexandríu og Tantah
til að menta foringja. embættismenn og kenn-
ara. Alþýðan er alveg ómentuð, en þeir, sem
í þessum skólum nema, eru að eins fáir tals í
samanburði við allan fjöldann; þeir ná þar
nokkurskonar hálfmentun, nógri til þess, að
þeir, eins og nihilistar í Rússlandi verða óá-
nægðir með ófrelsi það, sem á sjer stað í land-
inu bæði í stjórnmálum og allri fjelagsskipun.
Frá þeim breiðist út sá óánægjustraumur, er
fá hlýtur framrás í fullu upphlaupi, nær sem
stjórn khedívans sýnir Ijósan vott um vanmátt
sinn.
Önnur orsök til þeirrar ringulreiðar, sem
á öllu er í Egiptalandi, er fjárhagur ríkisins.
Enskir og frakneskir auðmenn lánuðu fyrst
khedívanum stórfje móti okurrentum; en þegar
vanskil tóku að verða á greiðslunni, tóku stjórn-
ir Englands og Frakklands í taumana. til að
vernda hagsmuni þegna sinna, okurkarlanna.
Nú var farið með ið egipzka ríki sem þrotabú.
Nefnd var sett til að stýra ríkisskuldamálun-
um og tryggja lánardrot.tna hag. þeir. sem
kunnugastir voru, voru eigi spurðir til ráða.
Nefndin tók fyrir góða vöru skýrslur egipzku
stjórnarinnar um tekjur 02 gjðld ríkisins, og
lagði svo niður afborgunarskilmálana, að lands-
stjórnin var svipt öllu færi á að framkvæma
nokkra minstu endurbót, sem fje þurft.i tii.
Tekjunum úr ýmsum hjeruðum skyldi eingöngo
til þess varið, að greiða með þeim ríkisskuldir;
af tekjum hinna hjeraðanna skyldi fyrst greiða
kostnaðinn við umboðsstjórn landsins; af því.
sem afgangs yrði, skvldi verja sls til greiðslu
ríkisskulda, en 2/s af afganginum mátti verja
ti! ýmislegra útgjalda í landsins þarfir. Til
þess að tryggja það. að þessum fyrirmælum
væri nú fylgt, skyldi skipa rnenn til eftirlits.
England og Frakkland setf.u sinn yfirumsjónar-
manninn hvort um sig; þeir áttu sæti í ráða-
neytinu og höfðu rjett til að leggja bann fyrir
hvorja stjórnarályktun, sem þeim gazt eigi að.
Með þessu móti urðu þessir yfirumsjónarmenn
eða eftirlitsmenn í rauninni þeir, sem lögum og
lofum rjeðu í landinu. En þeir áunnu sjer eigi
hylli landsbúa. |>vert á móti juku þeir orsak-
sakirnar til óstands þess, er nú er á komið.
Fyrst var nú það, að eftirlitsmenn þessir ljetu
sjer ekki skiljast það, að það gat varla hafa verið
tilgangur ríkisskulda-nefndarinnar, að svipta
Egiptaland öllum efnum til að endurbæta stofn-
anir landsins, akuryrkju, verzlun og aðra at-
vinnuvegi; og heldur eigi gat það hafa verið
tilgangurinn, að ríkisskuldirnar, sem námu 90
millíónum punda (1620 millíónum króna) skyldu
fullgoldnar upp í topp á 25 til 30 árum. —
£>á var það annað, að eftirlitsmennirnir drógu
heilan her norðurálfu-manna inn í landið, eink-
um landa sína Engla og Frakka, og tróðu þeir
þeim inn í öll æðri embætti með óhæfilega há-
um launum. Sjálfir höfðu eftirlitsmennirnir
hvor um sig 5000 pund (90,000 kr.) um árið í
laun; forstjórarnir fyrir rikisskulda-skrifstofunni,
járnbrautunum, póstmálunum, þjóðjörðunum 0.
s. frv. höfðu í árslaun 3000 pund (45000 kr.)
og þar yfir hver fyrir sig. í öllum greinum
umboðsstjórnarinnar var norðurálfumönnum
troðið í embætti, og hvervetna fengu þeir miklu
hærri laun, en innlendir menn í ámóta embætt-
um. f>etta skóp öfund og óánægju. Auk þessa
ber þess að geta, að allir þessir útlendingar
voru skattfríir, þar sem innlendir menn eru
flegnir með geysiháum sköttum. — Ofan á alt
þetta bættist nú svo það, að Tewfik kedívi vat
mesta nátthúfa og alveg í klónum á þessum
eftirlitsmönnum, svo að frumreglan fyrir öllu,
sem hann gjörði, var það, hversu þessir útlend-
ingar vildu vera láta, en hitt eigi, hvað í raun
rjettri væri landi og þegnum heillavænlegast.
pað eru nú inir innlendu þjóðernismenn og
frelsismenn, er hafa fylkt sjer um Arabí. Flokkur
þeirra og ráð voru svo vaxandi í landinu, að Eng-
lendingar álitu nauðsyn til bera að kúgaþá, og því
var leitað að ófriðarefni, og má nærri geta, að
svo kænum mönnum sem Englum varð eigi
leit á, að finna sjer tilefni.
l>að eru þannig inir mentuðu og frjáls-
lyndu Englendingar, sem koma hjer sem oftar
fram sem erlendir ofríkismenn og kúgarar, til
að bæla niður sjálfstæði vaknandi þjóðar.
H l T T 0 G J> E T T A.
Bjornstjerne Bjornsou og kristimlómurinn.
— í veizlunni á Aulestad mintist Bj. í ræðu
þeirii, er liann hjelt til svars heillaóskum gest-
anna, á sig og trúarbrögðin, og sagði meðal
annars: «aldrei hefir það verið tilgangur minn
að særa trúar-tilfinning nokkurs manns á neinn
liátt eður að ráðast á nokkra hreinskilna trú;
alt það, sem jeg hefi óskað að koma til íeiðar
í trúarefnum, er, að leiða menn til að leita
sannleikans, hugsa sjálfir og rannsaka alvarlega,
í stað þess að tafsa upp gamlar trúarjátningar
af éintómum vana og liugsunarleysi, því að
slíka trú álít jeg dauða, en eigi lifandi».
Henrik Ibsen 11111 Bjornson. — Meðal þeirra,
sem sendu Björnson kveðju 10. ágúst, var skáld-
ið Henrilc Ibsen. Frá honum kom bæði langt
brjef, og svo málþráðar-ávarp »með þökk fyrir
samvinnu í frelsisins þjónustu í 25 ár». — Úr
brjefinu viljum vjer færa til þessi orð:
«Rit þín standa í fremstu röð í bókment-
asögunni og tnunu jafnan það sæti skipa. En
ætti jeg að ákveða, hvað rista skal á minnis-
varða þinn, þá vildi jeg velja þessi orð: líflians
var hans fegursti skáldskapur? Og það, að
framkvæma hugsjónir sínar í lífsstarfi sínu, á-
lít jeg það æðsta, er nokkur maður getur náð.
J>etta er lífs-mið okkar allra, en langflestir
fara fjarri því ■>,
Uppskeran í Bandaríkjunum er talið að
muni hafa orðið með langbezta móti í sumar.
Með því að uppskera þar að auki yfir höfuð má
teljast betri en í meðallagi í Norðurálfunni yfir
höfuð, þá er líklegt, að korn verði eigi mjög
hátt í verði.
Síldarafliim við Skotland og Hjaltlands-
eyjar hefir verið meiri í sumar, en nokkru sinni
fyrr í manna rninnum.
í Noregi geta konur nú tekið stúdents-
próf (exam. art.) og heimspekis-próf (exam.
philos ).
Bókmentir.
Arni Thorsteinsson: Laxkyujaðir fiskar
og fiskirækt. Rvík. 1881. (73—163. bls. sjer-
prentun úr tímariti bókmentafjelagsins 1881).
— þessi ritgjörtð erönnurin þarfasta, er komið
hefir út í tímariti þessu. f>að er svo víða
veiði hjer á landi, að það getur enginn efi
leikið á, að það er stórfjár virði, hvort vel eða
illa er með hana farið, hvort hún er efld eða
nídd. En til þess, að efla veiði, þarf einatt
lítinn sem als engan kostnað; það þarf miklu
fremur aðeins að þekkja eðli fiskanna og skil-
yrðin fyrir þrifnaði þeirra og fjölgun. Höf. hefir
með mestu alúð kynt sjer það, er útlendir
menn, sem reynslu hafa fyrir sjer, hafa ritað
um þetta, og setur hann ljóslega og auðveld-
lega fram það, sem helzt er og þarflegast að
vita um eðlisháttu laxa og silunga, og bendir
til, hve mikils vert sje að kynna sjer þetta.
Eins og höf. kemst sjálfur að orði (á 111. bls.):
»í>að, sem mest ríður á fyrir þá, sem eiga veiði
i ám og vötnum, er að þekkja vel eðli og lífs-
háttu fiskanna. Ef menn afla sjer þeirrar
þekkingar og láta sjer eins ant um þá og bú-
mennirnir um skepnurnar eða varpeigendur um
fuglana, má í hendi sjer með skynsamlegum
ráðstöfunum og framkvæmdum auka fjöldann,
veiðina eða arðinn». — Vjer viljum ráða öllum
til að lesa þessa ritgjörð, sem er í alla staði
svo vel rituð, að höf. hennar verðskuldar sann-
arlegt þakklæti.
Torfliildur porsteinsdóttir Hohn: Brynj-
óltúr Sveinsson. saga frá 17. öld. Rvík. 1882.
— £>að er allrar virðingarvert af kvennmanni,
að hafa áræði til þess með ekki meiri mentun
en konur hjer á landi eiga kost á, að rita bók,
og það skáldsógu, og ofan á alt saman: skáld-
sögu sögulegs efnis, sem sannlega er ekkert við-
vaninga-færi. Einhver kynni því að ælla, að hjer
væri að líkindum um tvent að gjöra, annaðhvort
mundi það vera óvenjuleag öflug og rík skáldskap-
argáfa höf.,er hefði knúð hana til að sprengja öll
torveldishöft og venju-bönd, og ryðja sjer til
rúms í því formi, er bezt ætti við hana, — eða þá,
að mentunarleysi höf. hefði vakið henni það oftraust
á sjálfri sjer, að hún hefði leiðzt til að færast það í
fang, er henni væri svo gjörsamlega ofvaxið, að
engin þolauleg mynd yrði á verki hennar. — En
það þarf ekki langt að lesa í sögu hennar til að
sjá, að hvorugt af þessu hefir átt sjer stað.