Skuld - 31.10.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 31.10.1882, Blaðsíða 2
98 fjenað í staðinn fyrir það, sem fjell næstliðið vor, þá sje jeg engin ráð til að fullnægja skil- yrði þessu, önnur en þessi, sem jeg hef hjer stungið upp á, því að kaupa búpening nú, þeg- ar fóðrið vantar, er ekki umtalsmál, en á næst- komandi vori verður framgenginn búpeningur hvergi fáanlegur á landinu, hvað sem í boði er. Jeg hefi heyrt að inn velviljaði og fram- takssami íslendingur Eiríkur Magnússon muni vera að safna gjöfum á Englandi handa íslend- ingum, og sje þetta satt, sem mjög er líklegt, eftir því sem honum fórst fyrir hönd austfirð- inga ekki als fyrir löngu, þá er ek'ki ólíklegt að vesturamtið og þar á meðal Dalasýsla kynni að verða aðnjótandi einhvers hluta af slíkum samskotum. En hinu trúi jeg ekki — því illu skyldi maður aldrei trúa — að nokkur íslend- ingur andæfi á móti slíkum kærleikssamskotum annara þjóða. J>ví sú neyð, sem nú vofir yfir landi voru næstkomandi ár, ef búpeningsvonin næsta vor verður ekki aukin með einhverjum góðum ráðum, er svo stór, að hana sjá ekki aðeins skyggnir menn, heldur jafnvel óskyggnir. Sauðafelli 29. september 1882. ■ Jaliob Guðmundsson. llr lirjefi úr ^ljettulilíö frá 19. sept 1882. (framhald brjeísins 20. ágúst úr Skagafirði í Skuld bls. . .) Sumarið er-vafalaust ið harðasta á þessari öld og ef til vil þótt lengra væri leitað. Samt hefir verið hart mjög sumarið 1807. Af því að ekki var úti harðindakaflinn, þegar jeg rit- aði síðast, ætla jeg að bæta við lýsing á tíð- inni síðar. pann 21. ág. var snjóhraglandi nokk- urn veginn í logni allan dag við og við og eins 22., en 23. var alhvítt og varð eigi slegið fyr en eftir hádegi. 24.—27. voru ,sífeldar þokur og rigningar og norðaustanstoímar á víxl og samfara. Alla þessa daga 20.—‘27. var hitinn 3—4° R. um hádaginn. 28. var heiðríkt loft og bjartviðri, en austanstormur svo mikill, að vart varð þurkað eða átt við hey. Hitinn ekki meiri en 6° um hádaginn. 29. þoka f. m., birti svo og gjörði þurk (Höfuðdagur). Margur hafði vonað að um mundi skifta með þessum degi, enda sýndist það ætla að verða, því að daginn eftir var kominn sunnanvindur og skafheiðríkt veður og var góður þurkur allan daginn, inn fyrsti góði þurkdagur á slættinum. En nóttina eftir gjörði talsverða rigningu, þó varð þurkur þann dag eftir kl. 10 f. m. Nú voru hlýir dag- 1. ar 1.—4. sept. og sunnanátt, en óstöðugt og 2. mjög skúrótt og byljótt, svo nálega var ómögu- legt að þurka hey. 29. ág. til 4. sept. var hiti 3. 8—13° R. Taðan var hirt hjer 2. sept. og varð dálítið meiri en í fyrra. 5. sept. var norðvest- anhríð og gróf fannkoma, alhvítnaði ofan undir bæi, en festi Iítið í byggð; 4° R. 6.-8.. sept. var aðra stundina ofviðri sunnan og vestan aðra stundina logn eða stórrigning. 9. sept var logn um morguninn, ofviðri sunnan kl. 10 f. m. til kl. 1 e. m. Stórrigning sunnan kl. 1—4 e. m. og lygndi, þá logn dálitla stund, en eftir það austanstormur mikill og regnslitr- ingur, 6° R. 10. sept. dreif mikið í logni all- an dag; þó hvítnaði ekki fyr en um kvöldið og frá því, allan 11. sept. og til 12. sept. kl. 10. f. m. var stórhríð norðaustan og keyrði niður ina 6. mestu fönn, svo að allt varð hálf ófært fyrir snjó. Inn 12. sept. gekk jeg því áskíðum inn í Hofsós á uppboð, sem þar var haldið á skemmd- um mat, og þann jdag e. m. og næstu 3 var logn að mestu og bjartviðri. 16 sept. kom þoka e. m. og fjúk í logni um kvöldið. 17. var dimm norðvestanbríð fram yfir miðjan dag en birti þá upp. í gær var bjartviðri og vest- angola og hiti 6° og í dag er líkt veður nema hlýrra, 12° R., og vonum vjer þá eftir bata með haustinu. 10.—17. var hiti 2°—6° R. Af hríðunum öllum hefur orðið minna fram í sveitinni; þó gætti þess einkum þegar mikla hríðin kom 11. þ. m., því að þá gránaði að eÍDs fram til sveitarinnar og tók upp í sólbráði samdægurs og hafa menn alltaf getað verið við heyskap þar til þessa, og haft góða tíð til hey- skapar nú um stund síðan 11. sept., enda veitti þar eigi af því, því að þar voru eigi allii búnir að ná töðum sínum 12. sept. og litlu sem engu útheyi, því að sumarið hefur jafn- vel verið þurrka-minna upp frá, en hjer út frá til þess tíma, en síðan hafa þeir getað verið við heyskap en við ekki, því að fönn er hjer enn eins og um vetur. 12. sept. voru örfáir búnir að fá nokkurt úthey til muna upp frá og lítið annað en töðurnar, og sumir ekki búnir að fá neitt strá undir þak hvorki af túnum nje engi. J>á var t. a. m. bóndinn í Djúpadal, annars góður bóndi, ekki búinn að fáinnnokk- urn bagga, og sagt var, að prófasturinn í Glaumbæ, sem þó er mjög fjárríkur, hafi þá verið búinn að fá inn eina 20 hesta af útheyi og svo töðuna og er hann þó engin liðleskja í búskapnurn. fessi in sömu heyskaparvandræði eru að frjetta úr öllum sveitum sýslunnar meíra og minna. Hjer í sveitum hafa menn fengið inn undir þak 30—70 hesta af útheyi og töð- urnar. Á venjulegum engjum fjekk maðurinn hjer ekki eftir sig meira en bagga á dag. Nú er að hlána, svo að jörðin er þó orðin flekkótt vel. Kýr hafa staðið hjer á gjöf síðan 11. sept. og er það ærið snemt. Nú standa göngur yfir og er furða hve lítið hefur fent, en sorg- legt að sjá hvern bónda taka hvert lamb sem hann heimtir af fjallinu óðara og skera það. — Hjer hugsar enginn til að geta látið lifa, nema iað flesta af kúnum og eitthvað af ám. í Fljótum er dálítið betra. K o r n-g j a f i r t i 1 í s 1 a n d s. — Með «Valdemar» voru sendar: Yestmanneyja . . 200 tn. rúg Reykjavíkur . . . 156 tn. rúg —»— . , . 10 — skonrogg Stykkishólms . 484 — rúg —»— . . . 56 — bankab. —»— . . . 100 — hveiti-úrsáld Skagastrandar . . 350 — rúg —»— . 50 — bankab. —»— . 150 — hveiti-úrsáld —»— . 100 — rúg-úrsáld —»— . 100 balla heys Sauðárkróks . 314 tn. rúg i) . 50 — bankab. » . 150 — hveiti-úrsáld = »> . 100 — rúg-úrsáld —»— ! . 100 balla heys Akureyrar . . . 200 tn. rúg —- . . . 300 — hveiti-úrsáld —»— . . . 100 — rúg-úrsáld til Akureyrar ... 50 tn. bankab. — ”— . . . 100 balla lieys 7. — Húsavíkur . . . 200. tn. rúg —»— . . . 100 — hveiti-úrsáld —»— • . . 100 — rúg-úrsáld —"— . . . 100 balla heys. f>etta er samtals 1904 tn. af rúgi, 206 tn. af bankabyggi, 800 tn. af hveiti-úrsáldi, 400 tn. af rúg-úrsáldri, 10 tn. af skonroggi, eður als 3520 tn. af kornvöru, og 400 ballar af heyi að. auki. petta er alt sent af samskotanefndinni í Höfn. — Herra Eiríkur Magnússon, M. A , kom á gufuskipi frá Englandi með gjafir frá sam- skotanefndinni í Lundúnum. jpað skip flutti 350 tons (hvert tons er hjer um bil 10 tn.). Lagði hann 50 tons upp á Berufirði eystra, en á Borðeyri, Sauðárkrók, Akureyri ætlar hann að leggja upp 100 tons á hverri höfn. — Lands- höfðingi sendi þegar hraðboða norður og vestur til að láta vita af gjöfunum. Auk þeirra 2000 kr., sem áður er getið um í «Skuld» að komið hafi frá samskotanefndinni í Noregi (sent af hr Helland, sem ferðaðist hjer í fyrra), hafa síðar komið frá sömu nefnd 4000 kr., og frá einum einstökum manni, hr. Lehm- kuhl í Björgvin, gjöf frá honum 500 kr. (hr. Lehmkuhl hefir veiði-útgjörð á Eskifirði eystra). Herra ritstjóri, Jón Ólafsson! Satt er það og fagurlega mælt, sem segir í þessa árs «Skuld» (bls. 88), að •hlutdrægni er ávallt vítaverð”, En kennir það eigi líka nokkurar hlutdrægni. að hlaupa strax að óreyndu máli með sögusagn- ir einhvers einstaks, og að líkindum mjög hlut- drægs, brjefritara og «landa» og svo eigi að eins drótta því að saklausum mönnum, að þeir hafi sýnt hlutdrægni í skylduverki sínu, heldur og jafnvel samstundis gjöra þetta fleipur og rógburð að «almenningsrómi» ? Jeg er því viss um, og má einnig heilsa yður með það frá Próf. Konr. Gíslasyni, að þjer munuð eigi synja okkur máls, ef við þykjumst þurfa að bera hönd fyrir höfuð okkar eða taka til varnar móti svo ástæðulausum áburði, sem þeim, að «hlutdrægni hafi átt sjer stað» móti kand. Schierbeck í nokkru því prófi yfir honum, er við höfum átt hlut í. Yið köllum það rógburð og ekki annað, að segja slíkt, nema betri skilríki fylgi; og hefir Konráð enn leyft mjer að geta þess, að hann sje svo viss um að hafa dæmt rjett eftir beztu samvizku um kunnáttu Schierbecks á voru máli að hann einn mundi hafa orðið á móti, þó báðir prófdómendur hefðu viljað kalla hann «hæfan». Sje nokknð víst og áreiðanlegt um ienna mann, þá er það og það, að hann kann ei íslenzku, hvorki til hlítar nje svo, að við- unandi sje. Og þetta mun vera miklu áreiðan- !egra, en hitt, sem Björn Jónsson («ísafoIdar» eigandi) er að streitast við að telja fáfróðum mönnum trú um, að iþessi inn lítt kenndi Schierbeck sje það afbragð annara manna í flestu, einkum læknisfræði þeirri, er ísland lurfi á að halda, að nauðsyn sje að brjóta lög á íslendingum hans vegDa. Hjer í landi, þar sem þó er nóg af læknisfróðum mönnum, veit enginn neitt um alla þessa kosti, nema hvað

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.