Skuld - 31.10.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 31.10.1882, Blaðsíða 1
Arg., 32 nr., kostar 3 kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einars prentara pórðarsonar. Eftir að 3/i árgangs eru út komnir, gíldir eigi uppsögn á næsta árgangi. U L D 1882. a Afgreiðslustofa í prent- smiðju Einars pórðarsonar. Ritstjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. V. árg. þorsteinn Síönliallsson. Saxast tók á Sigtryggs œenn, samt var riœman mögnuð enn. Kerþjálfaður fylgdi fast, fram hann brauzt, og mækir gnast, þar til llótti fyrir brast. Helju varast vildi hver, sem mátti — en það furðu fáum heppnast átti. Eftirförin áköf varð, eins og hrönn, sem sprengir garð — unnar fax af skjöldum skín, Skögul inn í bylgju hrín, ógnblá helja opin gín. Öndvert, stóð þá aleinn sverðalundur, skóþveng batt, er brostið hafði sundur. «Flýr þú ei sem aðrir menn?» æptu margir þá í senn. Sverðiö höndum tók hann tveim, tyrfing sneri móti þeim : «Jeg næ samt ei háttum heim, því jeg á heima út’ á ísalandi». Fleiri svör hann bauð af stæltum brandi. Síðan oft, er margir menn mæta einum dreng í senn, ráðast á, en ei hann flýr, einn á móti flokknum snýr, stælir arm, og hermir hýr: «Jeg á heima út’ á ísalandi» — þá finnst öllutn aukast heldur vandi. Hannes Hafsteinn. — Merkispresturinn síra Jakob Kuðmuiids- son á Sauðafelli hefir sent oss eftirfylgjandi eftirrit af brjefi, er hann sendi á aukafund sýslunefndar Dalasýslu 3. þ. m.: f>egar menn höfðu á næstlinu vori loks- ins sjeð fyrir endann á inum mikla skepnufelli af hrossum, fullorðnu fje og einkum unglömb- um, og sáu fyrir málnytjuleysi það, er verða mundi í sumar og skepnufæðina, sem verða mundi í haust, til útsals, ásetnings og skurðar, í samanburði við það, sem verið hefur mörg undanfarin ár, þá lá í augum uppi að afleið- ingarnar mundi verða bágari en nokkru sinni hafa orðið hjer á landi síðan skömmu eftir næstliðin aldamót, og það því fremur sem fell- irinn varð svo almennur um alt vestur- og suðurland og þótt fellir á fullorðnu fje yrði talsvert minni í norðurlandi, þá varð unglamba dauðinn þar líkt og annarstaðar og að líkind- um afnota missir af kúm, þar sem á öllum út- kjálkum vestan- og norðanlands aldrei kom al- mennilegur sauðgróður og því síður nýtilegir hagar fyrir mjólkurkýr á þessu sumri. En menn voru að hugga sig við þá von, að nýt- Reykjavík, J)i*iðjii(laginn 31. Októker. ing á heyjum mundi verða bærileg, og þó seint væri farið að slá og gras víðast hvar mjög lít- ið, þá mundi þó heyast svo, að kúm, sem víða voru alveg geldar í sumar, mundi verða gefið til mjólkur í vetur og hægt mundi verða að fara afbragðs vel með þann fáa ærpeuing, sem á yrði settur í haust. En þessi von hefur brugðizt möffnum tilfinnanlega, því auk þess, sem heyskapartfminn var óvanalega stuttur og kaupafólk mjög fátt, því menn sáu engin ráð til að fæða það eða gjalda því, og víðast hvar grasið mjög lítið, þá hefir í sumar verið lang- samari óþerra tíð vestan og norðan lands held- ur en nokkurir núlifandi menn muna eftir, því þó rigningar hafi sjaldnast verið mjög miklar, þá hafa verið sífeldar norðanþokur og svækjur og jafnveí rignt af öllum áttum, því vatnið í loftinu hefur altaf verið svo mikið, af vætu þeirri, sem stígið hefur af ísnum, sem befur verið að smá-þiðna. Afleiðingarnar af stuttum heyskapar tíma, fólksfæðinni við heyvinnuna og grasleysinu eru því, að því sem mjer er kunnugt, vestan og norðan lands, sárlítil hey, viða hvar að vöxtum ekki einusinni handa kúm þeim, sem iífvænt er, og ærkúgiklurn þeim, sem jörðunum fylgja, en aíleiðingarnar af óþurkunum eru þær skemdir á inum litlu heyjum, að víða hvar er ekki helfing- ur þeirra fóðurgæfur, sízt fyrir mjólkurkýr, því töður eru víðast hvar svartornaðar og sumstað- ar að nokkru leyti brunnar til ösku og því miður er ekki útsjeð um skemdir áheyjum enn, því altaf er í þeim soðhiti svo þau geta ekki haldið neinu lagi og drekka því í sig rigningar- vatnið jafnóðum og það kemur úr loftinu. Hversu báglega, sem áhorfist með afieið- ingarnar af skepnufellinum í vor og málnytu- leysinu í sumar, þá er hverjum manni auðsætt að afleiðingarnar af inu bága tíðarfari á þessu sumri eru langtum voðalegri fyrir framtíðina, kýrnar verða ýmist nytlitlar eða nytlausar í vetur, og þó allar hreppsnefndir setjist á rök- stóla, taki saman ráð sín, og ríði út um sveit- ina í haust, til að setja á heybyrgðir manna, þá efast jeg um að þau ráð dugi til nokkurrar hlítar ef ekki verður að nokkru leyti sumartíð á næstkomandi vetri, því mönnum hættir svo mjög við, þegar setja skal á hey, að fara meir eftir vöxtum en gæðum, svo reyndistþað næst- liðinn vetur og oftar. jþegar á alt þetta er litið, verð jeg að álíta að framtíðar líf almennings hjer í vestur-amt- inu og að líkindum einnig á norðurlandi sje mjög undir því komið, að menn hefðu nú í haust getað fengið talsverðann fóðurauka frá útlöndum handa kúm, annað hvort mais-hrat (brotinn mais) eða rúg, eftir því sem verðið væri á hverju fyrir sig; þó jeghafi lítið reynt það þá ætla jeg að mais sje betri til mjólkur en rúg, en rúg þar á móti betra til holda en mais; þeim, sem eiga mjög ornaða töðu langhrakta, held jeg mais væri betri, en aftur má ske hin- 97 Nr. 165. um, sem eiga langhrakta töðu ekki mjög orn- aða, rúg betra, en um þetta þori jeg ekkert að fullyrða. það er auðsætt að ef slíkur fóðurbætir fengizt að mun frá útlöndum í haust, þá gerðu kýrnar þeim betra gagn í vetur svo minna þyrfti að skera til manneldis af þeim ám, sem eftir eru, sem orðnar eru r.æsta fáar, því al- menningur er þegar búinn að farga talsverðu af lambgotunum, bæði til að kvitta skuldir, sem þeir komust í næstliðinn vetur og vor, fyrir kornið handa fjenaðinum, og svo fyrir kornmat til manneldis í sumar, og svo til að geta fengið dálítið af kornmat til vetrarins, og eru þeir þó allmargir, sem engan kornmat geta fengið í haust. Ef einhver fengi eitt kýrfóður af kornmat á 160—200 kr. og gæfi það 4kúm, þá má gjöra ráð fyrir að fyrir það fengi hann úr 4 kúm að minnsta kosti 10 pottum mjólkur meira á dag, heldur en ef hann yrði að gefa þeirn ið skemda heyfóður eingöngu, og yrði það í 34 vikur 2380 pottar, og sje potturinn um 16 aura, sem jeg álít gott verð í samanburði við önnur matar- kaup, þá er það rúmlega 380 kr. virði, eða á við 38 kindur, sem eru 10 kr. virði hver; af þeim getur hann varið 10 upp í aðkeypta fóðr- ið eða til annara óumflýjanlegra þarfa sinna, en hafi hann áður haft nægilegt fóður handa kúnum, sem hann gat búiztviðaðhalda þeimvið hold á, þó þær ekki mjólkuðu af því nema lítið eitt, þá getur hann ætlað ám eitt kýrfóðrið, sem víðast hvar nægir með beit í meðal vetri 20 ám svo þær gangi vel undan. fetta hef jeg haft á orði við nokkra menn við og við í sumar, en menn voru altaf að vonast eptir að það mundi rætast úr með hey- skapinn á endanum. Jeg stakk jafnvel upp á, að þeim 4000 kr., sem Dalasýsla átti kost á að fá til láns úr landssjóði, væri varið til fóður- kaupa handa skepnum, en menn sögðu, sem raunar var satt, að sýsluna munaði lítið um það til skepnufóðurs, en jeg álít þó í þessu til- liti lítið betra en ekki neitt. Nú hefur Dala- sýsla fengið fyrirheit um 4000 kr, af inum heiðarlega gjafastyrk frá Danmörku og Noregi, og er það uppástunga mín að þessum 4000 kr.' og inu framboðna 4000 kr. láni úr landssjóðí verði tafarlaust varið í haust til að kaupa fóð- urkorn frá Englandi, en verja engu af þessu til manneldis í þetta sinn, en láta sjer nægja með þær lOOtunnur af kornmat, sem menn hafa von um að sýslunni verði úthlutaðar í haust til gefins útbýtingar handa þeim bágstöddustu frá gömlum og góðkunnugum velgjörðamanni vest- urlandsins. Fyrir þetta gæti sýslan átt alt að 25 kúm og 500 ám fleiri næstkomandi vor. Það er nú auðvitað að þetta dugar ekki til frambúðar, því sýslunni hefði ekki veitt af alt að 20,000 kr. í þessu skyni, ef duga skyldi. Fyrst að gjafirnar frá Danmörku eru bundnar því skilyrði, að þeim sje varið til að kaupa bú-

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.