Máni - 18.09.1880, Blaðsíða 2
3
M Á N I.
4
þjóöin steypír annari og dregur til sín veg
hennar og virðing, mentunin lýsir henni til
auðs uppsprettu í iðrum náttúrunnar, og
leiðir hana klakklaust í gegnum ólgusjð tím-
ans aö ðndvegi frœgðarinnar, 9vo sem nú
með Englendinga og Ameríkumenn. þegar
vér skoðum hvernig ástandið var hjá oss
íslendingum og hvernig það er nú, þá sjáum
vér, að það er nokkuð svipað þessu. þótt
ólíku sé saman að jafna, oss og hinum
menntuðustu þjóðum, þá er viðleitni vor þó
farin að stefna í þá átt, stefna til framfara
í hinu visindalega og verklega; og ef vér
stuttlega rekjum feril þjóðar vorrar, frá þv:
feður vorir námu hér land 874 og fram að
þessam tíma eða um rúm 1000 ár, þá sjá-
um vér hve margbreyttum kjðrum þjóð vor
heflr oröið að sæta: Feður vorir vóru frjáls-
lyndir Norðmenn, er brutu sig undan
ófrjálsu konungsvaldi, leituðuhingað og "reistu
hér byggðir og bú»; fram eptir öldunum
leið þeim vel; iðkuðu þeir fagrar menntir
og vísindi, gjörðust hirðmenn ýmsra kon-
unga og urðu frægir af, en smátt og smátt
þrengdi að frelsinu, flokkadráttur, drottnun-
argirni og koungshylli einstakra manna
leiddi til þess að landið komst undir Norð-
mannakonung 1262, og 126 árum síðar,
1388, undir Danakonung; þá var frelsið
horfið og kraptar þjóðarinnar tóku óðum að
þverra uns þeir algjörlega lutu fyrir erlendu
kúgunarvaldi. Drepsóttir, hallæri, trúar-
bragðadeilur og fleira, en þó einkum versl-
unareinokun varð til þess að rýma nafni
þjóðar vorrar til fulls úr sögunni. — það
var að eins vafurlogi af frægð haugbúans,
er sló bjarma fram á vora öld; af þessum
bjarma tendruðu ungir æskumenn aldarinn-
ar nýtt Ijós, er lýsti þeim á hið horfna
skeið til frelsis og framfara, nýtt líf mynd-
aðist af doða og dái karlægrar þjóðar, er
dönsk yfirvaldakúgun hafði reist hurðarás
um öxl; þjóðlífið dafnaði, enda voru ræt-
urnar ófúnar; þær voru sproti haughúans,
frelsið. í>að er nú fyrst eptir nærri heillar
aldar starf, að vér erum farnir að sjá fram
á leið til framfara og frægðar þótt það enn
sé í smáum stýl, enda leyfa efni vor eigi
mikið.
í>að eru margir, sem láta á sér heyra,
að vér séum skammt komnir á vegi mennt-
unar og framfara, og útlendar þjóðir séu
miklu lengra komnar á þeim vegi, en vér;
þetta er öldungis rétt, en þá er aðgætandi
að vér höfum eigi í höndunum fé enskra
og amerikanskra auðmanna, náttúran hefir
eigi auðgað eins land vort og t. d. Ameriku;
land vort er ísland, en eigi gullland: en
einkum er þó aðgætandi, að vér erum einni
öld á eptir hinum öðrum mentuðu þjóðum
í öllu hinu verklega; það var um byrjun
18. aldar, og enda fyr, að Englendingar og
Amerikumenn fóru að ganga upp að mun
og frá þeim breiddist menntun og verkleg
þekking fyrst til nágranna þjóðanna og síöan
til hinna fjarlægari, en þá var ástandið sem
verst hjá oss, þá — einmitt þá lá kúgun-
arvaldið þyngst á herðum þjóðar vorrar;
útgjöldin til allra stétta lágu svo þungt á
bændum, að þeir varla gátu risið undir
þeim og þar á ofan bættist einokun versl-
unarinnar, sú einokun að landsmenn máttu
eigi versla við aðra en kouunglega verslun-
armenn o: þá menn er keypt hðfðu af kon-
ungi leyfi að reka verslun hér, og var hver
bóndi skyldugur að versla við sama kaup-
mann. Svo hart gengu kaupmenn eptir
þessu konungsleyfi, að ef bóndi verslaði
við annan kaupmann, er gaf kost á betra
verði fyrir innlenda eða útlenda vöru, eða
leitaði til annars verslunarstaðar og höndl-
aði þar með nokkra skildinga, þótt ekki
næði hálfs ríkisdals virði, kostaði það bónda
sýðingu og jafnvel Brimarhólmsvist og voru
oændur þannig með konungsúrskurði gjörðir
ánauðugir þrælar kaupmanna, — kaupmanna,
er leiðst okur og svik átölulaust, en gátu
samkvæmt Iögunum reirt bændur við tjóður-
ræl ófrelsis, kúgunar og ofríkisvalds; þess-
ari verslunareinokun undu bændur þó lengi
vel hið besta, þeir vissu reyndar að kjör
reirra voru ill, en þeir kenndu það öðrum
orsökum, drepsóttum, eldgosum og fjárfelli,
og hjátrú og hindurvitni blindaði þá svo
mjög, að þeir hugðu að eptir því, sem fólkið