Máni - 18.09.1880, Blaðsíða 1

Máni - 18.09.1880, Blaðsíða 1
//í/V';í/Z MÁNL 13.—14. (1.—2.) Reykjavík, 18. sept. 1880. Til kaupeuda „Mána“. pegar „Máui“ á ný byrjar göngu sína til yðar, finnur hann sér skylt að færa yð- ur öllum, sem veitt hafið honum vinsam- lega gistingu á heimilum yðrum, alúðarfullt þakklæti fyrir göða meðferð á sér; og án þess hann ímyndi sér að það verði yður til nokkurrar gleði, eða ánægju, labbar hann enn á stað með prikið sitt til að ræða við yður um landsins gagn og nauðsynjar, og segja yður ýmislegt, það sem við ber í höf- uöstaðnum ; honum er það sönn ánægja að vera í hylli hjá yður, og óskar að sú tryggð af sinni hálfu geti haldist því lengur, sem hann þekkir yður betur. Og þétt sumum hafi fundist sem hann væri lítilsigldur og vesallegur, þá sjá allir, sem gæta réttrar skynsemi, að eigi getur allt verið fullkomið hjá svo litlu greyi. Engin getur heldur ætlast til, að hann að andlegum þroska sé eins góðum hæíileikum búinn sem hin eldri og stærri systkyn hans, er frá fyrstu hafa leigt í víngarði menntagyðjunnar og þótt bræður hans hafi eigi neinir orðið til að amast viö honum, þessum litla bróður sín- um, þá hefir hann þó skilið andann hjá systrunum, og fundið að þær eru eptir eðli sínu örvari en bræðurnir. pað skal enginn taka þetta svo, sem ,,Máni“ litli sé reiður við systur sínar, það er öðru nær, hann er þakklátur þoim fyrir það, að þær hafa hamp- að honum á kjöltunni þegar hann var barn, og komið honum til að glettast við sig þó hann hafi stundum hljóðað, þegar þær hafa verið að vanda um við hann. 1 Hvað leysir þjóðlifið úr læðingi? I. Er oss að fara aptur eða fram, eÖa stöndum vér í stað ? pað er menntunin, er glæðir þjóð- lffið og gefur þvi vöxt og viðgang; hún leið- ir gáfnaflug æskumannsins út í huliðsgeym náttúrunnar og sýnir honum þar allskonar unaðsmyndir, er hinn ómenntaði maður eigi fær séð og enginn sjónauki nema sjónauki menntunarinnar fær flutt nær; hún leiðir málfræðinginn að uppruna málanna, talfræð- inginn að óþekktum himinhnöttum og kenn- ir honnm að mæla stærð þeirra; jarðfræð- ingnum kennir hún að þekkja iður jarðar- innar og framleiða þaðan ýmisleg efni; efna- fræðingnum kennir hún að þekkja frumefni náttúrunnar, skipting þeirra, samsetning og nytsemi. pannig kennir hún hverjum fræði- manni, að þekkja hið verklega af hinu vís- indalega í hverri fræðigrein sem er. pað er menntunin, er auðgar þjóðirnar og gjörir þær ódauðlegar í sögunni, það var menntunin er í fornöld hóf Grikki og Rómverja í önd- vegi þjóðanna; Aþena og Róm voru hásæti, er svo að segja allur heimurinn hneigði sig fyrir: pannig hefir það verið um allar aldir að mentunin hefir leitt þjóðirnar til frægðar, frama, auðs og virðingar; þannig hefir það og um allar aldir verið, að þar sem menntun og þékking hefir dofnað, hvert heldur það hefir verið af vanrækt, eða drepsóttir, stríð eða annað hefir valdið því að henni hafi hnignað, þar hefir og öll menning og frægð dvínað, en þjóðirnar smátt og smátt kom- ist á vonarvöí, eða svo að segja, «fallið í gleymsku og dá», en aðrar þjóðir, er mennt- un og frægð hinnar hnignandi þjóðar hefir streymt til, hafa þá risið upp á hnettinum og orðið mjög frægar. í>annig er ástatt í heiminum enn, ein 2

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.