Máni - 18.09.1880, Blaðsíða 6
11
M Á N I.
12
sama verð á þeim; hjá Jóhannessen vega
þeir 180 pd. og kosta 22 kr.
f 25. dag ágústmán. þessa árs andist
þórður háyfirdómari Jónasson,
80 ára að aldri.
Jarðarfðr hans framfór 3. þ. m., og var
henni vel fyrirkomið af ættingjum hins látna
því fyrirkomulagið í kirkjunni var með meiri
snilld en hér hefir verið venja; á alt-
arinu og víðar var hún bjðrt og skínandi,
en aptur á móti sorgarklædd á öðrum stöð-
um er vel átti við, svo að birta og skuggi
skiptust svo fagurlega á, að slíkt gat valla
annað en vakið eptirtekt þeirra, sem við
voru staddir. 3. ræður voru haldnar, 2 af
Hallgrími dómkirkjupresti Sveinssyni og 1
af prestaskólakennara H. Hálfdánarsyni, og
grafskript eptir sira M. Jochumsson.
f>órður háyfirdómari var fæddur 26. d.
febr. 1800 að Nesi í Aðalreykjadal; 16 vetra
fór hann í Bessastaðaskóla, og útskrifaðist
þaðan 1820; sigldi hann fáum árurn síðar
til Kaupmannahafnar; embætti sitt í lög-
vísi tók hann þar 1830, og hlaut hann
besta vitnisburð. 1835 var hann skipaður
sýslumaður i Eyjafjarðarsýslu; 1836varhann
skipaður meðdómari við landsyfirréttinn og
giptist sama ár nú eptirlifandi ekkju sinni
Soffíu Dórótheu; 1849—1850 var hann
settur amtmaður í Norðuramtinu; 1856 varð
hann háyfirdómari, og hélt hann því em-
bætti til 24. maí 1877; 6 ár gegndi hann
stiptamtmannsembættinu, er þá var hið æðsta
embætti hér á landi, sömu ár var hann kon-
ungsfulltrúi á alþingi og konungkjörinn frá
1845 til 1875; hann var sæmdur ýmsum
heiðursmerkjum af stjórninni. fessi hans
langa og háa embættisstaða sýndi það, að
hann var í afhaldi hjá stjórninni; hann var
einnig að sögn í afhaldi hjá hæstarétti. Oss
furðar ekki á því, þótt f>órður sál. Jónas-
son væri í afhaldi, því um hann mátti með
sanni segja, að hann var lipurmenni bæði
gáfaður og vel lærður. |>að, sem einkenndi
hann frá sumurn háum embættismönnum,
var sér í lagi það, að hann var mjög alúð-
legur við alþýðumenn, og lagði mönnum úr
þeim flokki opt holl ráð, og hann kannaðist
við það, að hann væri íslendingur, og sér
bæri að heiðra þá eins og fóstbræður sína
því þeir væru af sömu rótum runnír og hann
sjálfur. þ>að, sem eptir hann liggur af rit-
störfum, var menntandi og fræðandi fyrir al-
þýðu, t. a. m. rít um sáttamál og ýmsar
ritgjörðir í Reykjavíkurpóstinum, og fleira.
Ekki var að búast við því, að þórður sál.
slippi við allar aðfinningar landsmanna, þar
sem hann hafði svo vandasama stöðuáhendi,
en hann vann dyggilega, því hann beiddist
ekki lausnar frá embætti sínu, fyr en krapt-
ar hans voru þrotnir, og sýndi með því, að
það var ekki hans mark og mið, að njóta
sem lengst eptirlauna, eins og virðist eiga
sér stað hjá sumum uppgjafa embættis-
mönnum vorum.
Eptirlifandi börn þ>órðar sál. eru: J>órð-
ur prófastur í Reykholti, Theódór bæjarfó-
geti, Jónas læknir, Sigurður kand. phil., frú
María kona Ó. Finsens póstmeistara, og
fröken Sigríður. E.
Kosningar til alþingis.
fingmannskosning í Reykjavíkurbæ fór
fram 1. þ. m. og var endurkjörinn yfir-
kennari H. Kr. Friðriksson. Herra prent-
stofueigandi E. J>órðarson gaf einnig kost
á sér til þingsetu, en hlaut að eins fá at-
kvæði, því embættismenn, kaupmenn og
nokkrar höfðingjasinnar munu áður hafa
verið ráðnir í því að velja Halldór, og dregið
nokkra bændur og iðnaðarmenn i lið með
sér, er ella mundu eigi hafa kosið hann, ef
samtök hefðu verið og völ á öðrum manni
er þeir hefðu borið traust til. En svo mun
hafa verið, að hvorugum þeirra manna, er
í kjöri voru, munu bændur og hinir frjáls-
lyndari borgarar bæjarins hafa viljað greiða
atkvæði sín, og munu fyrir því alimargir
kjósendur eigi hafa mætt á fundinum. Vér
þykjumst fullvissir um, að fleiri munu þeir
bændur hafa verið hér í umdæminu, er eigi
hefðu óskað að yfirkennari H. Kr. Priðriks-
son sæti framvegis þjóðkjörinn á þingi, og
margir munu hafa látið svo sem þeir mundu
kjósa E. |>órðarson heldur; en eins og vór