Máni - 18.09.1880, Blaðsíða 3
5
M A N I.
6
fjölgaði í góðu árunum, því harðari mundi
morðengillinn geysa á eptir, en gættu þess
eigi að morðengill sá, er mest hefir valdið
manntjóni hér var verslunin, svo þeir köst-
uðu skuld óviturra stjórnara upp á skapar-
ann. ^annig saug verslunin allan merg úr
landinu, þangað til það lá fyrir dauðanum,
en bændur voru bjargarlausir og hjáipar-
lausir að öllu. Að eymd sú og örbyrgð
er þjóð vor var komin í, hafi risið af versl-
unareinokuninni, má einkum sjá af því, að
eptir það að losað var um verslunarböndin
1787, þótt mikið vantaði á, að verslanin þá
yrði frjáls, því eigi mátti þá enn versla við
aðra en Dani, tók þó hagur þjóðarinnar
þegar að rétta við, og nýtt líf að færast í
limu þjóðfélagsins eptir því sem sárin greru
eptir verslunarböndin, og eptir það að kon-
ungsverslunin var afnumin, og menn sáu
hve mart illt hún hafði leitt af sér, var farið
að berjast fyrir rýmra verslunarfrelsi, o:
að versla við aðrar útlendar þjóðir en Dani
og fékkst það loks eptir 67 ára stríð 1854,
þá var hinn fyrsti sigur yfir ókjörum lands
vors og þjóðar unninn, og 20 árum síðar
1874, fengum vér að hrósa sigri yfir öðrum
vogesti er vér lengi höfðum átt í höggi viðt
en það var stjórn vor á landsmálefnum. Nú
hefir einnig losnað um þau bönd með stjórn-
arskrá þeirri, er konungur vor hefir mildi-
legast veitt oss, og sem getur orðið oss
að góðu haldi, ef vór misbrúkum hana ekki
sjálfir, og neytum þess valds réttilega, sem
oss er gefið þar. (Frh.).
(ASsent). í 11. bl. «Mána» hefir hra Sig-
urður Sigurðarson, í fyrra bókvörður Hafn-
ardeildarinnar tekið upp þykkju fyrir hana
út af greininni í 8. bl. «Mána»; en þótt
hann hafi eigi hrakið neitt með rökum af
því, er þar er sagt, en öllu heldur farið í
sumu utan við efnið, vil eg samt fara um
grein hra Sigurðar nokkrum orðum.
far sem höf. ræðir um verðið á ísl.
fréttunum», «Efnafræðinni» og «Eðlislýsing
jarðarinnar», þá má taka það fram, að á
fundi deildarinnar í Reykjavík, var verð
bókanna fast ákveðið 40 aurar fréttirnar, en
1 kr. hvor hinna; oss brá því í brún, að
sjá í «Skýrslum og reikningum» félagsins
að fréttirnar eru þar settar á 60 aur. og
hinar bækurnar hvor um sig 1 kr. 25 a.
Hver skyldi hafa ráðið þessari verð-
hækkun? Höf. veit lítið, hvað gjörst hefir í
Hafnardeildinni, eptir það hann var þaðan
farinn. Orð þau er höf. lætur falia um Rv,-
deildina út af verðhæðinni á «Siðbótasög-
unni» gat hann vel sparað sér ef hann
hefði athugað það mál betur; þá er bókin
kom út var höf. bókvðröur í Hafnardeild-
inni, að minnsta kosti mun verð bókarinnar
hafa verið sett á 2 kr. í deildinni hér, er rök
mætti til leiða. fótt höf. þyki það öfgar,
að kalla «Mann og konu» afardýra, þá hefir
þó verð bókarinnar hamlað útsölu henn-
ar hér, því eptir skýrslum bókvarðar hefir
eigi selst nema 1 expl. af henni á nokkr-
um árum, og eigi svo fá expl. verið send
til baka frá uraboðsmönnum deildanna, er
til sölu hafa verið ætluð; það mnndi heilla
ráð að senda Hafnardeildinni þau óseldu
expl. svo þau lægju eigi lengur óseld hér,
fyrst bókin er uppseld þar. Ummæli höf.
að “félagsmanninum þyki bókin of dýr, því
hann muni eigi eiga hana», koma efninu
ekkert við og á að vera einhver merkilegur
útúrdúr, því auðvitað er að félagsmaðurinn
hefir fengið bókina ásamt öðrum bókum fé-
lagsins úr því hann er félagsmaður. Og
loks gjörir höf. fjárstyrkinn að umtalsefni
sínu, er Rvíkurdeildin fór fram á við Hafn-
ardeildina, sem hún kvaðst eigi geta veitt
þótt hún væri öll af vilja gjörð. |>etta gat
nú vel verið að deildin í það sinn gæti það
eigi, en hún gaf heldur engar vonir um
bænheyrslu síöar þótt peningar kæmu inn.
Deildinni hér var góð biðin ef loforðið hefði
fengist, er deildin vel gat veitt, þvf eptir
«Skýrslum og reikningum» félagsins átti
Hafnardeildin í sjóði í nóvbr. næstliöið ár
2146 kr. 27 aur.
Fleiri oröum er eigi vert að eyða við
höf. í þetta sinn, því á honum mun mega
sannast: «sannleikanum verður hver sár-
reiðastur».
Félagsmaður.