Fróði - 10.01.1880, Qupperneq 1
1880.
R 0 Ð I.
I. AR.
1. blað.
Akureyri, Iaugardaginn 10. janúar
i
2
2
Iláttvirtu lesendur „Fróða“.
f*egar við sendum yður fyrir nokkru
boðsbrjef til blaðs okkar, tókum við
fram í því hin helztu málefni, sem við
viljum gera að umtalsefni í blaðinu,
en það er í stuttu máli sem flest af
því, er lítur að menntun, atvinnuveg-
um, verzlun, samgönguin og stjórn í
landi voru, auk almcnnra tíðinda, er
gerast innan lands og utan. Við vit-
um vel, að eptir er að efna þegar búið
er að lofa; en við höfum einlægan
vilja og ásetning, að drepa sem optast
á öll þau efni, sem við höfum talið
upp, og pretta eigi lesendur vora með
eintómum loforðum. Fjðð vorri, eins
og hverri þjóð og hverjum einslökum
inanni, er þörf á að þekkja sjálfa sig
sem bezt — sína hagi og sína krapta,
sína kosti og ókosti. Vjer íslendingar
þurfum sífeldlega að spyrja sjálfa oss
að: Ilvað vantar oss? Hvernig getum
vjer bætt úr því? Þessar spurningar
viljum við stöðugt hafa fyrir auguin.
En þó þær sjeu stuttar, þarf eigi svo
lítið til þess að geta svarað þeim til
hlítar, og það getum við svo bezt í
blaðinu, að sem flestir góðir menn
víðs vegar um landið vilji styrkja okkur
til þess með góðum bendingum. Þetta
vonum við að margir muni gera, og
þá er meiri von, að blaðið geti komið
einhverju góðu til vegar, sem er einka
tilgangur þess.
Gefi Guð að þetta nýbyrjaða ár
veiði oss öllum farsælt og ættjörðu
vorri til vegs og viðreisnar.
Einar Ásmnndsson. Jijörn Jónssun.
AmtsráðsfuiHliii*.
Síðustu daga í næstliðnum nóvember-
mánuði og fyrstu daga í desember stóð
fundur amtsráðsins í INorður- og Anstur-
amtiuu á Akureyri. Á fundinum voru
eins og lög gera ráð fyrir 3 menn: for-
setinn, amtmaður Clirisijánsson og amts-
ráðsmennirnir síra Arnljótur Ólafsson og
Einar Asmuridsson. Skal hjer í stuttu
máli skýra frá hinu helzta, er gert var á
fundi þessum:
Eins og mælt er fyrir í sveitarstjórn-
arlögunum 4. maí 1872, hafði landshöfðing-
inn sent amtsráðinu til álita frumvarp til
reglugjörðar eða erindisbrjefs fyrir tirepp-
stjóra; heflr bann samið frumvirpið fyrir
nokkrum árum og sent það þá amtmönn-
um og sýslnmönnum landsins, til þess
þeir segðu álit sitt um það, sem þeir og
höfðu gert. Nú hefir landshöfðingi geymt
frumvarpið um hríð fyrir þá sök, að
allmargar lagabreytingar voru á prjónun-
um, er hlutu að hafa mikil áhrif á þetta mái,
svo sem brevting á skaltalögum, tíundarlög-
um, búnaðarlögum, o. s. frv. En með því
landshöfðingja sýndist sem eigi mætti leng-
ur fresta því, að gefa út erindisbrjef hrepp-
stjóra, þótt allar hinar fyrirhuguðu laga-
breytingar væru eigi komnar í kring, þá
hafði hann á næstliðnu sumri sent amts-
raðunum frumvarpið til áiita, eins og
sveitarstjórnalögin mæla fyrir, með þeim
breytingum, er hann hafði fundið ástæðu
til að gera við það, frá því sem það var
uppbaflega. þetta frumvarp landshöfð-
ingjans yflr fór nú amtsráðið og ræddi vand-
lega, og samdi um málið álitsskjal
i sambandi við þetta málefni gerði
amtsráðið tillögu um það, að skýrslu
þeirri er hreppstjórar semja á hverju ári
um búnaðarhag breppsins eða um fjáreign,
skipaeign og jarðabætur, yrði eptirleiðis
breytt. Laut tillaga amtsráðsins að því,
að í staðin fyrir hina einu búnaðarskýrslu
sem að uiidanlöruu hefir verið gefin, kæmi
tvær að skildar skýrslur. Skyldi önnur
þeirra heita lausafjárskýrsla og í
hana að eins rituð fjáreign og skipaeign
hvers eins, líkt því sem verib hefir í bún-
aðarskýrslunum hingað til, nema hvað
nokkuðvöðruvísi skyldi sundur greina Ijár-
eignina samkvæmt því, sem hún er nú
lögð í tíund eptir hinum nýju tíundarlög-
um. þá skyldi og bæta við dálkum um
jarðarkúgildi, leigufje, vanhöld, og að síð-
ustu um lausafjártíund hvers. Ilin skýrsl-
an skyldi vera um landeign, ábúð
og lands nytjar. Skyldi þar fyrst rita
nöfn jarða og ábúenda og svo iandeigenda,
þar sem þeir eiga heima; síðan í dálkum
þar utar frá tölu ábúðarhundraða og
eignarhundraða hvers, í heimalandi sjer,
og i öðrum jörðum sjer , þá stærð túna
og flæðiengja, tölu og stærð sáðgarða,
þá jarðabætur gerðar á árinu, skurði,
sljettun og garða, nokkru nákvæmar suud-
ur liðað en verið hefir, þá jarðagróða,
bæði rótarávexti og hey, og að síðustu
svörð eða mó til eldsneytis.
Amtsráðið yfir fór eptirrit þau af
gjörðabókum sýslunefndanna, er því höfðu
verið send á árinu úr öllum sýslum amtsins
af 10 sýslunefndaíundum er haldnir höfðu
verið þá yfirskoðaði það og sýslusjóðsreikn-
inga og sýsluvegareikninga árið 1878 úi
öllum sýslunum og voru öll skjöl þessi álitin
vera í góðu lagi, en þó einna bezt að
öllum frágangi úr Skagafjarðarsýslu. A'fir-
lit yfir fjárhag þessara 12 sjóða var samið,
og verður það prentað, eins og venja er
til í stjórnartiðindunum. En fjárhagur
þessara sjóða samanlagðra í amtinu var
árið 1878 í stuttu máli á þessa leið :
1. sýslusjóðir:
eígn frá fyrra ári...........kr. 1587, 80
árstekjur .....................— 3137, 25
— 472> U5
ársgjöld.......................— 281< 32
eign til næsta árs.............— 1907, 73
— 4725 05
2. Sýsluvegasjóðir:
eign frá fyrra ári...........kr. 805, 08
árstekjur......................— 5951, 34
— 5756. 42
ársgjöld . . ............... — 6147, 11
eign lil næsta árs..........— 609, 31
— 6756, 42
Sýslumaður Lyfirðinga haföi farið þess
á leit, að amtsráðið mælti fram með því
við landshöfðingja, að hann veitti á n<est-
komandi surnri Ije úr landssjóði til vega-
gjörðar á Öxnadalsheiði austanverðri, eða
þeim megin sem til Eyjafjarðar veit. A
vestanverðri heiðinni, eða Skagafjarðar-
rnegin, hefir þegar verið gerður vegur á
kostnað landssjóðsins, og áleit amtsráðið
nauðsynlegt, að eigi væri hælt við vega-
gjörðina á miðri heiðinni , og vildi því
mæla fram með, að 1000 kr. yrði veittar
til þessarar vegagjörðar.
þá kom til umræðu hinn svo kallaði
þingmannavegur, sem er aðal þjóðvegur
og póstvegur yfir Vaðlaheiði milli Eyja-
fjar&arsýslu og þingeyjarsýslu. Haustið
1876 hafði amtsráðið lagt það til, að þing-
mannavegur yrði talinn fjallvegur, en
þessi tillaga hafði þá eigi fengíð staðfest-
ing landshöfðingja, þótt allar aðrar tillög-
ur ráðsins um fjallvegi væri staðfeslar.
Nú hagar svo til, að þessi vegur er ein-
milt fjölfarnari, enmokkur annar fjallvegur
í amtinu, bæði vegna þess, að hann er í
nánd við Akureyri, og af því hann liggur
upp frá botni Eyjafjarðar, er skerst 7 míl-
ur inn í landið og hindrar allar landlerðir
til austurs og vesturs milli hinna ytri
sveita í Eyjafjarðar og þingeyjarsýslum;
en á hinn bóginn að skilur hiininhátt og
ófært fjall hinar innri sveitir þessara sýslna.
Amtsráðið áleit því enn sern fyrri, að veg-
ur þessi ætti sjálfsagt að teljast með fjall-
vegum landsins, en eigí með byggðaveg-