Fróði - 31.03.1880, Qupperneq 1

Fróði - 31.03.1880, Qupperneq 1
F R Ó Ð I. I. ÁR. 8. blað. Akureyri, miðvikudaginn 31. marz 1880. 85 86 87 Brjcf um gripasýningar. Nú fer að líða að þeim tíma, sem við Eyfirðingar höfum ákveðið að halda sýningar í sveitum til undirbúnings und- jr stóru sýninguna á Oddeyri 8. júni. Jeg þykist sannfærður ura, að menn hafa allmikinn áhuga á þessu máli og gera sitt til þess að sýningarnar verði svo fjölbreytilegar og fróðlegar, skemmtileg- ar og gagnlegar sem verða má. Hinar mörgu bæði stóru og smáu sýningar, sem um langao undan farinn tíma hafa verið haldnar í öðrum löndum, hafa átt mikinn og góðan þátt í þeim stórkostlegu framförum í búnaði og iðnaði, sem þar eru orðnar á seinni tímum Sýning- arnar liafa fyrst og fremst hvatt hug- vitsmennina til að finna upp alls konar nýjar endurbætur, i aunan máta hafa þær stuðlað til þess að nýungar þessar yrðu rækilega prófaðar og reyndar afmönnum, er voru hæfastir dómendur í þeim efn- um, og í þriðja lagi hafa þær orðið til að út breiða tafarlaust allt hið nýja, sem hefir staðizt prófið og reynzt fullkomn- ara og betra enn það, er áður var algengt. Vjer höfum hingað til verið sem ut- an við heiminn og lítið hugsað um að verða öðrum þjóðum samferða á vegi framfaranria. Nú er þó víða_vöknuð löngun til þess, og eitt ráðið meðal annars til að efia áhuga manna og viðburði í þeira efnum eru sýningarn- ar, ef menn færa sjer þær vel í nyt, en til þess þarf að safna til sýningar- innar sem flestum hlutum, smáum og stórum , lifandi og líflausum, svo sem allra flest verði þar til samanburðar hvað við annað. Með þessu móti getur öllum almenningi bezt orðið það Ijóst, hver hagur er að ala upp vænar skepnur, hafa góð verkfæri, vinna vandaðar vörur og fram eptir þeim götunum. Menn mega ekki draga sig of mjög í hlje, eða vera of ragir við að flytja alls konar muni til sýninganna, jafnvel hina ein- földustu og algengustu , þótt eigi sje mikil von um að fá verðlaun fyrir þá. þessir einföldu og algengu hlutir geta verið talsvert misjafnir, og eru það vana- lega hjá mönnum, en mismunurinn á þeim verður bezt auðsjenn, þegar margir slíkir hlutir koma saman úr ymsum áttum. Jeg skal taka til dæmis orf og hrífur, Ijái og brýni. þessir hlutir eru venju- lega mjög svipaðir , en þó má vel vera, að jafnvel eiu hrífan eða eitt orfið sje i einhverju betra enn annað, og þótt mun- urinn sje við fyrsta álit ekki stór, þá sje þó vert að gefa honum gaum, og til- vinnanda að taka eptir honum. Jeg tek með vilja þetta einfalda dæmi, því fá verkfæri eru ef til vill eins lík hvort öðru sem einmitt orfin og hrífurnar, en þó er það víst, að þau geta verið misjöfn, og allir vita hver nauðsyn er að hafa góð heyskaparverkfæri, því hversu lítið ólag sem á þess konar verkfærum er, hlýtur það að tefja verkið að talsverðum mun á öllum heyskapartímanum frá upphafi til enda. J>að er ekki ósennilega til getið, að sláttumaðurinn og rakstrarkonan af kasti þeim mun meira verki með góðu verk- færi heldur enn öðru lakara, að munurinn sje að minnsta kosti einn tultugasti og fiinmti hluti, en þessi munur svarar þó tveim dagsverkum á heyskapartíman- um, og þau kosta peninga. Já, ef hvert mannsbarn , sem til heyskapar gengur í landinu, gæti að jafnaðartali unnið sem svaraði tveiin dagsverkum meira á sumr- inu fyrir betri verkfæri, þá væri þetta eigi svo lítill ávinningur fyrir landið, því hann mundi skipta mörgum tugum þús- unda. Menn mega ekki gleyma að gæta hins smáa, það er opt engu minna í það varið enn hitt, er stærra sýnist við fyrsta álit. Franklín hefir sýnt þetta með lítilli dæmissögu, hann segir: Af' naglaleysi týndist skeifan, af skeifuleysi heltist hesturinn af hestleysi beið riddar- inn bana; fjandmaður hans náði honum og drap hann; allt spratt af þvt að hann hirti ekki um hestskónaglann. Jeg hefi minnzt á þetta fyrir þá sök, að jeg heyri ymsa kvarta um, að þeir hafl ekki neitt til, er þeir geti látið koma fram til sýningar. En jeg er á því, að nokkurn veginn hver einasti bóndi hafi eitthvað fleira eða færra, sem vert er að komi fram á skoðunarsviðið. Sýningarn- ar mundu líka verða þunnskipaðar að munum, ef enginn sendi þangað annað enn ailra fásjeðustu kjörgripi, því af þeim mun vera fremur fátt til. Sýslunefndin hjerna hefir á fundi sínum í vetur ákveð- ið, að eigi að eins lifandi fjenaður heldur einnig alls konar hlutir, sem eru til nyt- semdar og prýð/, geti komið á Oddeyrar- sýninguna, enda sýnist mjer það vera hið eina rjetta, úr því menn efna til sýn- irigar fyrir heilt stórt hjerað, að sýningin sje gerð svo yfirgripsmikil sem verða má. það er sjálfsagt, að hestar, nautgripir og sauðfje verða helztu sýnigripirnir á Oddeyri, og þyrftu einhverjir góðir menn að fást til að halda þar sýningar- daginn fyrirlestra um kynbætur, tippeldi og meðferð þessara skepna. j»ótt Eyja- fjörður sje eigi eins hestauðugur sem margar aðrar sveitir á landinu, þá gætum við Eyfirðingar ef til vill haft eins mik- inn arð af hesteign okkar, ef við legðum allt kapp á að vanda kynferði hestanna og uppeldi, er engan veginn má lengur ganga í slíku regluleysi og hirðuleysi sem hingað til. Kýr getum við einnig átt fullt eins góðar sem önnur hjeruð lands- ins, en sauðfje tæplega á borð við sum- ar aðrar sveitir, er hafa miklu meira landrými og nær því takmarkalattsar af- rjettir; þó er enginn efi á því, að sauð- fjárkynið hjer gæti tekið stórmiklum bót- um, ef vel væri á haldið.—Næst skepn- unum vil jeg tslja sýning á alls konar verkfæruur til jarðyrkju, heyskapar, vega- gjörðar, húsabygginga og flutninga. Væri mjög æskilegt að sem allra flest kæmi á sýninguna af þessum hlutum, svo sem verkfæri er höfð eru til að losa jarðveg- inn, hlaða garða, skera fram mýrar, sljetta þúfur og höggva grjót, sömuleiðis alls konar reiðtýgi og reiðfæri, aktýgi, kerrur, sleðar og allt því um líkt, er nöfnum tjáir að nefna. þessi ílokkur á- halda þarf sjerstaklega skoðunar og í- hugunar, því mikið er undir komið að störf þau, er þessi verkfæri eru notuð til, verði greiðlega unnin. í þriðja lagi er allt það er til sjávarútvegsins heyrir svo sem skip og bátar, smærri og stærri, með öllum þeirra útbúningi til siglingar og róðurs, alls koDar veiðarfæri til þorsk- veiða, hákarlaveiða, síldarveiða o. s. frv., sömuleiðis öll áhöld, sem höfð eru til að hagnýta sjer aflann, þegar hann er fenginn, og svo sýnishorn af vörum er sjávarútvegurinn gefur af sjer. þá er í fjórða máta allt það sem lýtur að mjólkur- notum og þess konar búverkum. Sýna ætti mjólkurílát og öll áhöld til smjörgjörðar, ostagjörðar og skyrgjörðar, einnig sýnis- horn af smjöri og ostum. þá eru enn í fimmta flokki öll tóskaparverkfæri til að kemba, spinna, vefa, prjóna o s. frv., og alls konar tóskapur, dúkar og prjónles, sem unnið er á heimilunum, til búinn fatnaður og rúmföt og annað því um líkt. Enn fremur ymislegt úr ymsum efnum, er helzt verður talið til iðnaðar, og sem getur verið margvislegt, auk þess, er beinast liggur við að telja til hinna fyr- töldu flokka. Jeg bendi að eins lauslega á þetta, án þess að liða það smásmug- lega f sundur; en jeg vona það sje Ijóst, að raargt má tína til, sem vert er að skoða og athuga. það má telja víst að sýningarnefnd sú, er sýslunefnd vor kaus í vetur, gerí

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.