Fróði - 27.09.1880, Blaðsíða 2

Fróði - 27.09.1880, Blaðsíða 2
22. 1)1. F R 6 D I. 1880. 256 257 258 o. þk., sera þörf raun vera, heilbrigðis vegna, þá þarf að ótvega mönnum eitthvað annað heilnæmt en ódýrt til að drýgja kaffi með; annars kaupa menn þvf meira af baununum, og sparnaðurinn verður enginn. Sumir segja að malt sje bæði drjógt og heil- næmt tii kaffibætis. Þeir sem rjett þekkja ættu að gefa upplýsingu um það. Opt er talað um að sveitafólk, sem landbónað hefir, geti drukkið heita mjólk í stað kaffis, og stundum er mönnum brugðið um, að þeim þyki hón lítilmótleg af því hún er innlend. Það er þó óverðskulduð ásökun; því margur maður vill fremur bolla af heitri mjólk með sikri heldur enn kaffibolla; og sje það nýmjólk, mun hjer um bil hver eioasti maður vilja hana heldur, því hón er meira sælgæti, hressir eins vel og nærir betur enn kaffi, en — er ekki ódýrari! En jaínvel heit undanrenna, ineð sikri, er psjaldan höfð í stað kaffis, hjá þeim sein hafa svo mikil mjólkurráð að hafa hana aflögu. En hluturinn er, að fæstir þeirra sem af landbónaði lifa, hafa nóga mjólk, þó sumir virðist halda það. Pegar tónarækt og kóarækt er alinennt komin í betra horf, þá er vonanda, að mjólk geti komið f stað kaffis að miklu leyti. Fyr getur það ekki orðið. Te af innlendum ujrtum ætti að geta komið í stað kaffis að nokkru leyti. En til þess það komist á, þarf: 1. a ð kenna mönnum að velja og meðhöndla jurt- irnar og setja þær saman, þannig að drykkurinn verði smekkgóður, hollur og hressandi, og 2. að jurtirnar sjeu allstaðar auðfengnar. f*etta er ekki tilfellið með einiber, sem annars mætti hafa f stað kaffis; ekki heldur með vallhumal, sem með blóðbergi og rjópnalaufi er annars eitthverí bezta tegras. Getur enginn kennt mönnum að rækta hann hjá sjer? eða þá að rækta hjá sjer einhverjar góðar tejurtir, innlendar eða ótlendar, sem gæti rutt sjer til róms f stað kaffis ? Ellegar: Getur enginn leitt inn í verzlunina drykkjarefni, ódýrra enn kaffi, en ekki lakara? Og getur eng- inii kennt mönnum að rækta sikurróiur, og sjóða af þeim sýróp til sikursparn- aðar ? Fyrir eitthvað af þessu, eða allt þetta, eða yfir höfnð fyrir að innleiða verulegar umbætur í þessu efni, ætti landstjórnin að heita gó ðu m verðlaunum. Br. J. Fisudahöld á Aknrcyri. Fimmtudaginn 9. dag þ. m. var hald- inn hjeraðsfundur Eyfirðinfja hinn fyrsti eptir lögum 27. íebr. p. á. um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og hjeraðsnefnda. Voru par alhr prestar prófastsdæmisins nema presturinn úr Grímsey, og allir safnaðafulltrúar nema tveir, eður 10 prestar og 20 safnaða- fulltrúar. Á fundinum voru rannsakaðir reikn- ingar allra kirknanna og allmikið rætt um ymislegt, er laut að byggingu, við- haldi, húðingu og lýsingu kirkna. |>á var og rætt um nokkrar breytingar á skipun prestakalla og takmörkum kirkju- sókna, en engin ályktun gerð að pessu sinni um pau mál. J>á var pví og hreyft hvernig bezt og haganlegast yrði fram- fylgt lögum 9. jan. p. á. um uppfræðslu bama, einkum í skrift og reikningi. Fundurinn áleit að haganlegast væri að hafa „gangandi kennara“, og hvatti sóknarnefndir og presta til að stuðla að pví af fremsta megni að hæfilegir kenn- arar fengist. Hvað aldur barna snertir, áleit fundurinn, að kennsla í skrift og reikningi mætti ekki byrja seinna enn pá er börnin væru 10 ára, pó skyldi eigi beitt pvingun fyrri enn pau væru 12 ára, og lokið skyldi kennslunni um fermingu, eða pegar börnin væru 14 ára. Föstudaginn 10. p. m. var kj'örþing Egfirðinga haldið. Sem pingmannaefni höfðu gefið sig fram síra Arnljótur Ólafsson að Bægisá og Einar Ás- mundsson í Nesi. Báðir drápu peir í stuttu máh á skoðanir sínar á nokkrum landsmálum og urðu á pinginu nokkrar umræður um yms efni, einkum launa- mál embættismanna og um tollmál. Að lyktum voru báðir peir, sem áður eru nefndir, kosnir til pingmanna með 80 atkvæðum hvor. Laugardaginn 11. p. m. var haldinn aðcdfundur Gránufjdagsins. Voru par framlagðir endurskoðaðir reikningar fje- lagsins fyrir 1879 og skýrsla um efna- hag pess við næstliðin áramót, sömu- leiðis skýrt nokkuð frá gangi fjelags- verzlunarinnar. Yms fjelagsmál voru par fleiri rædd og meðal annars að I hætta fastaverzlun á Raufarhöfn, sem j varla getur borið sig, en stofna heldur aðra nýja með framtíðinni austanlands, ! einkum við Homafjarðarós. Afráðið var að heimta eigi framar vexti af skuldum : viðskiptamanna, en reyna á allan hátt að minnka pær, og svo skuldir pær, sem j íjelagið sjálft er í við kaupmann pann j i Danmörku, er íjelagið einkum hefir viðskipti við. I fjelagsstjórnina var kos- inn skólastjóri Jón Hjaltalín á Möðru- völlum í stað Einars Ásmundssonar, sem verið hefir 9 ár í stjórnarnefndinni, en óskaði nú að losast úr henni. Endur- skoðunarmenn reikninganna voru endur- kosnir hinir sömu, er verið hafa, síra Arni Jóhannsson og Gunnar Einarsson. Sama dag var og haldinn aðcdfunduv hins eyfirzha ábyrgðarfjelags. Var par framlagt yfirlit yflr efnahag íjelagsins fyrir næsthðið ár. Nokkrir fjelagsmenn, er höf'ðu kostað miklu til aðgjörðar á skipum sínum, óskuðu að fá útboi’gað nokkuð af eign sinih í fjelaginu, og var pað sampykkt. Einn maður gekk úr fjelaginu með skip sitt. Ný stjórnar- nefnd var kosin, og voru peir allir endur- kosnir er í henni voru áður. Yfirlit yfir tekjur og gjöld hins eyfirzka ábyrgð- arfjelags vertíðarárið 1879—80. Tekjur: Krón. aur. Eptirstöðvar £rá fyrra ári . . 30,954, 18 Ábyrgðargjald af skipum . . 4,637, 60 Leigur af veðskuldabrjefum 1,085, 00 '/i árs leiga af ársgjöldum . 25, 20 Skuld við Gudmamis verzlun 281, 75 36,983, 73 Útgjöld: Ymisleg útgjöld við Eyja- fjarðardeildina 35, 80 Utborgað til fjelagsmanna . . 2,804, 15 Eptirstöðvar 34,143, 78 36,983, 73 Hinn góðfrægi prófessor, herra Millard Fiske, sern hjer ferðaðist um land í fyrra suinar, heíir byrjað á því að gefa við og við út á sjerstökum biöðurn smágreinir uin ymislegt, er Islandi og íslendingum við víkur. í greinuin þessuin, er hann kallar „I c e- 1 a n d i c n o t e s“, reynir hann að gefa erlendum þjóðuin rjettari og betri hugmyndir um land vort og hagi þess, heldur enn menn almennt hafa haft að undan förnu. Vjer þekkjum vel, hversu undarlegar og jafnvel heimskulegar hugmyndir margir Danir hafa urn land vort og þjóð, þó þeir haíi nú verið fjelagsbræður vorir í sama ríki í funm aldir (síðan 1380), og þá væri öll von til þess að fjarlægari þjóðir hefðu eigi rjettari Iiugmynd uin landið og jijóðina. í*að er því eigi lítii velvild, er herra Willard Fiske sýnir oss íslendingum með því að breiða þessar skýringar sínar út um allan heiin svo sein hann nó gerir. Til þess að gefa lesendum vorum sýnishorn af þessum smágreinuin vinar vors frá „Vínlandi hinu góða“, setjuin vjer hjer eina þeirra lauslega þýdda um loplslag á Islandi. Meðal þjóða þeirra, er inæla enska tungu, er almennt álitið að á íslandi ríki sífeldur kuldi. Þessi ranga ímyndun er að sínu leyti svipuð þeirri, sem margir fáfróðir inenn liafa enn í dag, að lslendingar sjeu Eskimóar eða Skrælingjar, þó þeir raunar sjeu af sama kynþætti sein aðrar norrænar þjóðir. Jþetta kemur án efa að miklu leyti af því, að hið enska nafn Iandsins (Iceland) er bein og bókstafleg þýðing þess, er landsmenn sjálfir kalla landið og merkir „land íssins“; en nafn þetta var landinu gefið af einum þeirra, er fundu það í öndverðu, Flóka Vilgerðar- syni, af því svo hittist á, að hann sá þar á einum firði hafís, sem ekki er þó íslenzkur heldur grænlenzkur. Aptur hafa hvorki Bjóðverjar nje Frakkar þýtt landsnafnið, heldur tekið það óbreytt upp í sín mál, og bendir því nafnið þessum þjóðum cins til íssins. Hið sanna er, að kuldinn er engu meiri á íslandi heldur enn í mörgum öðrum norðlægum löndum, er engin íinyndun um óþolanda kulda hefir þó fest sig við. Vetrarhitinn í Beykjavík er að meða!-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.