Fróði - 27.09.1880, Blaðsíða 3

Fróði - 27.09.1880, Blaðsíða 3
1880. F R Ó Ð I. 261 22. bl. 269 260 tali -f- 1 °,2 li., eða viðlíka og fj Boston í Bandafylkjunum (-í- l°,l)| og í Dresden á Þýzkaiandi (-5- l°)*j f mörguin höfuðborgum í Norðurálfu cr iniklu kaldara enn í höíuðstað Is- lands, þannig er að meðaltali í Krisijaníu og Stokkhólmi á vetruin 3° K. og f Pjetursborg 7°. Og jalnvel þótt vjer förum í kaldasta fjórðung landsins, Noröurland, þá er vetrarmeðaltalið á Akureyri að eins -f- 5°, en í Moskow —I— 8°, 2, í Montreal -f- 6°, í Qvebek -f 9°, svo að í þessum þremur í borgum er miklu kaldara. Þegar ís- ! land er borið saman við Norðurálfu,! þá sýnir það sig, að á Suðurlandi er ekki öldungis svo kalt á vetrum sem í norðurhluta f’ýzkalands og eigi út af svo heitt á sumrum sem í suðurhluta j Noregs. Norðurland er eigi svo kalt á vetrum sem miðhluti Rússlands og eigi svo heitt á sumrum setn miðhluti Svía- j ríkis. Sje landið borið samau við j Vesturheim, þá er Suðuiland eigi svo ; kalt sem iniðbik fylkisins New York. og Norðurland litlu kaldara cnn nyrzti hluti Nýja Englands. íslenzkir vestur- farar, er setzt hafa að í Kanada og Minnesota, segjast aldrei hafa reynt annan eins kulda heima eins og í þessum lönduin. Það atvik, að sauðfje er ein- att ekki hýst að vetrarlagi á Islandi, og verður allopt að lifa á því sein það nær af grasi undan snjónum, sýnir bæði það, að veðurlagið er mildara og snjórinn minni í hinurn byggðu dölum landsins heldur cnn í mörgum öðrum lenduin, þar sem hagbeit er notuð. Grrein sú, er hjer kemur á eptir, var rituð skömmu eptir að jeg kom upp á Seyðisfjörð í maím. næstl. og átti þá þegar að koma út í „Skuld“, en ein- hverra orsaka vegna, líklega rúmleysis, hefir húu erm eigi kornizt að í því blaði, nerna nýlega sje. Staddur í Laufási 15. sept. 1880. B. P. Góðir landar, kæru frændur og vinir! |>egar jeg fyrir nærfelt fjórum árum stje á skipsfjöl hjer á Seyðisfirði til Vesturheimsferðar, var það ásetningur minn að heimsækja yður aptur hvenær senr jeg gæti við komizt og kveðja yður í öðru og hinnsta sinni. þ>að lá þá ríkt í grun minum, að mjer mundi auðnast sú ánægja, og nú hefir Drottni þóknast að veita mjer hana, jafnvel í ríkulegri mæli enn jeg hafði við búizt. Allir, sem jeg hefi hitt, liafa fagnað mjer eins og „týndum og aptur heimtum syni“, og get jeg eigi þakkað slíkar viðtökur nóg- samlega. Samt sem áður hefi jeg orðið þess var, að einstöku menn hafa verið hálfhræddir um, að jeg kynni að vera „agent“ einhvers eða einhverra. Eptir því sem jeg kemst næst, meinast bjer á landi með „agent“ maður sem er send- ur út af erlendum mönnum til að tæla, ginna, ljúga og svíkja menn hjeðan af landi burt til Vesturheims. f>ess vegna er eigi kynlegt, þó löndum mínum sje litlu betur til slíki-a manna enn hins „gamla óvinar“. f>að kemur til lítils þó jeg segi þeim, sem halda mig _agent' (ef þeir eru nokkrir), að jeg er ekki sendur eða gjörður út af nokkrum manni eða neinu Jjelagi, Jeg kem í kynnisferð til að sjá yður enn einu sinni áður enn jeg ber beinin — eptir ætlun minni — fyrir vestan haf. — Jeg hafði ferðazt svo mikið um Ameríku aptur á bak og áfram, að jeg komst að raun um, að ein og hin sama vegalengd varð töluvert dýrari, ef hún var tekin (keypt) í pört- um og farbrjef eigi tekið fyrir alla leið- ina í einu lagi. Fyrir þá sök fór jeg þess á leit við „Allanlínuna“ — sém stendur í sambandi við flest öll járn- brautaíjelög í Vesturheimi — að hún gæfi Islendingum farbrjef alla leið hjeð- an til þess staðar í Vesturheimi, sem þeir ætluðu sjer til, þannig að þeir færu og væru alla leið á hennar (línunn- ar) ábyrgð, og þyrftu eigi að eiga neitt um neitt við aðra. Forstjóri Allan- línunnar í Glasgow hefir lofað mjer að koma þessu til leiðar eptirleiðis og þar í mót hefi jeg lofað að mæla með því að Allan-línan sæti fyrir fólksflutningi hjeðan að öllu jöfnu, þ. e. svo lengi sem aðrar gufuskipalínur eigi byðu betri kosti. |>etta er allur sá „agent“-skapur sem jeg hefi með höndum, og vona jeg að þeir einir muni lasta (ef nokkrir annars gera það) sem jeg hirði litið um. Síðan jeg kom, hefi jeg verið spui-ð- ur svo margra og margvíslegra spurn- inga, að þó jeg hefði haft tíu tungur og getað talað í senn með þeim öllum, hefði jeg samt eigi enzt til að leysa úr þeim öllum. f>ess vegna ril jeg reyna að leysa úr þeim helztu smátt og smátt í „Skuld“, sem nú mun vera eitt hið alþýðlegasta blað hjer á landi. Mjer er að vísu kunnugt, að margir landarmínir eru mjög andstæðir útflutningi hjeðan af landi til Vesturheims, og sumir skoða hann jafnvel sem einskonar fóðurlands- svik. En jeg get ekki verið á þeirra máli í neinu tilliti. Allir skynsamir og frjáls- lyndir menn hljóta að viðurkenna, að rjettast er að segja í því efni, eins og vera ber við álfana á nýársnótt: „komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja“. Reynslan liefir líka sýnt, að vesturfarir eru hollar Norðurálfu þjóðum, t. d. Norðmönnum, frændum vorum. f>eiin hefir aldrei á æfi sinni fleygt eins áfram eins og síðan vesturfarirnar hófust það- an fyrir rúmum 50 árum. f>að er held- ur eigi lítið, sem hefir þokað áfram og færzt í lag hjer á landi á 4 árum liinum síðustu. Hver sem satt vill segja, hlýtur að játa að það er bæði margt og mikið. f>að má færa mörg rök fyrir því, að það er óþarft og ástæðulaust að óttast vest- urfarirnar jafn mikið og margir virðast gera hjer á landi. En í þessu sinni leyíir hvorki timi nje rúm að orðlengja meir um það efni, enda álít jeg það ó- þarft, með því það liggur hverjum skyn- sömum manni í augum uppi, ef rjett er að gáð. Jeg kem þá aptur til spurn- inga þeirra, sem upp hafa verið bornar fyrir mjer. Flestar þeirra hafa lotið að eptirfylgjandi greinum: 1. Er Ameríka í raun og veru nokkru betra land enn gamla ísland? 2. Hvar í Ameríku er íslendingum ráðlegast að taka sjer bólfestu? 3. Hverjum helzt er ráðlegt að flytja þangað ? f>essum spumingum skal jeg nú reyna að svara í röð með sem fæstum orðurn. Fyrsta spurningin kemur af því, að menn trúa eigi allskostar sögum þeim, sem menn hafa heyrt eða lesið frá Ameríku, og vera má, að menn trúi heldur eigi því sem jeg segi. Að því get jeg eigi gjört, en segja skal jeg það sannasta sem jeg veit, og það er að: í Ameríku er meira mannfrelsi, jafnrjetti, menntun og auðsæld enn í nokkru öðru landi, sem jeg þekki til, en Island er eitt af hinum aumustu, ef eigi aumast allra landa, sem siðaðir menn byggja, þegar á allt er litið og sjer í lagi jarðargróða og tíðarfar. — Upp á aðra spurninguna svara jeg hiklaust: Austurhlutinn af Dakóta er af öllum innlendum og útlendum mönnum, sem til þekkja, álitinn einn hinn byggilegasti staður í Ameríku á þessum tíma, og norðurhlutinn af ansturpartinum, þ. e. vestri hdmingurinn af hinum nafnfræga Rauðárdal, er nú haldinn hið hezta hveiti- land í Norður-Ameríku. — Hveiti er sú korntegund, sem mest er metin í Ameríku, því það er b»ði dýrast og fyrir það fást ætíð peningar. Mjer er sjálfum kunnugt að bændurnir í Pembina- sveit (norðast í Dakóta) fengu í liaust er leið 25—30 bushel* hveitis af ekr- unni til jafnaðar, þar sem bændur í suðurhluta Minnisota (Lyon-Lincoln- og Houston sveitum) fengu eigi meira, eptir sögn þeirra sjálfra og annara, en frá 8 til 15 bushel til jafnaðar af ekrunni. Dakóta er öldumynduð grassljetta og skógur að eins með ám og vötnum. f>ang- að streymir nú fólk þúsundum saman, bæði innlendii- og útlendir, og þó Dakóta síe geysistórt land, mun eigi á löngu líða áður beztu löndin verða upptekin. Fyrir þá skuld er fyrsti tími ugglaust beztur þeim, sem á annað borð hyggja á „vest- urfór“. Bandaríkja-stjórn gefur hverjum fullorðnum manni, karli sem konu, homestead (heimilisjörð) 150 ekrur, og þar með treeclaim (trjáplöntunarland) aðrar 160 ekrur með þeirri hvöð að planta skóg á 10 ekrum, og þarf maður eigi að búa á því landi. í Minnesóta eru beztu stjúrnarlöndin þegar upptekin, en nóg er þar af járnbrautarlöndum og ymsum öðrum löndum, sem eigi fást nema til kaups. Um „Nýja ísland“ þarf varla að tala. Flestum mun orðið kunnugt, að landið liggur of lágt og er of blautt til þess að veruleg akur- yrkja geti þrifizt þar, nema með ærn- um kostnaði og löngum tíma, þó land- ið að öðru leyti haíi marga góða kosti. — f>egar til hinnar 3. spurningar kemur, *) 1 bushel hveitis er 60 pund,

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.