Fróði - 15.12.1881, Blaðsíða 2

Fróði - 15.12.1881, Blaðsíða 2
59. bl. F B Ó Ð 1. 1881. 344 345 346 að eigi þurfi að verða stór munur á lærdómnum, þar sem námstíminn er al- veg jafn. J>að má sjálfsagt með góðum rökum óttast, að tveggja ára kennslan í smærri skólunum verði að eins „nafn- ið tómt“ og „ekki nema kák,“ seni höf- undurinn kallar það, en einmitt hið sama má með jafngóðum rökum óttast að því er til hins eina stærri skóla kem- ur, þar sem kennslutíminn á eigi að vera lengri. Mest er undir því komið, að kennarar skólans, hvort sem hann er einn stór, eða skólarnir eru fleiri og smærri, sjeu góðir og kunni þá list að kenna svo sem bezt má að gagni koma. En það er eigi ætíð sá lærðasti, sem er beztur kennari, og það er heldur eigi ætíð, að veitingarvaldið, hver svo sem hefir það í höndum, er svo heppið að kjósa einmitt þann, sem bezt er fallinn iil að gegna embætti því, sem um er að ræða. Vjer höfum nú raunar fremur skort á kennaraefnum til nokkurra bún- aðarskóla, er stofnaðir yrðu í hendings- kasti, og allir hjer um bil í einu, t. d. 6 á landinu, 1 í vesturumdæminu 3 í norður og austurumdæminu, og 2 í suð- vu'umdæminu, en þó höfum vjer nokkra efnilega menn til þess að byrja með, og raunar er lítil vissa fyrir því, hvei'j- ir af þessum bezt væru kjörnir til að kenna við hinn eina skóla, einmitt hið sama sem við smærri skólana, hvorki meira nje minna. Ef það gæti verið umtalsmál að svo komnu, að einn skóli yrði sóktur jafnalmennt úr öllum hjer- uðum landsins eins og smærri skólarnir, sem eigi er þó við að húast, þá mætti sjálfsagt telja honum ymislegt til gildis, fremur enn þeim, einkum að þvi er snert- ir bókalærdóminn, þvi hann hlyti lík- lega að geta orðið þar öllu betri og fullkomnari. Aptur mundi þessu eigi vera þannig varið með verkalærdóminn, sem vjer gerum eigi minna úr eun bóka- lærdóminum. Vjer setjum svo að í hverjum hinna 6 smærri skóla væru til jafnaðar 16—20 lærisveinar, og ættu eptir því í hinum eina stóra að vera 199 120, ef hann ætti að skapa jafn- mörg búmannsefni. Ætlum vjer þá, að það \eröi eigi htlum vandkvæðum bund- ið að kenna hverjnm einum í slíkum hóp nógu nákvæmlega þau mörgu verk og handarvik, sem nauðsynlegt er að búmaður hjer á landi kunni. það yrði ekki auðvelt að hafa nógu nákvæmt eptirlit með svo mörgum, ef þeir ættu að \inna allir í einu að jarðabótum, og jafnvel erfiðleikaf á að fá þá skólajörð, sem þannig yrði starfað að til algengra umbóta ár eptir ár af hundrað manns. þJó }iði enn þá lakara að kenna svo mörguin saman fjárhirðignu og þesskon- ar, sy° hver fengi nægilega mikið að henni að starfa, til þess honum lærð- ust verk þau, er þar að lúta ; hjer verða eigi höfð svo stór bú. fótt skólabúið yæri ferfalt eða fimmfalt stærra enn stærstu hú eru nú hjer á landi, þá væri það of- litið til þess, að 100—120 verkamenn gætu fengið nóg verk að vinna, til þess þeir iðkuðu verkin nægilega; því í að eins tveggja ára búnaðarskólum , hvort sem þeir væru fleiri eða færri, hlýtur einmitt verkalærdómurinn að taka upp mjög mikinn hluta af skólatímanum. Oss er óskiljanlegt, hvernig Sveinn getur hugsað til þess að hafa skóla sinn með- fram gagnfræðaskóla, sem hann þó ger- ir ráð fyrir, og kenna þar 2 eða 3 tungu- mál, sögu, landafræði og s. frv. auk bú- fræðinnar, það er að segja, þeirra at- riða úr náttúrufræði og stærðafræði, sem bóndanum kemur að mestum hein- línis notum að þekkja, og þetta allt á tveim árum, eður i mesta lagi þremur, svo það verði eigi „nafnið tómt“ eða „kák“, sem hann telur svo sjálfsagt við smáskólana. Búsýslu, eða búskaparverk, ætlar Sveinn raunar eigi að kenna á vetrum, heldur að eins á sumrum. En þótt sumarstörfin sjeu fleiri og breyti- legri, þá hefir bóndinn þó yms verk að vinna á vetrum, sem engan veginn er lítilsvert að kunna og stunda vel. I þessu landi má að jafnaði telja, að 7 af 12 mánuðum ársins sjeu vetur og jörð frosin, að minnsta kosti er það svo norð- an lands, og þessa 7 mánuði má hónd- inn hvoi'ki sofa sem björn í híði, nje eingöngu sitja yfir bókum. ]pó sumarið eitt sje af almenningi kallað „hjálpræð- istími", þá er einmitt nauðsynlegt að gera hinn langa vetur einnig að hjálp- ræðistíma. Allir munu kannast við, hve mjög það er áriðanda fyrir bónd- ann að kunna vel og stunda vetrarhirð- ingu fjenaðar og gripa. Ef hver jarðar- blettur þarf að fá á sumrin, ræktun og áburð, sem honum hæfir til þess hann gefi sem mestan ávöxt, þá þarf engu síður hver einstök skepna að vetr- inum að fá þá hirðing og fóður, sem á við hennar eðli, svo hún geti gert sem mest gagn; og á þessu landi væri það ekki meira enn hálfur búskaparlærdóm- ur, að kunna að rækta jörðina á sumr- in, en ekki að hirða fjenaðinn á vetrum. |>ó hjer sjeu eigi nefnd nema þessi tvö aðalstörf, jarðrækt á sumrum og fjár- hirðing á vetrum, þá er það ekki fyrir það, að eigi sjeu ótal önnur smærri verk og atvik, sem bóndinn þarf að stunda sumai’ og vetur og jafnan að hafa á vakanda auga, og í þessu er fólginn eigi lítill hluti af góðri búmennsku og bústjórn, svo það mætti sannarlena heita „galli á gjöf Njarðar“, ef búnaðarskól- inn eða búnaðarskólarnir eigi sinntu A # þessu. Asigkomulagið í þessu strjálbyggða landi og ógreiða yfirferðar er allra ólík- ast öðrum nálægum löndum, sem eru þjettbyggð og greiðfær, í því, að hjer verður hver og einn að leggja svo margt á gjörva hönd, þótt hann geti fyrir hið sama eigi orðið svo fullkominn í neinu einstöku, sem menn geta orðið annars staðar, þar sem auðveldara er að ná sainan, og hver þarf þess vegna ekki að leggja fyrir sig nema eitthvað ein- staklegt og fábrotið. í þjetthyggðu landi er óþarfi, og ef til vill óhagur, fyrir bóndann að fást við aö byggja sjálfur hús og skýli handa sjer og skepnum sínnm, því ekki þarf langt að sækja húsasmiðina. Hjer þar í móti er þaö og verður fyrst um sinn aö vera aðalreglan, að hver bóndi byggi sjer hús sín sjálfur. Það mundi þvf, meðal annars, eigi vcra óþarft, að bóndaefnin læri að sprengja steina, laga þá til og hlaða úr þeim trausta veggi; því húsabyggingar manna, eins og þær nú eru almennt í sveitum, eru til mikils baga og ósóina fyrir landið, þó margvíöa sje fyrir hendi bezta byggingaefni og varanlegasta, þar sem grjótið er. Vjer bendum hjer að eins á þetta eina atriði, því þó húsagjörð- in sjálf verði að miklu leyti að fara fram á sumarmisserinu, þá er opt heut- ugur tfmi á vetrum til að sprengja kletta, laga til steina og ílytja þá að sjer, og bændum vorum er mjög nauð- synlegt að kunna að nota sem bezt hinn langa vetrartíma til að fá þá af- lokiö öllum þeim vcrkum, er þá verða gerð, svo þau þurfi eigi að taka, þeg- ar sumar er komið, tíma frá öðrurn störfum, er rneð engu móti verða gerð á vetrum. Vjer sjáum engan veg til þess og jafnvel eigi mikla þörf á því, að bún- aöarskólarnir sjeu jafnframt gagnfræða- skólar, eöa verji tíinanum til að kenna það, sem til almennrar menntunar heyrir; kennslan í hreinni og beinni búfræði og búsýslu þarf að vera svo umfangstnikíl, að ekki veitir af öllum skólatímanuin til hennar sumar og vet- ur. Á hinn bógiun höfum vjer nú fengið góðan gagnfræðaskóla, og á síð- asta alþingi var ráðgert að stofna þar að auki eina 14 alþýðuskóla í hjeruð- um til eflingar almennri menntun. Inn í búnaðarskólann mætti eigi taka aðra enn þá, sem þegar hefðu fengið svo milda almenna menntun, sern svaraði þvi, er kenna á f alþýðuskólunuin, og ákjósanlegast væri, að þeir hefðu sem ilestir gengið í gagnfræðaskólann á undan búnaöarskólunum, því þá er meiri von, að þeir hefðu góð not konnslunn- ar í honum, þar sem óttast má, að alveg ómenntaöir og illa undir- búnir piltar hafi ekki hálft gagn af búfræðiskennslunni, og að inenntunar- skorfurinn Ioði leugi við þá. Að mennt- ast, að læra það sem til almennrar menntunar heyrir, er allt annað enn að læra einhvern sjerstakan atvinnuveg. Gagnfræðaskólinu er fyrir alla jafnt, hvort sem þeir ætla að leggja fyrir sig búnað, sjómennsku, handiðn, verzlun, eða hvað; hann er undirbúningsskóli fyrir hvern inann, sein vill vera mað- ur með rnönnum; hann kennir engan atvinnuveg, heldur býr menn jafnt undir alla atvinnuvegi. En þegar þessura undirbúningi er lokið, þá skdja leiðir, þá fer hver að læra þann atvinnuveg sem hann kýs sjer til að vinna sjálf-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.