Fróði - 06.06.1882, Blaðsíða 3
1882.
F R Ó Ð 1.
76. bl.
187
af vatns eða gufuafli og kosta eptir stærð
frá 3—500 kr.
5. þvottavjelar: þær ganga af
gufu eða vatnsafli og kosta um 500 kr.
6. þerrivjelar: þær eru hafðar til
að þerra vatn úr ull og dúkum, ganga þær
fyrir vatns eða gufuafli og kosta um 300 kr.
7. J> ó f v j e 1 a r: þær kosta eptir gæð-
um frá 5—900 kr. og ganga fyrir vatns-
eða gufuafli, þær þæfa á dag frá 70—80
al. af tvíbreiðum dúkum.
8. Lókembuvjelar: þessarvjelar
eru hafðar til þess að rífa eður kemba út
lóna á dúkunum, eptir að þeir koma frá
þófvjelínni, og sem gert er með eins kon-
ar ávexti eður hnetu («karteboller»).
þessar vjelar eru vanalega af járni og
og ganga fyrir vatns eða gufuafli, þær
kosta frá 4—500 eptir stærð og gæðum.
9. L ósku r ðarvj el a r: þær taka við
af lókembuvjelunum og eru hafðar til þess
að skera eður jafua lóna á dúkunum.
Af þeim eru tvser tegundir, og geta hvor-
artveggju gengíð bæöi fyrir handafli og
vatns eða gufuafli. Aðrar eru nefndar
langskurðarvjelar, en hinar þverskurðar-
vjeiar. Með langskurðarvjelum, sem ganga
fyrír gufu eður vatnsafli, má lóskera um
80 álnir klæðis á dag, en með þverskurð-
arvjelum frá 20—30 al. Langskurðavjel-
arnar kosta frá 6—800 kr., en þverskurð-
arvjelarnar um 200 kr.
10. G u f u n a rvj el a r : þessar vjelar
eru hafðar til að hleypa gufu í klæðið á
undan fergingu, kosta þær frá 1—200 kr.
11. lí u r stu narvj e lar: þær eru
hafðar til að hreinsa og sljetta klæðin,
þær ganga af vatns eða gufuafli, og kosta
frá 3—500 kr.
12. K 1 æ ð a r a m m a r; Á þeim eru
klæðin þurkuð, og eru þeir hafðir til at>
jafna breidd þeirra, þeir kosta frá 4—500kr.
13. Dúkapressur: þær eruhafð-
ar til að fergja klæðin, og gerir það á
þau þann gfjáanda, er þau hafa. Eru þær
til búnar af járni og kosta með tilheyrandi
járnplötum og pressupappír frá 6—800 kr.
En eru: Gufuketill, litunarkatiar og fl.,
sem allt til samans mun kosta frá 3—
4000 kr.
Jeg hefl þá hjer að framan talið flest-
ar þær tóvjelar, sem brúkaðar eru í klæða-
verksmiðjum erlendis og nauðsynlegar eru
til reglulegrar klæðagerðar, einnig hefi
jeg getið um verð þeirra og vinnukraft,
að því sem mjer er kunnugt. Nú vil ieg
með fáeinum orðum minnast á hverjar af
vjelum þessum jeg álít að hjer gætu orð-
ið almennastar og á hvern hátt þær í
heild .sinni mundu geta orðið landinu að
notum.
Af öllum framantöldum vjelum er
handspunavjelin líklegust til þess að gera
hjer mes't gagn, vegna þess að hún er
svo einföid, ódýr og umfangs iítil, að hún
gæti komizt að á hverju heimili, en hún
útheimtir aptur kembingarvjelina, sem sak-
ir dýrleika ekki er meðfæri einstakra
manna, En oú getur ein siík kembingar-
vjel kembt uli, sem margar handspuna-
lb8
vjeiar spinna, svo að þó ekki væri kemb-
ingarvjel nema á einum stað í heilli sveit
t. d. þar sem hún gæti gengið fyrir vatns-
krapti, þá mundi hún geta kembt ullina
fyrir þá í sveitinni, sem handspunavjelarn-
ar vildu eiga, og mundi það vel borga
sig að kaupa þannig kembinguna á ullina,
er menn áður hefðu undir búið hana heima,
og með þessu móti mundi hver sá, sem
spunavjel ætti, geta tætt meiri hluta ullar
sinnar i band eða þráð, sem út af fyrir
sig er mjög útgengileg verzlunarvara, þó
ekki væri lengra farið.
Hvað vefstólana snertir, þá verður
tii almennrar brúkunar eigi um aðra að
ræða enn handvefstóla, því þó þeir vef-
stólar, sem ganga af snúningi, sjeu nokkru
fljótvirkari, þá verður þeim ekki við komið,
nema þar sem þeir gætu unnið fyrir vatns-
krapti, og því eigi þjenlegir á öðrum
stöðum. Virðist að ekki væri mikið unn-
ið, þó aðrir handvefstólar væru innleiddir,
en þeir sem nú eru notaðir; mætti ef til
vill endurbæla þá nokkuð, svo í þeim
mætti vefa alla vora ull, ef einn væri á
hverju heimíii. Af öðrum handvefstólum
er Albinusarvefstóllinn hinn álitlegasti,
þó vil jeg geta þess, að meir tíðkast þessi
vefstóll til Ijerepta og annara línvefnaða;
en á ullardúka er hann enn lítt reyndur.
Hvað hinnm öðrum vjelum við víkur,
sem að framan eru taldar tölul. 3—13,
þá er ekki að búast við að þær geti orð-
ið almennar hjer; en eigi ab síður eru
þær nauðsynlegar, því án þeirra vjela
verða engir vandaðir dúkar unnir í land-
ieu, svo sem klæði, dyffel, búskin, sjöl
og aðrir þess háttar vefnaðir, sem þó
ekkert efamál er, að af góðri og vel að-
skildri íslenzkri uJI yrðu hjer tii búnir,
eins fínir og vandir eins og þeir vefn-
aðir, sflni hingað flytjast auk þess^ sem
þeir mundu reynast langtum trúrri og
haldbetri, þar sem ullin yrði unnin hrein
og óblönduð í stað þess að útlendir vefn-
aðir eru jafnan falsaðir eður blandnir ull-
arúrhraki (kradsuld), sem táin er upp
úr tuskum af slitnum fatagörmum, og því
eigi til annars nýt enn drýgja efnið. þess
utan yrði og margt lært af notkun vjel-
anna við tilbúning þessara dúka, er rnið-
að gæti til þess að bæta utlit þeirra vefn-
aða, sem nú eru unnir, og menn gætu i
heiraahúsuin gert með mjög einföldum
áhöldum, einasta þegar þekkt væri hiu
reglulega aðferð, sem til þess er höfð.
Enn fremur að ef vjeiarnar væru til í land-
inu, fengju rnenn Ijósari hugmynd um
meðferð og rjettan aðakilnað ullarinnar
sem er undirstaða og skilyrði fyrir verð-
hækkun hennar.
Til þess uú að vjelar þessar yrðu
þekktar hjer, og menn gætu fengið Ijósa
huginynd um meðhöndlun þeirra, þá á-
lít jeg, að þær þurfl allar í heild sinni
að verða iunleiddar, eður með öðrum
orðum, að stofnuð sje í landinu klæða-
verksmiðja, er mönnum gefist kostur á j
að nema það af, er nauðsynlegt er til !
þess, að vjelarnar yrðu í hinum minni'
189
stýl hagnýttar og að af þeim yrði það
valið, er menn fyrir dýrleika sakir sæja
sjer fært að nota hjer. En að landið í
heild sinni bæri kostnað þann, sem af
stofnun verksmiðjunnar leiddi og yrði að
tilhlutun þess styrkt og varðveitt, svo
hún væri megnug þess að verða til und-
irstöðu og leiðbeinigar í þessu atriði.
Til frekari skýringar skal hjer sett
áætlun um kostuað við stofnun verk-
smiðjunnar, eður þess er jeg álít að til
hennar mundi þurfa, og er hún sem
fylgir.
2 Sett af kembingarvjelum (2Vi al.
Remme-system) 8000 kr. . 16,000
1 Sett af kemingarvjelum 1V« al.
(Pengeur-system) .... 3,000
2 kraptspunavjelar 180 þráða
Selverkende 1800 .... 3,600
1 llandspunavjel 60 þráða . . 300
10 Kraptvefstólar 3 al. br, 1400kr. 14,000
1 Albínusarvefstóll VI* al. br. . 500
1 Tvinningavjel 60 þráða . . 500
1 þvottavjel.................. 500
1 þerrivjel.................. 300
2 þófvjelar 900 kr..........1,800
2 Lókerpbuvjelar 3 al. br. 500 kr. 1,000
1 Lóskurðarvjel (langskurðar)
2'A al.................... 800
1 Gufunarvjel................. 200
1 Burstunarvjel............... 500
3 Klæðaraminar 400 kr. . . . 1,200
1 Dúkapressa með tilheyrandi 800
Gangásar með koparlögum snúr-
um og snúruhjólum . . . 2,000
Gufuketill með járnpípum og litun-
aráhöld.........................4,000
Smíði á vatnshjóli 8 áln. í þver-
mál 2 áln. að þykkt með möndl-
um..............................2,000
Til húsbyggingar fyrir vjelarnar
og til 11.................... 35,000
Til húsbyggingar fyrir litunaráhöld 2,000
Til ymislegs er þyrfti til vjelanna
í flutningsgjald og til óvísra
útgjalda ......................10,000
kr. “100,000
Jafnframí og jeg fram ber nú þessa
skýrslu mína og álit á máli þessu fyrir
hina heiðruðu sýslunefnd, leyfl jeg mjer
að treysta því, að hún taki málið til yfir-
vegunar og framkvæmdar á þann hátt, er
hún álítur skynsamastan og landiuu hag-
kvæmastan.
Halldórsstöðum 1. marz 1882.
Magnús þórarinsson.
T
ISjörit jflagiasissoii.
(dáinn 11. ágúst 1881.)
Horfir hugarsjón,
með liarmi norður
þars yndi hún áður fann,
síðan jeg dvaldi þar,
með drengjum góðum,
litla hríð, fyrir löngu.
Ástfólginn vin,
sem jeg átti þar,