Fróði - 06.06.1882, Blaðsíða 4

Fróði - 06.06.1882, Blaðsíða 4
76. bl. F E Ó Ð 1. 1882. 190 hlýt jeg aö harina nú ; bjóst jeg eigi við að í blóma lífs hans þarfa dagsverk þryti. Fáir munn Birni íremri reynast að mannkostum mætum: góðvilja, gætni, göfuglyndi, mannást og mannþekkingu. Skörp var skynsemd hans, skáldgáfa fjörg, frábær fegurðar-smekkur, hreint var kugarfar, háfleyg var sál, grandvör samvizkusemi Æfi sinnar ljet hann aðalmark að reynast hinn rjettimaður: anda sinn að mennta, en orku neyta til þess að gera gagn. Vott um kunnáttu báru verk hans öll, og íþrótt hagvirkra handa, en vandvirkni vegligrar sálar sýndu þau samt hvað bezt. Kunni hann að meta köllun sína, sem Guðs tilskipun góða; heimilis og fjelags var heill og prýði; ástsældar alinennt naut. Sje jeg nú í anda bve sárt hann trega vandamenn og vinir: ekkja, ungbörn og aldinn faðir, systkyn og sveitarfjelag. Samhryggist jeg þeim, og sjálfur hlýt tryggða vin minn að trega. En hinn góði Guð, sem gaf og tók, huggun í hörmum sendir. Ilafinn er til hans háfleygur andi leystur úr líkamsfjötrum. Horfum til himins eptir horfnum vin í von um samfundi síðar. Br. J. Innlleiidar frjettír. Akureyri 5. júní. Veðurátta befir verið hörð og óbagstæð yfir allt land á pessu vori, og úr öllum bjeruðum er að frjetta fóður- skort og par af leiðandi vandræði. |>ó er vonanda að fjenaður falli ekki viða stórkostlega, ef ekki gerir áfelli bjer á eptir, en almennt mun hann ganga illa undan fyrir fóðurleysið og verða 191 gagnslítill og kvillahætt. |>essi vand- ræði eru afleiðingarnar af hörðum vetri í fyrra og graslitlu sumri, og pví, að fæstir munu hafa búizt við jafn miklum vorharðindum og nú hafa verið. Hjer um sveitir, og sjálfsagt víðar, hefir skepnum verið gefið mjög mikið af korn- vöru, bæði maís og rúgi, og hefði á- standið án efa orðið miklu verra, ef kaupmenn hefðu eigi verið ágætlega byrgir af pessari vöru. Vjer ætlum að lesendur „Fróða“ muni eigi kæra sig um, að vjer förurn að segja hjer harð- indasögu úr hverju einstöku hjeraði, endayrðupær sögur allar nokkuð svipaðar. Hafísinn rak hjer að Norðurlandi í áliðnum aprílmánuði, og fyllti pá hvern fjörð og hefir enn eigi rekið út aptur. Hann dreif pá einnig suður með öllu Austurlandi, allt suður að Breiðamerk- ursandi, en íslaust hefir verið fyrir Vesturlandi, og hann aldrei farið suður fyrir ísafjarðardjúp. Aður enn pessi íshella pakti hafið fyrir öllu Norður- landi, voru kaupskip komin á Húsavik, á Eyjafjörð, á Sauðárkrók og á Blöndu- ós, eitt á hvern stað, en síðan kefir engu skipi verið fært norðan um land, og öll kaupskipin, sem væntanleg voru á pessar stöðvar munu pví vera að hrekj- astfyrir sunnan eða vestan land; „B.ósa“, Gránufjelags skip til Oddeyrar, kom t. a. m. inn á Isafjörð eigi alls fyrir löngu- Um gufuskip er eigi að tala meðan svona stendur. Hvalir 4 hafa nýlega náðst hjer á firðinum, voru prír peirra um 30 al. en einn 46. 1. fannst í hafísnum fram undan Skjaldarvík, varð eigi færður í land, en skorinn upp á ísinn; 2. rak á tírenivík; 3. á Hjalteyri og 4. var færð- ur á land í G-æsaeyri; í honum fannst hvalaskeyti verzlunarstjóra J. V. Hav- steens, og átti hann pví pann hval að priðjungi J>rír smærri hvalir (háhyrn- ingar) 10—15 al. hafa náðst, og æði- margir höfrungar. A Hraunum í Fljót- um voru 3 hvalir reknir á land eigi alls fyrir löngu. 1 náðist í Sljettuhlíð í Skagafirði, 1 á Oddstöðum á Sljettu og tveir á Austfjörðum. I Húnavatns-, sýslu voru fádæma miklir hvalrekar ný- lega. 28 hafði rekið á Anastöðum á Yatnsnesi og annarsstaðar 10 eða 12. Fiskur hefir verið á Eyjafirði í vor og nokkuð aflast á haldfæri upp um ísinn, og á lóðir pegar hægt hefir verið að leggja pær. Fiskafli hefir verið á Austfjörðum, og mekfiski á Berufirði um tíma. Fiskur á Faxaflóa. en gæftir illar. Góðfiski við Isafjarðardjúp í nmí- mánuði. Kaupmaður Jónassen kom hingað 3. p. m. Lagði hann frá Kaup- mannahöfn 3. f. m. með strandferða- skipinu. |>að hafði eigi komizt inn á Austfjörðu, en norður á Isafjörð komst pað að vestan og norður fyrir Horn, en par varð pað að snúa aptur fyrir haf- I 192 ísnum. Jónassen fór úr skipinu á Stykkishólmi, pegar pað var á suðurleið, og kom paðan landveg. — Yeðurátta í Danmörku hafði verið hin blíðasta allt fram í maímánuð. ■þ 6. maí andaðist á Möðruvöllum í Hörgárdal skólapiltur Pjetur Jakobs- son frá Sauðafelli, 25 ára gamall. Auglýsingar. Lars Brekke & Co. 5 Minerva Terrace. IIuI 1 (England). Commissionsforretning i Fisk, Tran, Uld, Skind, Dun og alle islandske Pro- ducter. Referenter: Hcrr. Tr. Gunnarsson, Oddeyri — J. V. Havsteen,------- — S. Pálsson, Siglefjord. f 5. tölublaði (Stjórnartíðindanna deildinni B mun verða birt, að sýsl- unin sem umboðsmaður Möðruvalla- klausturs sje laus frá I. sept. þ. á. og að bónarbrjef um sýslun þessa beri að stíla til landshöfðiugja. en senda þau amtmanninum yíir Norður- og Austur- aintinu fyrir 10. júlí þ. á. Skrifstofu Norður- og Austuramtsins, 26. maí 1882. J. II a v st e e n, settur. Undirskrifaður selur hjer eptir drátt í kláf yfir Jökulsá á Brú hjer undan bænum þannig: Fyrir fullorðinn mann 10 aura hverja ferð, og fyrir hver 100 pd. af burði eða fje eins, það er 1 eyrir fyrir hvern fjórðung, sem borgist til undirskrifaðs í hvert sinn, sem drátturiun er notaður. Þó vil jeg geta þess, að jeg tek ekki borgun hjá vinum eða vandamönnum mínum Yaðbrekku 8. maí 1882. Baldvin Benediktsson. — Mark verzlunarstjóra J. V. Havsteens á Oddeyri á hvalaskeytum, járnskutlum og kúlum: II Fjármark Arna Helgasonar í Gríms- gerði í Hálshrepp : Hvatt fjöður fram- an hægra — Sneitt aptan. fjöður framan vinstra. — Fjármark Bjarnar Bjarnarson- ar á Yztuvík f Grýtubakkahrepp: Stýlt og gagnbitað hægra, heilhamrað vir.stra. Brennimark: Bjössi. — Brennimark Ólafs Ólafssonar í Hrappstaðaseli í Bárðardal: 0 V 0 Útgefaadi og prentari: Björn Jónssou.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.