Fróði - 31.10.1882, Blaðsíða 4

Fróði - 31.10.1882, Blaðsíða 4
87. bl. 322 I E Ó Ð 1. 1882. setnd um nafniö of, sem hann gefur staf- myndinni œ. Hún er nú aldrei fram borin öðruvísi en æ, og þvf vil jeg ekki ætla, að hann sje svo ónærgætinn um það, hvernig kenna skuli barni að Iesa,aö hann ætlist til að barniö venj- ist við þetta nafn og kveði t. a. m svo að: emm, oí, eð—mæö, það mundi vilja verða mojö; þá er lika auövit- að, að kenna þarf barninu að nefna y og ý sem i og í vegna framburðar þess, sem nú er. En viti menn — Jón virðist, þegar jeg gæti að orðunum framan við „til kennarans8, telja hann á að láta barnið nefna uí (ý), grískt i (y) og oí (œ) — já, svei honum þá, og kenni hann sjálíur sínum króg- um lestur með þessum staíaheitum, segjandi: djc, griskt i, err — dyr“. — „Aðfmningamar um framburðinn á útlendu stöfunum eru aö mestu fjar- mæli ein. Nær heíði Jótu verið að leiðrjetta greinina um e u í kveri Jóns vinar síns. Þar segir svo, að cu sje lesið sem au f þýzkum og latneskum orðum. Hvernig nefnir hann þá t. a. ra. nafnið Europa, sem cr komið til vor frá Latínumönnum?“ — „Mikil er Jónskan í t’jóðólfi, þar sein Jota segir, þá hann er aö stritast við að úthúða 4. bls. í kveiiuu yðar, að staíurinn e finnist hvergi í allri bókinni. Ilann stendur þó þris- var einmitt á sömu blaðsíðu. Svo vel hefði ekki nema einuin inanui á landi voru sagzt í bókafregn, og ræð- jeg af þessum ummæluin, aö Jota sje = Jón, og Józka = Jónska = hundavað*. — „Jota lýtir málið á kerinu Jú, málið á kveri Jóns má yfir höfuð heita gott, sem von var, en þó má þar finna dæmi upp á ljótt og óhreint inál, t. a. m. húsdýr fyrirtamin d ý r eöa alidýr, þúsund hvorugskyns þrem- sinnum (29. og SO. bls.), en svo rjett á eptir kvennkyns, sem er rjett „Læra u m tugabrot“ á 30. bls. er klaufalega að orði koinizt. Málsgrein- in á 42. bls. „g 11 d i r þessi regla eigi öll orð“, mundi mega telja dönskuslettu, eins á 27. bls. „beina- grind, sem kjötið s i t u r utan á“. — „Hvernig skyldi náttúrufræöing- unuin lítast á þar sem Jón er að út- lista það, hvað f u g 1 a r sje. jjSvo heita þau dýr, sem lljúga f loptinu" segir hann. Eptir því eru flugur og fiðrildi líka iuglar. En dálítinn galla á náttúrufræðislegum lýsingum bæta að fullu hinar ágætn myndir, sem íylgja til útskýringar (auglýsingamyndirnar úr Skuld), sem eigi hafa annan galla enn þann, að þær líkjast engri íslenzkri skepnu“. — „Ekki lízt mjer á heiliæðagrein- irnar f kveri Jóns. „Ekkert er svo áríðandi sem aö vera vel að sjer“, segir þar á 44. bls. ösatt, hitt varð- ar miklu meira, að vera góður dreng- ur. það er meira vert, að vilja vel, en að vita mikið og margt. Jeg treysti til góðs ráðvöndum manni, þótt 323 fáfróður sje, en býst við illu einu aí fjölfróöum níðingi. fað er ekki held- ur nema hjóm af sannleikanutn, þeg- ar Jón fer að leggja útaf greininoi: „Gjör þú aldrei öðrum o. s. írv.“ á 44. bls. neðst. Hófuudur þeirrar lífs- reglu telur annað boðorð fremra og æðra, svo að hún er ekki hin háleit- a sta lífsregla, enda hefir Jón ekki get- að að sjer gert og afbakað orðin. Honum er Ifklega annaö betur gefið enn að prjedika siðíræði Krists. Staf- rófskver hans mun vera þess eindæmi og afbragð að þvf leyti, en engu öðru, að jeg ætla að það sje hið fyrsta staf- rófskver á íslenzku, er hvergi nefnir Guð á nafn, og þó lætur hann svo í f*jóöólfi, (því jeg efast ekki um að Jóu og Jota sje sami maðurinn), sem hann vilji vandlæta vegna guösorðs. En hann kveður s í n a vísu, hann innrætir börnunum sfna ást og viröingu fyrir Guði með því að geta hans að engu“. — „Jota gerir skop að því, að staírófskverið sje kallað „Stafrófskver handa börnum“. |>á sýndist mjer að ekki mundi hafa veitt af, þó aö þess heföi verið getið framan á kveri Jóns, hverjum þaö var ætlað. Ef það er ætlað börnum, þá er mjer óljóst, hvað börn eiga að gera við vfsu Jónsá46. bls. og jafnvel fullorönir líka. Að minnsta kosti get jeg ekki fundið í henni annað enn samtíning, meining- arlaust rugl. Jeg þyröi óhræddur að heita Jóni heilmiklum verðlaun- um, ef hann gæti sýnt og sannað skynsamlega merkingu í vísunui, færöri til rjetts máls eptir því sein orð henn- ar hljóða og hártogunarlaust. J>að er varla ofsagt að kalla þaö „blygðunar- leysi“, aö vera svo djarlur að leyfa sjer, aö bera á borö fyrir menn til lest- urs og náms handa börnum aunan eins þvætting og lokleysu eptir sjálfan sig“. Frb. Steinsson. Um korngjöf handa fjen- a ð i hefir ytírkennari herra Halldór Friðriksson ritað góða og mjög ept- irtektaverða grein í Isafold, IX. 22., er út kom 21. sept. p. á. Hetir hann áður ritað um sama efni fyrir nokkrum árum bæði í Norðanfara og J>jóðólti. Eptir reynslu höfundarins þarf til lóðurs 2 pund af rúgi eða rúgmjöli móti 7 pundum af góðri töðu, en af maís ekki minna enn 2 pund móti 6 pundum :óðu, eður 1 móti 3. J>etta inun og 'OJiua vel heim við reynslu bænda hjer iyrir norðan. í þessum hjeruðum þurfa uienn að gefa mjólkandi kú að rneðal tali 6000 pund töðu á vetrinum, og vilji eiuhver útvega sjer til fúðurauka eitt kýrfóður af rúgi eða maís, því um aðr- ar korntegundir er hjer varla að ræða til þeirra hluta, þá þarf hann að kaupa sjer full 1700 pund (8% tunnu) afrúgi eða 2000 pund af maís. Eigi skepnur að hafa góð not af kornfóðri, þá þarf kornið að vera malað, eða þá að öðrum 324 kosti soðið, helzt hvorttveggja, því heilt og ósoðið korn geta skepnurnar eigi melt til fulls, og verður þeim því að engu gagni nokkuð af því kornfóðri, sem þeim er þannig gefið. Hag bænda og heybyrgðum er nú mjög viða svo varið þetta haust, að marg- ir munu hljóta að lóga heliningi af fjen- aði sínum, eða þar um bil, ef þeir eiga að geta sett á hey sín með nokkurri skynsemd, en það verða bændur þó jafn- an að láta vera sína fyrstu og helztu búskaparreglu, því sje hennar ekki gætt vandlega, er öll velmegun bóndans í veði og þar með líka sveitarfjelagsins og landsins. J>ó víða sjeu eigi nein ráð til að útvega skepnum annað vetrarfóður enn hey, og menn verði því að fækka þeim hlífðarlaust, þegar he_\in eru lítil til að haustinu, þá er þó sumstaðar vinnandi vegur fyrir allmarga að fá sjer nokkuð af korni eður einhverju öðru til fóðurdrýginda, og þegar svo hagar til sem nú, ættu bændur sannarlega eigi að vanrækja að safna sjer öllum þeim fóðurauka, sem þeir eiga kost á. Við sjávarsíðuna eru menn hjer norðanlands teknir að hirða vandlega allan úrgang úr fiski til að fóðra skepnur á með fram lieyinu ; höfuð, dálkar, sporðar, uggar og roð af fiskinum er gefið skepnum á vetr- um annaðhvort blautt og brytjað niður, eða þá þurkað og hert, en síðan barið sundur í smátt með sleggju. Með einu þundi af þannig hertum og börðum þorsk- höfðum eða beinum álíta eptirtektasam- ir búmenn að spara megi að minnsta kosti 2 pund af heyi. Að salta þorsk- höfuðin ný niður í ílát og gefa þau svo brytjuð upp úr saltinu mjólkurkúm á vetrnm með heyinu er og reynt að vera mjög gott. J>á hafa og sumir tekið upp á því, að jafna lítilræði af þorskalifur í heyið, einkum þegar það er illt, og láta hana brjótast i því eitt dægur, áður enn heyið er getið J>ykir þetta mjög til bóta. Sumstaðar á landinu, einkum í Austfjörðum, er sagt að menn hirði eigi þorskhöfuð eður annan þessháttar úr- gang úr fiskinum, heldur láti einatt stór- ar kasir af þessu úldna niður og maðka í fjörunni. J>etta var og algengt hjer við Eyjafjörð fyrir nokkrum árum, en nú munu engin dæmi til slíks. J>egar hjer hetir verið svo mikill landburður af síld, að menn hafa eigi getað notað sjer hana öðruvísi, hafa menn hirt hana til gripafóðurs þurkaða eða saltaða. Eins hafa ymsir gefið skepnum hákarl, þegar hann hetir veiðzt að vetrarlagi. Sem kunnugt er, rekur víða mikið af þara upp úr sjónum á haustum og vetrum, og hafa margir sjávarbændur góðan styrk af því að láta skepnur sínar gauga i fjörunni. En opt er það að íllviðri, fannfergi eða frost bannar þetta, eða þá að sjórinn skolar þaranum á burt aptur. Mundi eigi vera ráð til að hirða þarann betur, bjarga honum und- an og geyma hann, svo hann gæti kom- ið jafnara og betur að notum til fóður- drýginda ? Um þetta væri vert að hugsa og gera tilraunir til þess. Útgefaudi ug preuUri: ISjöru Júussuu.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.