Fróði - 19.12.1882, Side 2

Fróði - 19.12.1882, Side 2
90. bl. F E 6 Ð 1. 1882. 352 ferðaðist um norðurhluta landsins, ein- mitt um þau hjeruð, sem eiga að vera svo aumlega stödd eptir pví mönnum segist frá í Kaupmannahöfn, og varð hann ekki var við nein merki upp á skort venju fremur. I ágúst sem leið fjekk jeg brjef frá Cambridge pess efnis að jeg ljeði nafn mitt undir áskorun til hjálpar, og par var svo sagt frá, að hungursneyðin væri óðum að færast yfir allan vesturhluta íslands. Jeg er upprunninn á Yestur- landi, svo að hungursneyðin sýndist skipta ofur notalega um bústaði eptir hentugl'eikum. Jeg gaf þessum tilmæl- um engan gaum, því að jeg þóttist vita, að hjer gæti ekki verið sagt satt frá, og var enda hræddur um að hjer væru ein- hver brögð í tafli. Jeg treysti því og að hungurópið mundi bráðlega deyja út aptur, en í því efni sýnist von mín hafa sárlega brugðizt. Kveinið hefir þvert á móti allt af farið vaxanda. Prá aðsetri borgarstjórans i Lundúnum heyrum vjer, að „allur landslýðurinn með öllu. sem kvikt er á landinu, sje að deyja úr hungri“. „Fimm þúsund pund mundi frelsa ísland“. Og sjá, fimm þúsund pundin koma inn, gullpeningar hrynja hvaðanæfa niður sem hagl frá ríkum og fátækum. Maður getur bæði grátið af gremju og æpt af reiði út af slíku. Og að lokum er nafn einhverrar hinnar mest elskuðu, hinnar hreinustu af hinum hreinu hjer í landi sett á beiðsluskjalið. fað væri æskilegt að fá að vita, hver komið hefir þessu kveini af stað. Yar það á íslandi, eða kom það úr annari átt? Mjer liggur við að ætla, að það hafi komið upp utan íslands, því að í æsku minni sá jeg aldrei neinn heininga- mann á íslandi. Tungan hefir jafnvel ekki til orð yfir þann ófögnuð. En þar var ekki skortur á gestrisni og vinsam- legri hjálp. Hve vel má jeg ekki munu eptir góðsemi manna við mig, þegar jeg á yngri árum mínum varð að ferðast margar dagleiðir í skóla og úr. Menn veittu mjer gisting, gáfu mjer mjólk, og kölluðu vatn, sáu um hest minn og járnuðu ef þurfti. Húsbóndinn fylgdi mjer sjálfur, ef nokkuð var að, ferjaði mig yfir firði, og tók aldrei neitt fyrir; mönnum hefði þótt það óhæfa hefði jeg boðið nokkuð. Allt þetta gerðu menn hvor fyrir annan, en snýkjur voru ó- þekktar. Jeg vissi aldrei til að nokkur dæi úr hungri, þótt vjer sjeum allir fá- tækir, þegar litið er til þess, hvað Eng- lendingar skilja við fátækt. Og þetta er sú þjóð, svo einföld og óbreytt í liáttum sínum, sem er leidd fram í beiningamannabúningi við borg- arstjórasetrið í Lundúnum, og liungurs- neyðar-skáld er að draga upp alls kon- ar, svo átakanlegar, en að minni ætlun alveg ósannar, myndir af bágindum á íslandi, f>að er verið að kenna löndum niínum að biðjast beininga, að leika ör- eigann og missa alla tilfinningu fyrir 353 sóma eða skömm. Lofum Englandi að halda slíkum ómagahúsatilfinningum heima hjá sjer. Meir að segja, ef það kemur nú fram, sem jeg tel víst, að engin veruleg hungursneyð eigi sjer stað, þá mun mönnum gremjast við oss útaf þessu, og einhvern tíma, ef (sem jeg bið Guð að afstýra) eitthvert tjónskyldi hera oss að höndum, þá fáum vjer að kveina og það til einskis. Ef vinir vorir á Englandi gefa, og finna svo að þeir hafa verið gregnir á tálar, munu þeir aldrei gefa aptur. Jeg ætla að þessar tilhæfulausu frjettir hljóti að hafa komið frá Kaup- mannahöfn. Ibúar þar eru einkar góð- hjartaðir og fljótir til, auðhrærðir hvort sem er til gleði eða harms; en þeir þekkja lítið til Islands. Ráðgjafi íslands er danskur maður, sem, þegar jeg þekkti hann, kunni ekkert í tungu vorri. Að- alverksvið hans er annað enn stjórn ís- landsmála, því hann er dómsmálaráð- gjafi Danmerkur, og getur hann einung- is þekkt ísland gegnnm embættismenn, sem eins og máltækið hljóðar, líta hvorki til hægri nje vinstri. Hallæri á Islandi getur auðveldlega orðið að skáldsögu í Kaupmannahöfn. Ef trúa má hr. Paterson, þá má ekki síður trúa hr. Hjaltalín. Jeg þekki hann og get því borið vitni um, að hann er maður sannsögull og ráð- settur, og hann þekkir vel ísland eins og það er nú. Hjer að auk býr hann einmitt á þeim stað, er hungursneyðin er sögð að vera verst, og er þar forstöðu- maður fyrir nýstofnuðum skóla. Ef nokkur fyndi hungrið þrýsta að, þá mundi það vera hr. Hjaltalín, þar sem svo mörgum er á skólann ganga, verður að sjá fyrir fæði. Eu heyrið nú, hvað hann segir: „A mörgu hefir orðið skort- ur, svo sem kaffi og sikri. En samt sem áður er engin veruleg hungursneyð eða hallæri hjerum sveitir. |>ótt hart hafi verið í ári, þá verð jeg að játa að uppskerubrestur hefir ekki að sínu leyti verið meiri hjer enn opt er í mörgum öðrum löndum. Eiskiafli hefir verið þolanlega góður“. |>etta eru orð áreið- anlegs manns, sem sjálfur er sjónar- vottur, og þau eru meira enn andvægi móti þeim öfgum að „allur landslýður- inn með öllu því sem kvikt er“, að minni ætlun sauðir og hestar, sem skozkir kaupmenn hafa verið að kaupa þar, „sje að deyja úr hungri“. Jafn vel þótt herra Eiríkur Magnússon kæmi aptur frá íslandi með fullt fang af hungur- vottorðum mundi jeg heldur kjósa að trúa herra Hjaltalín. í öðrum efnum, sýnist einnig áhorf- ast betur á íslandi nú enn áður. Ný auðsuppspretta hefir nýlega opnazt þar sem síldarveiðin er. J>að er að eins fyrir fám árum, að norskir fiskimenn hittu fyrir sjer sildartorfur út undan landi og síðan hefir veiðin farið æ vax- andi. A norðurströndinni var fyrst far- _________ 354 ið að reyna að veiða árið sem leið og heppnaðist afbragðs vel. Náðist þar um 20,000 tunnur og hefði mátt veiða meira ef salt hefði hrokkið til. Nú eru Islendingar sjálfir að læra að veiða síld- ina, og þeir vona einnig, að þeir geti lagt gjöld á sildarveiðar annara þar við land. J>að fjekk mjer mikillar gleði, er jeg frjetti að löndum mínum hefði þannig opnazt nýr vegur til að auka efni sín. Meir að segja, nú koma skozkir kaupmenn árlega til Islands til að kaupa hesta og sauði, og gjalda reiðupeninga fyr- ir. |>annig komast þar í veltu peningar svo þúsundum punda skiptir, og var þetta alveg óþekkt þegar jeg var harn. Ferða- menn, sera til íslands koma, eyða þar einnig peningum, og verður það einnig, svo miklu sem það nemur, til að auðga landsmenn. Nú hefir landið einnig sitt eigið þing, og jeg heyri að efnum lands- ins sje varið svo vel, að talsvert fje sje lagt á ári hverju í sjóð. J>annig er landið í mörgnm greinum færara enn áður til að þola uppskeruhrest eða illt árferði. Einn af samskotanefndinni í Lun- dúnum getur um, hve aumingjalegir og hungurlecir menn hafi verið útlits í Reykjavík í júnímánuði sem leið En í júní var alls engin hungursneyð, og það sem raaðurinn hefir sjeð var ekki annað enn hið venjulega útlit manna á íslandi. Yjer erum holdgrannir, jeg sjálfur var jafnan grannur og fölleitur í æsku minni. „Mjer er skömm að útliti yðar“, var viðkvæðið hjá húsmóður minni, henni þótti jeg svo þunnleitur. En þó dró hún ekki af við mig. og jeg hafði jafnan góða heilsu. Vera kann að hið þunga lopt í húsum — því að lopt í húsum á Islandi er slæmt — hafi haft áhrif á mig, sem var fremur veiklulegur að náttúru. J>að væri mjer sönn gleði, ef Englendingar gætu hjálpað oss til að hafa loptgóð hýbýli, svo að ekki væri síður þurð á hreinu og heilnæmu lopti innau húss enn utan. Og, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er maturinn ekki allt, Englendingar gera, ef til vill, allt of mikið úr matnum: „Orðin eru góð“, segir G-oethe, „en ekki bezt af öllu“, og þannig er einnig maturinn góður, en til er þó betra, og það er, auk góðrar heilsu, nægjusemi. A æskuánmum lifð- um vjer spart og höfðum góða heilsu. Jeg bragðaði ekki vín fyrr enn jeg var 22 ára og öl ekki fvrr enn jeg var orð- inn fullvaxinn; mjólk, mysu og vatn mátti ávallt fá, og vjer æsktum oss ekki meira. ‘W’illiam Mon-is segir í einu af brje- um sínum, að vjer „vesalings“ íslending- ar sjeum svo illa farnir, að vjer höfum jafn vel ekkert ómagahús að leita hælis í. J>etta er líka satt, en hvers vegna? Jeg get svarað af eigin reynslu frá barnæsku minni. Frá því að jeg var 7 ára til þess jeg var 13 var mjer kom- ið fyrir til lærdóms á bæ í botninum á

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.