Fróði - 12.04.1883, Blaðsíða 4

Fróði - 12.04.1883, Blaðsíða 4
100. bl. F R Ó Ð 1. 1883. 118 119 120 Látum okkur nú enn vera komna með vörur í september, og selja fram í októ- ber, jeg hefi nú, eptir minni reglu hand- bæra peningana, eða kaupeyrinn, svo að bægt er að k®ma peim 5000 kr. sem jeg hafði tekið að láni með 250 króna leigu, á vöxtu í einhvern banka, um 3 mánuði (des., jan. og febr.) með 5% leigu, pað dregið frá skilur eptir Ca. 190 krónur, og verður pað kostnaðurinn af peningabrúkun minni yfir árið. En hvernig helir pú pað nú? J>ú innheimt- ir pær 1000 krónur, sem pú áttir úti- standandi síðan um vorið og með pví móti að pú lánir nú vörur pær er pú hefir undir höndum, til nýárs, muntu fá inn 5000 krónurnar, svo pú getir skilað pví er pú tókst seinna til láns. Og par setn jeg gæti nú verið laus við mínar sýslanir, verður pú að fara að afskrifa reikninga og senda í allar áttir, halda vörð fyrir mönnum til pess að ná inn skuldunum, pví nú munu allmargir gleyma erindinu við pig, af pví pú hefir ekki vörur til að lána peim af nýju. Hyggjum nú að hvað pig hefir kostað peningabrúkunin; af upphaflega láninu er leigan 250 kr. af öðru láninu 150 kr., af priðja láninu 20 krónur, bókhald, og innheimta C. 170 krónur, og pá mun valla of gert fyrir vanskilum skuldanna, pó maður geri ráð fyrir að á endanum vanti svo sem 3% eður 150 krónur. þetta gerir pá til samans 740 kr. eður 550 kr. fram- yfir pað sem jeg purfti til að kosta. Heldur pú að pessar krónur purfi ekki að bætast við vöru verðið? sem gerir 11% og mun jeg pó engan veginn gera ofmikið úr mismuninum, íyrir utan pað að ábyrgð sú, ónæði, ómök og skapraun- ir, sem útlánunum fylgja hljóta að vera ómetandi til króna. A. Hættu nú pessu maður! mjer er nú heldur farinn að leiðast pessi talna- skrá pín, pað er ef til vill ekki gott að hrekja hana; jeg hefi ekki vel vit á pví ; en par hjá finnst mjer pú heldur frek- lega orðinn á sveif kaupraanna, og eins og allt sje um að gera, fyrir pjer, að sjá peirra haginn. Jeg held við bænda- garmarnir höfum lengst purft og purfum enn að sjá um okkur. það er ekki hætt við að kaupmenn sjái ekki um sig, pví jafnan munu peir fara pað sem peir komast í að „snuða“ okkur. Járnklær peirra og ránskapur, sem við höfum búið undir, ætti pó sizt af öllu, að á- vinna peim d.... lof og dýrð, hjá okk- ur ofan á allt saman. B. Earðu nú hægt kunningi! pú segir pað mikið rjett, vjer purfum að sjá um oss; en til pess heyrir ekki að atyrða kaupmenn á hvert reypi, og athafnir peirra eins og peir væru púkar en ekki menn Miklu er hitt nær að vjer kynn- um oss stöðu peirra og kringumstæður, og skoðum pá eins ærlega og aðra menn; en sem fari pað sem peir komast í við- skiptunum við oss, sjer til hagnaðar meira og minna eptir mismunandi hug- fari, hjer um bil í sama hlutfalli og aðrar stjettir, og par á meðal vjer bænd- ur sjáltir í viðskiptum hverjir við aðra. Og með pví petta er svo, pá er bæði náttúrlegt og rjett, að vjer förum pað sem vjer komust í að leita oss hagsbóta í verzluninni. Til pessa purfurn vjer að hafa fullt viðskipta frelsi; á pví eru nú að vísu enn yms ónáttúrleg bönd frá laganna hlið, en eigi eru pau neitt að reikna hjá hinum, sem vjer höfum sjálf- ir bundið oss með, sem sje verzlunar- skuldirnar. f>egar vjer höfum frjálsan kaupeyrir í höndum til að innkaupa parfir vorar, pá fyrst getum vjer leitað eptir bezta verðlagi og pó vjer leitum ekki nema meðal vorra gömlu kaup- manna, pá er hvorutveggja, að peir j keppast á um að selja oss vöru sína sem ódýrasta, og svo hitt, að peirgeta selt hana ódýrari pegar peir eiga ekki lengur fje sitt í útíánum hjá oss; og petta var pað, sem jeg vildi sýna pjer og sanna með verzlunardæminu áðan; að hagurinn af skuldlausri verzlun kem- ur í vorn eiginn vasa; og að vjer getum einmitt með pví takmarkað kaupmanna- gróðan, sem vjer sjáum svo mjög of- sjónum yfir. Eullt viðskipta frelsi, að pví leyti sem lög leyfa, kalla jeg og petta, að vjer í hvert sinn, er vjer gerum kaup, förum að kvittuðum viðskiptum frá kaupmanni og sje hvorugur öðrum háðari eptir enn áður. (Framh.). Víg Giiimars. Vaknaði Gunnar af vondum draumi, er griminir óvinir að garði riðu; heyrði’ í hús inn að hundurinn Sámur hátt við kvað; en haus klofnaði. Þá varð Gunnari petta að orði: HSárt eitu leikinn Sámur fóstri, inunu þaö vilja vorir fjandmenn, að skömm verði elli okkar beggja4. Mundaði atgeir megin-rainmur, og lagði’ á Eorgrími glugg einn gegnurn ; lirataði austmaður af háum skála, og íjekk það sár, er fölvan gerði. Lítur Gissur við laufaþundi, og spyr hvort Gunnar heima mundi. BEi veit eg það“, austmaður mælti, „en heima var atgeir harðeggjaður*. Fjell austniaður á foldu dauður, en hinir runnu’ að römmum skála; sóttu allir senn sverðabeiti, og hugðu færa í helju þegar. En Gunnar lagði glæsta ör á streng og grimmri sendi óvinanna fjöld, garpurinn bogann benti’ í harðan keng og brosti þetta hinnsta æfikvöld; hann varöist svo að vaskir drengir viku frá með sverð og skjöld. • í anuað sinni grimma gerðu hríð, því garpsins lífi þegnar vildu ná, þeir æddu að ineð blóðugt banastríð, eu beittar iirvar skúfuðu skiidi blá; þeim sóttist illa sverðaiðja, seítust niður hvíld að fá. í þriðja sinni þrælafiokkur grár þreytti við kappann sverða-slið dimwt, en hurfu frá, því halur orkuknár með hraustum armlegg bogann benti stinnt, vóx þá kappans vígahugur vóx þá dauðastríðiö grimmt Þá mælti Gunnar, grimmdist hugur við: „glóíagurt skeyti liggur úti’ á vegg, það skal jeg senda þykkt í þeirralið, ef þollaust kynni að hitta einhvers negg*. „Gerðu það eigi góði sonur!“ gömul móðir talað fjekk. Þá mæltu hinir, er þetta sáu: „ei mun gnótt inui góöra skeyta, sækjum því að meðan uppi stendur nokkur sá, er naöi ve!dur.“ Gerðu atreiö ina fjórðu, undu rjáfur af römmuin skála; varðist hetjan hvössum hrandi, því brast af höggi bogastrengur Svo varðist Gunnar grimmum fjaudum, að engu höggi á hann komu, en átta særðust í oddahreti, og fjellu tveir og firrðust lífi. Varðist harður, — hlýnar atgeir — og særfii aðra átta rekka, þó kom um sfðir að særast tók, svo inátti eigi mæki valda í’ann veg þrælar þrotinn vógu, og þótti sigur sinn sigri meiri; þá mælti Gissur og grönum brá : „mikinn höfuro vjer öldung að moldu Iagðan“. Og fallinn Gunnar fölur hvíldi nár, og frægðarrúnir skreyttu kappans enni, vitnuðu um hjarta, er halur orkuknár, hal'ði svo varmt, sem sterkur eldur brenni í huga minning lifir lýðum hjá þars Iffs og dauða liarður straumur líður, því frægri kappa ísland aldrei sá í eli sverða eða’ á þingi fríðu. Kr. Jónsson. Úlgefsadi preutari: Björa Jáusauu.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.