Fróði - 25.04.1883, Qupperneq 1

Fróði - 25.04.1883, Qupperneq 1
102. blað. AKUREYBI, MIÐYIKUDAGINN 25. APRÍL 1883, - — ■ -- ■ ■- ------------------------------ ----- -------——-------------- 133 liin nki og kirkju og aðskilnað þeirra. Eptir Benedikt Kristjánsson, þingrnann Noröurþingeyinga. Trúarlíf vort og kirkju líf hefir hin síðustu ár veriö í tölu þeirra mála, sem blöö vor hafa hvað helzt haft að umtalsefni sínu, enda veröur ekki aö því fundið, aö „blaðaprestar* riti um þessi mál, og láti prenta ritgerðir sín- ar, um þau í húslestrarbókum sfnum, er kirkjutíðindin voru ekki öðruvísi enn þau voru, og urðu ekki langlíf- ari enn raun er á orðin. Svo virðist það og að öðru leyti í samræmi viö samband það, sem þjóðkirkjan* hjer á #) Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands, 5. jan. 1874, kveð- ur svo að orði í 45 gr.: „Hin evangeiiska lúterska kirkja skal vera þjófikirkja á fslaudi*. í vís- indalegum ritum er gerður greinar- munur á kirkjuríki (Kirkestat) svo sem rómverska kirkjan er í rótum sínum, ríkiskirkju (Statskirke), þeg- ar ríki og kirkja eru saineinuð undir yfirstjórn hins æsta veraldlega drott- in», svo sem ílestir munu ætla að eigi sjer stað urn hina evangelisku Jútersku kirkju í Danmörku, og jafnvel þjóðkirkjuna á Islandi, og þjóðkirkju (Folkekirke) þegar kirkj- an er óháð ríkiuu, og skipar sjálf öllum málum sínum, hvort heldur er lagasetning, embættisskipun, eða stjórn alls kirkjufjelagsins eður ein- stakra safnaða. Arnljótur Ólafsson, vel skygn maður og lögfróður, hefir einn manna hreift því, aö þjóðkirkj- an hjer á landi sje frjáls og óliáð ríkinu og verðnr því ekki neitað, aö engin ákvöröun er sú í 45 — 47 gr. stjórnarskrárinnar, er bendi til þess að það sje ekki. Stjórnarlög (Grundlov) Dana gefa skýlaust fyrir- heit um nýja kirkjuskipun, Lögfróöir menn ættu bezt að vita það, hvert það hefir nokkra eða enga lagaiega þýöingu í þessu efni, að ekki er bætt aptan við 45. gr. þeirri máls- grein : „Skipun þjóðkírkjunnar verð- ur ekki ákveðin nema mcð lögum“, og ættu þeir ekki að láta Ijós sitt undir mæliaski vera. En hollast er að fara ekki lengra enn vel er fært. 134 landi er f við ríkið, að ritað sje um kirkjumál f dagblööum vorum, þótt þau megi fremur kallast veraldleg enn andleg. Pótt segja megi um þessar blaða- greinir, að þær beri ekki með sjer aö þær sje sprottnar úr djúpum og frjóvum kristilegum jarðvegi, má samt ætla, að þær sje ritaöar í góðum til- gangi, og sprottnar af þeirri tilfinn- ingu, að trúarlíf vort og kirkjulíf sje öðruvísi enn það á að vera og getur verið, enda þarf ekki svo mikla kristi- lega glöggsýni til, að slíkt fái ekki duiizt. Að öðru enn þessu, sem jeg nú hefi fram tekið, má með sanni segja, að skoðanir þeirra, sem um kirkjumál- ið liafa ritað, hafi vitaö í ymsar áttir Sumir hafa í þessu efni hrósað um- liðna tímanum og trúarlífi því, sein jafnvel til skamm* tíma hefir verið í söfnuðum lands vors, og er slíkt að virða sem ævagamla, alkunna venju lundillra og þunglyndra manna, sem gjarnt er að lasta nútímann og hið nú- lega ásigkomulag, af því það er nú- legt, en lofa hið umliðna, af því það er umliðið, þótt þá vanti næga þekk- ingu á þvf til að geta Iofað það. Þessa skoðun sína byggja þeir á þeirri reynslu, að menn almennt sje orðnir ókirkjuræknari enn áður hafi verið, og verður ekki borið til baka að svo sje, en minnkaodi kirkjurækni getur, sem ytri búningur trúrækninnar, alls ekki verið óyggjandi sönnun fyrir þverrandi trúarlífi*. Og þó hafa menn látið sjer lynda þessa sönnun, og komið sjer hjá því óraaki, að byggja dóm sinn á því, setn hann þurfti að styðjast við, til þess að geta álitizt á rökum byggð- ur. Vjer hljótum að faílast á áfell- isdóm þann, sem kveðinn er upp yfir trúleysi þessara tíma, og bera kinn- roða fyrir feðrum vorum og forfeðr- um, ef hann værí byggöur, með góð- um rökuin á því, að oss skorti kristi- legan kærleika og sjálfsafneitun á við þá. Reyndar er það ekki svo, að jeg ætli að trúarlífi voru sje vel farið, heldar virðist mjer sem það sje mátt- *) Af skorti á kirkjurækni verðor, þeg- ar bezt lætur, að eins dregin sú ályktun, að sá sem er að henni valdur, sje ekki hrifinn af kirkju- lífi því, og helgisiðum sem nú eru, en um trúrækni hans getur enginn dómur orðið byggður á því. 135 vana og andalaust, en þannig hygg jeg það hafi alltaf verið. Hverjar eru þá orsakir þessarar uppdráttarsýki hins kristilega trúar- iífs ? Pessari spurningu hefir verið svarað á ymsa vegu, og hefir mörguio orðið það, að taka til þess sem hendi er næst, og taliö það orsök sem er af- leiðing, eða svo þýðingarlítið, að slíku stórmeini fær ekki valdið. Noröan- fari hefir meðferðis ritgerð : stil sókn- arneínda, um hiö bágborna ástand kirkjuiífsins“, eptir sSál4*. f>essa rit- gerð má telja fyrsta í röð þess, sem ritað hefir verið um trúarlíf og kirkju- líf hjer á landi hin seinustu ár. í grein þessari eru taldir þeir kostir prests- ins, sein eiga að vera „hin kröjitug- ugustu meðöl til að glæða trúar- og kirkjulíf saínaðarins, og sem geri prest- iun söínuðinuin ánægjulegii4 o. s. frv. Því verður ekki neitað, að presturinn þarf að hafa og á að hal'a að minnsta kosti flesta af þessutn kostum ; sumir eru ekki nauðsynlegir. En þessum prestlegu einkennum er svo varið, að prestlingor, sem vantar kristilega trú og kristilegan kærleika, getur haft þær til að bera. Enginn málsnild, engin skáldleg fegurð, sem sprottin er af náttúrugáfum lærdómi og menntun ein- ungis, getur lífgað og fóstrað kristlegt trúarlff. Slíkar ræður geta að vísu útveg- að prestinum hrós, en þær vekja ekki helga alvöru í hjörtum tilheyrandanna, nje ótta og andvara í samvizkunni. begar mál þetta er ekki tckið frá dýpri og kristilegri rótum, enn gert er, þegar litið er, svo að segja cingöngu, á hina ytri lilið þess, þá ætla jeg aö fullyrða megi með gild- um rökum, að því sje engan veginn ver farið hin síðustu ár, enn verið hefir áður fyrri, en um hið innra verður ekki dæmt. Þótt sumir geri sjer tíö- rætt um „hneykslispresta4, sem mjer kemur ekki til hugar að neita að til sjeu á meðal „þjóðkirkjupresta“ þessa Iands, þá verður ekki ineð sanni sagt, að þeir sje fleiri cða verri enn áður. Jeg lít svo á þetta mál, hvað sem aðrir gera, að prestastjettin hafi fyllilega fylgt tímanum og kröfum þeim, setn roeð sanngirni verða gerðar til henn- *)Sjá Nf. 20. ár, 13,—14. tölubl. er hefir grein eptir „Sál“, sem rnun eiga að bera það með sjer, að hann hefir í spáinannahópinn komizt sem nafni hans forðum.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.