Fróði - 25.04.1883, Page 2

Fróði - 25.04.1883, Page 2
102. bl. F R Ó Ð 1. 1883. 136 ar, eptir skipulagi því, sem hefir ver- ið og er á ölluni kirkjumálum vorum.l Gerið umhrcinsun f prestastjettinni! takið burtu „hneykslisprestana*! Ný kristin öld rennur ekki upp fyrir það; trúarlífið fær ekki sanna, kristilega lífsglæðingu fyrir það. Gerið einstak- ar breytingar á kirkjulögunutn, svo sem brauðalögin eru, safnaðalögin} lögin um leysingu sóknarbands, um umsjón og fjárhald kirkna! söfnuðurinn fær ekki bót raeina sinna fyrir það. Hann hefir enga von um heilsubót, eins og nú er að honutn búið. Meðan hann er hnepptur í fangastakki kirkjulegra þvíngunarlaga, getur taugakerfið ekki, nje mænurnar, eflst af heilsuafli heil- ans (safnaðarins höfuðs). Ekki þarf sjerstaklega að taka frarn umtnæli 9Sáls“ um söng í kirkj- um og ásigkomulag kirknanna. Eng- inn getur borið á móti því, að þetta hvorttveggja hafi mjög svo og allvíða breytzt til batnaðar frá þvf er áður var, og fyllilega fylgt tímanum. í’ar er því ekki að Ieita að orsök til hnign- unar trúarlífsins, og engrar verulegrar viðreisnar trúarlífsins er að vænta af ýtarlegri endurbótum kirkjusöngsins, af kirkjuharmóníutn og skrautlegri kirkj- um. Það sem í þessu efni verður heimtað er það, að feguröartilfinning safnaðarins meiðist ekki, og aö eigi þurfi til þess að koma , að guðrækni hans hylji fjölda þess, sem er Ijótt í augum hans og eyrum. „En B,andi tímans““, er hann svo þýðingarlítill, að hann fái eigi valdið trúleysi því, sem nú er orðið svo ríkj- andi, eður er hann afleiðing en ekki orsök þess ?“ Jeg verð að játa það, að mjer hefir til hugar komið, að þeir, sem hafa þctta orð f munni sjer, og áfella þenna„anda“ sem trúarmorðingja, liaíi ekki ljósa hugmynd um, hvað þeir hugsa sjer með orðinu, hvílíkur þessi andi sje. Ef það er hinn al- nienni, ópersónulegi andi, svo sem atidi vísindanna og menntunarinnar, mann- kynsandinn, þjóöarandinn, sem við er átt, þá getur engum dulizt, að ástandi safnaðarins er illa komið, ef hann hefir útrýmt heilögum anda, sem anda safn- aðarins. Og jeg verð að vera á því máli, aö allmikil brögð sje að því, og að þetta valdi meinsemd kristninnar í landi voru setn annarsstaðar. Mein- setnd kirkjunnar er, rneð öðrum orð- um, íólgin í því, að andi tímans, sem er andi ríkisins og þjóðfjelagsins, hef- ir verið skipað í sæti heilags anda í kirkjustjórn vorri og lögutn hennar, og þaðan hefir hann breiðst út yfir líí safnaðanna. En ekki er aö hugsa til að ráða bót á þessu tneini með því að prjedika kiossfeið á móti þessum anda, því ef sigurs skyldi auðið í þeirri her- lerð yrði hvorki meiru nje betra til vegar komið enn því, að inenningin kæmist á sama, ef ekki lægra stig, enn trúarlífið. Trúarlífinu yrði engu betur farið fyrir það, þó þjóðarlífinu væri hnekkt í þroska sínum og fram- 137 sókn. Eina ráðið er, að nema í burtu, sem framast má verða, mótspyrnur þær, sem reistar eru móti anda safn- aðarins , sem enginn er annar enn heilagur andi. Þessar táhnanir eru tilhögun kirkjustjórnarinnar, kirkjulög- gjafarinnar, skólinn og embætta skip- unin, auk hinnar altnennu inótspyrnu, sem er í hjarta hvers manns. (Framhald). Ií'rjettir iitlendar (Eptir Bertel porleifsson.) Kauprnannahöfn, 15. jan.* Gambetta látinn! þetta voru þau fyrstu orð, þetta var sú feikna fregn, sem fyrstu stundir ársins 1883 þrumuðu um allan heim. það var köld kveðja. Jeg skal leyfa mjer að fara fáum orð- um æfi Gambettu ; því fer miður að hvorki þekking mín nje rúm í blaði yðar leyfir að ræða svo um hana, sem vert væri. Leon (Michel) Gambetta er fæddur 30. okt. 1838 í bænum Cahors á Suður- frakklandi. Foreldrar hans voru fremur fátækir af genuesiskum eður gyðinga ætt- um. Faðir hans lifir enn. Ilann var fyrst settur til mennta hjá Jesúítum. Var hann mjög bráðþroska, og frábærlega skýr og næmur. Síðan lór hann til Par- ísar og lauk þar námi sínu með miklu lofi. Ivomst bann þar fljótt í kynningu við ytnsa merkismenn, er öllum fannst mikið til hans koma, einkum mælsku hans eldfjörs. þar varð hann fyrst skrif- ari hjá frægum málaflutningsmanni La- chaud. Gambetta bjó þá í Quartier latin, þar setn flestir stúdentar búa, og lifa kátt og dátt, var hann þá fremur fjelílill, því hann fjekkst eigi til annað að vinna enn að hlusta á ræður þingmanna allan liðlangan daginn, svo var hann minnugur að hann að kveldi gat haft þær upp all- ar orðrjettar í hóp kunningja sinna i veitingahúsi því, er þeir jafnan komu þá saman í, og því næst hjelt hann sjálfur ræður og lagði orðin í munn Júles Favre og öðrum stórmennum, sátu þá ailir höggdofa, er þeir hlustuðu á hann, það var eins og hann yrði allur að eldi, orð og hugsun ullu og ultu fram eins og eld- tlóð, sem ekkert mátti stöðva nje kæla. Uann var þá sofinn og vakinn i því að tala og hneigja hug manna til lýðveldis, og þrumaði á móti keisaradæminu. Op- inberlega gerði hann það fyrst 1868 í Baudinska málinu mikla, þar sem haon átti að verja hinn ramma lýðveldismann Delescluze; Delescluze sagði við hann daginn áður: „Ungi maður, þú mátt ekki bera við að verja mig, en berðu sakir á sakbera mína , ef þú ekki talar svo, að þú verðir settur í höpt á meðan þú heldur ræðuna, þykir mjer ekkert til koma“. Gambetta talaði svo, *) Frjettir þessar bárust oss ekki fyr enn 20. þ m , þó ætlast hafi verið til að vjer fengum þær með miðsvetrarferð- inni. ‘- Ritst. 138 að pað nötraði allt í rjettarsalnum, bæði menn og málleysingjar, dómurunum hverfð- ist alveg hugur, og formanninum gleymd- ist að taka af honum orðið, og þó dró hann ekki af þar sem hann bar sakir á keisaradæmið og hinn lögriftandi upp- runa þess 2. des. Sýndi alla þess sví- virðingu, og hversu þjóðin og hin helg- ustu rjettindi hennar væru fótum troðin. Slík orð hefðu engum öðrum haldizt uppi, en á þenna andans og orðanna jötun þorði enginn að leggja bönd, og Gam- betta fór óheptnr úr rjettarsalnum. Árið 1869 bauð Gambetta sig fram til þiogmennsku. Var hann þá kosinn á tveim stöðum í senn, bæði í París, þar sem þeir Thiers og F. Lesseps kepptu við hann og í Marseille þar sem 11. Car- not hafði boðið sig fram. {>að þótti brátt kveða að Gambetta þegar hann kom í þingsalinn, og aliir höfðu á orði og jafn vel fjandmenn hans dáðu hina voðalegu mælsku hans. 5. maí 1870 hafði hann á löggjafar- þinginu, þor og þrek til þess að halda því hátt og sanna og sýna að lýðstjórn væri sú einasta stjórnarskipun þar sem þjóðvilji og vit næði fram að koma, og það, þrátt fyrir að hann vel vissi að keis- araliðar höfðu höfðatölu alla í þingsaln- um. f>egar Prússum var sagt stríðið á hendur 15. júlí, heimtaði hann að fá að sjá brjef þau sem farib hefði ríkjanna á milli, og allt var á byggt en uggvæn þóttu, en það vildi eður gat stjórnin ekki látið að orðum hans; þó var Gambetta ekki með þeitn 10 mönnum sem greiddu atkvæði í móti tiltektum stjórnarinnar, en lagði þegar 13. ágúst það til að keisarinn yrði rekinn frá völdum, og bar þungar sakir á meiri hlutann, og bað þá þegja og skammast sín. þegar múgurinn brauzt inn í þing- salinn 4. sept. reyndi Gambetta að koma á tauti nokkru með orðum, svo að ný stjórnarskipun yrði með lögum innleidd. en er hann sá að við ekkert varð ráðið kunngerði hann öllum lýð, að nú skyldi lýðstjórn vera á Frakklandi , og tókst sjálfur á hendur að vera innanrfkisráb- gjafi í því landvarnarráðaneyti er þá var myndað. Sýndi hann ötulleik mikinn og ráðkænsku í að verja París og sjá mönn- um fyrir vopnum og föngum, þar sem allt var áður þrotið þrek og vistir, en borgin umsetin af ógrynni fjandmanna, og aðflutningar allir bannaðir. það var eins og hann hefði aldrei anuað enn hers- höfðingi verið, hann var í öllu og all- staðar, og varð ráð og afl úr öllu. Hefir Moltke hershöfðingi Prússa síðar dáð mjög hversu Gainbetta tókst að tala hug í menn og gera alla, unga sem gamla, að vösk- ustu vopnfærum mönnum, og blása inn í þá sama eldinum, afliuu og ættjarðarást- inni sem brann í sjálfnm honum. Öllum mun minnisstæð för hans frá París 9. okt sama ár, þar sem hann í lopt- skipi sínu hló að hundrað þúsundum Prússa sem mændu eptir honum og miðuðu á

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.