Fróði - 28.04.1883, Blaðsíða 1

Fróði - 28.04.1883, Blaðsíða 1
103. blað- AKUREYBI, LAUGARDAGrlNN 28. APRÍL 1883, 145 Um riki o$ kirkju og adskíinað þeirra. Eptir Benedikt Kristj ánsson, þinginann Norðurþingeyinga. (Framh.) í „kirkjutíðindum fyrir ís- land“ er ritgerð um ríki og kirkju. samband peirra og aðskilnað“, eptir þ>. Böðvarsson. Grein pessi er svo úr garði gerð, að margur mundi hyggja, að höf- undurinn hefði ekki ljósar hugmyndir um málefni pað, er hann ritar um, pótt hann ætli öðrum, er um það hafa ritað, umhugsunarleysi og skort á athygli á umtalsefninu. Jeg lít svo á, sem ritgerð þessi sje svo einstrengingslega rituð, að hún frá hugsunarlegu sjónarmiði sje mjög ljettvæg, og verði fremur til að hylja sannleika málefnisins, enn hirta hann; fremur til þess að villa alþýðu manna í máli þessu, enn til þess að leiðrjetta. J>að lítur svo út, sem höfundurinn geti ekki hugsað sjer neina samvinnu milli ríkis og kirkju, ef ríki og kirkja hafi, hvort fyrir sig, sjerstaka stjórn og lög- gjafarvald. J>að lítur svo út, sem hann ímyndi sjer að ríkið, að þjóðfjelagið, verði hundheiðið, ef kirkjustjórn og kirkju- löggjöf, er ekki í sömu höndum og rík- isstjórnin og hin borgaralega löggjöf. Og gerir hann sig þá ekki líka sekan í því vantrausti, að kirkjan hrynji, kristn- in líði undir lok. ef hún er ekki reirð saman og studd af nauðungarlögum ríkisins? Ef svo væri, hlýtur hann að hafa gleymt því, hver andi kirkjunnar er, eður ímynda sjer, að það sje hinir veraldlegu drottnar einir og löggjafar, sem slíkir, er veittar eru hinar nauð- synlegu náðargáfur, kristni Guðs til upp- hyggingar. Jeg get ekki verið greinar- ritaranum samdóma um, að það sje sprottið af „óljósri hugmynd um um- talsefnið"’ , að trúmaðurinn heldur , að kristnin eða kirkjan verði þá fyrst í fullum blóma, þegar hún er laus við þá „óáreiði- legu ósönnu limi*, sem hið veraldlegavalc neyðir upp á hana“. Ekkert er eðli- legra, enn að trúmaðurinn hugsi svo með vel yfirlögðu ráði, því hann játar af lijarta þriðju grein hinnar postullegu trúarjátningar, og honum kemur ekki til hugar, að hið veraldlega vald sje *) Er ekki átt við kirkjulega einbættis- menn, og þar á rneðal presta , sem þann dóm eigi skilið? 146 úað bjarg, sem höfundur trúar vorrar kvaðst reisa kirkju sína á. Svo er það og á hinn bóginn eðlileg hugsun hjá trú- leysingjanum, að kristileg trú líði undir lok, þegar ríkið hættir að styðja hana, af því hann álítur trúna einberan hje- góma og heilaspuna. En það get jeg ekki skilið, og því get jeg ekki trúað, að sá maður sje trúmaður, sem hefir sömu skoðun á þessu og trúleysinginn, nema hann játi, að kristinndómur sá, sem er í ríkiskirkjunni, sje enginn sann- ur kristinndómur, og ekki nema nafnið tómt. En þá er ekkert að missa, og iá eru viðurkenndir ókostir einir , er samfara sje hinu núveranda sambandi ríkis og kirkju. Jeg minnist þess ekki, að þeir sem ritað hafa í blöðum vorum, um aðskiln- að ríkis og kirkju, hafi gert sig bera að afneitun kristilegrar trúar, því það er annað mál, þótt þeir hafi ekki verið á- nægðir með kristinndóm þann, sem er hjer á landi, nje kirkjuskipun, og virð- ist því svo, sem greinarritarinn berjist við ímyndaðan draug. J>að ætti öllum að vera ljóst, og það ætti hver maður að gera sjer Ijóst, sem það er enn ó- ljóst, að sá aðskilnaður ríkis og kirkju, sem um er verið að ræða, er: „rjettur aðskilnaður á hinu andlega og verald- lega valdi, og friösamlegt samband milli þeirra, þannig að ríki og kirkja, án þess að vera sameinuð, stefni að því takmarki, að efla farsæld og f'ullkomn- un. Ríkið vinnur fyrir þetta líf, kirkjan fyrir þetta líf og hið koinanda. Og af því ríki og kirkja eru alveg ólík í eðli sínu, og hafa alveg ólík ætlunarverk, þá verður aðskilnaðurinn að vera ekki einungis fólginn í því, að hin ytri kirkju- skipun, stjórn og löggjöf sje óháð rík- iuu, heldur og í raun og veru*. Um- burðarlyndi í trúarefrium á ekkertskylt við þetta mál, enda kveður stjórnarskrá- in svo á í 46. gr. „Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum rjettindum fyrir sakir trúarbragða sinna**, og ætla þó flestir, að ríkis- *) Höfundurinn segir það skýlaust, að „þjóðíjelagið“ sje hið „æðsta samband manna á jörðu“. Málsgrein þessi hlýtur að vera sprottin af trúleysi eða óskiljanlegri hugsunarvillu. Kristnir menn segja hiklaust, að kirkjan sje hið æðsta samband, æðsta samfjelag. **) þegar þess er gætt, hve yfirgripsmik- ii þessi ákvörðun er gerð, þar sem 147 kirkja sje hjer á landi, að minnsta kosti er ríki og kirkja sameinuð enn sem komið er. þegar verið er að ræða um aðskiln- að ríkis og kirkju, þá fer því mjög fjarri — jeg tek það upp aptur — að kristin trú eigi að afmást, svo ekki sje eptir nema heiðið ríki eða þjóðfjelag, ellegar að öðrum kosti, að hið veraldlega ríki, eða þjóðfjelag, eigi að hverfa inníkirkj- una, sem þá vrði að kirkjuríki. J>að liggur miklu freinur í orðinu sjálfu: „að- skilnaður“, að gert er að sjálfsögðu ráð fyrir samhliða tilveru ríkis og kirkju, og þótt ríki og kirkja sje aðskilin, svo að hvorugt sje öðru háð, er að gera ráð fyrir sambandi nokkru þeirra á milli, sem báðum má til góðs verða, og hvorttveggja ætti því að kjósa. Enginn getur neitað því, að kirkjan, sem sýni- legt fjelag hefir veraldlegar og stundleg- ar þarfir, og í þessu tilliti væri ákjós- anlegt og sjálfsagt, að ríkið veitti henni aðstoð sína; enda yrði ekki sagt, þótt svo væri, að ríkið gerði það fyrir ekki neitt, því kristin trú gerir þegnana að góðum þegnum (þegnlega), um leið og hún gerir þá að sönnum borgurum föð- urlandsins á himnum. J>að er auðvitað, að þetta samband ríkis og kirkju, þarf að ákveða með lögfestum sáttmála. Margir mundu nú ætla, að ekki þyrfti að umsteypa svo mjög, og frá rótum, kirkjuskipun vorri, að ríki og kirkja væri aðskilin, og ímynda sjer að nægja mættu lagabætur í einstökum greinum, svo sem greinarritari vor gerir ráð fyrir í niðurlagi greinar sinnar, og er ekki mótfallinn, og sem þegar hefir gert verið í ymsu hjer á landi hin síð- ustu ár, og að framan hefir verið ávik- ið. Til þess, að þessi aðferð sje viðeig- andi og fullnægjandi, verður undirstaða kirkjuskipunarinnar að vera rjett, ann- ars væri slíkar lagabætur, að sínu leyti ekki annað enn aðgerðakák til bráða- engin tiygging er fyrir því í lögum, að ráðgjati íslands, og alþingismenn vorir, sem hafa á höndum setning kirkjulegra laga, sje í raun og sann- leika játendur kristilegrar trúar, nje heldur landshöfðingi, sem veitir flest prestleg embætti: liggur í augum uppi, í hve óvænlegt horf lagasetn- ing kirkjunnar er komin og skipun prjedikunarembættanna. |>etta rjett- arástand mætti og virðast votta um helzt of mikið umburðarlyndi í trú- arefnum.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.