Fróði - 28.04.1883, Blaðsíða 3

Fróði - 28.04.1883, Blaðsíða 3
1883. F K'Ó Ð 1. 103. bl. 151 152 153 fyrirlestra hjer við háskólann eptir á- skorun nokkurra rnanna, sem haía efn- að til samskota til þóknunar fyrir það. Ilann hóf fyrirlestra sína á rnánudag- inn var, „um bókmenntir á Þýzkalandi á seinni tímuma og var svo fjölsótt að fjöldi varð frá að hverfa en mörgum hjelt við ineiðingum, hafði hann upp aptur fyrirlestur þann seinna og urðu enn inargir að snúa frá, enda er það engin furða þótt íjölsótt sje hjá honum, því að allir yngri menntamenn og rit- höfundar á Norðuriönduin skoða hann sem meistara sinn og foringja. Kaupmannahöfn 3. apríl. penna síðasta mánuð (marz), hefir tíðin verið næsta stirð og kuldasöm, ekki að eins hjer á Norðurlöndum, heldur hefir og frjetzt að snjór hafi fallið til muna á Suðurlöndum t. d. Spáni og jafnvel suður í Afríku (Sahara). Hjer hefir tíðast verið 2—4 gr. írost um morgna og snjókoma um daga um lang- an tíma, svo „Dönum hefir orðið alltað is", og höfnin var um tíma þakin ís- hroða er gerði skipum erfitt umferða, en í gær og í dag hefir veður verið hlýrra og lýtur út fyrir bata og blota og þá verður ekki langt að bíða blóma. A þingi Dana gengur allt í gömlu þófi, fjármál og landvarnarmál, svo öllum er leitt fyrir löngu. Af Frökkum er það að segja, að svo er að sjá sem Ferry og hans ráðanautar muni verða lengra lífs auðið enn fyrirrennurum þeirra hinn seinni tíma. 1 málum þeim sem fyrir hafa komið á þingi hefir Ferry jafnan borið hærri hlut enn, og er spáð vel fyrir dugnaði hans og kjark, þótt mis- jafnt mælist fyrir ákvörðunin um að þeir, er til ríkja þykjast bornir skuli missa hertign sína, er þeir hafi unnið til með hæfilegleikum og dugnaði, og skírnarseðill þeirra það eina sakaskjal, sem til verði vitnað. Sje það hróplegt ranglæti og ofríki að svipta nokkurn mann rjettindum þeim er fæðing og fóstri fylgja, þ. e. að mega verja ætt- jörð sína, en stjórnin ber það fyrir sig að ættjörðunni o: þjóðveidinu sje meiri hætta búin af þessum mönnum ef þeir nái ást hermanna, hag þeirra og fylgi, en þótt fjanda her væri á landamærum, og verði að skera mein í tíma að ekki grafi um sig. Tilrætt hefir orðið um að endurskoða og bæta stjórnarskrá Frakka, er í ymsu þykir nú ábótavant, en eptir harðar deilur á þingi er því nú frestað um hríð þar til afrjúki og aflinni æs- ingum og óspektum „óstjórnarliða“ (anarkistes) þeirra, er nú láta við og við til sín taka, og nýjar kosningar hafi fram farið (1885). Óstjórnarliðar eiga margt skylt með „níhilistum" á Rúss- landi „Irredentistum“ á Ítalíu „Fenium“ „ ób uganlegafj elaginu og sáttlausa" á Irlandi og loks „svörtu handarsamband- inu“ er nú hefir nýlega hafið óeyrðir á Spáni sunnanverðum (Andalusiu). All- ir þessir óaldarflokkar, sem svo eru nefndir, eiga það skylt með sjer, að þeim er öllum illa við það stjórnarfyrir- komulag, er þeir eiga við að búa, og vilja koma á nýju helzt þjóðkjöru, krefja sameign, og hata sjálfseign, og eru nokkuð óvandir að aðferð þeirri erþeir beita málum sínum til gengis. Lítt er mönnum þessum gefið um trú, einkum „óstjórnarliðum", írar þar í móti eru klerkavinir mestu. Sagt er að flokkar þessir styðji hvorir aðra að ráðum og dáðum, eptir efnum, en misjafnt hafa þeir mál sín uppi, því að þar sem ó- stjórnarliðar og Irredentistar hafa kröf- ur sínar í hámælum og fara að engu leynt, nema ef vera skyldi einstaka morði, þá fara „Feniar“ og „Nihilistar“ hljótt með því öllu er þeir hafa í ráði, þar til allt er í kring komið, og „dyna- mit“ sprengingar eður dráp kveða þeim hljóðs. Kvennskörungurinn Louse Mic- hel, sem opt hefir áður verið nefnd í blaði yðar, fór með nokkrum óstjórnar- liðum um daginn og rændi bakarabúðir í París, og ljetu greipar sópa um, kvað hún þá það gera, er hún var aðspurð, af því þeir væru brauðlausir tók stjórn- in því vel og kvaðst ekki mundi eptir sjer telja að veita henni og nokkrum heldri mönnum óstjórnarliða mat, og setti hana í höpt og fleiri er náðust. Óspektir voru fyrirhugaðar og fyrirboð- aðar af hendi óstjórnarliða 18. marz í minning uppreistarinnar 1871, en lítt varð af, því að löggæzlulið hafði and- vara á sjer, og tók ómjúklega á öllu því er til óeyrða horfði, og rak ,þá menn heim með harðri hendi, er hátt höfðu um sig. Að kveldi dags hinn 15. f. m. fór titringur mikill um neðri málstofu Breta, og hrykti í hverjum rapti, varð það fljétt uppvíst að það kom af því að tilraun hafði verið gerð til að sprengja í lopt upp ráðsamkomuhús BretaíYest- minster í London (Local Governement Board). Kváðu blöðin það vera kveðju- sendingu íra, Fenia, fyrir það hve ó- stinnt Gfladstone hefði tekið í tillögu Parnells nýlega, er hann mæltist til bóta á landbúnaðarlögum íra. Glad- stone hafði tekið sjer hvíld um hríð til að hressa sál og líkama, því að hann var lasburða orðin af ofraun, hjelt hann sig suður á Frakklandi, í Nissa, og varð gott af, þykir hann nú sem ungur í annað sinn, og tekur ótrauðlega þátt í öllum stjórnmálum og fellir skógtrje sjer til skemmtunar. þ>ví hefir verið fleygt, að Gladstone myndi ætla að láta gera sig að Pæer og hefjast svo upp í efri málstofu, en sonur hans, sem er klerkur, hefir borið það til baka. Lans- downe lávarður, hefir farið þess á leit, á þingi Breta, að senda Yiktoríu drottn- ingu bænarskrá um, að sjá um, að land- setar írskir yrðu sem fyrst sjálfseignar- bændur, vonast hann eptir að við það ljetti nokkuð vandræðum þeim, er þar liggja í landi. í neðri málstofu hefir verið rætt um, að þröngva írum með lögum til, að senda börn þeirra í skóla pví að um það er þeim lítt hugað, og margt fleira, er þar mætti bæta brag, en engin þau mál eru útkljáð. Dufferin lávarður, er mikið hefir aukið frægð sína með framgöngu sinni og dugnað fyrir Engla hönd í málum á Egipta- landi, hefir sent heim til Englands frum- vörp mörg til laga um stjórnarfyrir- komulag á Egiptalandi, og önnur mál þar, er flest þykja til þess horfa, að festa sem mest ráð Engla þar, og benda til þess, að þeim muni þykja fengurinn fagur, og ógjarna lausam láta úr kreppt- um knefa, enda hefir þeim hann dýr orðið, því að herferðin til Egiptalands kostaði þá 3'/j mil. sterl. auk manntjóns. 29. f. m. tók löggæzluliðið í Liverpool eptir því að maður einn írskur, er stje þar af skipsfjöl, fór einkar varlega með böggul einn er hann bar undir hendi sjer. Allt þykir það uggvænt, er frá írlandi kemur, og var maðurinn því heptur, og reyndist þá að í bögglinum voru sprengivjelar 2, fylltar með „nitro- glycerini“ var Fenium umkennt. Feni- ar hafa látið þær ógnanir útganga, að þeir mundu sprengja póst- og frjetta- þráðs-stofurnar í City í London, í lopt upp, ef mönnum þeim, er sakbornir eru um, að hafa verið að morðinu í „Fönix- garðinum“, væri eigi þegar sleppt úr haldi, hefir stjórnin því sterkan vörð á öllu, og hefir aukið löggæzlulið sitt urn 1000 manna, svo vonanda er að ekki verði af því ódæði. Enn er einn af merkismönnum ald- ar vorrar og Evrópu látinn, Alexander Gortschakoff ríkiskanslari Rússa Ijezt í Baden-Baden 11. f. m. Hannvarfædd- ur 16. júní 1798, var hann mjög farinn að heilsu á seinni árum. Gortschakoff gaf sig þegar á unga aldri að stjórnmálum Rússa, og var um 23 síðustu árin utan- ríkisráðgjafi þeirra, og um allan þann tíma má segja, að engin hafi þau mál verið á dagskrá í Evrópu, að ekki hafi orð hans nokkuð ráðið málalokum. Gorts- chahoff Ijet sjer alla æfi mest um það hugað, að rjetta við álit og hag Rússa í öðrum löndum, og að ná fullum bótum fyrir ósigur Rússa í Krimstríðinu, og ná takmarki því, er þeir nú í 100 ár hafa keppst að: Konstantínopel. Reri hann að því öllum árum að auka sundurlyndi og úlfúð í löndum Tyrkja, og þegar uppreistnin varð í Bosniu og Hersegovin 1876, sendi hann uppreistarmönnum fje og annað til eflingar, unz hann loksins fjekk ráðið því að Rússar sögðu Tyrkj- um stríð á hendur, og krepptu að þeirn sem mönnum er kunnugt, 1878 (San Stefano samningurinn) þar sem Tyrkjum var ekki leyft annað, enn Koastantíno- pel og landskikar umhverfis, en þá var Austurríki, Englandi og B i s m a r k i of mikið boðið, og dró Bismark þar sem optar veiðina úr höndum sigurvegaranna (á Berlínarfundinum 1878), og var eptir það jafnan fátt með þeim Bismark og Gostsohakoff, þvi að hann þóttist þar vjelaður í vináttunni. Gostschakoff þótti gætinn og hægfara í stjórnmálum, seinn til að draga taum annara og hafði sig ekki í hættu, nema eitthvað væri í aðra hönd. Svo sem kunnugt er varð Giers eptirmaður hans í fyrra. 29. f. m. varð sá atburður að Mai- lath v. Szekkely formaður í hæstarjetti og efri málstofu á Ungverjalandi íannst um morguninn myrtur í svefnherbergi sínu, lá hann þar á miðju gólfi, með höndur bundnar á bak aptur og snöru um hálsinn og áverka á sjer víða, en hirslur brotnar upp, og gripum og fje- munum rænt, er því ætlað að hann hati verið myrtur til fjár, en ekki að undir- lagi mótstöðumanna í stjórnarmálum,

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.