Fróði - 28.04.1883, Blaðsíða 4

Fróði - 28.04.1883, Blaðsíða 4
103. bl. I E Ó Ð 1. 1883. 154 enda var maðurinn vel þokkaður af fiestum og jiótti dugandi maður. Morð- ingjarnir höfðu gefið sjer gott tóm, og jivegið rækilega af sjer blóðsletturnar í handlaug hins myrtaog látið síðan síg- ast út um glugga. Morðingjarnir eru enn ekki uppvísir, en tveir pjónar hins framliðna eru grunaðir, og hnepptir í l'angelsi. Fyrir fáum dögum hóf eldfjallið Etna á Sikiley að gjósa, og hefir pað vald- ið eyðileggingum miklum á landi pví, er umherfis er fjallið pví hraun hefir runnið írá fjallinu, og borgum peim, er í nánd eru, t. d. Kataníu, par sem fólk flest hefir Múið, og biskuj) lokað kirkjum öll- um. Úr fieiri borgum hefir fólk flúið og hefst við úti á víða vangi, hengir vaxkerti upp í trjágreinar og biður til dýrðlinga sinna að hepta gosið og troða einhverju í gígiua á Etnu, en peir eru sjenir 14. það hefir frjetzt fráNoregi, að par hafi íallið aska, halda menn hana komna keiman af Eróni, og muni Hekla vera par að gjósa, pví að svo sem menn vita hafa pær Hekla og Etna fjórtán sinnum fýrri kveðist á. Nú mun jeg hætta að sinni, en hverfa næst að peim löndurn er jeg ekki hefi minnst á nú, svo sem Noregi, Banda- ríkjunum o. íf. Dalasýslu, 23. marz. Hingað á næstu kafnir kom í vik- unni sem leið kær komin sending, skip hlaðið með hey og rúg, og pó að Drott- inn gefi nú tíðina svo góða, pá mun samt ekki vorið purfa að vera mjög kalt eða gróðurlítið til pess að pörf sje á pví að fá fóðurbætur fyrir kýr, enda er hjer í sveit fóður fyrir pær hjá all- mörgum langt til protið, og pær víðast inargar nyt litlar. þó að pað líti pví út íyrir að skepnur lifi af hjá mönnum í petta skipti, pá er pað Guðs mildi en engin forsjá, og aðferð manna og áhyggju- leysi í haust og vetur sýnir fullkomlega, að mönnum mun ekki lengi að gleymast afieiðingin af harðærinu, pegar menn fara að setja á og hafa eignast svo margar skepnur að peir hafa ekki nægilegt fóð- ur fyrir pær. Jeg fyrir mitt leyti get ekki betur sjeð enn að pað sje ekki ein- ungis efnatjónið og voðinn af' fjárfellin- um sem ætti að knýja menn til pess að fara vel með skepnur sínar og eiga nóg fóður fyrir pær, heldur sje pað siðferðis- leg skylda sem hvíli á eigendum skepn- anna, að sjá peim fyrir forsorgun og fara vel með pær, og sem pjóðfjelagslögin eigi að vekja og við halda hjá mönnum með lögum, pegar menn eru ekki nógu til- finningarsamir íyrir pví sjálfir, með pví að leggja beinlínis nýja hegningu við pvi ef út af er brugðið og skepnur látnar dragast upp af illri meðferð og ópriíum eða slæmu fóðri í hor og velta út aí l'yrir fótum manna. Af pví að jeg hefi verið aö hugsa um petta, pá hefir mynd- ast lijá mjer lagafrumvarp, semjegsendi yður að gamni mínu, ef pjer vilduð taka pað í blað yðar, pó aldrei væri til ann- ars, en að pað kynni að gefa einhverjum l.ugvekju. En jeg pykist sannfærðurum að bæði- almenn lög um petta efni og 155 eins sjerstakar reglur fyrir hverja sýslu eru öldungis nauðsynlegar, og pað miklu brýnni nauðsyn á pví enn mörgu öðru sem koma mun fyrir alpingi í sumar, að pað kæmist á nú á meðan skepnurnar eru svo fáar í landinu móti pví sem áð- ur var. ERUMVARP til laga um forsorg- un og meðferð búfjár. 1. gr. Skyldur er hver maður að sjá bútje sínu fyrir hæfilegu húsi, hirðing og fóðri pann tíma árs sem pað getur ekki sjálft bjargað sjer úti á haganum; sýkist pað, ber honurn einuig að annast lækn- ingu pess. 2. gr. Hver sem hefirskepnurfrá öðrum til fóðurs eða hirðingar, hefir sömu skyldu að gæta við pær meðan pær eru í vörzl- um hans, eins og hann eigi pær sjálfur. 3. gr. Hver sem lætur skepnur sínar komast í megurð eða velta út af úr hor og er honum pað sjálfrátt. verður um pað sekur eptir 229. grein almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869. 4. gr. Sýslunefndirnar semji reglu- gjörð fyrir sýsluna um ásetning penings á fóður, peningshús, hirðing og lækningu skepna, fóðurforðabúr með fleiru er lítur að forsorgun og meðferð búfjár. Eptir að amtsráðið hefir sampykkt pessa reglugjörð og landshöfðingi stað- fest hana með undirskript sinni gilclir hún sem lög fyrir sýsluna. Reykjavík 24. marz. —• — Eiskafli hefir mátt heita að hafi verið lijer með bezta móti, pví fyrir páska höfðu menn fengið hjer hátt á priðja hundrað til hlutar af porski, og má pað heita mjög gott og enda sjald- gæft svo snemma á tínia. Er allt útlit til að sömu atíabrögð haldist við, ef gæft- ir spillast ekki. Heilsufar manna hefir verið kvilla- samt, einkum síðari hlut vetrar. Kvef hefir gengið almennt, lungnabólga heim sótt suma og barnaveikin heldur ekki látið sig vanta. jpótt nú eigi hafi svo mjög að pessu kveðið, hefir pað pó orðið orsök til pess, að tíeiri enn venjulega hafa dáið hjer síðari hluta vetrarins, en nú er pað aptur farið að lagast, og færri deyja. Nú er barnaskólahús vort fullgert, pað er tvíloptað með 6 allvænum kennsl- ustofum, sem ætlast er til að rúmi 28 börn hver um sig. Hjer að auki eru í húsinu 3 allásjáleg íbúðarherbergi og eldhús. — jaað væri mjög óskanda, að Reykvíkingar ljetí ekki sitt eptir liggja að nota stofnun pessa svo vel sem peir geta, og einnig að skólastjórnin láti sjer nú annt um að kippa pví í lag, sem áður sökum rúmleysis og óhæfilegleika gamla hússins í mörgum greinum hefir pótt aflaga fara, svo að barnaskóli vor pó einhvern tíma mætti lifa pann dag að líkjast barnaskólum menntaðra pjóða, löú en ekki sífellt að hanga í gömlum kredd- um og úreltum siðvenjum. Hitt og þetta Nokkrar gamlar bœkur voru í vetur seldar á uppboði í París og komust í ákaflega hátt verð. Syndakvittunarbrjef prentað af Guttenberg 1455 var selt á 5,200 franka. Hyrðisbrjef frá erkibisk- upinum í Mains 1462 fór fyrir 3,350 franka. Nokkur fleiri rit frá 15. og 16. öld voru seldar fyrir tíeiri púsund franka hvert, jafnvel pó meira og minna vant- aði í pau öll. Hyqginn hundur. Sóknarpresturinn í Wiltshire á Englandi á óvenjulega hygginn hund. Hann sækir hvern morg- un blaðið „Standart“ til járnbrautar par í nánd. Blaðinu er kastað út til hans pegar járnbrautarlestin fer um, og hann ber pað síðan heirn. Einn moi'gun kom hann heim án pess að hafa blaðið, en við nákvæmari ransókn varð pað uppvíst að „Daily Telegraph“ hafði verið kastað til hans í misgripum, en með pað blað vildi hundurinn enga meðgerð hafa. Auglýsingar. l’iiisk lestrarliúk með orða- safni eptir Jón A. Hjaltalín fæst inn- hept hjá Friðbirni Steinssyni á Akur- eyii fyrir 3,50 kr. II. 0. Fischer kaupmaður, 31. Sandport Street, Leith, býðst til að kaupa vörur á Skotlandi og senda til Islands, einnig til að taka við íslenzk- utn vörum og selja þær íyrir hæsta verð, sem fengizt getur, og senda apt- ur andvirði þeirra í vöruin eða pen- ingum. Fró Karren Fischer, 31. Sandport Street, Leith, tekur íerðamenn til íæðis og húsnæöis. Danska er töluð í hús- inu. Góður saltfiskur sem erof lítið saltaður til að sendast út, en þó alveg óskemmdur, fæst keyptur hjer. við verzlanina, vættin fyrir 8 krónur. Oddeyri, 14. apríl 1883. J V. Ilavsteen. Undirskrifaður kaupir flestar teg- undir fugla og eggja, með hæsta verði. Oddeyri 21. apríl 1883. J. V. Uavsteen. — Ujá undirskrifuðam fást þessar bækur: Heiibrigðisreglur eptir síra Jakob Guðmuudsson. Verð 38 aur. Sálmabókin, 3. útgála Verð 280 — Landafræði eptirB Gröndal á 300 — Ritreglur V. Asmundarsonar á 100 — BjörnJónsson prentari. — Fyrir nokkru kom hingað saltskip frá Englandi og affermdi sait til Jónas- sens verzlunar, en íór með sumt af farm- inurn til Skagafjarðar. I gær kom fermt vöruskip frá Kaupmannahöfn til Jónas- sens verzlunar. Utgtífdiidi og pröutciri: BJöru Júusöou.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.