Fróði - 24.05.1883, Blaðsíða 3

Fróði - 24.05.1883, Blaðsíða 3
1883. F B Ó Ð 1. 106 bl. 187 mjer virðast bæði sjáanleg og áþreifan- leg. Enn nó munu mennspyrja: hvað á þá að gera ? A þingið að hætta að skipta sjer af nokkru máli, nema, fjár- málum og reikningamálum, og stöku smámálum sem fyrir kunna að koma? Ilið fyrsta sem þingið, að minni mein- ingu á að gera, er að fá frýjari hönd- ur til starfa sinna. I’að er að segja, fá þingtímann hæfilega aukinn.svo þingið geti streitulaust lokið þeim störfum sem því eru fengin f höndur, og brýn nauðsyn ber til , að lokið sje við. .leg er viss um að allir sern þekkja til eru mjer samdóma urn þetta, en menn getur greint á um það hvernig lenging þing- tímans á að vera löguð. Allir vilja senr von er haía þingið sem kostnaðar rninnst, en það er óhappalegur sparnað- ur, að hafa þingtímann ofnauinan, til að spara fje, þvf þar af getur leitt tvöfald- an, eða margfaldan kostnaö. Sje lög- unum flaustrað af, svo að á næstu þing- um þurfi að káka við þau aptur til að bæta um þau (eins og kirkjnmálið o. fl.) er það tvöfaldur kostnaður. Og verði eigi áríðandi máluin lokið á þingi hvað eptir annað (eins og landb 1. rnálinu., skólamálunum o. 11), er það margfald- ur kostnaður, því allur sá tíini sem varið er til undir bönings því máli er eigi verður lokið á þingi, fer að kalla uiá til ónýtis. Þegar málið er tekið aptur fyrir á þinginu, verður að flytja það upp að nýju, og það gengur sama krabbaganginn upp aptur á þinginu. En eins og aliir vita kostar hver þing- dagur landsjóðinn ærið fje, hvort sem sá dagur verður að nokkru gagni eða engu. Jeg hefi heyrt ymsar tillögur um lengingu þingtíinans, og «kal geta þeirra að nokkru. Sumir vilja hafa þing á hverju ári, 2 mánuði < senn, og á sama tíma sem nú. Aðrir vilja hafa þingið 4 mánuði, annað hvert ár, eða svo lengi sern með þarf, helzt á veturna. Og hinir þriðju vilja að eins nota þá heimild sem veitt er í stjórnarskránni að halda auka þing stöku sinnum, til að undir búa og meö höndla þau mál sem hið reglulega alþingi ekki fær yfir tekið. Skal jeg svo í íám orðum láta uppi álit mitt um hverja þessa tillögu fyrir sig. Það er vafalaust, að hagfeldast og hollast væri fyrir oss, að halda þing á hverju ári eins og aðrar þjóðir gera, sem hafa löggefandi þing eins og vjer. Þinghald á hverju ári er að minni hyggju hið eina meðal til að eyða þeim dauða svefni eg áhugaleysi á þing og þjóðmálum, sem allt of mjög grúfir yfir þjóðinni í heild sinni. Eins og nú stendur er þingsetan hrein og bein hjáverk, sem allt of margir — ef til vill — gera utan við sig. Þegar hverju þingi er lokið, köstum vjer þing- menn öllum þingsáhyggjuin frá oss, og hugsum nauinast til þingmála fyrr enn að 2 árum liðnum, að skyldan kallar oss aptur á þing. það er því eigi að furða þó riði hafi slegið á 188 þingvopnin, og þau sjeu farin að sljófg- ast, þar sem þau Iiafa legið óhreifð í ruslakistu gleymskunnar allan þennan tíma. Að þjóðin sje vakandi er þvf siður að vænta, þar sem hön ekki fær að sjá eða vita íyrr enn seint og síðar meir, hvað gerist á hverju þingi, af hinum ótímabæru alþingistíðindum, sem fæstir liirða um að sjá. Þessu svefn- móki mnndi hrundið með þinghaldi á hverju ári, einkum ef það fylgdi með að kosið væri til þings að minnsta kosti 3. hvert ár. Vjer skyld im sjá hvert ekki færðist meira pólitískt líf í oss, væri þing átt á hverju ári, og kosið til þess annað eða þriðja hvert ár. En þetta kostar ærið fje, mnnumenn segja Já, þingið yrði helmingl kostnaðar meira með þessu íyrirkomulagi, og það er spurningin sem úr verður að leysa, hvort hinn aukni þingkostnaður fæst endurgoldinn með þvf pólitíska lífi og fjöri sem mundi færast í þing og þjóð við þessi umskipti. Að lengja þingtímann um helming en halda þing að eins annað hvert ár getur því að eins orðið hagfellt, að þingið komi saman á veturna, enn ekki sumrin eins og nú. Flestum þingmönnum mun þykja sumar þingseta sú sem nú á sjer stað nógu löng þó eigisje aukið við hana. Þeim þingmönnuin sem fást við búskap og það gera nálega allir þingmenn sem ekki eru búsettir í Reykjavík kemur ekki vel að vera all- ann bezta bjargræðis tíma ársins frá böum sínum, og jeg óttast fyrir að það yrði einmitt tii að fa:la suma nýta þingmenn frá þingsetu. það lrefir ein- att að undan förnu komið til tals, að hagfeldara væri að halda þingið á veturna, enn á meðan þingið var hald- ið í skólahúsinu, varð því eigi við kom- ið, sökum þess að þá hefði þingið ekki fengið nokkurt skýli yfir sig í Reykjav. Nú er þeim anninatka rutt úr vegi með því þingið hefir íengið sitt eigið hús til afnota. Ilelzti annmarkinn á þinghaldi um vetrar tímann, eru ferðirnar til og frá þingi, er mundu verða þingmönnum úr fjarlægari sýslunum ærið erfiðar og kostnaðar samar, en þó ættu þeir ann- markareigiað fæla menn frá breyting- unni, virtist hún að öðru leyti tiltæki- leg. Fengjum vjer gufuskip til að fara eina ferð umhverfis landíð í október- mánuði — og sú ferð er að mörgu leyti mjög nauðsynleg — væri þingmönnum innan handar að koinast til þings með I þeirri ferð. IJá er ekki hafísinn að óttast eða aðrar sjeilegar torfærur. Eins væri nauðsynlegt að fá eina gulu- skipsferð umhverfis landið í marz eða apríl, þegar ísalög ekki hamla — og það er sjaldan um þann tíina — og með þeirri ferð ættu þingmenn að geta komist áleiðis til heimila sinna. En bregðist þetta, teljeg það engum sjer- legum vandkvæðum hundið fyrir þing- menn, að fara landveg, því einatt geí- ur verið betra að fara á klökum í marz eða apríl — og þetta mega póstarnir hafa — enn aö fara í júni, 189 þegar aurbleytnr og vatnavextir gera vegina nálega ófæra. Og þetta höfum vjer þingmenn þó mátt hafa að undan förnu, að fara til þings f júnímánuði, þó vegir hafi stundum verið lítt færir. Aðalkosturinn við þinghaíd á veturna er sá, að til þingsetunnar gengur arðminsti tími ársins, og er það mikils verð at- riði fyrir þá þingmenn sem stunda landbúnað. þá mundi og mega lækka dagkaup þingmanna, og er jeg sann- færður um að þingmcnn yrðu betur í haldnir með 4 kr. um daginn, en þeir eru með 6 kr. nú. Að minni mein- ingu þyrfti þingkostnaðurinn — ef vel væri á haldið — ekki að fara langt fram úr þvf sem hann er nú, þó þing- tíminn yrði lengdur allt að helmingi, ef þing er haldið á veturnar en ekki á sumrin, eins og nú. Þá er þriðja og síðasta tillagan, að halda aukaþing stöku sinnum, til að íjalla um hin stærstu mál er hið reglulpga alþing ekki fær yfir tekið. í*essi tillaga hefir það til sfns ágætis frain yfir hinar, að eigi þarf að breyta stjórnarskránni til að fá henni fram- gengt. Síjórnarskráin gerir einmitt ráð fyrir, að þetta geti komið fyrir, því að í 6. gr. hennar er konungi á- skilinn rjettur til að stefna alþingi sam- an til aukafunda þegar svo ber undir. Rað ætti því ekkí að vcra nein for- veldni á að fá þessu komið til leiðar. Fiiigið verður að senda konungi þegn- lega áskorun eða bænarskrá uin, að kalla satnan sjerstakt auka þing, og er líklegt að sú bæn fái Ijúfa áheyrn, þegar hún er studd með skynsamleg- um rökum. Væri ellaust rjettast að sjerstakar kosningar fram færu tii þessa sjcrstaka þings Eins og ástendur mun hollast og hyggilegaet fyrir oss að hallast að þessari tillögu eins og hún liggur fyrir, og fara ekki frain á aðrar stórfelldari breytingar á þinginu að sinni. En þetta sjerstaka þingætti meðal annars að taka til yfirvegunar, hverjar breytingar á þingi og þing- sköpum eru helzt nauðsynlegar, og er einsætt að bíða eptir því. Jeg skal svo eigi þreyta menn lengur á þessuin Icstri urn alþing, og bið menn virða hann á betra veg. Mættu þessar athugasemdir verða til þess að bæta úr einhverjum þeim annmörkum og ófullkomlegleikum sem á þinginu eru, kalla jeg ómaki mfnu vel varið. Hið merkilega blað Norðanfari segir 23. apríl þ. á. að sjer þyki það merki- legt, að Fróði skuli eigi tala um nein stjórnarmál, það sje þó siður allra (ann- ara) blaða um allan heim að tala um vel- ferðarmál þjóöar sinnar, og mun lesarinn eiga að láta sjer skiljast, að Norðanfari standi eig: að haki öðru/n heimsblöðum í þessum sið. það er nú ekki öllum auðvelt að botna í því, hver mál það eru, sem Norð- anfari kallar stjórnarmál og velferðarmál. Jlaðið hefir sjálfsagt sínar sjerstaklegu

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.