Fróði - 15.06.1883, Blaðsíða 3
1883.
I R Ó D 1.
108 bl.
211
112
113
dregnum kostnaði 18—22 kr. af hverri
tunnu því síldin var almennt seld á
28—32 kr. f Noregi og Svíþjóð.
K að illa heppnaðist með síldar-
veiðina, seinast liðið suinar, eru marg-
ir, sem kosta stórfje til slíkra veiða nú
f sumar. Sökum þess að þelr, sem
hafa verið á íslandi eiga þar hús og
báta. Eru ymsir af þeim, sem hafa
mikiuu huga á því að stunda þorska
og hvalaveiði á sama hátt og þeir hafa
áður stundað síldarveiðina Þannig
ætlar nýstofnað fjelag að byrja hvala-
veiði Irá Noregi í sumar, og hefir
einn af hinum norsku borgurum á Is-
landi fekið að sjer að útvega þvf fje-
lagi þau rjettindi er við þurfa. Sjálf-
ur er liann eigandi að ^ hluta þeirra
veiði áhalda er við þurfa. Eins og
kunnngt er af dönskum frjettablöðum,
ætlar prernierlöitenant C. Trolle með
galias Alma frá Stafangri til þorskveiða
við ísland í sumar, ásamt 3 liskiskip-
um frá Grímsby, er eiga að fiska í
íjelagi við hann. Þessi fyrir ætlun
Trolles sýnist norskum fiskimönnum
mjög heppileg og hafa því margir af
hinum norsku borgurum á íslandi mik-
inn hug á að stunda þorskaveiðina mcð
líkri aðferð ymist utan eður innan
landhelgi eptir atvikuin og l'iskigengd.
Mörg síldarfjelög Norðmanna hafa
nú í hyggju, að hafa með sjer fleiri
eður færri áhöld og veiðarfæri, ti!
þorskveiða við ísland í surnar, ef síld-
arveiðin kann að biegðast, og fiska
þannig á sama hátt þorsk sem síld
lyrir húsbændur sína, er sitja að búum
sínum heima í Norogi ; því þótt 1 af
eigendum. sem með er, hafi fengið sjer
borgararjett og stundi veiðina, þá eru
víðast margir um útgerðina með honum,
er sitja heima í Noregi og aldrei sjá
ísland. Enn fremur eru nokkur íjelög,
sem hafa stundað greinda veiði við
ísland, er euíiir eigendur liafa íylgt,
og þó einn af eigendum hafi fylgt
flestum netaútgerðunum og íengið sjer
svo kallaðan borgararjett á Islandi.
þá hafa þeir verið á sama ííma borg-
arar í Noregi, átt þar hús og heimili
allt árið, goldið þar til alira stjetta
o. s. frv, Það er mjög sjaldgæft að
2 eður 3 sjeu eigendur að netaútgerð-
inni, en vanalega eru 5—6 og þaðan
af fleiri um hverja netaútgerð.
Hvað hvalveiðinni við víkur er
það álit allra langreyndra og skynsamra
fiskimanna í Noregi og víðar, að full
þörf sje á að friða hvalinn. Þessu
hefir tíðum verið hreift á málfundum
Svía og Norðmanna, og var rnálið lagt
íil umræðu fyrir þing Norðmanna 1 880.
í Noregi er almennt álitið, að
hvalurinn reki síldina undir land inná
voga og víkur, þangað sem fólki gefst
íæri á að hagnýta sjer hana ; sömuleyðis
álíta Norðmenn, að hvalurinn auki
þorskaveiðina á þann hátt, að hann
reki síldina, sem er fæða fiskanna upp
til lands og inná fjörðu, svo fiskurinn
sæki þangað eptir henni.
Þess cru Ijós dærai í Noregi, að
alstaðar þar sem hvalveiði hefir verið
stunduð, helirsíld og þorskur minnkað;
svo sem í Bohulán og Varangerfjordcn.
Síðan Svend Fögen byrjaði þar hvala-
veiðina, hefir hvalurinn farið burt, og
eigi orðið að því gagni, að reka smá-
síldina til lands, er fiskurinn vanalega
sækir eptir; því án nærveru hvals er
sjaldan sfld og eigi heldur þorskur án
síldar Þar sem hvalveiði hefir verið
stundnð við Noreg, hafa umkvartanir
komið hver á fætur annari . ti! þings
og stjórnar, að hvalurinn væri friðað-
ur.
Þótt ofan skrifaðar lfnur, Ifti sum-
staðar svo út, eins og jeg sje að segja
eptir NorðmÖnnum um að farir þeirra.
þá má enginn taka orð mín svo, að
eg amist við þeim, það er langt frá því.
Norðmenu em vel komnir til búsetu á
lslandi; það getur orðið þeim sjálfum
til hagnaðar og landsmönnuin til fram-
fara við þá veiði stundun. Hitt er fremur
tilgangur minn, að kynna þetta þeim
landsmönnum mfnnra, sem ef til vill
miður vita, um til högun og að ferð
við veiðiskap Norðmanna, svo að allir
geti notað sama rjettar eptir kringum-
stæðum. Ilvernig sem lög vor kunna
að verða, heimtum vjer íslenzkir fiski-
menn að Norðmenn, sem innan land-
helgi veiða, fullkomlega hlýði sötnu
lagaboðum og vjer landar hljótuin að
gera.
Frjettir iit!cii(9ar.
Ivanpmannahöfn 12. apríl.
Hjer í Danmörku hefir vetnrinn verið
í meðallagi, þó hafa á stundum komið
hörð frost, epfir því sem hjer gerist,
10° R , og opt snögg umskipti hita
og kulda, sólskinsþíður og frost á
víxl, sem skaðar mjög hveitiekrurnar.
end i ern þær víða mjög fölar á lifinn.
Aptur á móti þola rúgekrurnar betur
þessi snöggu umskipti hita og kulda,
og standa þær hjer grænar allan vetur-
inn. Hveiti er sáð Iitlu eptir miðjan
ágústmánuð, en rúgi nokkru seinna,
og sprettur grasið nokkuð sfðarihluta
sumars, stendur þannig yfir veturinn
og á næsta sumri vex kornstöngin til
fulls og ber fullþroskaðan kjarna.
Þetta korn. sem þannig er sáð. kalla
Danir og Norðmenn BVintersæd“, rvi
það sem sáð er snemma á vorin og á
að verða fullþroska samasumars „Vor-
sæd“.
Líf vort Islendinga hjer í Kaup-
mannahöfn hefir verið heldur skemmti-
legt og íjörugt í vetur. Þannig höfum
vjer íjelag sem neínist íslendingafje-
Iag og hefir staðið um nokkur ár, for-
seti þess er alþingismaður Tryggvi
Gunnarsson. í stjórn íjelagsins eru 5
menn, og hver Ijelagsraaður borgar 50
aura á mánuði í fjelagssjóð, ganga þeir
peningar tii að borga leigu fyrir fund-
arstofu fjelagsins. Fjelagið hefir hald-
iö fund einu sinni í viku fjóra mánuði
f vetur, og stefnu þeirra lýsir bezt kafli
úr ræöu forseta, þegar hann setti fvrsta
fundinn á vetrinum. Ræðukaflinn hljóð-
ar svo:
„Aðalverksvið fjelagsins er að gefa
Islendingurn, sem vilja og hjer búa í
Kauprnannahöln, færi á að koma sam-
an og tala saman. bæði persónulega
og í sameiningu, þiggja ráð hver af
öðrum og leiðbeina ókunnugum nýkomn-
urn landsmönnum í einu og öðru, sem
þeir kynnu að þarfnast. Að halda
fyrirlestra um yms nytsöm málefni og
ræða um þau fram og aptur, sem hver
rjettur íjolagsmaður hefir rjett til að
taka þátt í eptir eigin vild. Að syngja
og við hafa ymsar saklausar skeinmt-
anir o. s. Irv.“
A fundum fjeíagsins hefi jeg ver-
ið og halt af því mikla skemmtun.
Setti forseti jafnan fund með lipurri,
fáorðri og optast gamansamri ræðu, og
gaf þeim svo orðið, sern fyrirlestur
hjelt á lundinum. A enduðum fyrir-
lestri urðu á stundum umræður um efni
hans, og hafði fyrirlestrarmaður þá
einatt nóg að gera að verja sitt málelni,
en sjaldan stóð hann einn uppi, held-
ur hafði optast marga á sínu máli.—
Optast hafa haldið fyrirlestra í vetur
stud. polit. Einar Hjörleifsson, candid.
juris Ólalur Ilalldórsson, stud. joris
Ilannes Hafsteinn og candid. philol.
Finnur Jónsson, og hefir þeim að jafn-
aði sagzt ágætlega.
Fiábær reglusemi og siðsemi hefir
venjulega verið á fundum fjelagsins og
aldrei hefi jcg sjeð þar neinn mann
ölvaðan, þó ölföng hafi verið að fá
rjett við höndina Þó hefir tvívegis
komið fyrir á fundum fjelagsins það
sein jeg hafði sízt ætlað að koma myndi
fyrir á fundum menntaöra íslendinga,
það er að segja pípublástur í miðri ræðu,
sern þá er götustrákar blása í pípur
á götuin úti, í staðinn fyrir að lofa
ræðumanni að lúka máli sfnu í friði
og láta síðan ánægju sína eður óánægju
í Ijós með siðsemd. I fyrra skiptið
átti sjer stað þessi ósiður, er Einar
Hjörleifsson las upp skemmfisögu eptir
sjálfan sig. Orsökin er mælt að hafi verið
sú, að pípublásendum, sem voru stúd. af
Garði, hafi virzt sagan sneiða mann nokk-
urn þóflestum fundarmönnum bæri saman
um, að þetta hefði eigi verið annað enn
skökk ímyndun. í síöara skiptið vildi
þetta til er rædd var áfundi stjórnarskrá
íslands, og háskólakennari Gísli Brynj-
úlfsson sýndi fram á í ræðu, er harm
hjelt, hversu nauðsynlegt það væri, að
ráðgjafi Islaods hefði sæti á alþingi.
Hófst þá ákafur pípublástur, svo ræðu-
maður varð að hætta, og sájegþáenn,
mjer íil inestu furðu og óánægju að þeir
sem þessa óhæfu frömdu voru nokkrir
ungir riámsmeun við Kaupmannahafnar
háskóla. Þessi ræða herra Gíslu var
svo skynsamleg sem hún gat verið, og
jeg ætla, að enginn tali betur, skyn-
samlegra og frjálslegar á funduin Is-
lendinga hjer enn herra Gfsli Brynjúlfs-
son. Hver sem honum kynnist, finnur
í honum einn hinn bezta föðurlands og
íramfara vin, enda stendur hús hans